Alþýðublaðið - 07.05.1975, Page 3

Alþýðublaðið - 07.05.1975, Page 3
Farþegaaðstaða situr á hakanum vegna skrif stof u h úsn æðis SVR Eftir nýjustu áformum stjórnar Strætisvagna Reykjavlkur að dæma, er nú útlit fyrir, aö farþeg- ar vagnanna, sem biða þurfa á Hlemmtorgi, verði að sitja á hak- anum með skjól og hreinlætisað- stöðu, þangað til búið er að inn- rétta nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir starfssemi þessa fyrirtækis. Eins og kunnugt er, hefur verið fallið frá þvi um sinn a.m.k., að borgin og/eða Strætisvagnarnir reisi hið fyrirhugaða, varanlega skýli fyrir farþega á Hlemm- torgi, vegna slæmrar fjárhagsað- stöðu. Hins vegar ætlar stjórn Strætisvagnanna að leggja til, að skrifstofuhúsnæði verði innréttað I fyrirhuguðum húsakynnum á Kirkjusandi. Með þvi fái bifreiða- stjórar inni i núverandi skrif- stofuhúsnæði við Rauðarárstig, en gamla Hreyfilshúsið, sem bil- stjórarnir hafa haft aðstöðu i, verði notað sem farþegaskýli og að hreinlætisaðstöðu verði komið upp I gamla bensinskúrnum á Hlemmtorgi. öll þessi gömlu hús eiga vitan- lega að hverfa, en ærinn kostn- aður verður af þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru til þess að af þeim verði fyrirhuguð not, sem þó eru aðeins ætluð til bráða- birgða, og hljóta að vera ófull- nægjandi fyrir farþega vagn- anna. Sérstaklega er þó ljóst, að engum þörfum farþeganna, sem lengi hefur verið beðið eftir, verð- ur að neinu leyti sinnt fyrr en skrifstofurnar hafa verið fluttar i nýtt húsnæði. Borgarráð á eftir að fjalla um þessar tillögur, en mun gera það á næstunni. SKULDIN EYKST Neytendamálanefnd Reykjavíkur Á siðasta borgarráösfundi var að nýju lögð fram tillaga að samþykkt um Neytendamálanefnd Reykjavlkur. Björgvin Guðmundsson, borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins flutti tillögu um þessa nefndarskipun I borg- arstjórn fyrir um þaö bil ári. Fékk tillagan mjög góðar undirtektir I borgarstjórn og slðan I borgarráði, sem fól borgarlögmanni, Páli Lln- dal, ásamt flutningsmanni, að semja reglur um starfssvið nefndarinn- ar. Var hugmynd Björgvins sú, að nefnd þessi gæti verið umsagnaraöili um ýmis atriði, sem neytendur varðaði, svo sem um staösetningu verslana, meðal annars fiskverslana og mjólkurbúða, og að jafnframt hefði nefndin forgöngu um fræðslustarf I þágu neytenda. 1 nágranna- löndum okkar er sllk starfssemi fastur liður á vegum borgar- og sveit- arstjórna, og tillaga Björgvins að vissu leyti sniðin eftir þeim fyrir- myndum, sem vel hafa gefist. Reglur um starfshætti Neytendamálanefndar hafa nú veriö samdar og er þess að vænta að nefndin veröi sett á laggirnar nú á næstunni. Þann þritugasta april siðastlið- inn tók Seðlabanki Islands yfir- dráttarlán hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, sem nemur 1.075 mill- jónum islenskra króna. Gjald- eyrisstaða Islands gagnvart sjóðnum er þvi nú neikvæð, sem nemur 5.366 milljónum króna. Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til aðildalanda eru reiknuð i ein- ingum, sem nefnast „sérstök dráttarréttindi” (special drawing rights) og nemur skuld okkar við sjóðinn nú 28.7 milljónum SDR, þar af 17.2 milljónum SDR úr oliulánasjóði Alþjóða-gjaldeyris- sjóðsins. Lán það, sem nú var tekið, nemur einum fjórða hluta af kvótalslands hjágjaldeyrissjóðn- um. HORNIÐ Ríkisábyrgð — eða ef til vill þjóðnýting? A AO NOTA RÍKISÁBYRGÐ TIL AÐ DREPA ALÞÝÐUORLOF? Alþýðuflokksmaður og áhuga- maður um ferðamál skrifar Horninu: ,,Ég leyfi mér að senda Alþýðu- blaðinu þessar fyrirspurnir min- ar til þingflokks Alþýðuflokksins: Mig langar að fá svar við þvl, hvort það sé stefna Alþýðuflokks- ins, sem fram kom I forystugrein Alþýðublaðsins þriðjudaginn 8. april sl., en hún bar fyrirsögnina „Sameining flugfélaganna”, að sjálfsagt sé, að ríkissjóður gangi i ábyrgð á lántöku einkafyrirtækis, sem nemur nú eftir siðustu gengisbreytingu yfir 2000 mill- jónum isl. króna, vegna kaupa þess á mjög dýrum flugvélum, sem ætlunin er að nota til áætl- unarflugs. Eins og fram kom i sjónvarps- þætti fyrir nokkrum dögum mun rikisábyrgð þessi samsvara um 100 þúsund krónum á hverja 5 manna fjölskyldu I landinu eða svipaðri upphæð og gert er ráð fyrir I kostnaðaráætlun, að helm- ingur fullgerðs hringvegar um landið muni kosta. Ég álit, að hér sé um að ræða þjóðþrifafyrirtæki I sjálfu sér, en á hinn bóginn állt ég að róttækar breytingar þyrfti að gera á skipu- lagi og rekstri Flugleiða h.f. Hef- ur stefna jafnaðarmanna ekki verið sú, að nær væri að þjóðnýta fyrirtæki á borð við þessa stóru samsteypu, sem Flugleiðir h.f. nú eru orðnar, en að dæla I hana fjármagni án þess að hún lúti samfélagslegri stjórn? Ég vil gjarna vita, hvort þing- flokkur Alþýðuflokksins hafi heyrt þess getið, að Flugleiðir h.f. muni hafa I hyggju að fjárfesta I enn fleiri flugvélum en skýrt var opinberlega frá, þegar beiðnin um fyrrnefnda ríkisábyrgð var kunngerð I mars? Ég hef heyrt, að Flugleiðir hafi i bigerð að kaupa til viðbótar stóru þotunum tveimur eina eða tvær nokkru minni og ódýrari vélar I krafti rikisábyrgöar og stuðnings is- lenskra stjórnvalda, sem siðan eigi að nota til að drepa þann ó- dýra ferðamarkað, sem fyrir hendi er, og staðið hefur venju- legu vinnandi fólki I landinu til boða. Það er grunur minn, að markmiðið með þessari fyrirætl- un sé að setja fótinn fyrir starf- semi Alþýðuorlofs i framtiðinni”. KRON HYGGUR Á STÚRVERSLUN Fyrirhugað er, að KRON komi upp stórverslun I sam- bandi við byggingu birgðastöðv- ar SIS við Sundahöfn, en þar hefur félagið keypt 3.200 fer- metra húsrými til þeirra nota. Er áformað að brúa með þessu bilið þar til unnt verður að koma upp stórverslun i nýja miðbæn- um I Reykjavik á lóð, sem KRON hefur fest kaup á. Þetta kom fram I skýrslu Ragnars Ólafssonar hæstaréttarlög- manns, formanns KRON, á aðalfundi félagsins á laugar- daginn var. Þá kom fram i skýrslu for- mannsins, að heildarvelta fé- lagsins var 774 milljónir króna á siðasta ári, og hafði aukist um 35% frá árinu áður. Rekstraraf- gangur að loknum afskriftum varð kr. 2.352.000.00, og fengu félagsmenn KRON rúmlega 6,6 milljónir króna i afslátt út á 10% afsláttarkort á siðasta ári. Stjórn KRON var öll endur- kjörin. HELGAR- FERÐIR HJÁ ÞJOFUM Nokkur smáinnbrot voru framin um helgina, en ekki var um mikinn þjófnað að ræða í nejnu þeirra. Brotist var inn í Sæla café og þaðan stolið 12—15 lengjum af vindlingum og einhverjar skemmdir unn- ar. Þá var brotist inn í Sundlaug Vesturbæjar og stolið einhverju af óskila- úrum, en ekki var í gær vit- að, hve miklu. Sælgætis- gerðin Amor fékk einnig heimsókn og varð að sjá á bak einhverju af sætinda- framleiðslu sinni og enn- fremur var þar reikning- um og skjölum fyrirtækis- ins dreift út um öll gólf. Loks var brotist inn í Haf n- arbíó, en engu stolið. Greinilegt var þó að gest- irnir hafa reynt við pen- ingakassa bíósins, og var hann stórskemmdur eftir viðureignina. Verkstjórasamband íslands tilkynnir Fyrst um sinn og þar til annað verður á- kveðið verður skrifstofa sambandsins op- in mánudaga— föstudaga kl. 17—18. Stjórnin. Matvörumarkaður: I i Hveiti 10 lbs. kr. 397.00 Hveiti 5 lbs. kr. 198.00 Kaffi 1 pk. kr. 109.00 Rits kex kr.103.00 Jakobskex kr. 92.00 Grænar baunir 1/1 dós kr. 119.00 Smjörliki 1 stk. kr. 140.00 Tropicana 1 liter, kr. 110.00 Coca Cola i heilum kössum kr. 730.00 Sani, 15 rúllur kr. 607.00 Þrif 1.1 liter kr. 138.00 Kostaboð á kjarapöllum KJÖT OG FISKUR SELJABRAUT 54, SlMT- "4200 Miðvikudagur 7. maí 1975. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.