Alþýðublaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 8
BRfiMBQLT
œSJðö-' CJSU SVÉiflö (.OFTSSQO
Gróa á Leiti
MVenus and Marz are
alrigth alright
tonight’’
Nýja platan með Paul
McCartney heitir hvorki meira
né minna en ,,Venus and Marz
are alright tonight” hver var
svo að tala um langt nafn á
hljómplötu Elton John. En
hvað um það, platan er i þann
veginn að koma út erlendis, og
verður þess þá varla langt að
bfða að hún sjáist hér.
Likur eru á þvi, að hljóm-
sveitin Deep Purple leysist upp
á næstunni, Ritchie Black-
moore, gitarleikari hljómsveit-
arinnar hefur hug á að ganga i
ELF, hljómsveit sem lék með
þeim á siðasta hljómleikaferða-
lagi þeirra um Bandarikin
Eitthvað verður hún skrýtin,
myndin um Franz Lizst sem
Ken Russel er að undirbúa sig
undir að kvikmynda. Hvers
vegna? Hvað myndir þú halda
um kvikmynd sem hefði inni að
halda Ringo Starr i hlutverki
páfa, Rick Wakemann i hlut-
verki Þórs (þrumuguðsins eina
og sanna) og Roger Daltrey i
hlutverki Lizst. Sannkölluð list.
„STÖRA FUGLABÚKIN”
Fréttir hafa mér borist, þess
efnis, að nú skuli stemma stigu
við unglingavandamáli Slag-
siðunnar, sem hefur verið svo
mikið um sig, ásamt frásögnum
menntskælinga um land allt af
fyllirium sinum og kvennafari,
að popp hefur þar ekki komist
fyrir um lengri tlma. En til þess
að forða þvi að siðan fái slag, og
til höfuðs okkur hinum sem
skrifum um popptónlist i hin
blöðin, mun nú verða tekin frá
siða i Morgunblaðinu á hverjum
laugardegi sem ætluð verður
skrifum um áðurnefnda tónlist
og það sem henni fylgir. En
vegna þess hversu feikilega
góðar poppsiður hinna blaðanna
eru, sérstaklega Brambolt, þá
dugar ekkert minna okkur til
höfuðs en tveir framkvæmda-
stjórar popphljómsveita, þ.e.
Ómar Valdimarsson Pelican, og
Sveinn Guðjónsson (Haukar).
Brambolt mun aö sjálfsögðu
halda áfram að verða fyrstur
með bestu fréttirnar, hvað svo
sem þeim viðvikur. Ekki mun
nafn siðunnar enn fastákveðið,
en flogið hefur fyrir að hún muni
verða skýrð Stóra fuglabókin,
samanber Haukar -f Pelican =
óttalegir fuglar.
Júdas gerist
atvinnuhljómsveit
Það virðist ætla að verða nóg
að gera i stúdióinu hjá Hljóð-
ritun HF. Döggin og Eikin hafa
áformað að taka þar upp á
næstunni, en nú mun allt vera
óvist með Eikina. Þá hefur
Magnús Kjartansson pantað 300
tima þar, sem hann segir sjálfur
að sé miklu meiri timi en hann
hafi nokkurn tima haft til þess
að vinna að plötu, og eru þær þó
orðnar einar sex. Þá sagði
Magnús okkur það einnig, að
um þessar mundir væru þeir
Júdas að gerast atvinnuhljóm-
sveit, en fram að þessu hafa
þeir allir stundað aðra vinnu, og
spilamennskan aðeins verið i
fritimum. Ef Júdas ná þeim
árangri sem þeir hafa þegar
náð, i fritimum, þá hljóta þeir
að verða hrikalega góðir, eftir
að þeir taka til við að æfa dag-
lega. Það er alla vega öruggt að
þeir verða ásamt Haukum vin-
sælasta hljómsveit sumarsins,
þar sem Pelican verða nokkuð
lengi i lamasessi og hljómsveit
Péturs kemst tæplega strax i
gagnið.
PELICAN MISSIR AÐALFJÖÐRINA
Þá er Pétur ekki lengur
Pelican, og Pelican þá varla
sami pelicaninn og hún var
...þvæla. Hálf viröist manni allt
þetta mál vera þvælukennt, að
maður taii nú ekki um þessa
aflóga þýddu frasa úr enskum
poppblöðum, „tónlistarlegur
ágreiningur”. En hvað um það,
Pelican verður ekki sama
hljómsveitin, eftir að Herbert
kemur i stað Péturs, og eiga
menn vafalaust eftir að skiptast
i tvo hópa, þegar að þvi kemur
að dæma um hvort hún verður
verri eða betri eftir breyt-
inguna. Hins vegar er það
öruggt, að hljómsveit sú sem
Pétur stefnir að þvi að stofna
með ungum og efnilegum hljóð-
færaleikurum, getur orðið mjög
góð, þvi að Pétur hefur löngum
haft lag á þvi að ná þvi besta út
úr hljóðfæraleikurum. Er nægi-
legt að minna á i þvi sambandi
fyrri hljómsveitir hans, Svan-
friði og Pelican. Hitt er svo
annað mál, hvort hann fær
umsvifalaust þá hljóðfæra-
leikara sem eru efnilegastir um
þessar mundir, i lið með sér
strax eða yfirleitt.
Brambolt er kunnugt um það,
að hann reyndi að stela
mönnum úr Dögginni, en þeir
vildu frekar halda áfram að
vera Paggardropar. Þá hefur
hann einnig reynt að fá menn úr
Eikinni, og þar sem Herbert er
stokkinn úr henni, er liklegt að
einhver úr hljómsveitinni gæti
hugsað sér að skipta um. Þá er
öruggt að Ragnar og ólafur úr
Fjólunni munu æfa með Pétri.
Hljómsveitin er sem sagt þeg-
ar tekin að fæðast. Eins og
mönnum er kunnugt, þá eru
Fjólan og Eikin og liðsmenn
þeirra samningsbundnir við
Demant hf, og ynntum við þvi
Jón Ólafsson eftir þvi, hvað þeir
myndu gera i málinu. Hann
. sagði, að lagalega séð gætu þeir
stöðvað öll slik brotthlaup liðs-
manna úr sinum hljómsveitum,
en að tæplega myndi þó til þess
koma, og að hann væri bara
sæmilega hress yfir þessum
breytingum. .Ekki tókst Bram-
bolt að hafa samband við Pétur
Kristjánsson t tæka tið, en
nánari fregnir fást sjálfsagt af
málunum i næstu viku.
JIMI HENDRIX GENGUR AFTUR
Jú, það er rétt, að minnsta
kosti er farið að gefa út plöt-
urmeð honum með upptökum
siðan 1975 Þá skortir ekki hug-
myndafiugið þessa kalia, þegar
á að fara að græða á þeim
dauðu. Hér er ekki um að ræða
gamait rusl sem þeir hafa
skrapað saman á eina piötu,
heldur ýmislegar forvitnilegar
upptökur, sem allar höfðu það
sameiginlegt, aö innihalda góð-
an gitarleik Claptons, og stund-
um hljóðfæraleik þeirra Billy
Cox og Buddy Miles. En það
hrjáði allar upptökurnar, að á
þeim varlika lélegur hljóðfæra-
leikur ýmissa annarra aðila,
sem rýrðu gildi laganna að
mun. En biðum við, upptökurn-
ar voru gerðar á fjölrásartæki,
og með þvi að renna þeim i
gegnum samskonar tæki, var
hægt að þurrka það út af bönd-
unum sem menn vildu, og halda
hinu er gott þótti. Er þetta haföi
verið gert, voru fengnir Htt
þekktir hljóðfæraleikarar til
þess að spila það semá vantaði.
Var nú dundað i þessu i nokkrar
vikur, eða þar til útkoman þótti
eins góð og menn gátu búist við,
siðan búinn til master, og platan
„Crash landing” með Jimi
Hendrix gefin út. Sniðugt, eða
hvað?
Það er ekkert nýtt, að gefnar
séu út plötur með löngu látn-
um listamönnum, nægir þar að
nefna Jim Reeves, Jim Croce og
Jimi Hendrix, sem hefur orðið
einna mest fyrir barðinu á þess-
um vinnubrögðum. Plöturnar
„Cry of Love” Hendrix in the
West”, og „War Heroes” voru
allar gefnar út að honum látn-
um. Og af nógu er að taka, þvi
að siðustu æviárum sinum eyddi
Hendrix að mestu leyti i stúdió-
um, ogtalið er að til séu um 3000
upptökutimar með honum á
bandi. Þá er það bara spurning-
in, hvort Hendrix hafi nokkurn
tima ætiast til þess að þetta
kæmi út á plötu, ef svo, þá hvað
af þvi. Annars þykir „Crash
landing” sú besta sem gefin hef-
ur verið út að honum forspurð-
um, og fyrsta upplag hennar
seldist upp á mánuði, eða 250
þúsund eintök.
0
Sunnudagur 25. maí 1975