Alþýðublaðið - 18.04.1975, Blaðsíða 5
(Jtgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson
Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson
Fréttastjóri: Helgi E. Helgason
Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson
Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simar 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900
Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu kr. 40.
EINAR STEINÞEGIR
Skömmu áður en Einar Ágústsson kom heim
frá Sovétrikjunum skýrði Alþýðublaðið frá þvi i
forystugrein, að það myndi spyrja hann við
heimkomuna hvort hann hefði reynt i viðræðum
sinum við helstu ráðamenn Sovétrikjanna að fá
þá til þess að falla frá banninu, sem þeir hafa
sett við þvi, að David Ashkenazy, faðir Vladim-
irs Ashkenazy, fái að heimsækja son sinn og
fjölskyldu hans á íslandi — og hverjar undir-
tektirnar hefðu orðið.
Þetta gerði Alþýðublaðið sl. þriðjudag og birti
svar Einars Ágústssonar daginn eftir, miðviku-
daginn 16. april sl.
Þegar Einar Ágústsson var spurður að þvi,
hvort honum hefði tekist að fá ráðamenn Sovét-
rikjanna til þess að breyta um skoðun i þessu
efni svaraði Einar orðrétt: ,,Ég neita að svara
spurningum þar að lútandi”. Þegar Einar var
þá beðinn að svara þeirri einföldu spurningu,
hvort hann hefði rætt málið við sovéska vald-
hafa, svaraði hann:
,,Ég neita einnig að svara til um það, hvort ég
hafi rætt þetta við þá sovésku valdamenn, sem
ég hitti”.
M.ö.o.: Einar Ágústsson neitar ekki aðeins að
upplýsa islenskan almenning um, hvort hann
hafi einhver áhrif getað haft á þá tignarmenn
Sovétrikjanna, sem hann átti fund með ytra, i
málum þeirra Ashkenazyfeðga. Hann neitar
einnig að svara þeirri spurningu, hvort hann
hafi yfirleitt minnst á málið! Hefur hann
kannski gleymt þvi að sinna liðveislubón
Vladimirs Ashkenazy — mannsins, sem valdi
sér ísland að föðurlandi og hefur gert meira fyr-
ir lista- og menningarlif i þessu landi en svo, að
það verði nokkurn tima fullþakkað? Þeirri ein-
földu spurningu fæst alls ekki svarað. Hér virð-
ist vera um að ræða eitt af meiriháttar leyndar-
málum i islenskum utanrikismálum þótt Al-
þýðublaðið fái ekki séð hvað mæli á móti þvi, að
Einar Ágústsson svari annað hvort játandi eða
neitandi spurningunum, hvort hann hafi minnst
á mál þeirra Ashkenazyfeðga i Bjarmalandsför
sinni. Slikt einsatkvæðisorð frá utanrikisráð-
herranum islenska getur vart orðið til þess að
hafa afgerandi áhrif á þróun heimsmálanna
hvað þá heldur orðið til þess að torvelda baráttu
Vladimirs Ashkenazy fyrir þvi að fá að lita föður
sinn, eins og Einar Ágústsson lætur i skina.
SYKURSAGAN
Alþýðublaðið skýrði frá þvi i gær, að sykur-
verð á heimsmarkaði hefði nú lækkað svo, að
verð á sykri ætti að geta verið allt frá 245 kr. á
kiló niður i 170 krónur á kiló i búðum á Islandi.
Algengasta sykurverðið er hins vegar 417 krón-
ur á kiló. Verðlækkunin á heimsmarkaðnum
virðist þvi enn ekki hafa náð til þorra islenskra
neytenda, þótt nokkrar verslanir hafi nú upp á
siðkastið tekið sig saman, flutt inn sykur á lækk-
aða verðinu og bjóði hann til sölu við verði, sem
er 172 kr. lægra á kiló en það sykurverð, sem gilt
hefur og gildir enn i flestum verslunum.
Þessi tiðindi hljóta að vekja islenska neytend-
ur til umhugsunar. Verði verðhækkanir á
heimsmarkaðsverði ákveðinna vörutegunda er
verðlagið á Islandi fljótt að taka sveifluna upp á
við. En fari verðið ytra lækkandi virðast þær
fregnir berast ákaflega seint og illa til þeirra,
sem sjá um að koma viðkomandi vörutegund á
islenska markaðinn.
Sykursagan er einmitt lýsandi dæmi um slika
verslunarhætti.
lalþýðuj
HVER ER SEKUR
OG HVER EKKI?
Hörmungarfólksins i Indo-Kina
hljóta að vekja fólk til umhugsun-
ar um tilgang þeirra endalausu
mannfórna, sem við vesælir jarð-
arbúar búum við. Það er sjálfsagt
eigingirni að segja, að sem betur
fer þekkjum við islendingar ekki
slikt nema af afspurn. Við fáum
aðeins að sjá sýnishorn af þessum
voðaatburðum i sjónvarpi. og les-
um um þjáningar og dauða þessa
fólks i blöðum. Og smátt og smátt
eru Velvakandi og bræður hans
að opna augu okkar fyrir þvi, að
þaðeru kommúnistar, sem drepa
mest. Og i einlægni er þeirri
spumingu varpað til Vietnam
nefndarinnar, hvort ekki sé sama
hver drepur hvern. Þeirri spurn-
ingu hefðu Velvakandi og bræður
hans átt að spyrja á Napalm
regntimabilinu mikla, á árunum
kringum 1970. Þá þjónaði dauði
þúsunda barna og kvenna þeim
göfuga tilgangi, að frelsa kúgaða
þjóð undan oki kommúnismans.
„Eigi skal höggva” heyrðist
hér eitt sinn sagt vesældarlega.
En þó var höggvið.
Hið sama má lesa úr andlitum
þess fólks sem sjá má á myndum,
sem berast frá S.A. Asiu. En það
er höggvið hvað eftir annað. Stór-
veldin setja sina hagsmuni ofar
öllu, og láta sig engu skipta þá
dreyrugu slóð, er þau skilja eftir
sig. Ekkert fær haggað samvisku
þeirra manna, sem ábyrgð bera á
þeim viðurstyggilegu útrýming-
araðferðum, sem stundaðar eru
þar austurfrá. Hörmungum þessa
fólks virðist seint ætla að linna og
kaldhæðnislegt er til þess að
hugsa, að allt þetta blóðbað skuli
hafa hafist i nafni frelsis. Ibúar
þessara landa hljóta að hugsa
hlýlega til þeirra, sem lagt hafa
kapp á að varðveita frelsi þeirra.
Sérstaklega það unga fólk er hef-
ur ekki kynnst öðru en dauða og
limlestingu landa sinna.
Margir hafa sjálfsagt orðið dol-
fallnir yfir þvi siðleysi og þvi of-
leikna hlutverki sem forseti
Bandarikjanna lék, i auglýsinga-
myndunum um mannúðarstefnu
Bandarikjanna. Að forseti þess
rikis sem ljótustu örin hefur sett á
þessi hrjáðu landsvæði skuli láta
mynda sig með barn i fanginu,
sem vopn hans eigin þjóðar hafa
gert munaðarlaust, er undravert
virðingaleysi við almennt sið-
gæði.
Stoltir megum við Islendingar
vera að hafa vopnað lið þessarar
drenglunduðu þjóðar i landi okk-
ar. Það er okkur allavega mikil
huggun að vita til þess.að drög-
umst við inn i ófrið og verði okkur
kálað, er börnum okkar komið vel
fyrir undir persónulegri umsjón
Bandarikjaforseta. Við skulum
bara vona, að sá ágæti maður sé
jafn umhyggjusamur þó mynda-
Vélar séu hvergi nærri.
Það er engum vafa undirorpið,
að storveldin láta sér aldrei
nægja litla fingurinn. Smáþjóðir
þær er á einhvern hátt ánetjast
þeim eru notaðar sem taflmenn i
þeirri skák, sem engu máli skiptir
hver vinnur. Sigurinn, hvoru
megin sem hann lenti, yrði það
dýru verði keyptur, að liklegast
yrði engin öfundsverður af þvi að
lifa hildarleikinn af. Þá ályktun
má draga af þeirri hryllilegu
staðreynd, að enn eru að fæðast
vansköpuð börn i Japan, þrjátiu
árum eftir að helsprengjan féll
þar. Og allir vita, að sú sprengja
er barnaleikfang miðað við tól
þau, er nú standa reiðubúin til að
flytja öllum þjóðum heims boð-
skap sinn.
Margar eru þær raddir sem
telja okkur ekki koma við þeir at-
burðir er gerast fjarri okkar
heimilum. Okkur væri nær að
beina kröftunum að vandamálun-
um hér heima. Það er sjálfsagt
auðvelt að láta sér slik orð um
munn fara, þegar við þurfum ekki
að hafa áhyggjur af þvi hvort við
fáum satt hungur okkar næsta
dag. Og þegar við getum sofnað
róleg að kvöldi, án þess að eiga á
hættu að vera sprengd i tætlur i
loftárás eða álika frelsisverjandi
aðgerð.
Það er örugglega engin leið að
gera sér i hugarlund lif það, sem
striðshrjáðir vesalingar búa við
nema hafa reynt það sjalfur. Það
getur heldur enginn imyndað sér
þá miklu hjálp, er þetta fólk
þarfnast, nema hafa kynnt sér
það af eigin raun. Og sú hjálp
kemur aðeins frá þeim, er lausir
eru við áþján styrjalda og hung-
urs. Þeir einir eru aflögufærir um
þá hjálp, sem nauðsynleg er. Og
sú hjálp getur aðeins orðið að
raunverulegu gagni, að hún komi
frá hópi þjóða er aðstoða vegna
mannúðar, en ekki vegna þess að
á móti komi hernaðarleg aðstaða
á viðkomandi landi.
Þvi verður það að teljast skylda
okkar Islendinga aðskipa okkur á
bekk með löndum þriðja heims-
ins. Með þvi stuðlum við að þeirri
þróun, að sjálfskipuð áhrifasvæði
stórveldanna verði á bak brotin.
Meðan Island er i hernaðar-
bandalagi og hefur erlenda her-'
stöð i landinu, hlýtur það að telj-
ast viðurkenning þjóðarinnar á
þvi, að strið og kúgun þjóða eigi
tilverurétt.
,,Það getur heldur enginn Imyndað sér þá miklu hjálp, sem þetta fólk þarfnast....”
Föstudagur 18. apríl 1975.