Alþýðublaðið - 18.04.1975, Page 3

Alþýðublaðið - 18.04.1975, Page 3
LISTIDN SYNIR IS- LENSKA NYTJALIST Fyrsta sýning félagsins List- iðnar, sem listiðnaðarmenn, iðnhönnuðir og arkitektar stofn- uðu i janúar i fyrra, verður opn- uð i dag i húsakynnum Heimilis- iðnaðarfélags Islands að Hafnarstræti 3. Sýningin er köll- uð „Islensk nytjalist I” og er hin fyrsta i röð tiu daga sýninga, sem félagið hyggst efna til á næstunni, og er hugmyndin, að vika llði frá þvi einni sýningu lýkur þar til hin næsta hefst. Félagið Listiön var stofnað i þeim tilgangi að stuðla að bættu listmati og betri framleiðslu- háttum islensks listiðnaðar, kynna islenskan listiðnað hér á landi og erlendis, stuðla að bættum skilyrðum til menntun- ar i listiðnaðinum hér á landi og gæta hagsmuna þeirra, sem starfa að islenskum listiðnaði. Þessi sýningaröð er eitt fyrsta átak félagsins til að kynna is- lenskan listiðnað, og er það ekki einungis gert með þvi aö sýna hluti, heldur er einnig leitast við að sýna fólki hvernig þeir verða til, og hvaða vinna liggur á bak- við gerð þeirra. Sýnendur að þessu sinni eru fimm, þau Asa ólafsdóttir, textilhönnuður, Sigrún Guðjóns- dóttir listiðnhönnuður, Jens Guðjónsson gullsmiður, Pétur Bergholt Lúthersson húsgagna- arkitekt og Baldvin Björnsson teiknari, en hann hefur séð að mestu leyti um uppsetningu sýningarinnar. Auk verka þessa listafólks verða á sýningunni ýmis tæki og áhöld, sem þau nota við iðn sina, svosem vefstóli, teikniborð og keramikofn, auk þess sem Baldvin sýnir m.a. auglýsingu á ýmsum stigum, frá þvi fyrsta hugmyndin er sett á biað, og þar til hún er fullgerð, tilbúin til birtingar. ALDARFJORÐU NGSAFMÆLI ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Nú á sunnudaginn á Þjóðleik- húsið 25 ára afmæli. Afmælinu verður fagnað með ýmsu eftir- minnilegu móti. A sunnudags- kvöld fer fram boössýning fyrir starfsfólk leikhússins og áhang- endur þeirra. Höfundar leikrita, sem flutt hafa verið verða þar gestir og eins erlendir leikhús- stjórar, sem leikhúsið býður sér- staklega. Dagskráin mun taka u.þ.b. tvær stundir og nær yfir um 20atriði, þar sem valið verður úr flutningi leikrita, ópera,dansa og söngva. GIsli Alfreðsson sér um uppsetningu og stjórn. Atriði verða flutt úr þessum verkum: Pétri Gaut, íslandsklukkunni, Gullna hliðinu, GIsl, Fiðlaranum á þakinu, My fair lady, Þrettánda kvöldi og Ó þetta er indælt stríð. tir þessum óperum: Þrymskviðu, „A sunnudaginn kemur, klukkan fimm verður boð inni I Krystalssal leikhússins,” sagði Sveinn Einarsson þjóðleikhús- stjóri við blaðamenn I gær. „Þá verður úthlutað úr Menningar- sjóði Þjóðleikhússins, en hann er jafngamall leikhúsinu. Torbjörn Egner, höfundur Kardemommubæjarins hefur sýnt þá velvild og rausn að gefa höfundarlaun sin, sem leikhús- ráð ráðstafar i samráði við Rigoletto, Töfraflautunni, Leður- blökunni og II Trovatore. Þá verður Kabaréttsýning og Þjóðleikhúskórinn syngur. A miðvikudaginn siðastan i vetri verður flutt á litla sviðinu i Þjóðleikhúsinu Ljóða- og söngva- dagskrá, sem nefnist Ung skáld og æskuljóð. Það verður flutt af 5 leikurum og auk þess aðstoða þrjú á palli. Þetta er opinber sýning og er ekki ráðstafað nema einni, eins og nú stendur. Sýning- una annast Stefán Baldursson. Stefán sagði blaðamönnum, að reyntyrði að hafa sem mesta fjöl breytni bæði i höfundavali og ljóöum. Ýmis af ljóðunum yrðu jafnframt lestri, leikin. A sumardagskvöldið fyrsta verður frumsýning á Silfur- tunglinu eftir Laxness. Leik- hann. Styrkur úr þeim sjóði verður tilkynntur af sviði Þjóð- leikhússins, aölokinni sýningu á Kardemommubænum þennan dag, að höfundi viöstöddum. 1 haust mun koma út 25 ára afmælisrit leikhússins samið af Vilhjálmi Þ. Gislasyni. Þá er einnig I ráöi að gefa út hljóm- plötu meö sýnishornum af flutn- ingi islenskra söngvara á óperu- hlutverkum, sem flutt hafa ver- ið hér i húsinu,” sagöi Þjóöleik- hússtjóri að lokum. verkið er talsvert breytt frá fyrri gerð, jafnvel um persónur. Leik- stjórn annast Briet Héðinsdóttir og Sveinn Einarsson, þjóðleik- hússtjóri. Leikmynd er gerð af Sigurjóni Jóhannssyni og tónlist er eftir Jón Nordal. Hún er einnig breytt að efni og flutningi, enda eru 20 ár siðan verkið var fyrst flutt. Með stærstu hlutverk fara: Lóa.Anna Kr. Arngrímsd. Feilan Erlingur Gislason, !sa Ingunn Jensdóttir, Mr. Peacock Róbert Arnfinnsson, óli Sigmundur Orn Arngrimsson, Laugi faðir Lóu Valur Gislason, Róri Guðmundur Magnússon og aflraunamanninn Samson Umslopogaas leikur Hákon Waage. Alls munu um 35 leikendur koma fram. NÝI SÍMINN OKKAR ER -----EGNER GAF-- HÖFUNDARLAUNIN í MENNINGARSJÓÐINN NÝ STEFNfl í STJÓRN EFNA- hagsmAla I lok ræðu sinnar á Iðnþingi i gær, gerði formaður Félags isl. iðnrekenda, Davið Scheving Thorsteinsson grein fyrir tillög- um sinum um nýja stefnu i stjórn efnahagsmála. Tillögur Daviðs eru þessar: 1. Gengi. Grundvöllur gengisskráning- arinnar verður að vera réttur, þannig, að starfsskilyrði þeirra, sem flytja út framleiðslu sina, eða selja hana innanlands i samkeppni við erlenda fram- leiðendur, séu sem likust. Gengisskráningin sjálf á að miðast við að vel rekin fyrirtæki I útflutningi séu rekin með hagnaði og að sem mest jafn- vægi sé með gjaldeyristekjum þjóðarinnar og gjaldeyriseyðslu hennar. Gæta verður þess að skekkja aldrei gengisskráninguna með tilfærslum og afnema i áföng- um, t.d. á næstu 10 árum, allar útflutningsuppbætur, hverju nafni sem þær nefnast. Taka ber upp auðlindaskatt, þar sem þeir sem nýta auðiindir landsins. greiða fyrir afnot þeirra tii þjóðarinnar. 2. Verðjöfnunarsjóðir Til þess að draga úr þeim sveiflum i efnahagskerfinu sem orsakast af mismunandi afla- brögðum og verði sjávarafurða, þarf að beita verðjöfnunarsjóð- um i mun rikari mæli en hingað til og gæta þess, að sjóðirnir séu varðveittir i erlendri mynt og alls ekki hleypt út i efnahags- kerfið, fyrr en til þeirra þarf að gripa til verðbóta. 3. Fjárlög Afnema þarf öll lög og ákvæði.sem orsaka sjálfvirkni i gerð fjárlaga. Upphæð fjárlaga, þ.e. hve hárri upphæð er hægt ab veita’ til opinberra fjár- festinga og svokallaðra sam- neyslu, svo sem tryggingar- mála, menntamála, heilbrigðis- þjónustu o.s.frv. verði ákveðin með tilliti til efnahagsástands- ins á hverjum tima. Aldrei má afgreiða fjárlög með halla eða skuldasöfnun á þenslutima. Hætta þarf útgáfu verðtryggðra spariskirteina rikissjóðs, til að fjármagna óarðbærar framkvæmdir. I. Arðsemi Arðsemissjónarmið ráði fjár- festingu i atvinnuvegunum og lagasetningum þeirra vegna. 5. Tekjuskipting I sjávarútvegi Breyta þarf tekjuskiptingu i sjávarútvegi þannig, að hægt verði að hætta þeim skollaleik, sem þar er leikinn vegna óraun- hæfra kjarasamninga. (i . V c r ð m y n d u n landbúnaðarafurða. Breyta þarf verðmyndunar- kerfi landbúnaðarafurða og rjúfa tengsl þess við afkomu annarra atvinnuvega og miða i þess stað verð þeirra við erlent markaðsverð búvöru. 7. Niðurgreiðslur Hætta þarf öllum niður- greiðslum og lækka söluskatt um sömu upphæð. Niðurgreiðslur hafa m.a. áhrif á neysluvenjur og geta stöðvað eða skaðað, þróun nýrra framleiðslugreina i land- búnaði. Auk þess er óeðlilegt að nálega enginn viti kostnaðar- verð þeirra afurða, sem þeir neyta. 8. Kjarasamningar Aldrei verði samið um launa- kjör opinberra starfsmanna og þeirra sem vinna við bygginga- starfsemi, samgöngur, verslun, viðskipti, þjónustuiðnað og ýmiss konar aðra þjónustu, nema á grundvelli samninga við þá, sem starfa við framleiðslu- atvinnuvegina, þ.e. fiskveiðar, fiskiðnað og framleiðsluiðnað, en það eru þeir atvinnuvegir, sem selja afurðir sinar I beinni samkeppni við erlenda fram- Daviö Scheving Thorstcinsson. leiðendur hérlendis eða er- lendis. Tekin verði upp ný kaup- gjaldsvisitala, sem breytist i samræmi við raunverulegar þjóðartekjur. !). Skattar Staðgreiðslukerfi skatta verði tekib upp. Virðisaukaskattur verði tekinn upp. Afskriftarregl- um verði breytt þannig, að fé sé fyrirhendi innan fyrirtækjanna til endurnýjunar vélakosts að afskriftartima loknum. 10. Peningar i umferð Peningamagn i umferð aukist ekki meira ár frá ári, en sem nemur vexti þjóðarframleiðslu, nema beita þurfi aðgerðum i peningamálum til að örva fram- leiðsluna. Lokaorð Ég veit að hér er hægara um að tala en i að komast og þeir harösnúnu hagsmunahópar, sem mestu ráða hér á íslandi, bæði innan þings og utan, geta orðið erfiðir viðureignar. Ég treysti þó á drengskap og þjóð- hollustu þeirra manna, sem stjórna þessum hagsmunahóp- □ Af Iðnþingi um, þvi öllum er ljöst, að svona getur þetta ekki lengur til gengið. Við verðum að losna úr þeim vitahring verðbólgu og gengis- fellinga, sem við höfum verið i undanfarin 30 ár. Við verðum að gera okkur ljóst, að ekki er hægt að halda uppi fölskum lifskjör- um hér á landi með skuldasöfn- un erlendis, þvi einhverntlma kemur að skuldadögum. Við verðum lika að gera okkur grein fyrir þvi að lifskjörin geta þvi aðeins batnað að fram- leiðslan aukist og allar aðgerðir i efnahags og kjaramálum verða að miðast við þá stað- reynd. Fyrir 100 árum bjuggu aðeins 70.000 manns á Islandi en þó fækkaði þeim verulega á árun- um milli 1880 og 1890, vegna fólksflutninga úr landi. Astæðan var sú, að vegna ein- hæfs atvinnulifs voru lifskjörin svo rýr og atvinnumöguleikarn- ir svo fábrotnir, að fólkið kaus heldur að leita gæfunnar annars staðar. Ég vona að okkur takist að standa þannig að atvinnuupp- byggingu landsins, að þessi gamla saga endurtaki sig ekki. Til þess að svo verði ekki, verða atvinnuvegirnir að geta boðið bömum landsins störf við fjöl- breyttan atvinnurekstur, sem gerir kröfur til dugnaðar og menntunar starfsmanna sinna, én getur jafnframt boðið þeim lifskjör eins og best gerast með öðrum þjóðum. A tslandi viljum við búa og hér getur okkur liðið vel, ef við berum gæfu til að vinna saman að þeim málum, sem horfa til heilla fyrir þjóðina alla. Föstudagur T8. april 1975. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.