Alþýðublaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 6
ÍÞItÖTTIK Björgvin Þorsteinsson íþrótta- kennara námskeið í Dan- mörku Fimleikasambandi tslands hefur borist boð frá Danmörku þar sem 2 konum og 2 körlum er boðin þátttaka á þjálfara- námskeiði i Vejle dagana 28. júli til 1. ágúst 1975. A nám- skeiði þessu verða margir þekktir kennarar, sem halda fyrirlestra og verða með verk- lega kennslu i ýmsum grein- um fimleika og grunnæfinga. Þátttakendur verða sjálfir að greiöa þátttökugjaldið og ferðakostnaðinn. Nánari upp- lýsingar á skrifstofu FSl i sima 83402 mánudaga og mið- vikudaga kl. 14.00-15.00. Þátt- töku þarf að tilkynna fyrir 10. júni. 160 kylfingar til Skotlands Golfklúbburinn Keilir hunsar GSÍ og ræður þar gróðavonin Siðastliðin mánudag fór 80 manna höpur golfleikara til Skot- lands, og verður hann þar til næsta miðvikudags að annar hóp- ur jafnstór fer og Ieysir þá af. Hópar þessir dveljast f North Baurik en þar um slóðir eru margir af bestu og elstu völlum Skotlands svo sem Meirfield þar sem British Open er haldin öðru hvoru. Undanfarin ár hafa þessar ferðir verið farnar fyrr á sumrin og verið mjög góð æfing fyrir sumarið fyrir hvern og einn sem farið hefur. Nú ættu vellirnir aftur á móti að vera orðnir betur grónir heldur en þá. Flugfélag tslands mun halda á- fram að halda sina keppni i þess- um ferðum en verður nú i fernu lagiog verðlaun siðan veitt I sam- eiginlegu hófi ferðahópanna hér siðar I sumar. Nú um helgina fer fram Þotu- keppnin á Hvaleyrarvelli i Hafn- arfirði og er það fyrsta punkta- mótið á árinu. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar, fyrri daginn verða leiknar 18 holur með forgjöf og siðan aftur 18 holur seinni daginn. Án forgjafar verða leiknar 36 holur seinni daginn, i dag sunnu- dag og má þvi reikna með að ein- hver fjöldi verði á vellinum þá. t niðurröðun þeirri á opnu mót- unum sem GSl gerði var ákveðið að forgjafarkeppnin yrði á laug- ardag en án forgjafarkeppnin á sunnudegi og kæmi þetta meðal annars i veg fyrir að völlurinn yrði yfirfullur og óra tima tæki að spila þessar 18 holur. Þessu gátu forráðamenn golfklúbbsins Keilis ekki hlitt. Þeir vildu halda keppn- ina I sama formi og verið hefur á siðastliðnu ári, láta 100 manns vera að spila inni á vellinum og láta mótið fara fram á tveim dög- um. Töldu þeir að það væri svo mikið fjárhagsatriði fyrir klúbb- inn að hafa þetta mót 36 holur bæði með og án forgjafar. Keppnisgjöld i opnu móti er 500 krónur i 18 holu keppni og 800 i 36 holu keppni. Af þvi leiðir að klúbbnum myndi áskotnast eitthvað minna út úr svona fjölda keppenda ef leiknarværu 18holur með forgjöf. Hitt er annað sem þessir góðu menn taka ekki með i reikninginn og það er það að mun fleiri myndu koma i keppnina með forgjöf ef hún væri aðeins 18 holur og leikin á einum degi. Menn hafa fengið sig fullsadda af þvi að vera bundnir við golfvöllinn 10 tima á dag heila helgi og gera þvi litið annað en að spila. Er ég viss um að þeir næðu þar miklu meiri fjölda I mótið til þess að greiða upp þennan mismun að mestu sem orsakast af lægri keppnis- gjöldum. Það er einskær barnaskapur hjá foráðamönnum klúbbsins að kjósa yfir síg golfsamband og ætla siðan ekki að fara eftir þeim reglum sem það setur klúbbun- um. Væri réttast að GSt vítti golf- klúbbinn Keili og tæki af honum þau opnu mót sem þar eru haldin. Helgargolfleikarar hafa tilhneigingu til að vinda ekki mjög upp á axlirn- ,ar. Or þéssari stöðu kemur kylfan inn utanfrá og orsak- ar það að þú færð „slice” I boltann. ?ú verður að snúa öxlun- um á þennan hátt. Þú færð betri sveifiuferil og færð ekki „slice” I bolt- Ekki G o I f Frá landsleiknum gegn daisvellinum. Jóhannes Eð- mannanna með hjólhestaspyrnu Hvað gerir hann i dag á móti Beigíumönnum I fyrra og slð- valdss. spyrnir á mark Belgíu- og var mjög nærri þvl að skora. Frökkunum? asta landsleiknum á Laugar- Í.S.Í. , LANDSLEIKURiNN ISLAND - fer fram á Laugardalsvellinum á morgun sunnudag- inn 25. mai og hefst kl. 2 e.h. Dómari: Wright frá írlandi. Linuverðir: Wilson og Mac Fadden frá írlandi. Knattspyrnusnillingarnir Ásgeir, Elmar og Jó- hannes eru komnir til landsins og leika með íslenska landsliðinu. FRAKKLAND " Skólahljómsveit Kópavogs leikur frá kl. 1,30 e.h. undir stjórn Björns Guðjónssonar. Aðgöngumiðasala sunnudag við Laugardalsvöllinn frá kl. 9 f.h. Fjölmennið á völlinn og hvetjið islenska landsliðið til sigurs. Knattspyrnusamband íslands. o Sunnudagur 25. maí 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.