Alþýðublaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 4
Sir William Stephenson, einhver stórhrotnasti afreksmaður af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið H. MDntgQmery Hyde I þýöirrgo Hersteins Pálssnnsr DULARFULU 51 KANADAMAÐURINN Útnefning Donovans sem yfirmanns C.O.I. var formlega tilkynnt í forsetatilskipun þann 11. júlí 1941. Störf hans voru skilgreind þannig: AS safna og meta allar upplýsingar og atriði, sem áhrif geta haft á þjóðaröryggið, að samræma slíkar upplýsingar og atriði og fá þetta forseta til afnota, svo og stjómardeildum og embættismönnum ríkis- stjómarinnar, sem forsetinn ákveður, og framkvæma, þegar forset- inn óskar slíks, önnur störf, sem geta auðveldað söfnun upplýsinga, sem nauðsynlegar eru fyrir þjóðaröryggi og ríkisstjómin hefur ekki í höndum. Þetta erindisbréf var eðlilega óljóst orðað, þar sem forsetinn gat ber- sýnilega ekki verið ákveðnari varðandi starfsemi stofnunar, sem hafði verið sett á laggir, til að taka að sér störf, er vom bæði leynileg og jafn- vel horfðu til sóknar í eðli sínu. En Donovan hafði ekki aðeins verið falið að safna upplýsingum, heldur samræma þær undirbúningi á fram- kvæmdum á „sérstökum aðgerðum“ og undirróðursstarfi. „C.O.I. samsvar- aði því B.S.C. í rauninni, ef ekki að nafninu til,“ sagði Stephenson síðar, „og þá nótt svaf ég í fimm stundir í stað fjögurra.“ Samstarfið hófst þegar. Donovan og Steplienson sömdu í sameiningu upprunalega starfsáætlun stofnunarinnar, bæði að því er snerti fyrir- komulag og vinnubrögð. Þann 9. ágúst 1941 skýrði Stephenson London svo frá, að stofnun Donovans væri óðum að taka á sig mynd, aðalskrif- stofurnar í Washington hefðu verið settar á laggir með kjama starfsfólks og væru teknar til starfa, samstarfið við formenn herforingjaráðanna virtist gott, og Donovan væri sannfærður um samvinnuvilja þeirra. („Hann hefur nu nokkra góða aðstoðarmenn, sem virðast kunna til verka og em raunsæir“). Tveir traustustu mennimir meðal upprunalegu starfs- mannanna vom Edwin Buxton ofursti, blaðamaður frá Providence í Rhode Island-fvlki og vinur hans frá því í fyrri heimsstyrjöldinni — hann hafði hjálpað Donovan að koma á laggir félagi uppgjafahermanna, American Legion, árið 1919 — og James Murphy, sem hafði verið hjálp- armaður Donovans í embætti aðstoðardómsmálaráðherra. Ned Buxton varð eins konar framkvæmdastjóri C.O.I., en Jimmy Murphy tók að sér gagnnjósnimar, þótt Murphy segði venjulega brosandi, að raunverulega ástæðan fyrir því, að Donovan liefði fengið hann að stofnuninni, væri „að hindra, að hann fengi rýting í bakið.“ Enn einn þekktur nýliði, sem feng- inn var að C.O.I. í uppliafi, var Robert Sherwood, leikritahöfundxir og ( vinur Roosevelts forseta, sem falin var ábvrgðin á áróðri gagnvart öðrum löndum, þótt (eins og fram mun koma) liann yrði ekki til stríðsloka hjá Donovan. Til að tryggja sem nánasta, daglega samvinnu B.S.C. og C.O.I., setti Stephenson á stofn útibú í Washington, og þar setti hann til starfa reynda foringja í öllum deildum leyniþjónustu, en Donovan kom aftur á fót útibúi í New York. („Hann liefur nú starfandi stofnun hér og í Was- hington og ætti því að geta varðveitt leyniskjöl“.) „Stofnun C.O.I. fimm mánuðum fvrir árásina á Pearl llarbor tákn- aði frekar fvrirlieit en þátttöku Bandaríkjamanna í leyniþjónustu er- lendis, eða að hún væri orðin að staðreynd,“ sagði Stephenson síðar. „Frá mínu sjónarmiði var C.O.I. fyrst og fremst framtíðarfjárfesting, og um nokkurt skeið þarfnaðist stofnunin meiri hjálpar en hún gat veitt öðr- um. Þetta var óhjákvæmilegt af fjórum aðalástæðum. I fyrsta lagi var augljóst, að C.O.I. var frumherji, er skorti reynslu, sem byggja mátti á. 1 öðru lagi, meðan Bandaríkin bjuggu við frið, var aðstaða hans svipuð Hoovers — það er að segja, hann bar ábyrgð, en var valdalaus. Ef hann átti að halda uppi áróðri, varð hann til dæmis að ráða yfir stuttbylgju- stöð, en útvarpsrekstur í Bandaríkjunum er á vegum einkafyrirtækja og fyrir árásina á Pearl Harbor var ekki hægt að losa sig við eigendur stutt- bylgjustöðva eða neyða þá til samstarfs. 1 mörgum tilfellum neituðu þeir að fylgja fyrirmælum C.O.I. eða nota efni frá stofnuninni. Utanríkis- ráðuneytinu var líka óljúft að láta bendla sig við stofnun, sem hlaut að stofna hlutleysi Bandaríkjanna í voða með undirróðursstarfi, og þrátt fyrir upphafleg loforð í gagnstæða átt, veitti ráðuneytið yfirleitt ekki þá samvinnu, sem nauðsynleg var, til að leyna starfsemi stofnunarinnar er- lendis. í þriðja lagi voru eldri stofnanir, sem liann varð að hafa samvinnu við, til að geta samræmt fréttaþjónustuna, allfjandsamlegar í öndverðu, að nokkru vegna vantrúar á gildi og getu stofnunar, sem nauðsynlega varð að njóta starfskrafta óvaninga, og sumpart af ótta við, að C.O.I. mundi ganga á forréttindi þeirra. Þetta átti sérstaklega við um F.B.I. og í minni mæli levniþjónustudeildir herjanna. Loks ætluðust svo formenn herfor- ingjaráðanna til þess af Donovan, þegar styrjöldin skall á, að hann rétt- lætti framhaldsstarf stofnunar sinnar með því að færa sönnur á tafar- lausan árangur þrátt fyrir þá staðreynd, að hann hafði liaft ónógan tíma og vald til fullnægjandi undirbúnings. 0------------------------------------------------------------------------- „Luxemborg er sjálfstætt her- togadæmi i Ardennafjöllum Þar eru auðugar járnnámur, og mikið af járngrýti er flutt úr landi. Belgia, Holland og Luxemborg nefnast einu nafni Benelúx-lönd- in. Nafnið er myndað af fyrstu stöfunum i nöfnum landanna. Þau hafa um árabil haft með sér náið viðskiptabandalag.” Þannig hijóðar vitneskja sú, sem börnum i efsta bekk reykviskra barnaskóla er skylt að nema um Lúxemborg. 1 efnisyfir- liti „landafræði eftir Erling S. Tómasson” gefur hvergi að lita nafn þess, enda stendur klausan um það ekki sjálfstæð, heldur sem iiður i læddómnum um Belgiu. Um önnur lönd Evrópu er það tiltekið i niðurskiptum þáttum, hverjir landshættir eru, hverjir atvinnuvegir, hvers kynstofns fólk byggir löndin, hverjar helstu borgir landsins eru og svo ýmis annar fróðleikur látinn fylgja með. Ef dæma á eftir afgreiðslu þeirri, sem Luxemborg hlýtur, eru engar borgir i landinu, þar renna engar ár, þar eru engir at- vinnuvegir og engir landshættir. Þar býr ekki einu sinni fólk, þvi þar eru aðeins járnnámur. Þessu er þó nokkuð á annan veg farið. Undir áhrifamætti ofureflis Luxemborg er litið land, réttar 999 fermilur að flatarmáli, sem liggur klemmt — og stundum kramið — á landamærum þriggja mun stærri og voldugri rikja. Það eru Belgia, Þýskaland og Frakk- land, sem þannig bera það á milli sin — stundum á höndum sér, stundum á bakinu og stundum hafa þau, að minnsta kosti Þýskaland, dregið Luxemborg á hárinu. í höfuðborg landsins, sem einn- ig ber nafnið Luxemborg, getur að lita greinileg merki þess, að landið hefur ætið verið umsetið, enda hefur vart liðið sú hálfa öld i sögu þess, að ekki kæmi til átaka um það og jafnvel hernáms. Styst er að minnast þess að á árum annarar heimstyrjaldar þessarar aldar, hertóku Þjóðverjar landið og framfylgdu þar öfgastefnur sinar. Um þá heimsókn áttu luxemborgarar lengi bitrar minningar, en nú á siðari árum, hefur gróið þar nokkuð um, enda nýjar kynslóðir teknar við stjórn- völum beggja landa, þótt ef til vill enn sé nokkuð grunnt á gömlum viðhorfum. En það er fleira en illar minn- ingar, sem Luxemborg á af styrjaldarmenjum. Elstu mann- virki borgarinnar eru hernaðar- mannvirki, eða öllu heldur varnarmannvirki. Þau standa enn, furðu vel varðveitt, og vitna um þá aðstöðu sem landinu hefur ávallt verið búin. Það er eitthvað fallegt, nánast dapurlega fallegt, við þessi virki, sem oft hafa veriö listasmið hin mesta. Jafnvel i dag Spánskur varðturn vakir yfir gilinu, en i baksýn sér á umferða stafar af þeim traust það og öryggi, sem þau hafa veitt ibúum borgarinnar, sem skjól þeirra fyrir árásum annarra þjóða. Minnismerki um dýrð styrjaldar Það hernaðarmannvirki i Luxemborg, sem ef til vill vakti mesta athygli undirritaðs, var þó ekki hluti þessara gömlu rústa, hvorki þeirra norður-evrópsku, né hinna, sem spánverjar skildu eftir sig. Skammt frá Luxemborgarflug- velli er garður, þar sem grafnar eru þúsundir bandariskra her- manna — sem allir féllu i sókn bandamanna gegn um landið. Þar getur að lita á stórum gras- bletti, raðir á raðir ofan af hvitum marmarakrossum. Einn stendur þarefstur og ber nafn Pattons, en hinir standa neðar, I skipulegum röðum, likt og liðskönnun fari fram. Yfir krossum þessum vaka tveir gylltir ernir á ógnarháum súlum. Efst i garði þessum er minnis- varði nokkur, sem er nægilega stór til þess að i honumer kapella. Hann er einnig úr marmara. Fyrir framan hann, sinn til hvorrar handar, standa marmarabálkar tveir, allmiklir um sig, hvor þeirra um sig ber á sér stórt yfirlitskort, sem sýnir með örvum sókn bandamanna inn iEvrópu og gegn um Lúxemborg. Aftan á þá eru svo skráð nöfn þeirra, sem grafnir eru i garðin- um, en skildu ekki eftir sig nægi- lega miklar likamsleifar að þekkjast. Allar áletranir og allt yl garðsins er með þeim h hann stendur undirrituðu hugskotssjónum, sem gri stórt minnismerki um ljóma þann, sem sumurr um virðist stafa af styr Garður þessi er vai griðarstóru hliði, skreytt Það er garður sigurvega Ekki alllangt frá ban hermannakirkjugarðini annar garður, hulinn skóg áberandi merktur. Skógi einn liggur þangað og ga sjálfur er friðsæll og y laus. Krossaþyrpingar sta á grasflöt og stór steinkro yfir þeim. Áletranir eru e skreytingar engar — mini enginn og kapellan engin Hliðið er gamalt steinhl ið likt og borgarhlið. garður hins sigraða. garður, til minja um me Fátt er svo með öllu.... En, það er ekki allt illt, náið sambýli við aðrar þj< ur fært luxemborgisku j Menningarleg samski] Frakka hafa fært inn i lar ir og bókmenntir, sem þjc ur ekki skapað að neini sjálf. Viðskipti þeir: Þýskaland hafa einnig or samleg og kaupmennska milli stendur með miklurr Bandarfski hermannagrafreiturinn stendur sem ævarandi minnismerki um grimmd mannsins, uppsetning hans leggi mesta áherslu á auglýsingagildi hans fyrir Bandarikin sjálf. Sunnudagur 25. mal 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.