Alþýðublaðið - 19.03.1975, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 19.03.1975, Qupperneq 6
Sir Wiliiam Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið H. Montgomery Hyde í þýðingu Hersteins Pálssonar DULARFULL112 KANADAMAÐURINN eindregið til þess, a3 franski flotinn væri tafarlaust látinn sigla til brezkra hafna, meðan á samningum stæði, „alveg stórkostlegt“, lét hann í ljós þá von, að þar sem margir franskir flugmenn og aðrir mundu hjálpa við að halda styrjöldinni áfram í Alsír eða með Bretaum, mtmdi einnig fara svo, ef svipað hættuástand myndaðist í Bretlandi, a8 styrjöldinni yrSi haldiS áfram annars staSar og brezki flotinn ekki framseldur. Þessu svar- ari Lothian þannig, að ekki væri hægt að ætlast til þess, að Bretar flyttu flota sinn yfir höfin og tengdu hann nokkru landi, sem mundi ekki nota hann og eigin afl og auðlindir til hins ýtrasta, til að forða Bretlandi frá að verða fjandmönnum að bráð. Roosevelt forseti sagði þá við sendiherrann, að að svo miklu leyti sem hann hefði hugsað málið, teldi hann, að ef Bretland yrði ónothæft sem flotabækistöð, ætti að flytja flotann til Höfðaborgar, Singapore, Aden og Sydney, en aðalfloti Bandaríkjanna yrði við gæzlu á Atlants- hafi og tæki að sér varnir Kanada og annarra landa Breta. Hann bætti því við, að ef hættuástandið kæmist á þetta stig, mundu Bandaríkin vissulega leyfa brezkum skipum að nota bandarískar hafnir til endur- skipulagningar og birgðaöflunar, og þótt Bandaríkin hefðu ef til vill ekki sagt Þýzkalandi stríð á hendur formlega, vegna örðugleika af völd- um stjómarskrár landsins, mtmdu þau í rauninni verða styrjaldaraðili „sem aðstoðaði Bretaveldi á allan hátt og herti hafnbannið á Þýzka- landi.“ Þessa stórkostlegu ákvörðun um að styrkja málstað Breta, sem virt- ist vonlaus, með öllum þeim efnislega og siðferðilega stuðningi, sem hann gat í té látið, hafði Roosevelt tekið algerlega á eigin ábyrgð. Hún var tekin gegn ráði meirihluta starfsmanna Hvíta hússins, og á því tímabili, þegar aðstaða hans meðal þjóðarinnar á kosningaári var fjarri því að vera ömgg. Hann fylgdi þessu þegar eftir með breytingum á stjórninni, svo að hún varð að nokkru levti tveggja flokka stjóm, því að á undanföm- um sex mánuðum hafði liann séð fram á, að ef í Evrópu skapaðist „raun- verulegt hættuástand“ vegna yfirvofandi sigurs Þjóðverja, myndi hann geta réttlætt að hverfa að verulegu leyti frá því, sem hann kallaði „ein- lita flokksríkisstjórn með gamla laginu“. Hann losaði sig því við flota- málaráðherrann, einangrunarsinna, og starfsbróður hans í hermálaráðu- neytinu, en í stað þeirra tók hann framámenn úr hópi repúblikana, sem voru eindregnir stuðningsmenn bandarískrar íhlutunar í styrjöldinni í Evrópu og mjög hlynntir Bretum. Frank Knox, eigandi Chicago Daily News, sem fæddur var í Boston, og Roosevelt taldi þann foringja repú- blikana, er sýnt hefði Ijósastan skilning á þeim áhrifum, sem ástandið í alþjóðamálum hlyti að hafa á framtíð Bandaríkjanna inn á við — hann hafði verið varaforsetaefni repúblikana í kosningunum 1936 — varð flotamálaráðherra, en gamalreyndur lögfræðingur í New York, Henry L. Stimson, sem verið hafði hermálaráðherra í stjómartíð Tafts forseta næstum 35 árum áður, tók aftur við því embætti samkvæmt eindreginni ósk Roosevelts, af því að, eins og Stimson sjálfur sagði, „allir snerust í kringum sjálfa sig í Washington, og hann (Roosevelt) hélt, að ég mundi hafa áhrif í jafnvægisátt, og bæði herinn og almenningur mundu fá traust á mér.“ 1 fyrstu hafði forsetinn hugleitt í alvöru að vitnefna annan repúblikana, „Wild Bill“ Donovan, sem var 57 ára gamall, í þetta mikil- væga embætti, en ákvað eftir umhugsun að nota hann heldur til annarra skyldustarfa. Þetta átti að verða mjög heillavænleg ákvörðun fyrir sam- vinnu Englendinga og Banvlaríkjamanna í sameiginlegum styrjaldar- rekstri. William Joseph Donovan, sem Stephenson hafði fyrst hitt, þegar hann var í heimsókn á Englandi, var írsk-amerískur, sannkölluð ham- hleypa, og Stephenson flýtti sér nú að endumýja kunningsskapinn. Dono- van er óhætt að lýsa þannig, að hann hafi verið mikill maður í alla staði, hinn mesti öðlingur, lét hrífast af mörgu og hafði talsverðan fjölda áhugamála. Hann var rómversk-kaþólskrar trúar, sonur fátækra innflytj- enda í Buffalo, reykti hvorki né drakk áfengi og hafði í alla staði brotizt áfram af eigin rammleik þrátt fyrir alla erfiðleika, unz hann varð mjög eftirsóttur lögfræðingur í New York með skrifstofur í Wall Street, og gegndi embætti dómsmálaráðherra hjá Coolidge forseta. 1 fyrri heims- styrjöldinni var hann í frægri herdeild, sem kölluð var ,„Fighting 69th“, og hafði hann þá hlotið æðsta heiðursmerki Bandaríkjanna, Congres- sional Medal of Honor, og einnig viðurnefnið „Wild Bill“. (Þetta var að sumu leyti rangnefni, því að hann var allra manna lítilþægastur að eðlisfari). Almennt var talið, að Herbert Hoover, sem Donovan hafði barizt ákaft fyrir í forsetakosningunum 1928, mundi gera hann að dóms- málaráðherra, er hann tæki við embætti, en útnefning hans var hindruð af „þurrum“ öflum innan repúblikanaflokksins, sem höfðu óbeit á þeirri tilhugsun að lenda í of nánu samneyti við „blauta“ hagsmunahópa eins og kaþólska Ira, þótt Donovan væri sjálfur alger bindindismaður. Eftir að hann hafði beðið ósigur við fylkisstjórakjör í New York, er hann bauð sig fram fyrir repúblikana 1932 — honum vegnaði vel í öllu nema stjórnmálum — hafði Donovan snúið sér að lögfræðistörfum á nýjan leik, en með köflum fól hann þau þó félögum sínum til að skreppa til Afríku, þar sem haim ferðaðist um vígvellina í styrjöld Italíu og Abyssiníu, og í spænsku borgarastyrjöldinni, og stóð honum stuggur af vaxandi veldi fasista. Þótt þeir Donovan og Roosevelt væru í andstæðum stjórnmála- flokkum, voru þeir gamlir vinir úr Columbia-lagaskólanum, þar sem þeir höfðu verið bekkjarbræður. „Satt að segja mundi ég vilja fá hann í stjórnina,“ hafði forsetinn sagt við Frank Knox í árslok 1939, „og ekki aðeins vegna dugnaðar hans, heldur einnig til að bæta að nokkru leyti fyrir mikið ranglæti, sem Hoover forseti gerði honum ...“ Donovan átti raunar að verða farandsendiherra Roosevelts forseta í Evrópu og síðan yfirmaður allrar leyniþjónustu Bandaríkjanna og „sérstakra aðgerða“ í öðrum löndum. Mörgum árum síðar rifjaði Stephenson upp í íbúð sinni í New York, hve fyrsta samband hans við Donovan um þessar mundir hefði verið lífsnauðsynlegt. „öflun viss varnings handa Bretlandi var ofarlega á óskalistanum,“ sagði hann, „og það var brennandi nauðsyn á að full- nægja þessari þörf, sem fékk mig ósjálfrátt — ég held ekki, að hægt sé að taka sterkara til orða — til að einbeita mér við einstakling, sem gæti, þrátt fyrir öll sambönd mín á æðri stöðum, hrundið meira í framkvæmd en nokkur annar, sem beitti sér á breiðum grundvelli við að hafa áhrif á menn í opinberum eða hálfopinberum stöðum, sem reynzt hafði til lítils gagns fram að þessu. Mat mitt reyndist rétt í þessu efni. Donovan var svo sjálfstæður í hugsun og athöfn, að hann hlaut óumflýjanlega að eiga sér gagnrýnendur, en fáir þeirra báru brigður á, að honum bar lieiður fyrir rétt mat á ástandinu í alþjóðamálum sumarið 1940. Um þær mundir ræddi stjóm Bandaríkjanna um tvær ólíkar leiðir,“ hélt Stephenson áfram, „og var önnur að hjálpa Bretlandi í styrjöldinni, TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS P.O. BOX 320 REYKJAVÍK Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Alþýðublaðinu. Nafn: ............................... Heimili:............................. KLIPPIÐ (JT OG SENDIÐ Miðvikudagur 19. marz 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.