Alþýðublaðið - 15.03.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.03.1975, Blaðsíða 4
Otgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. MAGNÚS HEFNIR SÍN Magnús Kjartansson heldur áfram árásum sinum iÞjóðviljanum á Alþýðusamband íslands fyrir stefnu þess i kjaramálunum. Að visu nefnir hann ekki Alþýðusamband íslands fyrir stefnu þess i kjaramálunum. Að visu nefnir hann ekki Alþýðusamband íslands i þessum skrifum sin- um, heldur ræðst ávallt að forseta þess, Birni Jónssyni, og skýrir þá jafnan frá þvi i leiðinnni, að Björn sé Alþýðuflokksmaður. Með þessu reynir Magnús Kjartansson að leyna hinum raunverulega tilgangi sinum — að telja fólki trú um, að hann sé aðeins að veitast að Birni Jóns- syni persónulega svo og Alþýðuflokknum. En sjálfir flokksbræður Magnúsar Kjartans- sonar i verkalýðshreyfingunni — menn eins og Snorri Jónsson og Eðvarð Sigurðsson — hafa risið upp til andmæla. Þeir hafa opinberlega lýst þvi yfir, að það, sem Björn Jónsson hafi látið frá sér fara um kjaramálin sé stefna Alþýðusam- bands íslands, sem þeir — Snorri og Eðvarð — hafi átt þátt i að móta. Árásir Magnúsar Kjart- anssonar á Björn Jónsson séu þvi árásir á Al- þýðusamband íslands og þá sjálfa, verkalýðs- foringja Alþýðubandalagsins i ASÍ-forystunni. Þannig hafa þeir Snorri Jónsson og Eðvarð Sig- urðsson veitt Magnúsi Kjartanssyni opinberlega ádrepu fyrir skrifin, en maður af skapgerð Magnúsar Kjartanssonar þolir ekki að hann sé gagnrýndur með þeim hætti og forherðist þvi i afstöðu sinni. Það hefur lengi verið lýðum ljóst, að mikill á- greiningur er innan Alþýðubandalagsins milli verkalýðsfólks þess annars vegar og mennta- mannakliku Magnúsar Kjartanssonar hins veg- ar. Þessi ágreiningur kom m.a. glöggt i ljós þeg- ar allir Alþýðubandalagsþingmennirnir að Eð- varð Sigurðssyni undanteknum gengu til liðs við rikisstjórnina i söluskattsmálinu og höfðu að engu áskoranir verkalýðshreyfingarinnar, Al- þýðuflokksins og Eðvarðs Sigurðssonar um að greiða atkvæði gegn þessum nýju og óþörfu álögum. Þá flutti Eðvarð Sigurðsson harða ádrepu á flokksbræður sina á Alþingi — ádrepu, sem undan sveið — og nú er menntamannaklik- an á Þjóðviljanum að hefna sin með árásum á Eðvarð Sigurðsson og aðra verkalýðsforingja Alþýðubandalagsins undir þvi yfirskini, að verið sé að skamma Björn Jónsson. VARALIÐ ÍHALDSINS Þjóðviljinn reynir að láta i það skina, að Al- þýðuflokkurinn hafi einhvern hug á að ganga til liðs við núverandi rikisstjórn. Þetta er fráleit og fjarstæðukennd fullyrðing. Alþýðuflokkurinn hefur engan áhuga á sliku, enda hefur hann veitt rikisstjórninni harða og ákveðna andstöðu. En hitt er satt og rétt að til eru þeir menn i stjórnarandstöðunni, sem óvænt og skyndilega gengu til liðs við rikisstjórnina og lögðu með stjórnarflokkunum hönd að þvi að auka enn álögurnar á almenning. En þetta voru ekki Al- þýðuflokksmenn. ÞETTA VORU ALLIR ÞING- MENN ALÞÝÐUBANDALAGSINS AÐ EINUM UNDANTEKNUM SEM HLUPU TIL LIÐS VIÐ STJÓRNINA UM AÐ HÆKKA SÖLUSKATT AÐ ÓÞÖRFU, 1 þessu máli eignaðist rikisstjórnin varalið á Alþingi. Með f jasi sinu um, að rikisstjórnin þurfi að styrkja sig með utanaðkomandi aðstoð er Magnús Kjartansson liklegast að óska eftir launum til sjálfs sin fyrir stuðninginn. |alþýðu| Riffil Hættir Paasio? ÝMISLEGTBENDIRTILÞESSAÐHINN 72JA ÁRA GAMLI PAASIO VÍKI FYRIR SORSA Flokksþing finnska jafnaöar- mannaflokksins verður haldið i júni i sumar. Farið er að undir- búa flokksþingið, en enn hefur þó ekki fengist svar við þeirri spurn- ingu, sem talið er að mestu máli skipti — sem sé þeirri, hvort for- maður flokksins, Rafael Paasio, sem nú er orðinn 72ja ára gamall, muni ætla að gefa kost á sér til endurkjörs, éða ekki. Hætti hann formennskunni er þvi almennt spáð, aö finnski forsætisráðherr- ann, Kalevi Sorsa. muni verða kjörinn flokksformaður í hans stað. Jafnhliða yrði þá um að ræða kynslóðaskipti i forystu flokksins, þvi Sorsa og aðrir yngri menn, sem fengið hafa skjótan frama i stjórnmálum, myndu þá taka við. Mikil eining rikir nú og hefur rikt að undanförnu i finnska jafn- aðarmannaflokknum — ólikt þvi, sem áður var þegar sifelld átök voru á milli hægra og vinstra arms flokksins er leiddu til klofn- ings æ ofan i æ. Þessari ,,borg- arastyrjöld” i flokknum lauk árið 1963, þegar Paasio var kjörinn formaður og gerði upp reikning- ana við hægri arminn meö þvi að lýsa þvi yfir, að nú myndi flokk- urinn sveigja ,,tvö strik til vinstri”. Sambúð flokksins við Moskvu hefur farið batnandi, en áður tortryggði Moskva jafnaðar- mannaflokkinn. Jafnaðarmenn hafa endurmetið afstöðu sina til Sovétrikjanna i anda raunsæis og komist að þeirri niöurstööu, að það skipti öryggi Finnlands miklu máli að sambúð landsins við So- vétrikin grundvallaðist á gagn- kvæmu trausti og skilningi. Flokkurinn styöur nú einhuga hina svonefndu Paasio-Kekkonen-stefnu. Það var fyrst og fremst með til- liti til utanrikismála, sem jafnað- armenn buðu ekki fram á móti Kekkonen i forsetakosningunum árið 1968. Paasio hefur unniö að þvi að bæta sambúöina við Moskvu. Hann veitti forystu sendinefnd frá jafnaöarmanna- flokknum, sem fór til Moskvu árið 1968 og mun m.a. hafa rætt i fullri hreinskilni við Brésnef. Arið 1974 fór svo önnur sendinefnd frá flokknum til Moskvu til viöræöna og þá mun glöggt hafa komið i ljós, að viðhorf Sovétmanna til finnska jafnaðarmannaflokksins höfðu breyst frá þvi, sem áður var. Tortryggni Hægri armur flokksins hefur barist fyrir andkommúniskri stefnu og enda þótt hægri menn séu að mestu búnir að missa öll itök sin i flokknum gætir þar þó enn nokkrar tortryggni I garð Moskvu. Og þrátt fyrir það, að hægri armurinn sé nú valdalítill i flokknum hefur hann enn töluverð áhrif varðandi mótun á afstööu flokksins til Sovétrikjanna. Lang- flestir flokksmanna styðja þó heldur vinstri sinnaða millistefnu og eru eindregið fylgjandi þeim Paasio og Sorsa. Paasio hefur sagt i blaöaviðtöl- um, að hann muni ekki taka ákvöröun um, hvort hann hyggst taka endurkjöri sem flokksfor- maður, fyrr en i fyrsta lagi tveimur mánuðum fyrir flokks- þingið. Astæðurnar fyrir þvi eru sjálfsagt margar. En allir telja þó vist, að hætti Paasio muni Sorsa verða fyrir valinu sem eftirmað- ur hans. Sorsa sjálfur segist þó allt eins geta búist við þvi, að fleiri muni vera i framboði. Samherjar í stjórnmálum er enginn mein- ingarmunur milli þeirra Paasios og Sorsa. Hægri armur flokksins hefur hins vegar litinn áhuga á þvi, aö Sorsa taki við formanns- embættinu nú, þegar hægri arm- urinn er þegar búinn að missa nær öll völd i flokknum. Þess vegna reynir hægri armur flokks- ins nú að fá Paasio til þess að sitja áfram I formannsembættinu til þessaðhægri mönnum gefist timi til að reyna að styrkja stöðu sina á ný áður en eftirmaðurinn verður valinn. Paasio hefur áður beðið fram á elleftu stundu með að tilkynna, hvort hann hyggðist taka endur- kjöri eða ekki. Þannig hefur hann getað tryggt sér öll itök þar sem hann hefur með þvi getað haldið aftur af klikustarfsemi og upp- hlaupshópum. Paasio er það sterkur i flokknum, að ef hann gefur kost á sér til endurkjörs verður hann kjörinn. Sorsa hefur hins vegar lýst þvi yfir, að hann muni ekki taka endurkjöri sem framkvæmda- stjóri flokksins. Allar likur benda til þess, að helsti skipuleggjari flokksins, fyrrum utanrikisritari hans, Paavo Lipponen, verði kjörinn i þá stöðu. A meöan Sorsa hefur gegnt embætti forsætisráð- herra hefur Lipponen farið með Ef marka má skoöanakannanir má telja nokkuö öruggt, aö jafn- aðarmenn I Portúgal vinni stór- sigur i kosningunum, sem þar eiga aö fara fram þann 12. april n.k. og veröi jafnvel stærsti flokk- ur landsins. Þegar byltingin var gerð þann 25. april I fyrra og lýö- ræði innleitt i landið var flokk- urinn svo til óskipulagöur. Flokksforingjarnir voru I útlegð, sumir I fangelsum og öll flokks- starfsemi leynileg. Nú eru i flokknum 60 þúsund félagar og stöðugt verið að stofna flokksfé- lög viös vegar um landiö. Jafnaöarmenn draga enga dul á þaö, að styrkur kommúnista I Portúgal byggist fyrst og fremst á þvi, að þeir höfðu öfluga neðan- jarðarhreyfingu i landinu á árun- um áöur. Kommúnistar eru vel skipulagöir — en mikla fylgis- aukningu virðast þeir ekki eiga I vændum. Asamt með kommúnistum og Frjálslyndamiðflokknum var jafnaðarmönnum boðin stjórnar- þátttaka eftir að Caetano hafði verið velt úr valdasessi. Fyrst framan af gekk samstarfið vel. En upp á siökastið hefur sambúð kommúnista og jafnaðarmanna farið hriðversnandi. Miklar deil- ur uröu milli flokkanna um nýja vinnulöggjöf og báðir flokkarnir halda þvi fram, að þeir hafi farið með sigur af hólmi i þeirri deilu. Einnig er deilt um efnahagsáætl- anir og áætlunarbúskap, hvenær snúa eigi til fullkomins lýöræöis I landinu, hversu mikil pólitisk völd herinn eigi aö hafa o.s.frv. Kommúnistar reikna ekki meö þvi að fá aukiö fylgi I kosningum og þess vegna hafa þeir viljaö slá kosningunum á frest — og hafa fengið stuöning herforingja, sem fengið hafa aö bragða á völdunum og hefur þótt vel smakkast. En kosningar verða samt haldnar og nú er deilt um hve mikið tillit eigi að taka til niöurstöðu þeirra — þ.e.a.s. hvort og þá hvernig hún eigi að virka á valdahlutföllin i landinu. Jafnaöarmenn — sem nýlega embætti framkvæmdastjóra og þótt gegna þvi vel. Lipponen er aðeins 33ja ára að aldri og talinn maður framtlðarinnar i jafnaðar- mannaflokknum. Jafnaðarmannaflokkurinn nýt- ur nú fylgis 27—28% kjósenda, sem er álika mikið fylgi, og flokk- urinn hefur mest haft áður. Flokksmenn eru bjartsýnir og staðráðnir i þvi að auka enn fylgi flokksins i þingkosningunum, sem fram eiga að fara i haust, ef að likum lætur, og i sveitarstjórn- arkosningunum, sem halda á 1976. Þá mun nú i haust einnig verða skorið úr um fylgi flokksins i verkalýðshreyfingunni. Þá fara fram kosningar i Sambandi málmiðnaðarmanna, sem er öfl- ugasta sérsambandið innan finnska Alþýðusambandsins, og þær kosningar verða örlagarikar þvi i þeim fer fram uppgjör milli jafnaðarmanna og kommúnista. Almennt er talið, að jafnaðar- menn verði yfirsterkari og hafi þar með náð undirtökunum i finnskri verkalýðshreyfingu. hafa komið I veg fyrir að leyni- hreyfing kommúnista gæti grafið um sig i flokknum — eru öruggir um aö fá mjög aukiö fylgi I kosn- ingunum og barátta þeirra stend- ur nú um aö hindra, að kommún- istar og herinn breyti kosningun- um I einbera skoðanakönnun. Nú er einmitt veriö að ræða um póli- tiska stöðu hersins eftir kosning- arnar — og deilur eru harðar. Þrátt fyrir hina slæmu sambúö við kommúnista telja jafnaöar- menn i Portúgal aö nauðsynlegt sé að halda áfram einhverri sam- vinnu við þá — slík samvinna sé nauðsynlegur þáttur i þróun I átt til fullkomins lýöræöis og þeir telja, aö á þeirri leið sé betra aö halda kommúnistum rólegum með samvinnu við þá en að eiga á hættu algert pólitiskt styrjaldar- ástand I landinu. Hins vegar gera þeir sér fulla grein fyrir þvi, aö kommúnistar lita á sig sem hið leiðandi afl I þróuninni og vilja ná algerum yfirráöum. Jafnaðar- menn vilja ekki láta kommúnista stjórna sér og þeir eru sannfærðir um, að innst inni vilji kommúnist- ar ekki alvörukosningar þvi þeir óttist að þeir kunni aö tapa I bar- áttunni við jafnaöarmenn um for- ystuna. Það auðveldar ekki jafnaðar- mönnum þessa baráttu að póli- tiskir hagsmunir kommúnista og hersins viröast fara saman. Báðir aðilar vilja halda völdum sinum, sem byggjast á góðu skipulagi fremur en vitneskju um mikiö fylgi og bæði herinn og kommún- istar óttast því um sinn hag veröi úrslit kosninga látin ráða eins og i lýðræöislöndum. Þvi eiga jafnað- armenn i Portúgal ekki aðeins I illdeilum viö kommúnista, heldur einnig herinn. Það getur jafnvel svo farið, aö kosningunum veröi frestaö — ef kommúnistar og her- inn fá að ráða — og slöustu at- burðir I landinu verði notaðir sem afsökun fyrir þvi. Fari svo þá er hin raunverulega ástæöa sú, aö báðir þessir aðilar óttast frjálsar kosningar og þann sigur, sem skoðanakannanir myndu vinna I frjálsum kosningum I Portúgal. Jafnaðarmönnum spáð stórsigri í Portúgal KOMMAR HRÆDDIR VIÐ KOSNINGARNAR o Laugardagur 15. marz 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.