Alþýðublaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 3
 Blaðamaður Alþýðublaðsins með sveitarstjóranum a Lyrarbakka í „tilraunarallýi” ðvæntur 4 km krókur var skemmtilegasti hluti leiðarinnar „Fimmtán sekúndur — tiu — fimm — KEYRA! ” Með þessum orðum ræsti Sveinn Oddgeirs- son, framkvæmdastjöri Félags islénskra bifreiðaeigenda bil með rásnúmer tvö i fyrsta rally- inu, sem haldið er á íslandi, laust eftir klukkan niu á þriðju- dagskvöldið — og þessum bil, Mercedes Benz 250, ók Þór timaáætlanir, sem þeir hjá FÍB og félagar úr tslenska vélhjóla- og bifreiðaklúbbnum hafa unnið að undanfarnar vikur. Tima- verðirnir voru farnir á sina staði með talstöðvar, úr og skeiðklukkur áður en keppendur lögðu af stað frá Loftleiðabygg- ingunni, og „generalprufan” var hafin. Þrír keppnisbílanna við timavaröstöðina þar sem enginn tlmavörður var. Þar var gerður stuttur stans þar til stjórnendur tilkynntu um tal- stöð að mistök hefðu átt sér stað. Hagalin, sveitarstjóri á Eyrar- bakka og ritari FIB, en korta- lesari var umsjónarmaður þessar siðu. t bil með rásnúmer 1 Hillman Hunter voru Kristinn Helgason, gjaldkeri FIB og eig- inkona hans, í bil númer 3, Opel, Eggert Steinsen, formaður FÍB og Jón Björgvinsson blaðamað- ur á Visi, i bil nr. 4, Citroen DS, voru Páll Gústafsson og Gunnar Andrésson ljósmyndari Timans og i bil nr. 5, Toyota jeppa, voru bræðurnir Arni og Andri Arna- synir. Fyrsta rallyið á Islandi sagði ég, — en það er þó ekki fyllilega sannleikanum samkvæmt, þvi það fer raunverulega ekki fram fyrr en i dag, og þá verða ekki ræstir fimm bilar, heldur um sextiu. Þó varð þetta að kallast rally, eða nánar tiltekið „til- raunarally”, þvi ætlunin var að aka leiðina, sem keppendur aka idag, og yfirfara tæknileg atriði keppninnar og reyna að finna út hvernig standast allar þær Við ókum i rólegheitunum norður Flugvallarveg, ennþá var ekkert farið að gerast, sem minnti á rally. Ég fór að fletta leiðabókinni i óðaönn, fann leiðalýsinguna yfir fyrsta hluta leiðarinnar. „Meðalhraði er 45 km á klst. á þessari leið”, til- kynnti ég Þór, og hélt áfram að reyna að glöggva mig á leiðinni, sem framundan var. Þegar þetta er skrifað, á fimmtudagsmorgni, er aksturs- leiðin ennþá algjört leyndarmál fárra manna, sem hafa bundist þagnarheiti, og þótt þessi pistill Komi ekki fyrir almennings- sjónir fyrr en i dag, liggja leiðir hans um margra hendur og fyr- ir margra augu áður en hann kemst á þrykk, þvi ætla ég ekki að hætta á að neitt siist út og ræða sem minnst um leiðina en halda mér við aksturinn sjálfan. Reyndar birtist heildarkort yfir leiðina hér á siðunni, en það kom ekki i prentsmiðjuna fyrr en i gærkvöldi og fer ekki um margra hendur þar. Keppendaskrá Keppendur verða ræstir með minútu millibiii eftir þeirri röð sem þeir eru taldir hér. Ræst verður frá Hótel Loftleiðum, og fer fyrsti billinn af stað kl. 13.30. í.Guömundur Tómasson, Svan- ur Magnússon — P 1527, Citroen GS '74. 2. GuörilnRunólfsson, Ingibjörg Jónsdóttir — Y 21, Toyota ’73 3. Halldór Úlfarsson, Hlynur Tómasson — X 3940, Buick ’55. 4. Vökull h/f: Jóel Jóelsson, Gunnar Borg — R 2070, Simca 1100S '75 5. Guöjón Jónsson, óskar Páls- son — G 297, Datsun 1200 '73 6. Hans Emanuel Jóhannsson, Guömundur Björnsson — R 41730, Fiat 132GLS ’74. 7.1ngólfur Tryggvason, Sveinn Tryggvason — Y 150, Blazer ’74 8. Kristján óskarsson, Ivar Magnússon — R 8473, Peugeot 404 ’74. 9. Jón Sigurösson, Kristján Hálfdánarson — R 7066, CJ5 ’74. 10. Sigurbjörn Báröarson, Ey- steinn Torfason — R 3791, Buick Riviera ’72. n. Jóhann P. Jónsson, Guömundur Ingi Sigurösson — R 6461, Bronco ’74. 12. Guöbergur Guönason, Sig- mar ólafsson — 1320, Bronco ’73 13. Guömundur A, Pétursson, Bergsteinn Gunnarsson — U 1771 Mustang 302 CI ’69 14. Gunnar Jónasson, Pétur Haraldsson — G 6465, Viva '74 15. Vilmar Þ. Kristinsson, Siguröur ólafsson — R 9075, Bronco ’74. 16. Bragi Ragnarsson, Magnús B. Pétursson — R 39651, Javelin '68 17. Hallgrimur Guömundsson, Hannes RikharÖsson — R 37225, Austin Mini 1000 lS.Gylfi Jónasson, Jón Magnús- son — A 3060, Chevrolet Malibu '69. 19. SigurÖur Pétur Haröarson, Sturla Bragason — R 44737, Volkswagen 1302 ’71 20. Sveinn Björnsson h/f, Saab- umboöiö: Garöar Eyland, Högni Einarsson, Saab 96 —varablll, og skrásetningar- númer ekki komiö I skrána, þegar þetta er skrifaö. 21. Auglýsingastofan Form: Baldvin Björnsson, Hilmir Amórsson — R 1697, Wagoneer '74. 22. DavlÖ Sigurösson h/f, Flat- umboöiö: Vigsteinn Vernharös- son, Theodór S. Friögeirsson — R 33793, Fiat 128 Rally ’73. 23. Frlmann Frlmannsson, Helgi Sveinbjörnsson — R 13835, Volkswagen 1200, ’63. 24. Sveinn Bjömsson & Co, Saabumboöiö: Magnús Helga- son, Siguröur Sigurgeirsson R 44111, Saab 99 ’73. 25. Magnús Helgason, Guöjón Skúlason — R 36287, VW 12 1200L '74 26. Egill Vilhjálmsson h/f: ólaf- ur Benediktsson, Guömundur Benediktsson — R 41256, Colt Lancier '74. 27. Björgvin H. Kristinsson, Magnús Björgvinsson — R 9190, Benz 220 ’55. 28. Jón R. Sigmundsson, Guöný Ottesen — R 16771, Flat 128 Rally ’75. 29. ómar Þ. Ragnarsson, Jón R. Ragnarsson — R 36595, Fiat 127 '74 30. Alli Rúts, Narfi Hjartarson — R 703, Bronco ’73. 31. Sverrir Olafsson, Hannes Ólafsson — JO 6295, Escort RS 1600. 32. Hallgrimur Sigurösson, Páll Gunnlaugsson — Y 4961, Chevrolet Camaro ’69. 33. Sveinn Egilsson h/f: Finn- bogi Asgeirsson, Úlfar Hinriks- son — R 1385, Bronco ’74. 34. Viöar Halldórsson, Siguröur Ketilsson — R 3356, Maxda 919 '74. 35. Davlö Sigurösson h/f: Har- aldur Hjartarson, Siguröur Jó- hannsson — Y 4440, Fiat 128 Rallv ’74. 36. Veltir h/f: ólafur Friösteins- son, Jón Jónsson, — R 44890, Daf 66 ’75. 37. Halldór Jónsson, Úlfar Hauksson — A 2360, Fiat 128 Rally *74. 38. Ami Bjarnason, Ragnar Gunnarsson — R 8166, Humber ’64. 39.Sævar Björnsson, Guömund- ur Bjömsson — Y 660, Peugeot 404. 40. Tómas Jónsson, Ragnar SigurÖsson — R 25737, VW 1300 ’74. 41. Helgi Pálsson, Albert Sigurösson — G 7274, Datsun 100A ’73. 42. Tékkneska bifreiöaumboöiö: Sigurjón Haröarson, Ragnar Ragnarsson — Y 3700, Skoda 110R '73. 43. Rlkharöur Már Pétursson, Jóhann Glslason — R 38762, Volvo 544 ’63. 44. Kristján Gunnlaugsson, Ami Asgeirsson — R 44035, Toyota Mk n '74 45. Veltir h/f: Kristján Tryggvason, Jón Dahlman — R 45431, Volvo 244-411-2111 ’75. 46. Davlö Sigurösson h/f: Karl Harry Sveinsson, Jón Gestur Viggósson — R 33819, Fiat 125p '73. 47. Halldór Sigurþórsson, Karl Rósinkjær — R 41451, Peugeot 404 '63. 48. Hekla h/f: Finnbogi Eyjólfs- son, Jón Armann Jónsson — R 3828, VW Golf '75. 49. Hafrafell: Guöjón Guömundsson, Sveinn Torfi Sveinsson — R 125, Peugeot ’73. 50. Egill Vilhjálmsson h/f: Gunnar Pétursson, Siguröur Sigurjónsson — R 22506, Jeep- ster ’67. 51. Oli Haröarson, Finn Sjöberg Nielsen — R 36596, Fiat 128 ’74. 52. Gisli Hauksson, Orn Úlfars- son — Y 3448, Datsun 2200 diesel ’71. Þegar við tókum að nálgast borgarmörkin fór ég að hafa augun á úrinu og kilómetratelj- aranum til skiptis og reyna að átta mig á þvi, hvort við hefðum haldið meðalhraðanum. En flestum ökumönnum reynist heldur erfitt að halda svo litlum hraða sem tilgreindur er i leiða- bókinni á breiðum götum borg- arinnar, svo áður en langt um leið fór Þór að hægja verulega á sér, og Eggert Steinsen seig ró- lega framúr. Loks stöðvaði Þór bilinn alveg, og ég fylgdist vel með klukkunni: „Nú er minúta eftir — hálf minúta”... og Þór fór af stað, ók nú nokkuð greitt og við sigldum framúr Eggerti, sem hafði numið staðar. Fimmtán sekúndur — tiu — fimm, og við beygðum útaf aðalveginum, og þegar 'sekúnduvisirinn tifaði yfir stoppuðum við hjá fyrsta tima- verðinum — timakortið út og komutimi skráður, og við af stað aftur. Nú sagði leiðabókin, að með- alhraði ætti að vera 60 km á klst., og vegurinn farinn að versna að mun, og alvara rallysins hafin. Þór hélt sér á 60 kílómetrunum eftir þvi sem hægt var og billinn rann til i beygjunum. „Hætta á gangandi fólki” stóð við fyrsta kennileitið i leiðabókinni, og áfram héldum við — fórum framhjá fyrstu gatnamótunum og snerum við. Vegurinn versnaði enn meira. púkkið stóð bert upp úr eftir þurrkana undanfarna daga og Benzinn tók niðri að framan hvað eftir annað. Hvernig verð- ur vegurinn ef fer að rigna? Það var ekki mikill timi til að velta þvi fyrir sér, ég varð að hafa mig allan við að fylgjast með kennileitunum i leiðabók- inni, sekúnduvisinum og kiló- metrateljaranum. Hann var raunar ekki nákvæmur, sýnir um það bil 5% of litið, sagði Þór, en það bætti úr skák , að sveitarstjórinn þeirra Eyrbekk- inga er reikningshaus hinn mesti og hamaðist nú við að reikna út meðalhraðann miðað' við þetta gefna frávik á teljar- anum. Onnur timavarðstöð nálgaðist og við höfðum farið ýfið of hratt. Þá var ekki um annað að ræða en hægja á, og þegar við komum auga á tima- vörðinn byrjaði niðurtalningin, og samkvæmt minni klukku renndum við upp að honum ná- kvæmlega á slaginu. En þarna, eins og sumsstaðar annarsstað- ar, bar úrinu minu ekki saman við úr timavarðarins — sam- stilling úranna hafði ekki verið nógu nákvæm, en það hlaut að verða lagað fyrir keppnina sjálfa. Þannig héldum við áfram, og stundum gekk þetta eins og smurt, en ýmsar snurður hlupu þó á þráðinn; á einum stað var timavörðurinn ekki mættur, — á öðrum stað fletti ég yfir á rangt blað i leiðabókinni og við vissum ekki okkar rjúkandi ráð lengi vel. Um það bil i miðri keppn- inni komu skyndilega i ljós um- ferðarskilti sem sýndu, að framundan væri vegavinna, en i leiðabókinni var sýndur beinn og hindrunarlaus vegur. Það var ekki um annað að ræða en beygja út á slæman afleggjara og gefa hraustlega i. Vegurinn var krókóttur og með afbrigðum slæmur, en Benzinum var ekki hlíft, við vissum ekki hvað þetta yrði langur krókur, en vorum staðráðnir i þvi að láta hann ekki tefja okkur. Það kom i ljós, að krókurinn var fjórir kilómetrar, og við næsta kennileiti, sem við fund- um á aðalveginum, vorum við orðnir einar tvær minútur á eft- ir timanum. Eftir fáeinar min- útur i viðbót og miskunnarlaus- an akstur reiknaðist okkur til, að við værum búnir að vinna upp töfina, og aftur var farið Rallý-keppni FÍB 24. mai 1975 Akstursleið og timovarðstöðvar Skýringar ■ TV-5 * tímavarðstöð nr. 5 (TC-5)= tim* control no.5 ■ ■ I 15 20 1 ■ I ■ ■ ■ 1 I 1 ■ 1 1 BILAR OG UMFERÐ Umsjón: Þorgrímur Gestsson niður i uppgefinn meðalhraða, sem þarna var 65 km á.klst. Þarna kom skyndilega og óvænt kafli, sem olli þvi, að við fund- um rétt aðeins smjörþefinn af þvi hvernig er að keyra rally eins og „Safari” þar sem gefinn er upp mjög stifur timi á milli varðstöðva og aldrei má slaka á. Toyota jeppinn hafði verið næst á eftir okkur góða stund, en skyndilega hvarf hann og Citroen var kominn i ljós. Seinna fréttum við, að hvell- sprungið hefði á tveimur hjól- um á jeppanum, — og aðeins eitt varahjól. Þar með var hann úr leik. Við tindum upp varðstöðvarn- ar, hverja á eftir annarri og reyndum að halda okkur á rétt- um tima, en oft vildi skakka ein- hverju, hvort sem um var að ræða misreiknun okkar eða ósamræmi á úrunum. En áfram héldum við, staðráðnir i að sigra — hraðakaflinn kom þar sem vegurinn var verstur, og vegfarendur á kvöldakstri með fjölskylduna viku óttaslegnir úr vegi, óvitandi um það, að allrar varúðar var gætt. Borgin tók að nálgast á ný og aftur villtumst við, en kenndum i þetta sinn ónákvæmri merk- ingu i leiðabókinni um, og renndum upp að Loftleiðahótel- inu þegar klukkuna vantaði rúmlega þrjár minútur i tólf. Það færði okkur sjö stig i min- us! En hver urðu úrslitin? Þótt ekki væri verið að keppa i „al- vöru” voru stigin reiknuð út. Ef miðað var við síðustu timavarð- stöð áður en komið var inn i borgina lentum við i öðru sæti með Í0 stig i minus, næst á eftir Citroen, sem fékk átta stig. En væri miðað við endastöð vorum við i þriðja sæti með 17 minus- stig. Þá var Hunterinn i fyrsta sæti með 11 stig og Citroen I öðru safeti með 13 stig. Og að lokum höfðum við tal af Sveini Oddgeirssyni, fram- kvæmdastjóra FIB, og spurðum hann hvernig keppnin hefði komið út i þessari tilraun. „Við lærðum mjög mikið af þessu”, sagði Sveinn, „og gallarnir voru ekki margir. Við sáum hvað við þurfum að hafa marga tima- verði á hverjum stað til þess að timaskráningin gangi fljótt fyr- ir sig, og það þarf að laga og leiðrétta leiðabókina á nokkrum stöðum. Annars tókst þetta mjög vel, og þetta á að ganga eins og smurt á laugardaginn”. Með birtingu meðfylgjandi korts er svipt hulunni af leið- inni, sem ekin verður i Rallýi FIB og ÍBOV i dag, en hingað til hafa aðeins örfáir menn vitað hver hún er. Eins og sést er byrjað og end- að I Reykjavík, nánar tiltekið við Hótel Loftleiðir, og ekið sem leið liggur austur Miklubraut og siðan eftir Vesturiandsveginum að Olfarsfellsvegamótunum. Eftir það er ekið fyrir Hafra- vatn, út á Suðurlandsveg og af honum aftur á gamla Hellis- heiðarveginn, framhjá Kolvið- arhóli og enn á Suðurlandsveg yfir Hellisheiði og niður á Þor- lákshafnarveg, Krisuvikurveg, Reykjanesbraut, Vifilsstaða- veg, Útvarpsstöðvarveg, niður Breiðholt og Miklubraut og að Hótel Loftleiðum. Sunnudagur 25. maí 1975 ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.