Alþýðublaðið - 07.05.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.05.1975, Blaðsíða 7
SLANDS Dönsk-islensk ráð- stefna I jtinl 1973 var haldið að Leirá i Borgarfirði dönsk-islensk ráð- stefna, sem stjórn og utanrikis- málanefnd undirbjuggu i sam- einingu. Ráðstefnan fjallaði um m.a. dansk-islenska sögu, æskulýðs- starf i löndunum og pólitisk á- hrif i félagsstarfi ungs fólks, en ráöstefna þessi var þáttur i tvi- hliða samstarfi við Danska æskulýðssambandið. Farið var með ráðstefnugesti til Vestmannaeyja og gosstöðv- amar þar skoðaðar, en þar unnu ráðstefnugestir að mokstri i tvo daga og lögðu þar með sitt af mörkum við endurreisnarstarf- ið i Eyjum. Jónas Sigurðsson, formaður ÆSt. Með tilliti til tveggja framan- taldra ráðstefna er það þátttöku- leysið sem aðildarsamböndin verða að ihuga gaumgæfilega. Stjórn og utanrikismálanefnd unnu að undirbúningi með þá von I brjósti að slikar ráðstefnur gætu orðið aðildarsamböndun- um mjög gagnlegar og áhuga- verðar. Niðurstaðan er þvi miður sti að aðildarsamböndin sýna ráðstefnum þessum litinn sem engan áhuga þegar tilnefna átti þátttakendur, en ljóst er að hér verður að gera bót á svo ein- hver árangur náist titúr sliku starfi. Byggðamálaráðstefna í mars á þessu ári var haldin hér á landi samnorræn ráð- stefna um byggðamál, en stjórn og utanrikismálanefnd stóðu saman að undirbúningi hennar hér heima. Ráðstefnugestir fóru i skoð- unarferð austur fyrir fjall, skoð- uðu islenska ylrækt, fisk- vinnsluver, hafnarmannvirki i byggingu og kynntust uppbygg- ingu kauptúns sem er i örum vexti. Hverri sendinefnd var og afhent að gjöf bók á ensku um sögu tslands sem Seðlabanki ts- lands hafði nýgefið tit og gaf. Einnig gafst ráðstefnugestum kostur á að sjá uppfærslu á leik- ritinu Intik, en sérstök sýning var höfð fyrir ráðstefnugesti. tslenska þátttöku i ráðstefnunni verður að telja mjög góða og var ráðstefnan að allra mati tal- in heppnast mjög vel. Til nánari upplýsinga visast i skýrslu utanrikismálanefndar. Samtals sátu 48 islensk ung- menni 33 fundi og ráðstefnur i 13 þjóölöndum á vegum ÆSl á sið- asta stjórnartimabili. Stefnan í erlendum samskiptum Laugardaginn 26. mai voru haldin erindi. Ólafur R. Einars- son ræddi um starf ÆSl á innan- landsvettvangi og Skúli Möller um starf þess á erlendum vett- vangi. Að loknum þessum erindum og á surínudeginum fóru fram umræður um þau, skýrslur stjórnar og utanrikisnefndar og starfsáætlanir, sem vinnu- nefndir höfðu unnið fyrir þingið. Þessi grein hófst á áliti um inn- anlandsstarf. Hér verður getið þess helsta tir stefnumörkun á utanlandsvettvangi: „Æskulýðssamband Islands mun I alþjóðlegu samstarfi hafa eftirfarandi meginatriði að leið- arljtísi: að auka og efla samvinnu ungs fólks hvaðanæva að tir heiminum, að veita lið baráttunni fyrir friði, frelsi og sjálfsákvörðunar- rétti allra þjóða, að styðja málstað þeirra, sem eiga við arðrán, kúgun og mis- rétti að etja, að styðja frelsisbaráttu þjóða gegn heimsvaldastefnunni, að veita lið baráttunni fyrir mannréttindum i samræmi við mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna. Með þessi meginmarkmið i huga mun Æskulýðssamband íslands leggja áherslu á eftir- farandi: 1. NORRÆNT SAMSTARF: að tengja æskulýð i Færeyjum og á Grænlandi i reynd inn I nor- ræna samstarfið, að ákvæði samstarfssamn- ingsins um ályktunarhæfni tengslafunda um almenn mál verði virt i reynd, FRAMHALD SAMANTEKTAR CECILS HARALDSSONAR að leggja áherslu á norrænt samstarf á vettvangi Cenyc. að áfram verði unnið að byggðamálum i framhaldi af ráðstefnunni i Reykjavik, að unnið verði sameiginlega aö athugunum á kjörum og að- stöðu ungs verkafólks, þar á meðal með tilliti til þeirrar efnahagskreppu, sem ýmist riki Vesturlanda hafa átt við að striöa, að unnið verði að kynningu á, og stuðningi við, baráttu frelsis- hreyfinga i löndum þriðja heimsins, bæði i tengslum við fyrirhugaða ráðstefnu Cenyc og PAYM og eftir hana. að samstarfinu við norðmenn verði haldið áfram, og stefnt að árlegum ráðstefnum ef kostur er að halda áfram samstarfinu við Dani með sameiginlegum ráðstefnum annað hvort ár, að unnið verði að þvi að halda sameiginlega ráðstefnu æsku- lýðs frá tslandi, Noregi, Fær- eyjum og Grænlandi um land- helgismál, að hafa frumkvæði að virku tvihliða samstarfi við æskulýð annars vegar á Grænlandi og hins vegar i Færeyjum að vandað verði til verkefna- vals á áðurnefndum tvihliða ráðstefnum, og þar jöfnum "höndum lögð áhersla á land- kynningu, þjóðmál, sem efst eru á baugi, og sameiginleg hags- munamál ungs fólks i þessum löndum. Samstarf við aðra aðila að viðhalda tengslunum við Rússa og bjóða sendinefnd frá þeim til tslands á næsta ári. að auka tengslin við Austur- Þjóðverja, einkum með tilliti til þátttöku i æskulýðsráðstefnu Eystrasaltsvikunnar og undir- btiningi hennar. að taka eftir þvi sem kostur er virkan þátt i undirbúningi Heimsmóts æskunnar, sem haldið verður á Kúbu. að vinna að samstöðu með æskulýð þriðja heimsins hvar sem þvi verður við komið. Samstarf á vett- vangi CENYC að vinna af krafti að málefn- um ungs verkafólks. Fylgt verði eftir niðurstöðum þess starfs, sem þegar hefur verið unnið, og áætlað er, svo tryggt sé að það beri árangur, að efla samstöðu aðildarsam- bandanna allra, og leggja i þvi sambandi sérstaka áherslu á, að styrkja tengslin við æskulýð svonefndra jaðarsvæða, að vinna gegn fyrirhuguðum æskulýðsvettvangi EBE-rikj- anna og þátttöku Cenyc i slikri starfsemi bandalagsins, að efla svo sem unnt er tengsl- in við æskulýð I A-Evrópu að leita leiða til þess að gera öllum aðildarsamböndum Cen- yc kleift að taka virkan þátt i þeirri þróun, að vinna kröftuglega að myndun samstarfsvettvangs æsku Austur- og Vestur-Evrópu, að taka virkan þátt i undir- btiningi Heimsmóts æskunnar á Ktibu. Æskulýðssambandið fagnar þvi sérstaklega, að Cen- yc hefur ákveðið að taka sæti i undirbtiningsnefnd Heimsmóts- ins. Stjórn Að lokum var kosin stjórn ÆSÍ og utanrikisnefnd. Stjórn skipa: Jónas Sigurðsson, for- maður, Eirikur Valsson, vara- formaður, Rúnar Armann Arthtirsson, ritari, Garðar Sveinn Arnason, gjaldkeri og meðstjórnenduiLars Andersen, Egill Asmundsson og Pétur Pétursson. í utanrikisnefnd eru: Elias Snæland Jónsson, formaður, Cecil Haraldsson, Sveinn Rtinar Hauksson, Svanur Kristjánsson, Siguröur Geirdal og Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Lokaorð Þegar rætt er um Æskulýðs- samband Islands, sem starfs- vettvang æskulýðsfélaga á ís- landi, verkefnaval þess og starfsaðferðir verður að hafa i huga að I sambandinu eru til- tölulega ólik samtök að upp- byggingu, starfsháttum og stefnumiðum. Þvi er ekki hægt að velja þeim langtfma afmörk- uð stefnumið eða verkefni. Þvi er augljóst að sambandið og samtök þau, sem að þvi standa, verða á hverjum tima að vera opin fyrir þeim möguleika, sem ÆSl er til baráttu eða þrýstings ákveðnum málum til fram- gangs eða stuðnings. A þessu þingi ÆSI var vegna fenginnar reynslu samþykkt veigamikil breyting á lögum þess. Ilögunum var ákvæði um aö teldi eitthvert aðildarsam- banda þess, að ákveðin yfirlýs- ing eða tillaga bryti i bága við stefnuskrá þess gæti það krafist frávisunar og nægði 1/3 at- kvæða fyrir frávisun væri hún orðin að veruleika. Nú var þvi bætt við, að tillögu, senj þannig væri samþykkt gegn mótmæl- um einhvers aðildarsambands, mætti ekki birta i nafni ÆSl án þess að geta sérstaklega um leið, hvaða aðildarsambönd hefðu verið henni andvig. Þvi ættu engin af núverandi samtökum innan ÆSt að þurfa brott vegna þess að þau væru opinberlega bendluð við aðgerð- ir eöa yfirlýsingar, sem ekki samrýmdust stefnuskrám þeirra. A sama grundvelli gætu þau samtök æskufólks, sem ut- an ÆSl cru nú, komið inn með fullri reisn til þátttöku i baráttu fyrir hagsmunamálum ungs fólks hérlendis sem erlendis. % föstudag er síóasfi endurnýjunardagurinn. Miövikudagur 7. maí 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.