Alþýðublaðið - 07.05.1975, Qupperneq 1
HÁMARKSHRAÐI í HAFNARFIRÐI 18 KM/KLST - BAKSÍÐA
alþýðul
lilRtiTril
MIDVIKUDÁGÚR
7. maí 1975 - 103. tbl. 56. árg. I
VILMUNDUR
VELDUR
FJAÐRAFOKI
I KERFINU
Erindi Vilmundar Gylfasonar,
menntaskólakennara, Um daginn
og veginn, sem hann flutti i hljóð-
varpi s.l. mánudagskvöld, virðist
hafa valdið taisverðu fjaðrafoki.
Erindi Vilmundar og reyndar
fieiri erindi, sem flutt hafa verið
undir sama dagskráriið að und-
anförnu, voru til umræðu á fundi
útvarpsráðs f gær.
Vilmundar Gylfasonar, sagði Ell-
ert:
,,Já, ég hef orðið var við mjög
ákveðin viðbrögð vegna þessa er-
indis. Menn hafa hringt 1 mig og
kvartað yfir, að þátturinn væri
notaður tii að setja fram órök-
studdar dylgjur um nafngreinda
einstaklinga”.
„Já, viö gerðum ályktun á
fundinum i dag, þar sem við
hÖrmum, að þátturinn sé notaður
til að setja fram órökstuddar
dylgjur um nafngreinda einstak-
linga”, sagði Ellert B. Schram,
varaformaður útvarpsráðs, sem
stjórnaði fundi ráðsins I gær, er
Alþýðublaðið hafði tal af Ellert i
gærkvöldi.
„Enginn maöur er nafngreind-
ur I þessari ályktun ráðsins”,
sagði Ellert, „og enginn hefur
verið settur I bann”.
Aðspurður, hvort hann eða aðr-
ir útvarpsráösmenn hefðu orðið
varir við viðbrögð vegna erindis
Alþýðublaðinu er kunnugt um,
aö á fundinum var tekið fram, að
Matthias A. Mathiesen, fjármála-
ráðherra, og Friðjón Sigurðsson,
skrifstofustjóri Alþingis, hafi ver-
ið meðal þeirra, sem ekki likaði
erindi Vilmundar.
Þá er Aiþýðubiaðinu tjáð, að
Vilhjálmur Hjálmarsson.
menntamálaráðherra, hafi f gær
óskað eftir því við útvarpsstjóra,
að hann fengi I hendur útskrift
ekki aðeins af fyrrnefndu erindi
Viimundar Gylfasonar, heldur og
á hverju orði, sem hann hefur lát-
ið frá sér fara I sjónvarpsþættin-
um Kastljós á síöastliðnum vetri.
VARAFULLTRUAR AFGREIDDU KROFLUMALIÐ
SOLNES SVIKINN AF
FLOKKSBRÆÐRUM
„Kröfumálið er prófsteinn á
byggðastefnuna svonefndu, sem
allir tala nú um. Heyrst hefur, að
verktakafyrirtæki i Reykjavik,
Miðfell h.f. eigi að annast virkj-
unarframkvæmdirnar við Kröflu
og margt bendir til þess, að
samningar við Miðfell h.f. verði
undirritaðir bráðlega”, sagði
Tómas Ingi Olrich, varabæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á
Akureyri, i umræðum á fundi
bæjarstjórnarinnar i gær um til-
lögu, sem einn aðalfulltrúi og
fjórir varafulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins fluttu á fundinum um
virkjunarframkvæmdirnar við
Kröflu.
Svq vildi til á bæjarstjórnar-
fundinum i gær, að af fimm full-
trúum Sjálfstæðisflokksins i bæj-
arstjórn var aðeins einn aðalfull-
trúi mættur, svo og fjórir vara-
fulltrúar. Aðalfulltrúarnir, sem
fjarverandi voru, sitja allir
landsfund Sjálfstæðisflokksins i
Reykjavik, þar á meðal Jón Sól-
nes, alþingismaður, bæjarfulltrúi
og formaður Kröflunefndar, en
gegn honum er tillögunni beint.
Tillaga sjálfstæðismanna er
svohljóðandi: „Bæjarstjórn
Akureyrar telur eðlilegt, að verk-
tökum á Norðurlandi verði falið
að annast fyrirhugaðar virkjun-
arframkvæmdir við Kröflu. Bein-
ir bæjarstjórnin þeim tilmælum
til Kröflunefndar, að hún láti
kanna það — án tafar — að hve
miklu leyti norðlenskir verktakar
geti annast virkjunarfram-
kvæmdirnar”.
Vegna þess hve siðla tillagan
kom fram varð að leita afbrigða
um afgreiðslu hennar og þurfti
2/3 atkvæða til að hún fengist tek-
in á dagskrá. Allir bæjarfulltrúar
samþykktu, að hún skyldi tekin á
dagskrá, að undanteknum Sigurði
Óla Brynjólfssyni, fulltrúa Fram-
sóknarflokksins, sem sat hjá.
Mjög miklar umræður urðu á
fundinum um þetta mikla hita-
mál. Tómas Ingi Olrich, einn af
flutningsmönnum tillögunnar og
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
sagði m.a.: ,,t Kröflunefnd og á
r~7) BAK » |
ÞEGAR ROFAR TIL
NEITA AÐ
MÆTA TIL
PRÖFS
Aðeins þrir nemendur fyrsta
árs Kennaraháskóla tslands
mættu til fyrsta prófsins, sem fór
fram i gærmorgun. Aðrir nem-
endur mótmæltu með fjarveru
sinni frá prófi þeirri ákvörðun
skólayfirvaida að visa fimm
nemendum frá prófi af þeim sök-
um, að þeir hafa ekki fullnægt
skyldu um 80% mætingarskyldu,
sem kveðið er á um i reglugerð
um Kennaraháskóla tslands.
Skömmu fyrir hádegi komu sið-
an nemendur allra þriggja ára-
ganga háskólans saman tii fund-
ar, og gekk þar milli manna und-
irskriftarskjal þar sem lýst var
samstöðu með nemendum fyrsta
árs. Er á skjalinu farið fram á, að
skólayfirvöld endurskoði afstöðu
sina með það i huga, að miklu
fleiri en þessir fimm nemendur
fyrsta árs fullnægi ekki tilskilinni
mætingarskyldu, og þess krafist,
að verði reglugerðarákvæðinu
framfylgt engu að siður verði eitt
yfir alla nem. að ganga. En
ennfremur er bent á, að verði á-
kvæðið látið gilda um þriðja ár
muni að likindum ekki nema einn
nemandi útskrifast úr Kennara-
háskóla tslands i vor. Segjast
nemendur annars og þriðja árs
ekki mæta til prófs fyrr en mál
þetta hefur verið leyst, en próf
hjá þriðja ári hefjast á laugar-
daginn kemur.
Orðrómur um kaup ó þotum - - en Flugleiðir svara: AI LATIIII Allli í
„ENGIN AFRAMHALDAHI Dl ÞOTUKAUP 1
BILI - Þ0 ENDURSKOI DUN FLUGKOSTS”
Eru Flugleiðir h.f. að undir-
búa kaup á einni eða tveim flug-
vélum, til nota i leiguflug, til
viðbótar þcim tveimur stóru
þotum, sem það hefur óskað eft-
ir ríkisábyrgð á?
i bréfi, sem Alþýöubtaöinu
barst i gær og birt er á þriðju
siðu i dag, er þeirri spurningu
beint til þingflokks Alþýðu-
flokksins, hvort þingntönnum
hans sé kunnugt um, að flug-
vélakaup þessi séu i bigerð.
Bréfritari kveðst haf heyrt, að
umrædd vélakaup séu I undir-
búningi „i krafti rikisábyrgðar
og stuðnings islenska rikisins”.
Alþýðublaðið hafði i gær sam-
band við Örn Johnson, hjá Flug-
leiðum h.f., og spurðist fyrir um
fiugvélakaup þessi. „Það er
ekki rétt að til standi kaup á
einni eða fleiri flugvélum hjá
okkur I bili”, sagði örn, „en aö
sjálfsögðu erum við I sifellu að
endurskoða flugvélaeign okkar,
aðra en þá, sem við höfum sótt
um rikisábyrgð fyrir.”
Þess má svo geta aö svar hef-
ur ekki enn borist til Flugleiða
hf. frá rikisstjórninni, um það
hvort ríkisábyrgð verður veitt á
lánum vegna kaupa á tveim DC
8 63 vélum, sem nú eru i þjón-
ustu félagsins á leigusamningi,
enda hefur rikisstjórnin ekki
enn lagt fram frumvarp þess
efnis á þingi.