Alþýðublaðið - 19.03.1975, Side 1

Alþýðublaðið - 19.03.1975, Side 1
ÍHALDIÐ IÍT- HLUTAÐI HEIMDALLILÓÐINNI » > 2 og 3 alþýðu MIÐVIKUDAGUR 19. mars 1975 — 66. thl. 56. árg. LÆGÐ í FISKMARK- AÐINUM Á MEGIN- LANDIEVRÓPU „Þeir eru alltaf að þessu en það kemur bara ekkert við okkur, þar sem við sigl- um alls ekki með afla ef við höfum grun um að verðið fari niður undir lágmarks- !■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Er verka- j lýðs- baráttan i orðin PLAT? m-> BAK : verð það sem i gildi er”, sagði Ingimar Einarsson, framkvæmdastjóri Félags islenskra botnvörpuskipa - eigenda, i viðtali við Al- þýöublaðið i gær, en i frétt sem birtist i The Times, siðastliðinn föstudag, segir aö breskir togaraeigendur hafi hækkað lágmarksverð á fiski til frystingar i 11.50 pund og allur sá fiskur sem ekki nái þvi verði fari i bræðslu. ‘ „Reyndar lenti Karlsefni i þvi að markaðsverðið lækkaði skyndilega meðan hann var á leiðinni út um daginn og hann varð að selja á lOpund”, sagði Ingi- mar ennfremur, ,,en slikt eru alger undantekningar- tilfelli Annars er markaðurinn i lægðum alla Evrópu núna, þannig að við siglum alls ekki. Það eru til i Evrópu grlðarlega miklir lagerar _af heilfrystum fiski. Gjaldeyrisstaðan aldrei verið verri síðan 1959 — nei- kvæö um 2 milljarði „Gjaldeyrismálin standa ákaflega illa hjá okkur I dag og er staða gjaldeyrisbankanna nei- kvæð um 2000 milljónir króna. Verri hefur hún, ekki verið á þessu ári enda held ég, að hún hafi aldrei verið svona slæm siöan á árinu 1959”, sagði Björgvin Guðmundsson, skrifstofustjóri I Við- skiptaráðuneytinu, I við- tali við Alþýðublaöið i gær, en ráðneytið hefur nú birt auglýsingu, þar sem vakin er athygli á gildandi ákvæðum laga og reglugerða um gjald- eyrismeðferð. „Gjaldeyrisbankarnir hafa sinar yfirdráttar- heimildir I erlendum bönkum”, sagði Björgvin ennfremur, „og að gjald- eyrisstaðan sé neikvæð um 2000 milljónir, þýðir einfaldlega að þeir hafa yfirdregið reikninga slna um sömu upphæð. Staðan hefur verið slæm siðan I janúar, en I þeim mánuði versnaði hún um tæplega 4000 milljónir. Um ára- mót var hún jákvæð um 2.800 milljónir, 31. janúar var hún hins vegar nei- kvæö um 944 milljónir. Eins og ég sagði áður hef- ur staðan oröið verst 2000 milljónir króna á þessu ári, og er hún óbreytt enn. Það sem Viðskipta- ráöuneytið er að reyna að gera, er að skapa aukið aðhald I gialdeyrismál- unum, herða á þeim regl- um sem I gildi eru og kynna fólki þær. Það hef- ur til dæmis verið algengt aö fólk hefur álitið sér heimilt að kaupa fast- eignir erlendis, ef það að- eins hefði gjaldeyri til þess. Þess misskilnings hefur einkum gætt meðal áhafna skipa og flugvéla, enda gjaldeyrisskammt- ur þeirra stór og þvi eðli- legt aö hugmyndin komi upp. Staöreyndin er sú að algerlega er óheimilt að einstaklingar, sem bú- settir eru hérlendis, kaupi fasteignir erlendis, nema til komi sérstök leyfi gjaldeyrisyfirvalda og þauleyfi hafa aldrei verið veitt einstaklingum. Annars er það athyglis- vert atriði i auglýsing- unni sem tekur til þeirra, sem þegar eiga ólöglegar fasteignir erlendis. I henni segir að þeim beri að tilkynna þessar eignir sinar til yfirvalda, ekki siöar en 1. ágúst á þessu ári og það þýðir i raun, að þeir sem þvi hlýða til- kynna eignirnar og gera ráöstafanir til að selja þær og skila gjaldéyrin- um — þeir veröa ekki lög- sóttir fyrir brot sitt. Hin- ir, sem ekki hlita þessu, mega búast við harðari afstöðu. Ég geri ekki ráð fyrir að neinum veröi leyft aö halda fasteign sinni, en að sjálfsögðu veröur gjaldeyrinn keyptur af þeim á eðli- legu verði. „Kekkonenáætlunin ekki nógu góð og afstaða okkar svipuð og Norðmanna” „t)t af fyrir sig tel ég, að þær hugmyndir, sem felast i hinni svonefndu Kekkonenáætlun séu ekki riægilega góðar 1 þessu sambandi held ég, að af- staða tslendinga sé svipuð afstöðu Norð- manna”, sagði Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra, 1 samtali við Al- þýðublaðið i gær. „Ekki hefur verið fjallað innan rikisstjórn- arinnar um atriði i tengslum við Kekkonen- áætlunina, sem nokkuð voru reifuö á Norður- landaráðsþinginu hér i Reykjavik I siðasta mánuöi”, sagði utanrikis- ráðherra, „en ég er nú á förum til Finnlands, þar sem ég mun ræða við fulltrúa finnsku stjórnar- innar um þessi mál á breiðum grundvelli og ég mun skýra samráð- herrum mlnum frá þvi, sem fram kemur I þess- um samtölum, þegar ég kem heim aftur”. Á þingi Norðurlanda- ráðs hélt Kaveli Sorsa, forsætisráðherra Finn- lands, ræöu sem mikla at- hygli hefur vakið. Þar sagði Sorsa m.a. að bætt sambúö Bandarikjanna og Sovétrikjanna á viðskiptasviðinu, viöræðurnar á öryggis- ráðstefnu Evrópu og af- vopnunarviðræðurnar i Genf væru jákvæðir þættir i þróun Evrópu- mála og nauðsynlegt væri, að Norðurlöndin fengju hlutdeild I þvi aukna öryggi, sem nú virtist framundan. Nauðsynlegt væri að meta fordómalaust tillög- ur Kekkonens Finnlands- forseta þess efnis, að Norðurlönd verði kjarnorkuvopnalaust svæði um alla framtið. A Norðurlandaráðs- þinginu var einnig af finnskri hálfu minnst á hugmynd þess efnis, að Sovétrikin fengju aðild að norrænu samstarfi. Frumvarp um ráðstöfun gengishagnaðarsjóðs og aörar hliðarráðstafanir I sjávarútveginum vegna siðustu gengisfellingar verður lagt fram á Alþingi nú I vikunni, aö þvi er Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra sagði I samtali við Alþýðublaöið I gær. Sjóðurinn hefur 1600 milljónir króna til ráöstöfunar, að sögn ráðherra, en ekki vildi hann skýra frá þvi hvernig þvi fé veröur skipt. „ÁLAGNING Á BENSÍN ÞARF AÐ HÆKKA UM 20% TIL AÐ BENSÍNSALA BERI SIG" „Þróunin hefur veriö sú á undanförnum árum, að bensinsölustöðum úti um landið hefur fækkað, og við erum að sjálfsögðu ekkert hrifnir af þvi. En það eru yfirvöldin sem stjórna þessu með þvi aö skammta svo litil vinnu- laun, aö fólk fæst ekki til að vinna við bensinaf- greiðslu”. Þetta sagði önundur Asgeirsson for- stjóri Oliverslunar íslands hf. „Sölulaunin eru ekki nema 3%, sem þýðir 1,95 kr. á litrann, og á minni útsölunum borgar þetta alls ekki laun afgreiðslu- fólksins”. hélt önundur áfram, ,, og það er ekki meira en svo að stærstu stöðvarnar I Reykjavlk beri sig, þótt þar séu seld- ir þrjár miljónir litra á ári. Að minu áliti þarf að hækka álagninguna, og i fljótu bragði virðist mér, að sú hækkun þurfti að vera um 20%, ofan á þá álagningu sem fyrir er, sem þýddi um það bil 40 aurar á litrann. Ekki vil ég um það segja, hvort þessi hækkun ætti að leggjast ofaná bensin- verðið, en hinsvegar finnst mér rikið fá of mik- ið i sinn hlut, en það fær 33.38 kr. af hverjum litra. Það er heldur ekki hlust- að á tillögur okkar i þess- um efnum, við höfum oft sent verðlagsyfirvöldum beiðni um breytingar, en jafn oft fengið nei”.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.