Alþýðublaðið - 07.05.1975, Síða 5

Alþýðublaðið - 07.05.1975, Síða 5
(Jtgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Fréttastjóri: Helgi E. Helgason Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866 Augiýsingar: Hverfisgötu 8-10, simar 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, slmi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. Askriftarverð kr. 700.00 á mánuði. Verð I lausasölu kr. 40.. GÚÐ TÍÐINDI Frá þvi hefur verið skýrt, að fjármálaráð- herra hafi falið sérstakri embættismannanefnd að gera tillögur til breytinga á gildandi tekju- skattslögum þannig, að tekin yrði upp sérskött- un hjóna. Sé ætlun ráðherrans sú, að þvi verki verði lokið af hálfu nefndarinnar fyrir haustið þannig, að á næsta þingi verði hægt að leggja fram tillögur um breytingar á skattalögum i þá átt, að gera sérhverja konu að sjálfstæðum skattþegn án tillits til hjúskaparstöðu hennar. Hér er á ferðinni mjög þörf og réttlát breyt- ing, sem i senn styrkir jafnréttisstöðu konunnar i þjóðfélaginu, verður til þess, að húsmóður- störfin verða metin sem vinna og getur eytt þvi misrétti, sem gift hjón hafa verið látin sæta varðandi skattlagningu samanborið við karl og konu, sem búa saman i óvigðri sambúð. Það var þingflokkur Alþýðuflokksins, sem á árum rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar flutti tillögu um, að allar konur yrðu gerðar að sjálf- stæðum skattþegnum. Þessi tillaga var þáttur i yfirgripsmiklum tillöguflutningi flokksins um algera kerfisbreytingu á islenskum skattamál- um i þá átt, að hætt yrði með öllu að innheimta tekjuskatt af öllum venjulegum launatekjum, en rikissjóður sækti tekjur i staðinn með neyslu- sköttum. Þegar Alþýðuflokkurinn kom fyrst fram með þessar tillögur sinar um kerfisbreytingu i skattamálum hlutu þær yfirleitt jákvæðar und- irtektir. Einkum og sér i lagi var tekið jákvætt undir tillögu Alþýðuflokksins um sérsköttun hjóna og hét þáverandi fjármálaráðherra, Hall- dór E. Sigurðsson, þvi að taka það mál til sér- stakrar athugunar i sambandi við þá endur- skoðun skattalaga, er hann hafði látið hef ja. En þrátt fyrir þessar góðu undirtektir þáverandi rikisstjórnar bæði þegar Alþýðuflokkurinn fyrst flutti þessa tillögu og siðar, gerði hún samt ekk- ert i málinu. Á þinginu i vetur kom þetta sama mál enn til umræðu. Það var i sambandi við þá skattalaga- breytingu, sem nýlega var afgreidd á Alþingi. í umræðum um hana ræddu þingmenn Alþýðu- flokksins sérstaklega um tillögur flokksins um kerfisbreytingu skatta og spurðust sérstaklega fyrir um það hvað liði þeim athugunum á sér- sköttun hjóna, sem flokkurinn hefði flutt tillögur um og lofað hefði verið af stjórnvöldum að undirbúa framkvæmdir á. Matthias Á. Mathie- sen, fjármálaráðherra, lýsti þvi yfir við það tækifæri, að hann væri málinu fylgjandi og myndi beita sér fyrir sérstakri athugun á þvi. Skömmu siðar spurði Alþýðublaðið svo i leiðara, hvort áhugi núverandi fjármálaráðherra á mál- inu myndi reynast eitthvað haldbetri, en áhugi fyrirrennara hans, sem ekkert aðhafðist þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit. En Matthias virðist ætla að standa við sitt. Hann hefur nú falið sérstakri nefnd að fjalla um tillögu Alþýðuflokksins um sérsköttun hjóna og hefur lýst þvi yfir, að hann hyggist leggja það mál fyrir Alþingi á næsta hausti. Alþýðuflokksmenn, sem eru höfundar að til- lögunum um að gera sérhverja konu að sjálf- stæðum skattborgara, eru að s jálfsögðu ánægðir með þann rekspöl, sem kominn er á framkvæmd þess máls. Vonandi verður málið afgreitt á næsta Alþingi þannig, að hinar nýju reglur um sérsköttun hjóna verði viðhafðar við álagningu skatta á næsta ári. alþýöu i k i i WILSON UNDIR í EIGIN FLOKKI EN SJÚNARMIÐ HANS í SÓKN MEÐAL ÞJÓÐARINNAR Harold VVilson — fyrirbænir dugðu ekkihótá flokksþinginu. Roy Jenkins er innanrikisráð- herra i Verkamannaflokksstjórn- inni I Bretlandi. Hann hefur ný- lega sagt, að öryggi og hagur Stóra-Bretlands byggist á því, að svarið verði ,,já” við þjóðarat- kvæðagreiðsluna um aðild Bret- lands að EBE, sem fram fer I næsta mánuði. „Það hefði verið mikil ógæfa fyrir okkur, ef við hefðum ekki gerst aðilar að EBE”, segir Jenkins, ,,en að yfir- gefa bandalagið nú myndi verða meiriháttar áfall fyrir okkur.” Tony Benn er iðnaðarráðherra sömu rikisstjórnar. Hann hefur lýst EBE sem pólitisku banda- lagi, sem byggist á þvi að vernda forréttindi rikra manna og vold- ugra og verja hagsmuni fjár- magnsins. ,,Ef breska þjóðin verður feng- in til að greiða atkvæði með aðild að þvilikum evrópskum kliku- samtökum”, segir Benn, ,,þá myndi þjóðin i einum einustu kosningum á einum einasta degi hafa sagt skilið við sjálfstæði og lýðræðislega stjórnarhætti Stóra- Bretlands”. Dan McGarvey — félagi i Verkamannaflokknum og for- maður eins af minni háttar stéttarfélagasamböndum á Bret- landseyjum, en fulltrúi flestra þeirra stóru — hefur hvatt félags- menn verkalýðsfélaga til þess ,,að berjast eins og fjandinn sjálf- ur” fyrir þvi, að þjóðin hafni EBE-aðildinni i þjóðaratkvæða- greiðslunni i júni. „Svo lengi sem við erum I Efnahagsbandalag- inu”, segir McGarvey, „þá mun breska þingið ekki hafa meiri völd, en bæjarstjórn i smábæ. Það mun enginn raunveruleg áhrif geta haft á örlög þjóðarinn- ar i landinu.” „Ef óskoruð völd þingsins eru óbætanleg djásn, sem ávallt verður að varðveita ósnortin”, svarar Brian Walden, þingmaður Verkamannaflokksins, „hvers vegna erum við þá að efna til þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu? HUn er grófasta móðgun við sjálf- stæði þingsins, sem þekkist i sögu landsins.” Wilson forsætisráðherra — „Good, old Harold” — er leiðtogi rikisstjórnarinnar og flokksfor- maður þeirra Jenkins og Jenns, McGarvey og Waaldens og allra hinna verkamannaflokksmann- anna, sem hafa jafn skiptar skoð- anir á EBE-málinu og þeir. Wilson á sem sé ekki náðuga daga um þessar mundir. Sjálfur hefur forsætisráðherr- ann sagt, að menn geti dásamað eða atyrt að vild þá aðildarsamn- inga sem rikisstjórn ihaldsflokks- ins náði við EBE árið 1971, en siðan hafi liðið fjögur ár og á meðan hafi heimurinn ekki staðið kyrr. „Þetta er staðreynd”, segir Wilson. „Hvað sjálfum mér við- vikur yrði ég að vera mun óánægðari með þau EBE-kjör, sem við nú höfum getað tryggt okkur, til þess að geta litið fram hjá þessari heimssögulegu stað- reynd.” En jafnvel með svo varfærnis- lega orðuð meðmæli með EBE hefur Wilson lent i vandræðum. Sjö af 22 ráðherrum hans hafa snúist gegn honum. Fimm af þeim hafa þegar lagt fram tima- áætlun um, hvernig Bretland eigi að hverfa Ur EBE þegar búið verður að fella nýju aðildarsamn- ingana i þjóðaratkvæðagreiðsl- unni. Þar er gefið i skyn, að dag- urinn, sem Bretland öðlist fullt „sjálfstæði frá EBE” verði 1. janúar 1976. Fráleitur áróður að áliti Roy Jenkins. Hann segir að samstarfsslitin við EBE muni taka langan tima og verða erfið og sársaukafull aðgerð”. Til þess að reyna að milda áhrif klofningsins um EBE innan Verkamannaflokksins hefur Wil- son varpað hinni svonefndu „samábyrgðarkenningu” fyrir róða. Þeir ráðherrar I rikisstjórn hans, sem eru EBE-andstæðing- ar, mega opinberlega taka af- stöðu gegn stefnu stjórnarinnar i málinu án þess að þurfa að segja af sér ráðherradómi. Til þess að forðast að gera mál- ið að hreinum grinleik hefur Wilson þó gefið þá fyrirskipun, að ef ráðherrar hans ræði málið i þinginu, þá verði þeir að halda sig að hinni opinberu stefnu rikis- stjórnarinnar. Eric Heffer, aðstoðariðnaðarráðherra, var rekinn þegar hann talaði gegn EBE-aðildinni i þinginu og Benn, iðnaðarráðherra, varð skotspónn fyrir háðsglósur þegar hann varð nýlega að verja þá stefnu i þing- unu, sem hann hefur ferðast um land allt til þess að mótmæla á fundum. 1 þinginu sagði Benn: „Þau svör, sem ég hefi hér gefið, hafa verið i algerum anda þeirrar stefnu rikisstjórnarinnar, að áframhaldandi aðild Breta að EBE sé það, sem þjóni best hags- munum landsins.” Þegar honum var svo ögrað eftir að hafa sagt þetta, visaði hann til ræðu „sem haldin var i öðrum landshluta af háttvirtum vini minum — þing- manni Bristol suðaustur” — en sá háttvirti vinur ráðherrans og þingmaður Bristol suðaustur er enginn annar, en Tony Benn, EBE-andstæðingurinn. Harold Wilson hefur rika á- stæðu til að vera óánægður með sinn hag. Meirihluti þingflokks Verkamannaflokksins hefur tekið afstöðu gegn stefnu hans i EBE- málinu. Flokksstjórnin hefur einnig svarað honum neitandi og á sérstöku flokksþingi, sem hald- ið var um málið fyrir nokkrum dögum, varð einn helsti andstæð- ingur hans i málinu — atvinnu- málaráðherrann Michael Foot — að ganga hart fram til þess að koma i veg fyrir það, að flokks- þingið ályktaði að flokknum bæri að berjast með öllum ráðum gegn stefnu Wilsons i sambandi við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Meiri- hlutí flokksþingsfulltrúa var reiðubúinn til þess að taka upp harða baráttu gegn sinni eigin rikisstjórn. Fyrirfram var vitað, að mikill meirihluti fulltrúa á aukaflokks- þingi þessu, sem haldið var nú um s.l. mánaðamót og sérstaklega boðað vegna EBE-málsins, myndi vera andsnúinn stefnu Wilsons i málinu. Drög að álykt- un, sem samin voru af andstæð- ingum aðildar, lágu á borðum þingfulltrúa ásamt ýtarlegri greinargerð strax á fyrsta degi þingsins. James Callaghan, utan- rikisráðherra, sagði að álykt- unardrög þessi væru „móðgun við undirbúningsrannsóknirnar” og lagði fram 157 breytingartillögur. Innanrikisnefnd framkvæmda- stjórnarinnar lagði til, að bæði hin „hvita bók” rikisstjórnarinn- ar um EBE — þar sem mælt er með samþykkt hinna nýju aðilda’-skilmála — og samantekt EBE-andstæðinganna yrði útbýtt á flokksþinginu, en utanrikis- nefnd framkvæmdastjórnarinnar vildi ekki einu sinni, að „hvita bókin” sæist þar. Wilson hefur þvi orðið eftir- minnilega undir i flokki sinum og ekki aðeins i honum, heldur einn- ig innan verkalýðshreyfingarinn- ar. Þannig skoraði breska alþýðusambandið eindregið á hina fjölmörgu félagsmenn sina að taka afstöðu gegn aðildar- samningunum og krossa við nei- ið á kjördag. En Wilson getur samt sem áður unnið siðustu orrustuna. Skoð- anakannanir — hversu mikið sem er að marka þær — hafa nefnilega sýnt, að stuðningur fer vaxandi við aðildina. t janúar voru 43% kjósenda andvigir aðildinni samkvæmt niðurstöðum skoð- anakannana, en aðeins 33% studdu hana. í mars voru 58% fylgjandi, en 42% andvigir og i april 65% fylgjandi og 35% and- vigir. Og næstum allir Verka- mannaflokksmenn eru sammála um, að meirhluti þjóðarinnar eigi að ráða. Miðvikudagur 7. maí 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.