Alþýðublaðið - 06.04.1975, Side 4

Alþýðublaðið - 06.04.1975, Side 4
Ugandas Einvaldur Uganda og vinkona hans/ sem áður var — fyrirsæta/ fatasýningardama/ kvikmyndaleikkona og utanríkisráðherra. Hann er eins og hinir hvitu aðskilnaðarsinnar vilja hafa hann: Feitur og næstum tveir metrar á.hæð. Hann dáir skrautlega einkennisbúninga og gleðst eins og barn yfir leikföngum tæknialdar, svo sem eins og þyrl- um og orrustuþotum. Árum saman hefur hann átt sér kvennabúr og hann hreykir sér oft yfir likamsorku sinni. Lengi var hann Austur-Afriku- meistari i hnefaleikum. Hvitu liðsforingjarnir sögðu hann vera ,,ágætis náunga”, „góðan negra”. Og svo er hann mesti trúður i heimi — a.m.k. i hinum pólitiska heimi. Hann hefur ekki þagnað frá þvi hann tók við völd- um, þótt hann hafi sagt við það tækifæri: ,,Ég er hermaður, maður fárra orða”. Idi Amin Dada, 48 ára, æðsti maður i hinni fyrrmeir bresku nýlendu Uganda, er ávallt for- siðuefni hvort heldur hann send- ir hinum kreppuhrjáðu Bretum banana, eða hann hæðir ná- granna sinn Julius Nyerere for- | V -fl. ; ....ég óttast engan, nema Guð/ hefur Amin sagt. Hér hefur hann látið fram fara opinbera aftökuathöfn. seta i Tanzaniu með þvi að lýsa þvi yfir, að hann myndi gjarna vilja giftast honum, væri Nyer- ere aðeins kvenmaður, eða þeg- ar hann rekur utanrikisráð- herra sinn, EÍisabetu Bagaya, fyrir að hafa verið of góð við hvitan mann i Orly-flugstöðinni i Paris. Elisabet, prinsessa af Toro, 32ja ára gömul og 1,83 m á hæð er ásamt Idi aðalstjarna Ug- anda og alger andstæða hans i svo til öllu: falleg, viðkvæm, menntuð, kurteis og gáfuð. Idi Amin vildi, að Sameinuðu þjóðirnar flyttu aðalstöðvar sin- ar til Uganda vegna þess, að Uganda væri „hjarta heims- ins”. Hann telur, að her lands- ins sé öflugasti her heims (20 þús. manns) og að hann sjálfur sé eini leiðtogi heimsins, sem ekkert óttist, nema Guð. Fyrireinu ári hugðist franskt- svissneskt kvikmyndafélag gera kvikmynd um Idi Amin. Einvaldur Uganda var sjálfur viðstaddur kvikmyndatökuna og lék sjálfur i 90 minútna löng- um þætti um ,,Idi hinn mikla”. 1 kvikmyndinni leggur hann Golanhæðir undir sig með tveimur skriðdrekum, þyrlu og nokkrum hermönnum. Hann skýtur á pappalikneski og vink- ar kvikmyndatökumönnunum til sin: ,,011 skotin beint i hjarta- stað”! Hann heldur sýningu á börn- um slnum — öllum tuttugu — og segir: „Amin hershöfðingi hæfir alltaf i mark”, þá drekkir hann einum af ráðherrum sinum i sundkeppni með þvi að slá hann með krepptum hnefa i hnakk- ann vegna þess að ráðherrann var að fara fram úr honum. Sið- an hrópar hann: „Ég hef unn- ið! ” Geðsjúklingur? Er þessi monthani geðsjúkl- ingur, sem ætti að vera i ein- angrun, eins og Kenneth Kaunda, forseti Zambiu, hefur sagt? Eða er hann trúður, sem vitandi vits gerir grin að' um- heiminum? Er hann lifandi sönnun þess, að hvitu nýlendu- herrarnir voru margfalt betri menn, eins og sumir vilja halda? Idi Amin, ógæfa sjálf- stjórnarrikis á vöggustiginu eða e.t.v. dæmigerður fyrir þá menn, sem nú stjórna Afriku? Vist er, að hann er ekki eins og fólk er flest. Hann er stór- hættulegur hinum 10 milljónum samlanda sinna. Þegar þeir heilsast með orðunum „Hvernig hefur þú það?” er dulin meining á bak viö: „Lifir þú enn?” Þvi Amin hershöfðingi stýrir landi sinu með ógnarstjórn eins og nefnd Alþjóðasamtaka lög- fræðinga greindi Sameinuðu þjóðunum frá i skýrslu áriö 1974. Þar sagði m.a., að milli 25 þús. og 200 þús. manns hefðu verið teknir af lifi siðan árið 1971. A bak við þessar tölur leynast ógnarverk, sem vart er hægt að lýsa. Kennari, sem flýði i fyrra frá hinu illræmda Makindye- fangelsi i höfuðborg Uganda, IDI AMIN. UGANDAFC ÓÐI Mfi Kampala, segir frá þvi, að her- menn hafi neytt fangana til þess að lemja hvern annan i höfuðið með sleggjum. Likunum var siðan sundrað og þau steikt yfir eldi. Þvinæst voru þeir, sem eft- ir lifðu, þvingaðir til að eta. Uppreisnargjarnir hermenn voru spurðir, hvort þeir vildu sigarettu. Siðan voru getnaðar- limir þeirra skornir af og þeim troðið niður i kok þeirra uns mennirnir köfnuðu. Liðsforingj- ar, sem Amin vantreysti, voru settir i útihús, sem siðan var sprengt i loft upp með dynamiti. Fyrrverandi utanrikisráðherra hans var kastað fyrir krókódila og siðan i Viktoriuvatnið. Ættf lokkastríð Arið 1962 varð Uganda sjálf- stætt riki. Stjórnandi þess var fyrrverandi kennari, Milton Ob- ote. Forseti var kjörinn Sir Ed- ward Mutesa II, hinn 36. kon- ungur Buganda, sem er fylki i miðju Uganda. Undir stjórn Obotes var Ug- anda lýðræðisriki i orði kveðnu, en þar voru stöðugar ættflokka- deilur, uppreisnir og mikil spill- ing rikjandi. Fjórum árum eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna rak Obote Mutesa úr landi. Meðal fórnarlamba þeirrar byltingar var Elisabet prin- sessa af Toro, dóttir eins ættar- höfðingjans. Sá hét Sir George Rukidi III. Hún hafði numið lög- fræði i Cambridge og hafið störf sem lögfræðingur i Kampala. Eftir að Obote hafði hnekkt veldi föður hennar árið 1967 starfaði hún sem fyrirsæta og lék einnig i kvikmyndum. Góðan daginn/ herra Árið 1958 hafði Amin hækkað i tign úr matreiðslumanni i liðs- foringja, jafnvel þótt einu ensku orðin, sem hann kunni, væru „Good morning, sir”. Amin lynti vel við ensku nýlenduherr- ana. Þeir hilmuðu yfir er hann var ákærður fyrir morð og ýttu undir frama hans i hernum. Frá þessum árum er sagan, sem lýsir vel afstöðu Amins til peninga. Skotinn Iain Grahame segir þannig frá þvi, er hann fór með Amin i banka og opnaði bankareikning fyrir hann. Hægt og rólega reyndu þeir Grahame og bankastjórinn að útskýra fyrir Amin hvað banka- reikningur væri. Svo æfði hann sig i heilan klukkutima að skrifa ávisanir. Loks — en þó með tals- verðri tortryggni — féllst Amin á að leggja pundin sin 13 inn i bankann. En Amin var fljótur að átta sig á töfrum tékkheftisins. Á að- eins einni klukkustund tókst honum að fara 2000 pund yfir á reikningi sinum. Hann keypti bil, saumavél, föt — og kassa af áfengi. Bókstaflega allt sem hann sá i aðalverslunargötu Kampala. Amin fékk ekki skilið að hann þyrfti að skila vörunum aftur og að ávisanir hans yrðu framveg- is ekki teknar gildar nema Gra- hame staðfesti þær með undir- skrift sinni. Og Grahame segir, að augsýnilega skilji hann slikt ekki enn. Lægstu mánaðarlaun i Ug- anda eru 180 shillingar. Leður- skór kosta 440 shillinga. Her Amins er vel búinn. Hann hefur t.d. yfir að ráða flestum þyrlum allra Afrikuherja — 60 vélum. Efnahagsævintýri hans hafa gert þaö aö verkum, að enginn utan Uganda vill lengur lita við gjaldmiðli landsins, shillingn- um. Amin reynir að berjast gegn verðbólgunni með þvi aö hafa iheitingum við kaupnrfenn. Ringulreiðin I landinu er af- leiðing af furðulegri herför stjórnandans. Hinni svonefndu „efnahagsstyrjöld” hans. Hún hófst árið 1972, eftir að Amin hafði dreymt einn af sinum mörgu yfirnáttúrlegu draumum þar sem „Guð segir mér hvað gera eigi”. Amin rak úr landi alla Asiumenn, sem ekki höfðu rikisborgararétt i Uganda. Strax sama ár tók Amin öll fyrirtæki fólks af indverskum ættum og afhenti Ugandamönn- um. Feitustu „bitana” gaf hann liðsforingjum sinum og ætt- mennum. Þannig eignuðust lið- þjálfar matvöruverslanir eða þvottahús án þess að hafa hug- mynd um, hvað gera ætti við það. Stuðningur frá israel Upphaflega var sambúð Amins við Israel góð. Uganda og ísrael studdu negra i Súdan i áralangri baráttu þeirra gegn hinum arabisku stjórnendum i Khartoum. Sterkasti banda- maður negranna var nágranna- rikið i suðri, Uganda. tsrael, sem hafði hag af þvi að arabastjórninni i Súdan yrði steypt, hafði talsverðan herafla i Uganda. Auk þess þjálfuðu ísraelar Ugandaher og héldu uppi ýmissri annarri fræðslu i landinu. Idi Amin var þá uppáhalds- liðsforingi Israelsmanna. „Þá þá ég oft heimboð af vini min- um, Moshe Dayan, hershöfð- ingja”, sagði Amin. „Við drukk- um og skemmtum okkur og Dayan lét heila herhljómsveit leika fyrir mig”. Hættulegur — geðsjúkur En nú fór Amin að krefja Israela um gifurlegar vopna- sendingar — ókeypis að sjálf- sögðu. Moshe Dayan var and- vigur þessu og sagði Amin hættulegan og geðsjúkan. Gadd- afi, forseti Libyu, kom nú hinum undrandi Amin til hjálpar og lofaði honum nógu af vopnum — aðeins ef hann segði skilið við tsrael. Frá og með þvi andartaki varð Amin ákafur gyðingahat- ari. Hann henti Israelsmönnum út úr landinu, lagði hald á eigur þeirra og gaf Palestinuaröbum israelsku sendiráðsbygginguna i Kampala. Og Amin leitaði einnig sátta með öðrum hætti. Hann lét senda lik Mutesa konungs frá Englandi og gaf furstunum Ég hef ofsótt minnihlutahópa ið hefja //Nótt hinna löngu t stungu um, hvar ég á aö láta t vígi? o Sunnudagur 6. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.