Alþýðublaðið - 18.04.1975, Síða 10

Alþýðublaðið - 18.04.1975, Síða 10
Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður aí íslenskum ættum, sem uppi hefur verið H. MofltKomsry Hyds I JiýSingu Hsrstsins Pálssonar DULARFULLI29 KANADAMAÐURINN Ég hlakka til áframhalds á þægilegu samstarfi, hvenær sem leiðir kunna að liggja saman opinberlega aftur. Með beztu óskum yðar einlægur Mathias Correa, saksóknari ríkisins. Þannig lauk fyrsta njósnamálinu, sem kom fyrir rétt í Bandaríkjun- um, eftir að þau voru orðin styrjaldaraðili. Af sérstökum ástæðum var af ásettu ráði „gert lítið úr“ hlutverki þeirra tveggja brezku stofnana, B.S.C. Stephensons og ritskoðuninni á Bermuda, sem komu þarna við sögu. Það er sjálfsagt, að hið rétta komi nú fram í þessu. förinni heitið í von um að komast á skip til Japans. Þegar liann var handtekinn, hafði hann allmörg glös af pyramidon í fórum sínum. Þegar F.B.I.menn spurðu, hvers vegna hann hefði svo mörg slík glös, svaraði hann, að hann þjáðist af sífelldum höfuðverk. En höfuðverkirnir gátu ekki gefið skýringu á innihaldi annars lítils bögguls í fórum hans nefnilega augnskolunarvökva og nokkrum tannstönglum, sem voru dálítið brúnir í annan endann, þar sem þeim hafði bersýnilega verið dyfið í einliverja upplausn. Aðrar handtökur fylgdu fljótt á eftir, og einkum þótti sérstakur fengur í manni að nafni Paul Borchardt, uppgjafaforingja úr þýzka hernum, sem (að því er Stephenson gat sagt F.B.I.) hafði kennt ungum nazistaforingjum vísindi svonefndrar „stjórnmálalandafræði“ undir hand- leiðslu hins fræga Haushofers prófessors í Múnclien, og síðar verið í Bret- landi, flóttamaður að því er virtist, þar sem hann var af Gyðingaættum. Hlutverk hans var að meta hernaðargildi upplýsinga, sem Ludwig og aðrir söfnuðu. Sumra skjalanna, sem sönnuðu sekt Borchardts, hafði verið aflað fyrir framtak bandarísks starfsmanns þýzku ræðismannsskrifstof- unnar í New York, sem liafði umsjá með kyndingunni þar og hafði tekizt að bjarga þeim nokkum veginn óskemmdum með því að fleygja þeim þannig inn í eldliolið, að þau lokuðu fyrir dragsúginn. Ludwig og átta félagar hans komu fvrir umdæmisrétt Bandaríkjanna i Brooklyn í New York og voru dæmdir sekir. (Réttarskjölin, sem sækj- andi málsins lagði fram, voru 300 talsins). Mikið af sönnunum þeim, sem tryggðu dómfellingu þeirra, var fólgið í framburði tveggja brezkra vitna, Charles Watkins-Mence, aðalritskoðunarmanns í Bermuda, og óþreytandi aðstoðarmanns hans, ungfrú Nadyu Gardner, sem bar kennsl á hin veigameiri sýnishorn bréfaviðskipta Ludwigs, er lögð voru fram í réttinum. I skrifum sínum um málið benti New York Herald-Tribune á þá staðreynd, að þessi samvinna brezkra og bandarískra emhættismanna væri fvrsta dæmi slíks, sem fram kæmi opinberlega fyrir og á stríðstím- um. „Þótt ríkisrannsóknarlögreglan liafi ekki raunverulega komizt á slóð njósnaranna, fyrr en einn þeirra dó af slysförum af völdum leigubifreiðar á Timestorgi í marz síðastliðnum,“ hélt Herald-Tribune áfram, „komu bréfin, sem Bretar afhentu, ágætlega heim við það, sem F.B.I. varð áskynja um hér.“ Þann 13. marz 1942 kvað Henry W. Goddard, sem verið liafði í dóms- forsæti, upp dóminn, sem var frá 20 ára fangelsi, að því er snerti Ludwig, Borchardt og þriðja ákærða — René Frölich, sem hafði afhent Ludwig mikilvægar liemaðarupplýsingar frá Govemorseyju við New York, þar sem hann starfaði — til 5 ára fangelsis, sem einkaritari Ludwigs hlaut, 18 ára gömul ljóshærð stúlka, Lucy Böhmler að nafni, sem viðurkenndi sekt sína og varð aðalvitni saksóknara. Allir hinir dæmdu vom látnir lausir eftir stríðið og vom heppnir að því leyti, að ef þeir hefðu stundað njósnimar eftir árásina á Pearl Harbor, en ekki fyrir hana, hefðu flestir þeirra lent í rafmagnsstólnum. Þegar eftir málaferlin skrifaði Mathias Correa, saksóknarinn, sem hafði haft á hendi sókn í málinu, sambandsforingjanum í stofnun Step- hensons, sem haft hafði með höndum söfnun gagna fyrir Breta og að færa aðalvitnin frá Bermuda fyrir réttinn, eftirfarandi bréf: Dómsmálaráðuneytið, Saksóknari ríkisins, Syðra umdæmi New York-fylkis, New York, N.Y., 16. marz 1942. H. Montgomery Hyde, höfuðsmaður, British Security Co-ordination, Herbergi 3801, Fifth Avenue 630, New York, N.Y. Kæri höfuðsmaður! Þar sem Ludwig-málið hefur nú verið á enda kljáð með góðum árangri, langar mig til að nota tækifærið til að láta í ljós við yður, hve mikils ég lief metið vinsamlega og hjálpfúsa samvinnu og aðstoð, sem þér og starfsmenn yðar liafið veitt okkur í þessu máli. Að mínum dómi áttu framburður og sönnunargögn Watkins- Mences og annarra starfsmanna ritskoðunar Breta á Bermudaeyjum mjög ríkan þátt í happadrjúgum endalokum málsins. Loks langar mig til að þakka yður vinsamlegan samvinnuanda, er þér auðsýnduð á öllum stigum þessa máls, sem þér fjölluðuð um. 5. Þingmenn Bandaríkjanna hafa löngum notið þeirra sérréttinda (sem brezkir þingmenn njóta ekki), að þeir geta sent bréf með pósti án þess að greiða burðargjaldið, og nota þeir þá umslög, sem eru „póststimpluð“ með nafni viðkomandi þingmanns rituðu eigin hendi. Þessi forréttindi eru að jafnaði notuð af þingmönnum öldungadeildar og fulltrúadeildar, og lögum samkvæmt, til að dreifa meðal kjósenda eintökum af ræðum þeirra, ljóðum eða hverju því, sem þeir telja, að kjósendur þeirra ættu að lesa. Hins vegar er óheimilt að nota „nafnstimpil“ þingmanna í þágu klúbba eða félaga. Snemma árs 1941 benti vinur Stephensons, sem starfaði við auglýs- ingar, honum á þá staðreynd, að vissir þingmenn í hópi einangrunar- sinna notuðu „nafnstimpilinn“ til að dreifa ekki aðeins einangrunarsinna- ræðum sínvun, heldur og öðrum ræðum, sem höfðu verið sérstaklega skrifaðar af áróðursseggjum nazista. Auk þess var lesefni þetta sent til manna hvarvetna í Bandaríkjunum. Var engu líkara en að menn væru að breyta þjóðþinginu með einhverjum skuggalegum liætti í dreifingar- miðstöð fyrir þýzkan áróður. Smávægileg athugun Stephensons leiddi í ljós, að lesefni þetta var sent öllu fólki á póstskrám þýzka upplýsingabókasafnsins í New York. Einn af starfsmönnum Stephensons gekk úr skugga um þetta, og gat hann komið því svo fyrir, að nokknun nöfnum og heimilisföngum var hætt á póstskrá safnsins. Brátt fóru menn þessir að fá „nafnstimplaðarM einangrunarsinnasendingar frá bandarískum þingmönnum. Sást, að slíkar sendingar voru ekki einskorðaðar við New York, heldur áttu og upptök sín í Washington og annars staðar. Næst var gerður samanburðtu: á um- slögunum, og sást þá, að þótt ,,nafnstimpluð“ umslög kæmu frá ýmsinn öldungadeildar- og fulltrúadeildarþingmönnum, voru allar utanáskriftir með sömu hendi. Til dæmis fékk Bandaríkjamaður af þýzkvun ættum í New York „nafnstimplaðar“ sendingar frá fimm mismunandi þingmönn- um, þótt þessir einangrunarsinnar í hópi þingmanna væru fulltrúar fyrir ýmis fylki, sem langar leiðir voru á milli, og allt barst þetta í sama mán- uðinum. Þetta sýndi greinilega, að um eina dreifingarstöð var að ræða. Athugun á „nafnstimpluðum“ umslögum frá vissum öldungadeildar- manni, sem sett höfðu verið í póst í New York, leiddu í ljós, að nöfn og heimilisföng voru fjölrituð með sérkennilegu, bláu bleki, og notuð liafði verið utanáskriftarvél af vissri tegund. Frekari rannsóknir sýndu, að þetta var úrelt Elliottvél, en aðeins voru til þrjár slíkar vélar í New York, og var þessi eign þýzks ,,menningar“félags, sem kallað var Steubenfélagið og hafði skrifstofu við Lexington Avenue. Síðan var aflað sýnishoma af ritum Steubenfélagsins, og reyndust þau fjölrituð á svipaða vél og með sarna, einkennilega, bláa blekinu og sama, sérkennilega stílnum. Auk þess var utanáskriftaplatan með sama einkennisnúmeri og notað var á umslög öldungadeildarþingmannsins. I riti því, sem sýnishom sáust af, vora félagsmenn hvattir til að sækja vissa fundi, þar sem endurprentanir á ræðum öldungadeildarþingmannsins mundu fáanlegar í „nafnstimpluð- um“ umslögum, sem menn gætu sent vinum sínum. I maí 1941 hóf Stephenson gagnsókn sína. Vinur hans, sem fékkst við auglýsingar, birti opið bréf til öldungadeildarþingmannsins, þar sem bann var sakaður um misnotkun á forréttindum þeim, sem fólgin vom í „nafnstimplun“ bréfa þingmanna, og rökstuddi þessa ákæm með sérstök- um tilvitnunum í sönnvmargögn, sem Stephenson hafði safnað. Þetta opna bréf, sem prentað var í 100 þúsund eintökum og dreift víða um landið, vakti gífurlega athygli almennings. Þingmaðurinn bar fram vesaldarleg mótmæli í öldungadeildinni, og viðurkenndi við það tæki- færi, að America First-samtökin hefðu keypt milljón hinna „nafnstimpl- nðu“ póstkorta sinna. Tafarlaus árangur þess varð sá, að Steubenfélagið TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS P.O. BOX 320 BEYKJAVÍK Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Alþýðublaðinu. Nafn: ................................ Ileimili:............................. KLIPPIÐ CiT OG SENDIU m Föstudagur 18. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.