Alþýðublaðið - 18.04.1975, Síða 6
Álandseyjavika í
Norræna húsinu
19.-27. apríl 1975
Dagskrá:
Laugardagur 19. apríl
kl. 16:00 Álandseyjavikan hefst.
Sýningar opnar almenningi i sýningarsölum i
kjallara, anddyri og bókasafni.
„SPELMANSMUSIK”
kl. 17:00 Kvikmyndasýning i samkomusal: ÁLAND.
Sunnudagur 20. apríl
kl. 15:00 Prófcssor MATTS DREIJER heldur fyrirlest-
ur um sögu Álandseyja.
kl. 17:00 Kvikmyndasýning:
BONOBRÖLLOP, SANGFEST PA XLANO
Mánudagur 21. april
kl. 17:00 Kvikmyndasýning: FÁKTARGUBBEN.
kl. 20:30 Prófessor NILS EOELMAN heldur fyrirlestur
með litskyggnum um berggrunn Alandseyja.
Þriðjudagur 22. apríl
kl. 17:00 Kvikmyndasýning:
POSTROTEFÁROER ÖVER ÁLANO.
kl. 20:30 Fil. dr. JOHANNES SALMINEN heldur fyrir-
lestur um álenskar bókmenntir.
KARL-ERIK BERGMAN, rithöfundur, les úr
eigin og annarra verkum.
ÞÓROOOUR GUÐMUNOSSON, rithöfundur,
les úr þýðingum sinum á álenskum skáldskap.
Miðvikudagur 23. apríl
kl. 17:00 Kvikmyndasýning um siglingar á seglskipum.
HARALO LINOFORS, skipstjóri, rifjar upp
endurminningar frá timum seglskipaferðanna
um öll heimsins höf.
kl. 19:00 Samfelld dagskrá um Alandseyjar:
LARS INGMAR JOHANSSON: Oet aiandska
naringslivets utveckling.
FOLKE SJÖLUNO: Alands turism.
KARL-ERIK BERGMAN: Fiske pa Aland.
LARS INGMAR JOHANSSON: Alands sjálv-
styrelse och forvaltning.
Til skýringar efni verða sýndar myndræmur og
litskyggnur.
Fimmtudagur 24. apríl
kl. 16:00 Kvikmyndasýning: ÁLANO
„SPELMANMUSIK”
kl. 17:00 KURT WEBER ræðir um álenskt listalif.
Föstudagur 25. apríl
kl. 17:00 Kvikmyndasýning: ÁLANO.
Laugardagur 26. apríl
kl. 16:00 Vikulok: Tónleikar
WALTON GRÖNROOS, óperusöngvari.
Undirleikari: Agnes Löve.
Sunnudagur 27. apríl
Síðasti dagur álensku sýninganna. Kvik-
myndasýningar. „Skerma” sýningin frá
Historiska museet i Stokkhólmi verður þó látin
standa fram eftir vikunni.
NORRÆNA
HÚSIÐ
[ Alþýðublaðið á hvert heimili ]
angarnir
Alltilagi Magga,
- hvað veist ÞC uni
þetta — hvaö veist
ÞÚ um efna-
hagskreppuna?
Ég veitmeira'
um stjórnmál en
þú, Vilhjálmur!
Og ég veit hvað
þessari þjóð er fyrir
bestu nú á timum
óðaverðbólgu og gjald
eyrisþurrðar. Það
er harin Gyífi okkar og
enginn annar, sern^ j
HVAÐ VITUM VIÐ UM
Kynningarvika um Alandseyjar i
undirbúningi.
I Norræna húsinu er nú sem óð-
ast verið að undirbúa menningar-
viku, þar sem Álandseyjar, lif og
menning, verða kynntar.
Álandseyjar eru um 6.500, en
einungis örfáar þeirra eru byggð-
ar. ibúar eru 22 þúsund og þar af
búa tæplega 9000 i höfuðborginni
Mariehamn. Sænska er lögvernd-
uð þjóðtunga Alendinga, þeir hafa
eigin fána, en eru stjórnarfars-
lega tengdir Finnlandi.
Álandseyjavikunni verður hag-
að á svipaðan hátt og færeysku
vikunni vorið 1973 og Samavik-
unni vorið 1974. Þar verða sýning-
ar, kvikmyndir, fyrirlestrar, tón-
leikar o.s.frv. Segja má, að mest
af þvi efni, sem kynnt verður, eigi •
við Álandseyjar eins og þær eru i
dag, en þó verður saga þeirra
kynnt, bæði með fyrirlestri og
sýningu frá Statens historiska
museum i Stokkhólmi, sem hefur
látið gera farandsýningu um
Álandseyjar á svipaðan hátt og
gert var um tsland, en sýningin
ISLANDIA stóð i Norræna húsinu
sumarið 1973 og vakti mikla at-
hygli. Sýning safnsins um
Álandseyjar hefur farið nokkuð
um Norðurlönd, en héðan fer hún
til Færeyja. Til þess að gera
þessa sýningu ljósari og meira
lifandi, verða sýndir munir frá
þjóðminjasafni Alandseyja, og
fyrrverandi þjóðminjavörður
Álendinga, prófessor Matts
Dreijer mun einmitt halda fyrir-
lestur um sögu Álandseyja. önn-
ur sýning sögulegs eðlis verður
sjóminja- eða siglingasýning, en
Álendingar eru mikil siglinga-
þjóð. 1 tengslum við þá sýningu
verður einnig kvikmynd um segl-
skipaferðir og álenskur skip-
stjóri, sem stýrði seglskipi um
heimsins höf, rifjar upp gamlar
minningar frá timum seglskip-
anna. Álandseyjar eiga merka
jarðsögu, og prófessor Nils Edel-
manfrá háskólanum i Ábo, Finn-
landi, flytur fyrirlestur um berg-
grunn eyjanna. Er sá fyrirlestur
haldinn i samvinnu við Háskóla
islands. Fil. dr. Johannes Sal-
minen, bókmenntafræðingur,
flytur erindi um álenskar bók-
menntir og álenskur rithöfundur,
Karl-Erik Bergman les úr eigin
verkum og verkum annarra
Álendinga. Þóroddur Guðmunds-
son, rithöfundur, hefur þýtt nokk-
uð af álenskum skáldskap og
væntanlega verður einnig lesið úr
þeim þýðingum. Atvinnulif
Álendinga og þróun þess til þessa
verður kynnt i samfelldri dag-
skrá. Þeir hafa miklar tekjur af
ferðamönnum, en hafa einnig
kynnst miklum vandamálum,
vegna hins mikla ferðamanna-
fjölda, og hafa af mikilli reynslu
að miðla i þeim efnum. Heimilis-
iðnaðarfélag eyjanna sendir
hingað sýningu á heimilisiðnaði
og handiðum, og listafélagið
stendur að listsýningu, en Álend-
ingar eiga og hafa átt marga góða
listmálara.
Karl Weber, safnaráðunautur,
hefur allan veg og vanda af upp-
setningu álensku sýninganna, og
hann flytur ennfremur fyrirlestur
um listalif Álandseyja. Vikunni
lýkur svo með tónleikum, þar
sem óperusöngvarinn Walton
Grönroos frá Álandseyjum, en
starfandi i Helsingfors, kemur
fram.
Álandseyjavikan i Norræna
húsinu er skipulögð i samráði við
starfsnefnd á Álandseyjum, og
hingað koma bæði sem boðsgestir
og eins á eigin vegum um 40
Álendingar.
Þess má að lokum geta, að á
meðan á vikunni stendur sýnir is-
lenska sjónvarpið mynd, sem
finnska sjónvarpið lét gera, um
ævi álenska málarans og rithöf-
undarins Joel Pettersons.
Torggatan heitir aðalgatan i Mar
Báthús i Föglö.
Frá Saltvik.
0