Alþýðublaðið - 18.04.1975, Blaðsíða 1
NÝ STEFNA í EFNAHAGSMÁLUM ---------* 3. SÍÐA
FðSTUDAGUR
18. april 1975 - 89. tbl. 56. árg.
SIGALDA:
LOFAÐ
BÓT OG
BETRUN
Júgóslavneski verktakinn
við Sigöldu, Energoprojekt,
hefurnú lofað bót og betrun og
heitið að beita á næstunni öll-
um tiitækum ráðum til að
vinna upp þær tafir, sem hafa
orðið á virkjunarframkvæmd-
um þar eystra;svo virkjuninni
verði iokið á næsta ári, eins og
ráð var fyrir gert í útboðs-
samningum.
Lofa Júgóslavarnir að auka
og bæta vélakost sinn, lagfæra
stjórn sina með hliðsjón af
fenginni reynslu, lagfæra ým-s
» BAK »
Lögreglan kærir og kærir
- en enginn dómur fellur
HUNDARNIR
ERU STRAND
í RÉTTAR-
KERFINU
ÞAÐ ENDAÐI MEÐ
AUGLÝSINGU!
loeandi aiök I
menntamálaráðunevtinu
RAÐHERRANN
HUNSAR
FULLTRUANA
i hádegisútvarpi i gær auglýsti menntamála-
ráðuneytið lausar til umsóknar tvær deildar-
stjórastöður af fjórum, sem Alþýðuhlaðið gat um i
gær.
Eru það stöður deildarstjóra i Verk- og tækni-
menntunardeild, sem Stefán Ólafur Jónsson, áður
fuiltrúi i fræðsludeild var settur i með ráðherra-
bréfi 20. júni 1974, þegar sú deild varð til við
klofning fræðsludeildar, og deildarstjóra i
fræðsludeild, sem enginn hefur gegnt frá þvi dr.
Braga Jósefssyni var vikið úr henni 6. desembcr
1974 þar til i fyrrakvöld, að Sigurður Helgason,
fulltrúi, var settur i stöðuna.
Setning Sigurðar i þessa marg-
umræddu stöðu og auglýsing
ráðuneytisins i hádegisútvarpi i
gær koma i kjölfar logandi átaka,
sem átt hafa sér stað i ráðuneyti
menntamálanna að undanförnu
og Alþýðublaðið skýrði frá i gær.
Um miðjan dag i gær barst Al-
þýðublaðinu meðfylgjandi bréf
frá Vilhjálmi Hjálmarssyni,
menntamálaráðherra, en það
skal tekið hér fram, að blaðið
gerði margitrekaðar tilraunir til
að ræða við ráðherrann sjálfan
um hin logandi átök i ráðuneytinu
i fyrradag. Fékk blaðið þau svör,
að menntamálaráðherra gæti þvi
miður ekki talað við Alþýðublaðið
sökum annrikis.
1 bréfi menntamálaráðherra til
Alþýðublaðsins segir: „Ég hef
ekki hugsað mér að ráða aðstoð-
arráðherra”. Um þetta atriði vill
Alþýðublaðið taka fram, að á
timabili stóð til, að Alferð Þor-
steinsson færi i starf i mennta-
málaráðuneytinu. Ekki var talið
liklegt, að hann færi i sérhæft
starf þar og var reyndar altalað
meðalráðuneytisstarfsmanna, að
starfsheiti Alfreðs yrði einmitt
„aðstoðarráðherra”. Hins vegar
—-----------------------------------------------------
MFNNTAMALARÁDDKFRA
Reykjavík, 17. apríl 1975
VH/þeá.
Alþýöublaðiö
ritstjóm
Skipbolti 19
Bevkjavík.
Vinsaalegast birtið eftirfarandi leiðrétt-
ingu á viöeigandi stað í blaðinu:
Aöalforsíðufrétt Alþýðublaðains í dag er mjög
orínjn aukin. Vanti ég að Alþýðublaöiö vilji, eins og
aörir góðir "sannleikslcitendur", lafa heldur þaö, sem
sannara reynist. Scal ég því upplýsa eftirfarandi:
1. £g hef ekki hugsaö mér aö ráöa aöstoöar-
ráöherra.
2. Siguröur Itelgascn, fulltrúi í menntcmnla-
rúöuneytinu var í ger settur deildarstjóri
fraösÍLrúladeiIdar.
3. Stööur deildarstjóra í fraöalunála- og
verk- og taknimemtunardeild hafa veniö
auglýstar lausar til unsóknar.
Góö kveója,
. 'ii fiJ
Bréf menntamálaráðherra.
munu hafa orðið breytingar á
þessu, þegar Alfreð var ráðinn
aðstoðarmaður stjórnmálarit-
stjóra Timans fyrir rúmum hálf-
um mánuði.
Sigurður Helgason, fulltrúi i
fræðsludeild sagði upp fulltrúa-
starfisínumeð bréfi sl. mánudag.
Þar mun hann hafa látið i ljós þá
skoðun, að „freklega væri fram
hjá sér gengið” eftir rúmlega
tveggja áratuga starf að mennta-
málum, þar af i tólf ár sem skóla-
stjóri og á fræðslumálaskrifstof-
unni og i fræðsludeild ráðuneytis-
ins i fimm ár.
Það var ákveðið — áður en upp-
sagnarbréf Sigurðar og mótmæli
starfsmanna ráðuneytisins bár-
ust menntamálaráðherra — að
bjóða Kristinu H. Tryggvadóttur
deildarstjórastöðuna án auglýs-
ingar. Þegar hún vildi vita,
hvernig þvi yrði tekið af öðrum
starfsmönnum ráðuneytisins, var
henni tjáð, að enginn þeirra sækt-
ist eftir stöðunni. Féllst hún þá á
að taka við henni og átti Kristin
að hefja störf i dag, föstudag.
Eftir móttöku mótmælaskjals
starfsmannanna kallaði ráðherra
Sigurð Helgason á sinn fund og
bað hann um að draga uppsögn
sina til baka. Þeirri málaleitan
hafnaði Sigurður. Þá bauð ráð-
herra honum starf deildarstjóra.
Sigurður vildi hins vegar ekki
samþykkja að taka henni, nema
hún yrði auglýst strax. Lauk
fundi ráðherra og Sigurðar svo,
að ekkert var ákveðið um ráðn-
~ BAK » |
Lögreglan i Reykjavik hefur til
þessa sent að minnsta kosti þrjá
tugi kæra vegna brots á banni við
hundahaldi til sakadómara, en
þaðan hafa enn sem komið er að-
eins tvær kærur verið afgreiddar
til saksóknara. Lauk öðru málinu
með þvi, að saksóknari bauð
dómssátt, þar eð hundinum hafði
verið lógað, þegar að dómi kom.
Hitt málið hefur enn ekki fengið
afgreiðslu.
„Ef lögreglumenn veröa varir
við hunda, hafa þeir fyrirmæli um
að hafa tal af eigendum þeirra og
benda þeim á, að hundahald sé ó-
löglegt”, sagði Sigurjón Sigurðs-
son, lögreglustjóri, þegar Alþýðu-
blaðið spurðist fyrir um þetta mál
hjá honum i gær. „Siðan er mönn-
um gefinn frestur i nokkra daga
til að losa sig við hundana og haft
tal af þeim aftur. Ef þeir hafa þá
ekki losað sig við hundana, er
málið sent sakadómara til rann-
sóknar. Við höfum sent frá okkur
nokkra tugi slíkra kæra, og enn
fleiri lögregluskýrslur, en lög-
reglumennirnir skrifa skýrslu i
hvert sinn, sem þeir hafa afskipti
af slikum málum. Hins vegar veit
ég ekki til þess, að dómur hafi
fallið i einu einasta máli, og þvi
verðum við að fara að þessu með
gætni, þar sem við eigum mjög
erfitt um vik að framfylgja lög-
um, sem við vitum ekki, hvaða
augum dómsvaldið litur á”, sagði
lögreglustjóri.
Þá sneri Alþýðublaði sér til
Halldórs Þorbjörnssonar yfir-
sakadómara, og sagði hann, að
liklega hefðu ein 30 mál komið til
hans, en þau væru ekki flokkuð
sérstaklega, svo hann vissi ekki á
hvaða stigi þau væru stödd. Þó
vissi hann, að tvö mál væru kom-
in til saksóknara. „Liklega hafa
þessi mál lent einhvernveginn ut-
anhjá i öllum þeim sæg mála,
sem rannsóknarlögreglan fær til
meðferðar, þvi enda þótt hunda-
haldsmálið sé i sjálfu sér ekki
smámál, þá er hvert einstakt
þeirra ekki ýkja mikilvægt”,
sagði Halldór.
Þá snerum við okkur að lokum
til siðasta stigsins i réttarkerfinu
— saksóknara rikisins.
„Ég veit ekki um fleiri en tvö
mál af þessu tagi”, sagði Þórður
Björnsson rikissaksóknari við Al-
þýðublaðið, „öðru þeirra lauk af
okkarhálfu með áminningu, enda
eigandinn búinn að láta lóga
hundinum, þegar málinu var lók-
ið, en hitt málið er ennþá hjá okk-
ur. Og auk þess höfum við fengið
eina eða tvær kærur frá Húsavik
vegna hundahalds, en þá eru upp
taldar þær kærur, sem okkur hafa
borist”, sagði rikissaksóknari.
Utanríkisráðherrann og Ashkenazy
OLÍULEITIN:
EIGUM VIÐ
AÐ VERA MEÐ EÐA EKKI?
EINAR
ÞAGÐI í
MOSKVU
Eftir fyrirspurnir Alþýðu-
blaðsins i leiðara og fréttuin uin
livort utanríkisráðlierra myndi i
Moskvuför sinni taka ntál
Haviðs Ashkenazys til umræðu
við sovésk stjórnvöld hcfur ráð-
herra að lokinni för svarað þvi
til að það hefði orðið að sam-
komulagi að gcfa engar yfirlýs-
ingar til fjölmiðla um ntálið.
Ráðherra hefur Itvorki neitað
né játað að hafa fengið loforð
um lausn, en óneitanlega gefið i
skyn að máiið sæti nú venjulegri
diplómatiskri nteðferð.
Alþýöublaðiö hefur nú
fregnað eftir heimildum,
sem það telur fullkom-
lega öruggar, að Einar
Ágústsson hafi i Moskvu
ALDREI bryddað á þessu
máli við sovéska ráða-
menn.
Þar af leiðandi er það augljóst
að viðtöi utanrikisráðherra við
Timann og sjónvarpið eru út i
hött og eiiiúngis til aö villa um.
Væri óskandi að ráðherra gerði
nú fyrir fullt og allt grein fyrir
stöðu mæalsins.
„Sem dæmi um áhugaleysi is-
lenskra stjórnvalda má nefna
það, að nýlega sótti ég um að fá
að sækja ráðstefnu i Brighton,
þar sem fjallað var mikið um
oliuleit á miklu dýpi, en fékk ekki
að fara. Þá má einnig telja til, að
fjárveiting fæst ekki til kaupa á
ritum um þessi efni, þannig að
ekki er nóg með, að leitarheimild-
ir séu ekki veittar, heldur er einn-
ig forboðið að kynna sér tækni og
annað, sem að oliuleit á miklu
dýpi lýtur”, sagði Reynir Huga-
son, verkfræðingur hjá Rann-
sóknarráði rikisins, i viðtali við
Alþýðublaðið i gær.
„Danir eru i dag að veita leitar-
heimildir á svæði, sem ekki er
nærri jafn öruggt og landgrunn
okkar", sagði Reynir ennfremur,
„enda er ljóst að þegar oliulindir
á þurru landi fara að tæmast
verður olia undan ströndum
landa megin orkulind veraldar-
innar. Þessu virðast islensk
stjórnvöld engan skilning sýna,
jafnvel svo litinn að þau virðast
óttast þann möguleika að olia
kynni að finnast. Ég fæ ekki séð
neitt þvi til fyrirstöðu, að við
kynnum okkur á hvaða stigi tækni
stendur og annað það, sem að
oliuvinnslu á hafsbotni lýtur, en
það virðast vera allir annmarkar
á þvi að fá heimildir til sliks. Þess
má svo einnig geta, að þrátt fyrir
itrekaðar eftirgrennslanir höfum
við ekki fengið nein svör eða
skýrslur frá Rússunum, sem leit-
uðu oliu hér við land á sinum
tima”.