Alþýðublaðið - 07.05.1975, Page 12
alþýðu
mmnftl
PliKllHt llF
PLASTPOKAVERKSMÐJA
Stmar 82639—8265S
Vetnegör6um 6
Box 4064 - Reykjevik
KOPAVOGS APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
^NDIBIL ASTÖBINHf
Lögreglusamþykktin í
Hafnarfiröi er það úr-
elt að lögreglan getur
ekki farið eftir lienni
Mesti leyfður ökuhraði er 18 km. á klukkustund
Samkvæmt lögreglusamþykkt
Hafnarfjarðar er leyfður hó-
markshraði á götum bæjarins að-
eins 18 km á klukkustund, og áð-
ur en ekið er fyrir horn er öku-
mönnum skylt að þeyta flautur
bifreiða sinna. Ennfremur skulu
ökumenn ekki aka hraöar en svo,
að þeir geti stöðvað bifreiðar sin-
ar samstundis, ef þeir sjá
skammt frá sér.
„Þessi lögreglusamþykkt er
svo gömul, að við förum varla eft-
irhenni, en hún tók gildi 1. janúar
1929”, sagði Steingrimur Atlason
yfirlögregluþjónn i Hafnarfirði,
þegar Alþýðublaðið hafði tal af
honum i gær. ,,Ég hef verið að
biðja um það undanfarin 4—5 ár,
að hún verði endurskoðuð, og lagt
til að það mál veröi lagt fyrir
Samband islenskra sveitar-
stjórna þar sem vafalaust er þörf
á að endurskoða fleiri lögreglu-
samþykktir og samræma þær”,
sagði Steingrimur. Að sögn Stein-
grims kom lögreglusamþykktin
1929 i stað lögreglusamþykktar
frá árinu 1908, sem siðan var auk-
ið við 1911 og 1919. A þessum ár-
um hefur endurskoöun umferðar-
mála i Hafnarfirði þvi verið mun
örari en nú er, þótt umferðarmál-
in hafi tekið margfalt meiri
breytingum frá árinu 1929 til
þessa dags en á árunum 1908 til
1929.
1 núgildandi lögreglusamþykkt
Hafnarfjarðar eru einnig áll itar-
legar reglur um umferð riðandi
manna og umferð hestvagna, þótt
það teldist vafalaust til tiðinda ef
á götum bæjarins sæist slik um-
ferð nú. Til gamans má geta þess,
að ekki er leyfilegt að riða né aka
hestvögnum hraöar en á hægu
brokki, og ekki hraðar en fót fyrir
fót þar sem útsýni er takmarkað.
Þá skal setja rauðan borða á tagl
hesta, sem bita éðaslá.
Nú er komin hreyfing á, að lög-
reglusamþykkt Hafnarfjarðar og
annarra staða þar sem gamlar og
úreltar lögreglusamþykktir eru i
gildi, verðí færð i nútimalegra
horf, en nýlega skoraði Fulltrúa-
ráð Sambands islenskra sveitar-
félaga á dómsmálaráðuneytið að
gangast fyrir þvi, að gerð verði
fyrirmynd að samræmdri lög-
reglusamþykkt fyrir allt landið.
— 1 Reykjavik hefur lögreglu-
samþykktin verið endurskoðuð
með nokkru millibili, og stendur
m.a. nú yfir ein slik endurskoðun.
„Póstgiróstofan er nú að
senda út þessa dagana orlofsá-
vísanir til um 60 þúsund viðtak-
enda”, sagði Þorgeir Þorgeirs-
son, yfirmaður Póstgiróstofn-
unarinnar við blaðið i gær.
„Þetta eru um 1100 milljónir
króna”, hélt hann áfram og nær
yfir ailt iandið. Launatimabilið
er frá 1. mai 1974 og til marsloka
1975. Orlof fyrir aprilmánuð og
vetrarvertiðina verður sent sið-
ar”. Aðspuröur upplýsti Þor-
geir Þorgeirsson ennfremur.
„Til þess að geta hafið orlofsá-
visunina á pósthúsum landsins,
verður að vera skráð vottorð
vinnuveitanda á hana um, hve-
nær orlof sé fyrirhugað eða á-
kveðið, ennfremur vottorð trún-
aðarmanns stéttarfélags orlofs-
þega. Þetta giidir þó ekki um
orlofsávisanir, sem eru lægri en
kr. 15000 (var kr. 10000 i fyrra).
Avisunin er greiðsluhæf þrem
vikum fyrir upphafsdag orlofs.
Nú misferst orlofsávisun til ein-
staklings. Þá verður hann að út-
fylla eyðublað, sem pósthús
hafa með höndum, en ekki fæst
orlofið greitt fyrr en að tveim
mánuðum liðnum, takist svo
slysaiega til”.
Að sjálfsögðu er þetta fremur
sjaldgæft, en getur þó hent, ef
ORLOFS-
GREIÐSLUR
ERU AÐ
HEFJAST
breytingar verða á heimilis-
fangi og i örfáum tilfellum öðr-
um. Yfirleitt er búseta sam-
kvæmt þjóðskrá lögð til grund-
vallar og ef hlutaðeigandi fólk
gætir þess að tilkynningar um
búsetuskipti berist hagstofunni,
ætti að vera girt fyrir að mestu,
að orlofsbréfin misfarist. Þau
eru samt ekki send i ábyrgð, né
skráð á viðtökupósthúsum”.
Rétt er að benda fólki á, að
láta ekki flutningstilkynningar
dragast úr hömlu, svo að
greiðslur orlofsfjár tefjist siður
eða misfarist.
HSTflGHftHftT EB AIVEG UR
TEHGSLUM VID VEROLAGID
„Fasteignamat er alveg úr
tengslum við verðlagið og er i
engu samræmi við mismunandi
fjárþörf sveitarfélaganna”, sagði
Unnar Stefánsson hjá Sambandi
islenskra sveitarfélaga i samtali
við Alþýðublaðið. „Þess vegna
gerði fulltrúaráðsfundurinn m.a.
ályktun um, að sett verði lög, sem
tryggi að fasteignamat sé i fullu
samræmi við verðlag á hverjum
tima og fasteignaskattarnir
tryggi nægilegt svigrúm til tekju-
öflunar eftir mismunandi verk-
efnum og aðstæðum á hverjum
tima. Það má segja, að þetta sé
stór liður i byggðastefnunni”,
sagði Unnar.
Frumvarp til laga um tekju-
stofna sveitarfélaga hefur verið
fyrir þingi um nokkurn tima, en
hefur enn ekki verið afgreitt, og
leggur fulltrúaráðið áherslu á, að
það verði endurskoðað, og stefnt
að gildirtöku þess frá ársbyrjun
að gildistöku frá ársbyrjun
á fyrrgreint atriði, og sagði Unn-
ar Stefánsson i samtali viö Al-
þýðublaðið, að það sé mikið atriði
fyrir þau sveitarfélög, sem eru i
uppgangi, að endurmat fari fram
hið fyrsta. Benti hann á, að ekki
sé réttlátt, að sama mat gildi á
stöðum eins og Reykjavik eða
Hveragerði þar sem sveitarfélög-
in verða að leggja i mikinn kostn-
að vegna uppbyggingar, eins á
stöðum þar sem litil sem engin
uppbygging á sér stað.
Fulltrúaráð Sambands is-
lenskra sveitarfélaga gerði enn-
fremur ályktun um, að við endur-
skoðun fyrrnefnds frumvarps
verði lögð áhersla á, að þjónustu-
gjöld svéitarfélaganna verði á-
kvörðuð af sveitarstjórnum án af-
Sólnes svikinn
Af forsíðu
Alþingi eru á yfirborðinu fulltrú-
ar Norðurlands, en i reynd svæsn-
ustu fulltrúar Reykjavikur valds-
ins og miðstjórnarvaldsins i land-
inu”.
Tillaga Sjálfstæðismanna um
forgang norðlenskra verktaka til
virkjunarframkvæmdanna, sem
fyrirhugaðar eru við Kröflu, var á
endanum samþykkt með sjö at-
kvæðum sjálfstæöismanna og
jafnaðarmanna gegn fjórum at-
kvæðum framsóknarmanna og
komma.
Eins og áður kemur fram er
Jón Sóines, aiþingismaður og
bæjarfulltrúi á Akureyri, formað-
ur Kröflunefndar. Er haft á orði
nyrðra, að hann noti vel aðstöðu
sina formannssætinu til að sýna
frændum sinum ræktarsemi,
þannig hafi hann ráðiö son sinn
tæknilegan ráðunaut Kröflu-
nefndar, en auk þess hafi hann
gefið systursyni sinum, aðaleig-
anda verktakafyrirtækisins Mið-
fell h.f. i Reykjavik, fyrirheit um,
að verklegar framkvæmdir við
Kröflu verði ekki boðnar út, en
fyrirtæki hans ráðið til að annast
þær.
Orkumál Norðlendinga hafa
lengi verið mikið hitamál og kom
heimamönnum ekki áóvart, að
upp úr skyldi sjóða i bæjarstjórn
Akureyrar i gær.
FIMM á förnum vegi
skipta rikisvaldsins, jöfnunarsj.
sveitarfélaganna fái sömu
hlutdeild i söluskattsviðauka og i
almennum söluskatti, felldur
verði niður söluskattur af notkun
vinnuvéla sveitarfélaga i eigin
þágu og félagsmálaráðuneytinu
verði gert skylt að gera áætlun
um skiptingu Jöfnunarsjóðsfram-
lags i greiðslur fyrir 15. janúar ár
hvert, og stjórn sambandsins
verði falið að vinna að þvi aö út-
borganir úr sjóðnum til sveitarfé-
laganna verði inntar af hendi
mánaðarlega og greiddar milli-
liðalaust.
Þá gerði fulltrúaráð Sambands
islenskra sveitarfélaga ályktun
um nokkur atriði, sem stuðla
mættu að sem jafnastri aðstöðu
til búsetu i landinu og telur þar
eitt þýðingarmesta atriðið, að
fjár verði aflað til varanlegrar
gatnagerðar, og bendir á leiðir i
þeim efnum. Ennfremur varar
fulltrúaráðið við þeirri stefnu,
sem felst i skefjalausri skerðingu
tekna sveitarfélaga með lögum
um ráðstafanr i efnahagsmálum,
og að dregið verði úr fram-
kvæmdamætti sveitarfélaganna
nú þegar atvinnuöryggi i landinu
hefur minnkað, og jafnvel hætta á
atvinnuleysi.
Finnur þú til streitu?
Hreinn Lindal, söngvari: „Nei,
sliku finn ég aldrei fyrir. Það fer
alveg eftir hverjum og einum
sjálfum, hvort hann verður
streitu að bráð. Um að gera að
slappa af og vera ekki að æsa
sig.”
GIsli Garðarsson, kjötiðnaðar-
maður: „Ojá, ég hef oft fundið
fyrir henni. Það er svo margt i
umhverfinu sem veldur henni,
vinnan og skuldirnar, bygginga-
stand og fleira. Ég veit ekki
hvernig nokkur maður kemst
hjá streitu.”
Unnur Sigurardóttir, ritari:
„Þegar mikið er að gera, finn ég
til streitu. Annars er þaö mis-
jafnt, hve mikið ég finn fyrir
henni. Það er vinnan og ekkert
annað sem veldur, hún getur
verið svo mikið an og kan og
bara helv.... stress.”
Hallgrimur Hafliðason, verka-
maður: „Nei. Ég á mér Jesú
Krist að leiðtoga i lifinu, svo ég
er laus við alla streitu, Að eiga
hann að daglegu leiöarljósi er ó-
brigðult.”
Sigurður Pálsson, skrifstofu-
stjóri: „Þaö er svona upp og
niður með streituna, likt og allt
annað. Þegar of mikið er færst I
fang, þá sækir hún að. Ef hófs er
gætt i hvivetna, þá helst hún
frá.”