Alþýðublaðið - 31.05.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.05.1975, Blaðsíða 3
Séra Jón M. Guöjónsson hugar aB munum I ByggBasafninu aB GörB- um á Akranesi. Séra Jón M. Guðmundsson sjötugur ByggBasafniö aö Görðum á Akranesi er nú að verða eitt besta safn gamalla muna utan höfuð- staðarins. Þar fer saman smekk- visi og ást á þvi, sem kynslóðirn- ar mótuðu og notuðu um aldir á landi hér. En þó sjá menn brátt, að sjómennskan og búnaður skipa, skipar þar jafnvel enn veg- legri sess en flestar aðrar grein- ar. Skapari safnsins séra Jón hefur lika ungur kynnst sjónum og fengiðáhuga á sjómennskunni, er hann sem drengur ólst upp á Vatnsleysuströndinni, þar sem sjórinn og það sem hann gaf, var upphaf og endir mannlifsins. Séra Jón er fæddur að Brunna- stöðum á Vatnsleysuströnd 31. mai 1905 og ólst þar upp i foreldra húsum. Hann verður stúdent 1929 og cand, theol. 1933. Þá vigist hann til Akraness, sem settur prestur i forföllum séra Þorsteins Briem, meðan hann gegndi ráðherraem- bætti.Ári siðar flyst séra Jón með fjölskylduna að Holti undir Eyja- fjöllum og þar var hann prestur i 12 ár. En þegar Akranesspresta- Framhald á bls. 6. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍ TALINN: AÐSTOÐARLÆKNIR Óskast til starfa á Endurhæfingardeild nú þegar eða eftir samkomulagi. Starf- ið verður tengt aðstoðarlæknis- þjónustu Lyflækningadeildar að nokkru leyti. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir Lyflækningadeild- ar. SÉRFRÆÐINGAR Og AÐSTOÐARLÆKNAR óskast til af- leysinga á Handlækningadeild spitalans. Upplýsingar veitir yfir- læknir Handlækningadeildarinnar. SÁLFRÆÐINGUR óskast til starfa á Geðdeild Barnaspitala Hringsins. FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast einnig til starfa á Geðdeild Barnaspitala Hringsins. Er óskað eftir að báðir hefji störf 1. ágúst n.k. eða samkvæmt samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir Geð- deildarinnar. RANNSÓKNARSTOFA HASKÓLANS: AÐSTOÐ ARLÆKNAR. Tveir aðstoðarlæknar óskast til starfa frá 1. júli n.k. að telja. Umsóknarfrest- ur er til 25. júni n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir rannsóknarstof unnar. Umsóknum, er greini aldur, námsferil og fyrri störf, ber að senda Skrifstofu rikisspitalanna. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik 30. mai 1975 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRlKSGÖTU 5.SÍM111765 Sá veldur miklu... Eikisstjórnin hefur nú tekið á sig gerfi Alexanders Make- dóniukonungs og höggvið á það sem hún kallar Gordionshnút launadeilunnar i rikisverk- smiðjunum. A sinum tima þótti þetta sniðugt hjá Alexandri og það svo, að fá munu þau sögu- kver vera svoefnislitil, að þessa sé ekki getið. Jafnan orkar tvi- mælis þá gert er, er gamall og góður málsháttur, og vitanlega er það oftsinnis að menn standa frammi fyrir einum og öðrum mætti vera með miklum ólikindum, að þeir, sem að fyrirheitinu þar um stóðu, hafi ekki gert sér þann vanda nokk- uð ljósan. Og fordæmin úr samningunum við opinbera starfsmenn eru til. A hinn bóginn hlýtur það að vera lágmarkskrafa i launa- málum, að ekki sé látið dragast óhóflega úr hömlu að uppfylla gerða samninga, einnig og ekki sizt um launagrundvöll. Nú voru samningar gerðir i febrúar á fyrra ári og þá frestað aldrei verið mátturinn eða dýrðin. En það er hreint ekki sama hvernig valdinu er beitt. A sama hátt og vald er nauðsyn, til þess að halda uppi lögum og reglu, er það jafn háskalegt i höndum, sem beita þvi aðeins vegna þess að þær eru handhaf- ar i svipinn. tJt yfir allan þjófa- bálk tekur þó, að málum sé stefnt i tvisýnu með vanefndum og siðan notað tækifæri til þess að höggva i sama knérunn með þvi að niðast á þeim, sem fyrir vanefndunum hafa orðið. Gagn- kvæmt traust og virðing er höfuðnauðsyn i öllum mannleg- um samskiptum. En hvernig i ósköpunum geta sæmilega viti- bornir menn látið sér detta i hug, að slik afstaða skapist með þvi að höggva i blindni á hnút- inn, sem þeir sjálfir hafa riðið og hert? Valdbeiting vegna valdsins torleystum vanda, sem leysa þarf af skyndingu. En það er hreint ekki sama hvers eðlis vandinn er, né hvernig hann er til kominn. Það er vitað, og viðurkennt af stjórnarliðinu sjálfu, að deilurn- ar i verksmiðjunum hafa snúizt öðrum þræði um þær vanefndir, sem starfsmenn þeirra hafa orðið að þola af hendi rikis- valdsins. Ákveðið var á sinum tima, þegar samið var, að starfsmat skyldi framkvæmt og mönnum skipað niður eftir þvi. Að sjálfsögðu var þar undirskil- ið, að rikisvaldið hefði forgöngu i málinu, enda það eitt um málið bært, þótt eðlilegt væri að sam- ráð yrði haft við launþega. Við getum verið sammála um, að starfsmat sé vandasamt og eflaust ekki vinsælt verk að meta til fjár mismunandi störf manna á sama vinnustað. Samt i bili þessum þætti. En hvaða af- sökun getur legið til grundvallar þvi, að láta reka á reiðanum i meira en ár? Með sliku hátta- lagi var verið að hnýta þann hnútsem nú var að ófyrirsynju höggvið á með svo óvirðulegum hætti. Hér við bætist svo ýmis- legt annað, sem nú er komið i dagsljósið. Það hefur verið upp- lýst, að þegar sáttafundi lauk siðast, var að mestu orðið sam- komulag um niðurskipan i flokka. Jafnframt er upplýst, að um hrið hafði rikisstjórnin látið talsmenn sina ganga með i erm- inni „lausn” á grunni bráða- birgðalaga. Menn geta nú gert sér i hugarlund ákafa saminga- manna stjórnarinnar um frið- samleg lok deiiunnar, hafandi i höndum það leynivopn! Við skulum vera sammála um, að rikisstjórnin hafi valdið, enda þótt hennar sé ekki og hafi Fjallagarpurinn heimskunni, Mallory, var eitt sinn spurður að þvi, hversvegna hann legði slikt ofurkapp á að klifa tiltekið fjall. Við þvi gaf hann svarið: ,,Af þvi það er þarna”. Mallory beitti orku sinni, til þess að sanna sjálfum sér og eflaust umheiminum lika, hvers hann væri megnugur og lagði fyrir sjálfan sig þrautir sem honum urðu að lokum ofviða. Núverandi rikisstjórn hefur verið óbág á að leggja á herðar öðrum þrautir og þrengingar. í vingulshætti sinum og umkomu- leysi hefur hún þó komið auga á eitt úrræði, valdbeitinguna, af þvi að valdið er i hennar hönd- um. Um eftirmál þessa flans skal hér engu spáð. En með hliðsjón af öllum málsatvikum væri ekki ósennilegt, að skamma stund yrði höndin högginu fegin. aukning á útlánum viðskipta- bankanna til loka maimánaðar. Kristján Bersi skólameistari BANKAR AFRAM LOKAÐIR ,,í tilefni ofangreindra ráð- stafana er ástæða til að leggja áherslu á það, að ekki er siður nauðsyn aðhalds i öðrum grein- um, svo sem fjármálum rikis- ins, rikisstofnana og opinberra sjóða, og án þess sé ekki að vænta tilætlaðs árangurs af að- haldi i útlánum bankanna”, segir i lok fréttatilkynningar frá Seðlabanka Islands.sem greinir að öðru leyti frá þvi, að fram- hald verði á stöðvun útlána- aukningar viðskiptabankanna til loka ágústmánaðar. t lok febrúarmánaðar sl., var ákveðið, að ekki skyldi verða UTIVISTARFERÐIR Sunnudagsgöngur 1/6. Kl. 9.30 Marardalur, Dyrvegur, verð 800 krónur. Kl. 13.00 Grafningur — Sköflungur, verð 500 krónur. Brottfararstaöur BSí. Ferðafélag tslands. Hátíðin á Skaga Hátiðahöld sjómannadagsins á Akranesi hefjast I dag kl. 14 með sundmóti i Bjarnalaug, en kl. 16 fer fram björgunarsund i Akraneshöfn, en þar mun einnig þyrla Landhelgisgæsl- unnar sýna björgun úr sjávar- háska. A sunnudaginn hefjast hátiða- höldin kl. 9.45 með þvi að safn- ast verður saman á Akratorgi, og blómsveigur lagður á minnismerki sjómanna, en þaðan verður farið til kirkju og hlýtt á sjómannamessu. Þar verða tveir sjómenn heiðraðir. Klukkan 13.30 hefjast úti- hátiðahöld á iþróttavellinum með fjölbreyttri dagskrá, og keppa sjómenn þar m.a. i ýms- um iþróttagreinum og Halli og Laddi skemmta. Kl. 15 verður kaffi Kvenfélags Slysavarna félagsins, og kl. 19.30 hefst sjó- mannahóf á Hótel Akranesi. Forseti islands hefur aö til- lögu menntamálaráðherra skipað Kristján Bersa ólafsson skólameistara við Flensborgar- skólann I Hafnarfirði, en hann er nú orðinn fjölbrautarskóli. Kristján Bersi er 37 ára gamail, sonur hins landskunna skólamanns ólafs Þ. Kristjáns- sonar, fyrrum skólastjóra I Flensborg, og konu hans Ragn- hildar Gisladóttur, kvæntur Sig- riöi Bjarnadóttur, Kristófers- sonar, bónda að Fremri Hvestu i Ketildalahreppi, Vestur- Baröastrandasýslu. Kristján Bersi er gamall Flensborgarnemandi, en aö loknu stúdentsprófi frá Mennta- skólanum I Reykjavik, nam hann viö Stokkhólmsháskóla og lauk þaöan prófi i trúarbragða- sögu, heimspeki, og þjóöhátta- fræöi. Hann starfaöi viö blaða- mennsku viö Tímann og var rit- stjóri Alþýöublaösins um skeið, en hefur lengst af gegnt kennslustörfum og nú um nokkurt árabil veriö skólastjóri viö Flensborgarskólann I Hafn- arfiröi. Laugardaginn 31/5. Marardalur. Fararstjóri GIsli Sigurösson. Sunnudaginn 1/6. Gönguferð á Esju. Fararstjóri Þorleifur Guömundsson. Brottför ibáðar feröirnar kl. 13. frá B.S.l. Verð 500 kr. tJtivist. Þáttur Árelíusar bíður Vegna þrengsla i blaðinu um helgina biður annar þáttur séra Areliusar Nielssonar, Við þjóðveginn, birtingar til næsta helgar- blaðs ásamt ýmsu ööru góðu efni. Lesendur eru beðnir velvirðing- ar á þvi. 1 fyrsta þætti séa Arelíusar sem birtist siðasta laugardag urðu tvær meinlegar prentvillur, sem hér með leiðréttast. Þar átti að standa: ...fáti og fálmi leitenda (ekki látenda). ...hin rétta „kenning” (ekki kosning) Laugardagur 31. maí 1975 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.