Alþýðublaðið - 18.04.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.04.1975, Blaðsíða 2
20 MILUÖNIR í EINUM VINNING HJA DAS „Aðalvinningur næsta happdrættisárs verður þetta fallega einbýlishús hér að Furu- lundi 9, Garðahreppi,” sagði Baldvin Jónsson framkvæmdastjóri happdrættis DAS við blaðamenn sl. föstudag, þegar þeim var sýnt nýja DAS húsið. „Húsið verður dregið út i 12. fl. i april 1976 og verður þá sennilega að sölu- verðmæti 20 millj. kr.” hélt hann áfram. „Héðan er fagurt útsýni og umsamið er, að pkki verði byggt fyrir það síðar. Við erum ■ neyddir til að gera nokkrar breytingar á nýja happdrættisárinu, vegna þess hvað miðaverð hefur dregist afturúr hjá okkur. bað verður nú kr. 350 á mánuði. Ibúðavinningar hækka nú í 2—5 milljónir hver og bilavinningar i 1/2—1 milljón. bar að auki eru þrir bilavinningar á 1,7—2,3 milljón- ir. Svo tökum við upp þá nýjung að hafa 150 utanlandsferðir á 100—250 þús. hverja. Hús- búnaðarvinningar eru frá 10 þús.—50 þús.” ,,bað er alger nýlunda,” sagði Pétur Sig- urðsson, form. sjómannadagsráðs við sama tækifæri, ,,að falli stærsti happdrættisvinn- ingur á óseldan miða, þá sé hann látinn i aukavinning á næsta ári, eins og happdrætti okkar áformar. Væntanlega verður það hús dregið út í des. n.k. 1 næstu viku hefst útboð á 1. hluta bygginga DAS i Hafnarfirði,” hélt hann áfram. ,,Við væntum þess að geta opnað tilboð i það næsta sjómannadag, þ. 1. júni. Fyrirhuguð eru þrjú hús sem eiginleg elli- heimili á borð við Hrafnistu nema hið þriðja á að vera hjúkrunarheimili aðallega eða al- farið, eftir þvi sem þarfir krefja. barna á fólk að geta notið lifeyrisáranna við þá þjónustu, sem best má verða. Við erum þakklátir fyrir allan stuðning, sem þjóðin hefur veitt okkur i viðleitni til að bæta lifi við árin hjá eldra fólki. Menn hafa skilið þörfina og það kunnum við vel að meta. betta glæsilega hús, sem hér er til sýnis og verður um sinn hér eftir, er að minum dómi hið allra vandaðasta, sem við enn höfum boð- ið. bað er okkur lika gleðiefni og vegna auka- vinningsins verður nú vinningshlutfall okkar 65% af útgefnum miðum i stað 60% áður. Verðmæti vinninga verður kr. 177.165.000,00,” sagði Pétur Sigurðsson að lokum. SIÐSUMARSVIÐBURÐUR I SÝNINGARHÖLLINNI Sérsýning á minni-bilum, þýsk „glerkona”, sem notuð er til kennslu i liffærafræði og innlend sýning á rafeindatækni verður meðal nýjunga á stórri vörusýn- ingu i sýningahöllinni i Laúgardal dagana 22. ágúst til 7. sept. nk. betta verður önnur „Alþjóðleg vörusýning”, sem fyrirtækið Kaupstefnan — Reykjavik held- ur, sú fyrri var árið 1971, en sum- arið 1973 stóð sama fyrirtæki fyrir stórri heimilissýningu á sama stað. bessi sýning verður stærri i sniðum en hinar fyrri, og verður sérstakur skáli, þúsund fermetr- ar að stærð reistur við hlið hallar- innar, en sá skáli er jafnframt einn af sýningargripunum, en hann má reisa og taka niður á stuttum tima, og er talinn henta vel við margs konar framkvæmd- ir og mannvirkjagerð. Um 75% sýningarsvæðisins hefur nú verið leigt út og er við- tæk þátttaka þegar ráðin, eins og eftirfarandi yfirlit ber vott um: — Tvær erlendar samsýningar fyrirtækja frá Italiu og Póllandi. — Sýningar erlendra fyrir- tækja frá nágrönnum okkar á Norðurlöndum og allt til frum- legra skartgripaframleiðenda i Nigeriu. — Heilbrigðissafnið i Dresden setur uþp sýningu i baksal Sýn- ingahallarinnar. Hefur hún vakið athygli viða um lönd fyrir liflega uppsetningu og meistaralega út- færðar glereftirmyndir af fólki og dýrum sem sýna á glöggan hátt innri starfsemi likamans. A.m.k. þrjár aðarar sérsýning- ar verða innandyra: 1. Matvælasýningunni „Borð og búr” verður tileinkað sérstak svæði. Innlend og erlend fyrirtæki munu þar gefa sýningargestum kost á að sjá og smakka á fram- leiðslu sinni eða kynna hana á annan hátt. 2. bá mun án efa vekja athygli sérsýningin „Rafeindatækni”, sem fyrirtækið Iðntækni hf. skipuleggur. Verður hún á sviði Sýningahallarinnar. 3. Unnið er að undirbúningi sér- sýningarinnar „Minfdbilar” á 100 ferm svæði i hliðarskála við Sýn- ingahöllina. bar verður boðin þátttaka innflytjendum svokall- aðra ,,mini”bila. bá á trúlega eft- ir að vekja athygli sýning á svo- kölluðum „micro”bilum, eða minnstu „a 1 v ö r u ”b i 1 u m sem framleiddir hafa verið i heiminum. Talið er að þeir muni ryðja sér til rúms sem samgöngu- tæki m.a. i miðborgarkjörnum, innan stærri vinnusvæða o.s.frv. 1 tengslum við þessa sérsýn- ingu er einnig fyrirhuguð sýning á mótorhjólum og vélsleðum, þar með talinn islenskur vélsleði, sem nú er i undirbúningi að hefja fjöidaframleiðslu á. Á útisvæði, sem nú verður stærra en fyrr, verða m.a. sýndar nokkrar tegundir sumarhúsa, þar á meðal bjálkahús og hjólhýsi, einnig leiktæki, bifreiðar, fjöl- breytilegt úrval vinnuvéla, bygg- ingareiningar og fleira. Eins og á fyrri sýningum verð- ur mikið um að vera á sýning- unni, svo sem forvitnilegt gesta- happdrætti, skemmtiatriði, tlsku- sýningar o.fl. bá er útlit fyrir að nýjungar 1 veitingum muni vekja athygli. Færeyska ferjan Mikla athygli hefur vakið sá stórhugur frænda okkar, Fær- eyinga, að festa kaup á stórri bilferju, er þeir hyggjast hafa i förum milli íslands-Færeyja og Skandinaviu. Hafa Færey- ingarnir komist að þeirri nið- urstöðu, að hagkvæmt sé að ferja þessi komi að Aust- fjarðahöfnum —annað hvort á Reyðarfirði eða á Seyðisfirði — og taki þar þá islenska ferðalanga, sem vilja fara sjó- leiðis til Skandinaviu með eða án bifreiðar sinnar. Hefur þessi framkvæmdasemi Fær- eyinga vakið verðskuldað um- tal og aðdáun tslendinga — ekki sist þar sem við eigum nú ekkert farþegaskip sjálfir i ferðum milli tslands og ann- arra landa. Gátum gert þetta sjálfir En þótt framkvæmdin sé Færeyinga vaknaði sams kon- ar hugmynd þó á tslandi fyrir all-nokkru. Einn af þingmönn- um Alþýðuflokksins — Jón Ar- mann Héðinsson — hefur nú á nokkrum þingum einmitt flutt tillögu um, að íslendingar festu kaup á farþega- og bif- reiðaflutningaskipi, sem sigldi milli islands, Færeyja og Skandinaviu og i tillögu sinni gerði Jón Arraann Héðinsson einmitt ráð fyrir því, að heimahöfn sliks skips yrði á Austfjörðum. Hafði Jón Ar- mann m.a. reiknað út sigl- ingatima og þar með likleg rekstrarútgjöld i þvi sam- bandi og komist að þeirri nið- urstöðu, að þetta fyrirtæki gæti orðið hagkvæmt miðað við það, að skip þetta hefði viðkomu á Austfjörðum, en ekki i Reykjavik. Færeyingar fljót- ari aö átta sig Þegar þessi tiilaga Jóns Ar- manns kom fyrst fram á þingi var henni næsta lítill gaumur gefinn — hún jafnvel ekki tek- in nema i meðallagi alvarlega af þeim aðilum, sem þóttust sitja uppi ineð alla þekkingu á slikum málum. En hafi is- lendingar ekki viljað skilja hvað I þessari hugmynd fólst, þá hafa Færeyingar a.m.k. gert það. Þvi nú hafa þeir framkvæmt hana — svo til ná- kvæmlega eftir þeim for- skriftum, sem Jón Armann gaf i tillögu sinni. Og sjálfsagt heföu Færeyingar ekki ráðist I þetta risafyrirtæki á þeirra mælikvarða — stórfyrirtæki á okkar — nema þvi aðeins að þeir hafa sannfærst um það, að það væri hagkvæmt. íslendingar eru oft ákaflega seinirað hugsa þegar þeim eru kynntar nýjar hugmyndir. Svo fór um þetta mál og eins er þvi farið um þau fleiri. —SB Félagslegt vandamál aldraðra Almennur borgarafundur 19. april, nk. Reykjavikurdeild Rauða Kross íslands efnir til almenns borgara- fundar laugardaginn 19. april, kl. 14.00 i Domus Medica. Fundarstjóri: Páil S. Pálsson hrl. Dagskrá: I. Fundur settur með ávarpi: Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir, formaður Reykjavikurdeild- ar R.K.l. 5 min. II. Framsöguerindi: 1. Þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða: Þór Halldórsson yfirlæknir, 15 min. 2. Félagsleg þjónusta fyrir aldraða: Geirþrúður Hildur Bernhöft, ellimálafulltrúi, 15 min. 3. Atvinnumál aldraðra: Jón Björnsson sálfræðingur, 15 min. 4. Sjúkrahússþörf aldraðra: Ólafur Ólafsson landlæknir, 15 min. III. Fyrirspurnir og frjálsar umræður. IV. Samantekt fundarefnis. Fundarlok kl. 17.00. Öllum heimill aðgangur að fundinum. Stjórn Reykjavikurdeildar Rauða Kross Islands. 1 Hafnarfjarðar Apótek ”• Afgreiðslutími: Virka daga ,kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasími 51600 I % 1 i fé I mEVFILL Sími 8-55-22. allan sólarhringinn ÞAÐ BORGAR SIG AÐVERZLAÍKRON Dunn í GlflEflDflE /ími 64200 6 0 Föstudagur 18. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.