Alþýðublaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 1
HVERJUM KLUKKAN BLYMUR Atburðir þeir, sem nú eru að gerast i Portúgal, munu siðar eflaust verða taldir til heims- sögulegra viðburða. Fyrir ári steyptu herforingjar einræðis- stjórn af stóli, leyfðu starfsemi stjórnmálaflokka og boðuðu kosningar, sem nýlega voru haldnar, þótt herforingjar hafi að visu áskilið sér úrslitavald i landinu um takmarkað skeið. Talið var, að kommúnistaflokk- ur Portúgala, sem starfað hefur i útlegð i áratugi og verið mjög vel skipulagður, mundi hljóta mikið fylgi og verða jafnvel stærsti flokkur landsins. Miklu færri spáðu þvi, að afturhalds- samur flokkur eða flokkar, hlið- stæðir t.d. kristilegum demó- krötum á Italiu, mundu hljóta mikinn stuðning. Varla nokkur spáði hins vegar þvi, sem gerð- ist, að jafnaðarmannaflokkur Soaresar mundi verða ótviræð- ur sigurvegari kosninganna og stærsti flokkur landsins. Afleiðing þessa hefði auðvitað átt að verða sú, að áhrif hans i stjórn landsins hefðu aukizt. En svo er ekki. Þótt kommúnista- flokkur landsins hafi fengið litið fylgi og miklu minna en leiðtog- ar hans höfðu gert sér vonir um, draga herforingjarnir augljós- lega taum hans. Þeir höfðu áður tryggt kommúnistum völd i verkalýðshreyfingunni með ó- lýðræðislegum hætti og komið i veg fyrir frjálsar kosningar á stjórnum verkalýösfélaga. Þrátt fyrir ósigur sinn i kosn- ingunum hafa kommúnistar fært sig upp á skaftið og komið með ofbeldi i veg fyrir útgáfu á blaði flokks Soaresar og njóta einnig við það stuðnings herfor- ingjanna. Enginn vafi getur leikið á þvi, hvað hér er á ferðinni. Komm- únistaflokkur er hér að sýna sitt rétta andlit. Sagan er alkunn úr Austur-Evrópulöndum. Þar var farið aö á sama hátt i skjóli er- lends hervalds. 1 Portúgal er kommúnistaflokkur að hrifsa til sin völd, sem kjósendur hafa ekki viljaö fá honum, i skjóli innlends hervalds. Ef það tekst, gerist það i fyrsta skipti i Vest- ur-Evrópu, að kommúnista- flokkur rænir völdum meö of- beldi. Það hefur vakið athygli, að Þjóðviljinn, sem um nokkurt skeið hefur látið svo sem hann aðhyllist ekki lengur hinar gömlu kennisetningar kommún- ismans, hefur enga skoðun haft á þessum atburðum. Hinn 16. mai birti hann þó fréttagrein af erlendum vettvangi, þar sem augljóslega er látin i ljós samúð með kommúnistum og talað um „sæmilega útkomu byltingar- sinna”. Farið er litilsvirðingar- orðum um flokk Soaresar og sagt m.a.: „Engu að siður fer ekki hjá þvi, að Sósialistafl., sem er sósialdemókratisk- ur og þó ef til vill ennþá frekar vinstrisinnaður af slikum flokki að vera, liti á sig sem sigurveg- ara kosninganna og geri sig digran eftir þvi”. Flokknum er brugðið um að hafa hlotið stuðn- ing frá EBE-rikjum — og raun- ar einnig Sviþjóð — til kosninga- baráttu sinnar, allt frá beinum fjárframlögum til skemmti- krafta — meira að segja is- lenzkra. Það leynir sér ekki, hverjum sú klukka glymur, sem sá hringir, er þarna heldur á penna. Þjóðviljinn ætti að segja um- búðalaust skoðun sina á þeim atburðum, sem eru að gerast i Portúgal. Enginn hugsandi maður getur komizt hjá þvi að taka afstöðu til þess hildarleiks, sem þar er háður milli komm- únistisks ofbeldis og baráttunn- ar fyrir frelsi. „bf SUNNUDAGS- H1 LEIÐARINN Sunnudagur 25. maí 1975 — 116. tbl. 56. árg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.