Alþýðublaðið - 07.05.1975, Síða 4

Alþýðublaðið - 07.05.1975, Síða 4
I hreinskilni sagt eftir Odd Á. Sigurjónsson Furðuleg vinnubrögð Ég leyfði mér í gær, að vekja frekari athygli en þegar var orðið á þeim einstæðu tilboðum til iþróttamanna, að gerast einskonar sorptinslumenn fyrir tiltekna innflytjendur vindlinga. Þar með varð ekki betur séð, en að þeim væri skipað á næsta stig við ruslatunnuna að þessu leyti. En þetta „tilboð” hlýtur að vekja athygli á öðru, sem er ekki siður furðulegt. Alkunna er, að hér er einka- sala á tóbaki og áfengi og hefur verið svo um langan aldur. Hvað sem liður löngu genginni tiö, þegar innflutningur á þess- um vörum var algerlega frjáls, þá er eitt vist, að þær verða nú að ganga gegnum hendur einka- sölunnar (ATVR). Af dæminu, sem á var minnst, verður þó ekki betur séð en að mál þetta sé aldeilis ekki einfalt. Máske er ein og hálf milljón ekki ,,stór peningur” þegar allt kemur til alls. Samt er næsta ó- trúlegt, að einstaklingar taki sig fram um að verðlauna einn eða opinberum tóbaks- og vinaug- lýsingum. Hvað sem öðru liður virðist laglega gengið á snið við þau og sennilega löglega einnig. Ekki er ætlunin að ræða þenn- an þátt frekar. Hitt er nærtæk- ara að hugleiða hverskonar starfshættir eru iðkaðir við öfl- un varanna, sem einkasalan hefur á boðstólum. Menn skyldu nú halda að ó- reyndu, að rikiseinkasala á munaðarvörum eins og tóbaki og vini, ætti að vera einfær um orði. Efalaust er það þó síður en svo sérlega stjúpmóðurlega skammtað. Tilboðið vegna söfn- unar einnar tegundarvindlinga- umbúða bendir sannarlega ekki til þess. Þegar þess er nú gætt að-tala tegunda af tóbaksvörum og vinum, sem hér er fáanlegt, er legio, má geta sér til að sam- tals nemi þetta engum smá- summum. Menn geta skipzt i flokka um nytsemi eða ógagn af umrædd- um vörum. Það er ekki aðalat- Sérkennileg kaupsýsla annan með slikri fjárhæð, ef hagsmunir lægju þar ekki bak- við. Hversu miklir þeir kunna að vera, skal hér ekkert fullyrt um. En likur mættu þó benda til, að hér væri ekki um skiptimynt eina að ræða. Hér skal heldur ekki fullyrt, hvort starfsemi sem þessi brýt- ur i bága við lögin um bann við aö afla sér þeirra milliliðalaust. Jafnvel þótt um sé að ræða kot- riki eins og okkar, er heldur ó- trúlegt að erlendir seljendur hefðu ekki fullan hug á þvi að koma vöru sinni út, án þess að hún þurfi að fara um hendur milliliða. Hér skal ekki rætt um hvað þeir hafa fyrir snúð sinn og snældu, enda ekki á minu vit- riðið. Hitt er staðreynd að þær eru hingað fluttar og seldar hér, hverjum sem hafa vill og aldur hefur til. Og seljandi þeirra er einkasala, sem rikið rekur. Þvi hlýtur sú spurning að vakna, hverskonar verzlunarhættir það eru, að láta innflutning þessara vara fara um annarra hendur en einkasölunnar sjálfrar. Ekki dettur mér i hug og það- an af siður að láta mér það um munn fara, að ráðamenn einka- sölunnar þurfi að leita á náðir einstakra kaupsýslumanna eða fyrirtækja, til þess að afla vör- unnar. En þeir hafa umboðin, verður ef til vill sagt. Þetta má rétt vera. En einhverntima hefðu nú verið sett lög af minna tilefni en þvi, að svona stofnun eins og ATVR bókstaflega hefði einkainnflutning milliliðalaust. Enginn lifandi maður trúir þvi, þótt sagt yrði, að erlendir framleiðendur létu það fyrir kaupi standa, að einhver annar aðili þyrfti að annast milli- göngu. Það væri annars fróðlegt að fá það upplýst, hve umboðslaun milliliða nema háum fjárhæð- um. Ekki get ég séð, að það þyrfti að rjúfa neinn trúnað, þótt heildarf járhæðin yrði kunn- gerð. Ósk um þetta er hérmeð komið á framfæri til réttra aðila og verður ekki talið, að til mikils sé mælzt. Þegar skyggnzt er um bekki fslenzkra verzlunar- og inn- flutningsmála getur vissulega margt furðulegt að lita. Þessi þáttur er einn af þeim. Sérfræðingur Staða sérfræðings I orkulækningum við Endurhæfinga- deild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Staðan veitistfrá 1. júlieða eftir nánara samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykja- vikur við Reykjavikurborg. Umsóknum, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Stjórn sjúkrastofnana Reykjavfkurborgar fyrir X. júni n.k. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir Grensás- deildar, dr. med. Asgeir B. Ellertsson. Reykjavik, 5. mai 1975, Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. ELÍZUBÚÐIN auglýsir Erum fluttir í SKIPHOLT 5 Elízubuöin, Skipholti 5. ni Námskeið í II sænsku I Svíþjéð Norræna félagið i Norrbotten i Sviþjóð efnir til námskeiðs i sænsku og kynningar á sænsku þjóðfélagi i Framnes lýðhá- skóla, 28. júli til 9. ágúst og að námskeið- inu loknu er áætluð nokkurra daga skoð- unrferð um landssvæðin norðan við heim- skautsbaug. Að minnsta kosti 10 islend- ingum er boðin þátttaka, þeim er þörf hafa fyrir sænskukunnáttu eða þekkingu á Sviþjóð i vinnu eða námi. Umsóknarfrest- ur rennur út 27. mai. — Eyðublöð fást i skrifstofú Norræna félagsins i Norræna húsinu, simi 10165. — Opið kl. 16—19. I0GT St. Einingin nr. 14. Fundur i Templarahöllinni I kvöld kl. 20.30. Kosning fulltrúa til Umdæmisstúkuþings. Get- raunir — Leikir — Bingó. Æösti- templar verður til viðtals i Templarahöllinni frá kl. 17-18 simi 13355. Nýir félagar velkomn- ir. Æ.T. |f) Aðstoðarlæknir Staöa aðstoðarlæknis við Endurhæfingadeild Borgar- spftalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júli n.k. Laun samkv. kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur við Reykjavikurborg. Umsóknum, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar fyrir 1. júni n.k. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir Grensásdeildar dr. med. Ásgeir B. Ellertsson. Reykjavik, 5. mai 1975. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. Eyvakvöld — Myndakvöld, I Lindarbæ (niöri) I kvöld (mið- vikudag) kl. 20.30. Einar Haukur Kristjánsson og fleiri sýna. Gönguferðir á uppstigningardag. Kl. 9.30 Norðurbrúnir Esju. Verð kr. 600,- Kl. 13.00. Blikdalur. Verð kr. 400.- Brottfararstaður B.S.l. Á föstudagskvöld kl. 20. Þórsmörk. Farmiðar á skrifstofunni. ' . \ Ferðafélag íslands, Oldugötu 3, simar: 19533 og 11798. Auglýsing um breytingu á auglýsingu nr. 145 frá 30. april 1975 um niðurfellingu söluskatts af nokkrum tegundum matvöru. Við lista yfir vörur, sem felldur er niður söluskattur af frá og með 1. mai 1975, bæt- ist eftirfarandi: Tollskrárnr.: Vöruheiti: 21.02.10 Kaffiextraktar, kaffikjarn- ar, kaffiseyði, og vörur úr 21.02.20 þessum efnum. Extraktar, kjarnar og seyði úr tei eða mate og vörur úr þessum efnum. Fjármálaráðuneytið, 5. mai 1975. Íí UTIVISTARFERÐIR Fimmtudagur 8. mai: 1. Eyrarbakki, Stokkseyri og strönd Flóans. Brottför kl. 10. Verö 1000 kr. Fararstjóri Eyjólfur Halldórsson. 2. Krossfjöll — Fjallsendi (einnig hellaskoðun). Brottför kl. 13. Verö 600 kr. Fararstjóri Einar Ólafsson. Laugardagur 10. mai: Móskarðshnúkar. Brottför kl. 13. Verð 500 kr. Fararstjóri Þorleifur Guðmundsson. Sunnudagur 11. mai: Fjöruganga við Hvalfjörð. Brott- för kl. 13. Verð 600 kr. Fararstjóri Friðrik Sigurbjörnsson. Brottfararstaður B.S.l. Fritt fyrir börn i fylgd með fullorðnum. Útivist, Lækjargötu 6, simi 14606. Lausar stööur Danska utanrikisráðuneytið hefur óskað eftir þvi, að auglýstar yrðu, allsstaðar á Norðurlöndum, 13 ráðunautastöður við norræna samvinnuverkefnið i Tanzaniu. Góð enskukunnátta er nauðsynleg, en að öðru leyti er einkum krafist, viðskipta- menntunar, bókhaldsþekkingar eða starfsreynslu við samvinnufyrirtæki, til þess að ráðning komi til greina. Umsókn- arfrestur er til 20. mai n.k. Nánari upplýs- ingar um einstakar stöður og launakjör eru veittar á skrifstofu Aðstoðar íslands við þróunarlöndin Lindargötu 46,. herbergi 12. En hún er opin á miðvikudögum og föstudögum kl. 17-19. Þar fást einnig um- sóknareyðublöð. Aðstoð íslands við þróunarlöndin. 0 Miðvikudagur 7. mai 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.