Alþýðublaðið - 31.05.1975, Qupperneq 8
alþýðu
mum
Plastns liF
PLASTPQKAVERKSMIÐJA
Stmar 82639-82655
Vatnagör&um 6
Box 4064 — Reykjavtk
KQPAVOGS APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
SfNDlBILASTÖDIH HF
(H)RÖS
HNAPPAGATKI
Ólafur hefur um langt árabil
starfað að málefnum blindra á
ýmsa vegu, meðal annars með
þvi að sjá um blindraheimilið að
Bjarkargötu 8 I Reykjavik, og þá
ekki siður með þvi að lesa upp úr
bókum inn á segulband, sem
blindir fá siðan til að hlusta á.
,,Það er margt fólk, sem vinnur
sjálfboðastörf I þágu blindra og
mest við upplestur á segulbönd,”
sagði Clafur í gær, þegar hann
veitti (h)rósinni viðtöku.
,,Ég er þar ekki stærri hlekkur
en hver annar, en mér er ánægja
að þvi að veita (h)rósinni viötöku
fyrir hönd hópsins alls. Það er svo '
margt, sem þarf að gera i þessum
málum og ég vildi nota þetta
tækifæri til að hvetja fólk til þátt-
töku ilestrinum. Þótt margt sé nú
orðið til á segulböndum, er hitt
miklu fleira, sem eftir er aö lesa
upp. Einnig biður okkar það starf
að skipuleggja blindraaðstoðina
og margt annað. Til dæmis er það
einn af draumum okkar að koma
upp hljóðeinangruðu herbergi til
upptöku. En eins og ég sagði, það
er margt sem þarf að gera og að-
stoð nýrra handa og radda er allt-
af vel þegin.”
Það var Aðalheiður Birgisdótt-
ir, sem afhenti ólafi (h)rósina og
myndin var tekin við það tæki-
færi.
Breyttir tímar
Hér áður gerðum við út á saltfisksveiðar,
áttum jafnvel stundum til hnifs og skeiðar,
kæstur hákall jók kjarkinn og létti sporið
og komst inn i blessunarorðin og faðirvorið.
Og hákallslýsið var likast himneskum veigum,
hinn ljúffengi drykkur var solginn i stórum teyg-
um,
en nú er spurið og kókið komið i staðinn,
á kirkjuloftinu uppétinn þorskhausahlaðinn.
Og það er margt sem eykur á okkar vanda,
andskotakornið það veiðist nokkur branda,
timi hverskonar sjókinda sýnist liðinn
og saltfiskurinn er hættur að ganga á miðin.
^ '
(H)rós Alþýðublaðsins er að
þessu sinni veitt Ólafi ögmundar-
syni, fyrir hönd allra þeirra, sem
vinna fórnfús sjálfboðaliðsstörf i
þágu blindra á Islandi.
KAKTUS-
ORÐAN
Frá þvl aö Alþýðublaðið hóf
veitingu vikulegrar kaktus-
orðu, hefur það ekki brugðist
að einhver fyndist hennar
veröugur, hverja viku. Aldrei
hefur veiting hennar þó verið
jafn verðskulduö og nú, þvi
þau tiöindi hafa gerst, að
stærsti atvinnurekandi
landsins hefur tekið sér ger-
ræöisvald og rekiö launþega
við tvö af fyrirtækjum sinum
úr verkfalli til vinnu, án þess
að láta svo litið að skikka þeim
svo mikið sem málamynda-
kjarabótum.
Það er að sjálfsögðu rlkis-
stjórnin, fulltrúi rikisins, sem
kaktusoröan veitist, fyrir
bráöabirgðalög þau, sem sett
voru I vikunni til þess að
stööva verkfall launþega I
rlkisverksmiðjum. Einhvern
tima hcföu það þótt tiðindi að
vinnuveitendur gætu beitt
launþega slikum gerræðistök-
um, enda færa lög þessi is-
lenska kjarabaráttu aftur um
ófáa áratugi.
Framhöld
Verksmiðjurnar
» AF FORSÍÐU »
birgðalögum. Við teljum að
ástæður þær, sem rlkisstjórnin
færir fram fyrir þeim, séu I meira
lagi hæpnar, og nægir að benda á,
að engum manni I byggingaiðn-
aðinum hafði verið sagt upp.
Ennfremur er ljóst, að búið var
aö undirbúa þessi lög fyrir löngu,
og ráðherra hafði ekki hugmynd
um, hvernig samningaviðræðurn-
ar stóðu, þegar lögunum var
skellt á. Þá má benda á I þessu
sambandi, að menn virðast alveg
sleppa úr út dæminu þeim kosti
fyrir verksmiðjurnar að vera
með einn samning fyrir allt
starfsfólkið i stað þess að eiga
alltaf yfir höfði sér verkföll ein-
stakra hópa.
„En eina lausnin á þessu máli,”
sagði Skúli að lokum, ,,er, að
samningaviðræður verði teknar
upp I beinu framhaldi af þvl, sem
frá var horfið á fimmtudags-
morguninn, og litið verði algjör-
lega framhjá þessum lögum.”
Að sögn Skúla er ekki enn farið
að greiða úr verkfallssjóði á
Akranesi, en hann taldi, að drag-
ist verkfallið enn, yrði farið til
þess. Til þessa hafa verkamenn
ekki verið svo illa settir, þar eö
þeir eru allir á mánaðarkaupi og
fá greitt um þessi mánaðamót
fyrir vinnu sina fram til 12. mal,
þegar verkfallið hófst, og enn-
fremur er eftir að gera upp yfirtið
á þessu tlmabili. „Okkar menn
eru þvl ekki á heljarþröm enn-
þá,” sagði Skúli Þórðarson.—
Saksóknari
| » flF FORSÍÐU »
við rikisstjórnina um meðferð
mála, ef til kæmi. —
Ólafur Jóhannesson sagði enn-
fremur, að ,,nú væri um að gera
að taka þessu með ró, bara væri
best, að menn fengju að hvila
sig.” Hann kvað bráðabirgðalög-
in „afar frjálsleg”, þvi að aðilar
„gætu gengið til samninga strax I
dag og iosnað þannig við lögin.”
Dómsmálaráðherra gat þess
einnig, að hann „efaðist um, að
nokkur rikisstjórn ailt frá árinu
1940 hafi komist hjá þvi að gefa út
einhver lög um kjaramál.”
Skipasmiðir mótmæla...
Almennur fundur i Sveinafélagi skipasmiða, haldinn 29/5 1975, mót-
mælir harðlega þvi gerræði rikisvaldsins, að leysa vinnudeilu verka-
fólks með gerðardómi.
Einnig mótmælir fundurinn stefnu núverandi rikisvalds 1 efnahags-
máium, þar sem stefnt er að minnkandi atvinnu og stórfelldri kjara-
skerðingu, ofan á þá miklu skerðingu, sem orðiö hefur á síöustu
mánuðum.
Nú þegar er orðið mjög alvarlegt afkomuástand heimilanna.þar sem
brýnustu nauðsynjar hafa hækkað um 55-65% á sama tima og kaup hef-
ur hækkað um aðeins 10-15% og atvinna stórlega minnkað nú þegar.
Sveinafélag skipasmiöa skorar á alla launamenn að standa saman
um verndun þeirra réttinda og kjara sem fengist hafa I margra ára
baráttu verkafólks,
STEFNT FYRIR
SAMÚÐARVERKFÖLL
Atvinnurekendur hafa nú stefnt
Farmanna- og fiskimannasam-
bandinu vegna Vélstjórafélags
tslands fyrir samúðarverkfall
vélstjóra á kaupskipum til
stuðnings vélstjórum á togur-
um. Stefnur Itveim málum voru
þingfestar I Félagsdómi I gær.
Finnur Torfi Stefánsson, hdl.,
er lögmaður Farmanna- og
fiskimannasambandsins I þess-
um málum. Hafði fréttamaður
blaðsins tal af honum og spurði
hann um álit hans og horfur I
þessum óvenjulegu málaferl-
um. Lögmaðurinn sagði: „Af
þeim gögnum málsins, sem ég
hefi þegar séð, virðist málshöfö-
unin nær alfarið vera byggð á
sjónarmiðum, sem ekkert fyrir-
finnst um I islenskum rétti, og
er einna helst lýsing á þvl,
hvernig vinnuveitendur vildu að
vinnulöggjöfinni væri háttað,
gætu þeir einir ráöið. Mér finnst
heldur óliklegt að Félagsdómur
muni byggja áfellisdóm á slík-
um grundvelli.”
Eins og áður greinir, er hér
um tvö hliðstæð mál að ræða.
Annars vegar stefnir Vinnuveit-
endasamband Islands fyrir um-
bjóðendur slna, sem eru
Eimskipafélag Islands hf., Haf-
skip hf., Jöklar hf og Jón Frank-
lln, skipaútgerð, en hins vegar
Vinnumálasamband samvinnu-
félaganna fyrir hönd Skipa-
deildar Sambands islenskra
samvinnufélaga. Stefndi er I
báðum málum hinn sami,
Farmanna- og fiskimannasam-
band íslands vegna Vélstjóra-
félags tslands.
I stefnum atvinnurekenda er
krafist ábyrgðar Farmanna- og
fiskimannasambandsins á sam-
úðarverkfalli kaupskipavél-
stjóra sem þeir telja ólöglegt, og
einnig þess, að viðurkennd verði
skaðabótaábyrgö vegna tjóns,
sem af samúðarverkfallinu hef-
ur hlotist.
... og einnig rafvirkjar
Fundur i Félagi islenskra rafvirkja, haldinn 29. mai 1975 mótmælit
harðlega bráðabirgðaiögum þeim, sem gefin voru út i dag, sem banna
vfirstandandi verkföll starfsfólks Sementsverksmiöju rikisins,
Aburðarverksmiðju rikisins og Kisiliðjunnar h/f, og kveður á um,
að kaupgjald skuli úrskurðað af gerðardómi. Jafnframt lýsir fundurinn
yfir fyllsta stuðningi við samþykkt sameiginlegs fundar miðstjórnar
ASl, samninganefndar ASl og samninganefndar rikisverksmiöjanna.
Fundurinn telur viðbrögð þeirra visbendingu um samhug og styrk
verkalýðshreyfingarinnar á örlagastundu.”
Fundurinn gaf trúnaðarmannaráði félagsins heimild til að boða til
vinnustöövunar, sem hefjast skuli 11. júni, hafi samningar ekki tekist
áöur.
Ofanritaðar tillögur voru samþykktar á fundi Fél. isl. rafvirkja 29/5