Alþýðublaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 2
Kosningabaráttan er hafin í Bandaríkjunum Segja má að undanrásir i for- setakosningum i Bandarikjun- um séu nú um það bil áð hefjast. Flokkur Fords forseta, Repu- blikanar, hefur nú ákveðið að borgin Kansas i Missouri verði aðsetur flokksþingsins, sem velja á forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar 1976. Flokks- þing Republikana var siðast háð i Kansasborg árið 1928, þegar Herbert Hoover var valinn for- setaefni flokksins. Hann var sið- an kjörinn forseti og fóru Repu- blikanar eftir það með stjóri# landsins i tvo áratugi. Spurningin er nú, hvort Kansas City verði eins mikil happaborg fyrir flokkinn eins og hún reyndist á kreppuárunum um 1928. Flestir telja að Ford núverandi forseti verði fyrir valinu, sem frambjóöandi flokksins, en hann hefur þá sér- stöðu að vera eini forseti Bandarikjanna, sem ekki þurfti að ganga i gegnum kosningar til þess að verða æðsti valdhafi landsins. Eins og menn muna unnu Republikanar einhvern glæsilegasta sigur i sögu Bandarikjanna i siðustu for- setakosningum, þegar Nixon og Spiro Agnew hlutu kosningu. Ekki reyndust þessir stjórn- málamenn jafn happasælir og ástæða hefði verið til að ætla, miðað við kosningasigurinn. Agnew hrökklaðist úr embætti og Nixon valdi Ford i hans stað og þaðan hófst Ford siðan upp i forsetastólinn og þá sögu þekkja flestir nokkuð vel. Ef Ford verður nú fyrir val- inu, sem forsetaefni flokksins fær hann i fyrsta skipti að spreyta sig i forsetakosningum. Ýmsir hafa velt þvi fyrir sér hvort Republikanar muni nú ekki fá á sig skell fyrir Water- gate-málið og er enginn vafi á þvi að þetta mál mun hafa sin áhrif á kosningarnar. Á hinn bóginn kemur einnig til, að Ford forseti hefur tekið á þessu máli með allmikilli festu og hlotið vinsældir á kostnað Nixons, sem þjóðin var guðsfegin að losna við. Þannig má segja, að skakkaföll flokksins hafi öll grafist með Nixon. Nú liggur reyndar ekki ljóst fyrir hvort Ford verður forseta- efni Republikana. Or þvi verður skorið i forkosningum. Gerald Ford hefur þegar lýst þvi yfir, að hann muni gefa kost á sér og ýmsir telja að ríkisstjóri Kali- forniurikis, Ronald Regan, fyrr- verandi kvikmyndastjarna, muni einnig verða i kjöri. Sam- kvæmt siðustu skoðanakönnun Gallups eru vinsældir Fords 45% á móti 19% fyrir Regan. Þessar tölur segja ekki mikið og getur margt breyst á skömmum tima. Vinsældir bandariskra stjórnmálamanna eru mjög háðar dægurmálum. Almenn- ingur er ekki eins tryggur stjórnmálaflokkunum eins og gerist i Evrópu. Fólk vegur og metur stjórnmálamenn og flokkana vægðarlaust og kýs þá, sem þeir treysta best. Mörg dæmi eru til þess, að stjórnmálaflokkur sem fékk yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða við forkosningar hafi tapað i aðalkosningum. Dæmi af þessu tagi má taka úr kosning- um i Tennessee riki fyrir nokkr- um árum við kosningu annars öldungadeildarþingmanns rikisins. 1 forkosningum Demo- krata fengu tveir frambjóðend- ur flokksins nokkuð svipað at- kvæðamagn. Annar hlaut tæp 300 þúsund atkvæði en hinn um 20 þúsund atkvæðum færra. í forkosningum Republikana um sama leyti fékk einn frambjóð- andi flokksins i sama riki um 60 þúsqnd atkvæði en aðrir fram- bjóðendur flokksins mun minna. t kosningunum sjálfum féll svo Demokratinn, sem fengið hafði um 300 þúsund atkvæði i for- kosningum en Republikaninn, sem fékk um 60 þúsund atkvæði i forkosningum, hlaut kosningu til Oldungadeildarinnar. Ljóst er af þessu dæmi, að stuðnings- menn þess frambjóðanda Demókrata, sem hlotiö natoi rúmlega 200 þúsund atkvæði kusu i aðalkosningunum fram- bjóðanda Republikana. í þessu tilteknu dæmi er einnig at- hyglisvert að það voru i raun og veru vinstri-hægri átök, ■ sem þarna áttu sér stað milli fram- bjóðendanna, en ekki átök milli flokkanna sem slikra. Enda þótt margt sé ólikt um hegðun bandariskra kjósenda við forsetakosningar og i kosn- ingum til öldungadeildar eða fulltrúadeildarinnar er ljóst að persónuleg áhrif frambjóðend- anna skipta yfirleitt mjög miklu. Kjósendur eru fúsir til að greiða þeim frambjóðanda at- kvæði sem þeim list vel á. A hinn bóginn eru kjósendur jafn- fljótir til að styðja einhvern annan ef þessi frambjóðandi, sem þeir kusu áður hefur ekki staðið sig sem skyldi, ef hann þá náði kosningu. 1 kósningunum á næsta ári liggur ekki ljóst fyrir hverjir muni verða liklegustu fram- bjóðendur Demókrata. Oft hef- ur nafn Edwards Kennedy kom- ið upp þegar rætt hefur verið um sigurstranglega frambjóðendur fyrir flokkinn og enginn vafi er á þvi að lagt verður hart að Kennedy að gefa kost á sér til framboðsins. A hinn bóginn mun ýmsum þykja nóg komið af NATO BÝÐUR SOVÉT- BLOKKINNI Á HERSÝNINGU Sovétrikin og önnur rlki Var- sjárbandalagsins (Búlgaria, Tékkóslóvakía, Austur-Þýska- land, Ungverjaland, Pólland og Rúmenia) hafa fengið boð frá Atlantshafsbandalaginu (NATO) um að senda fulltrúa sina tii að fylgjast með heræfingum NATO, sem hefjast munu i Vest- ur-Þýskalandi 14. október nk. Um 57.000 hermenn frá Vest- ur-Þýskalandi, Bandarikjunum, Kanada og Frakklandi munu taka þátt i þessum æfingum. Samkvæmt frétt frá Bonn i gær mun þetta vera i fyrsta skipti sem umrædd hernaðarbandalög hafa með sér þess konar sam- vinnu. Talsmaður vestur-þýsku stjórnarinnar sagði að lita mætti á þetta, sem framhald þess ár- angurs sem náðst hefði á ör- yggisráðstefnunni i Helsinki. Bandaríkjamenn ræðast við Svíar og Aðstoðarutanrikisráðherra Bandarikjanna, Robert Ingersoll er nú i opinberri heimsókn i Svi- þjóð og er það I fyrsta sinn sem háttsettur ráðherra i Bandaríkja- stjórn heimsækir Sviþjóð frá þvi að slitnaði upp úr stjórnmálasam- bandi milli rikjanna árið 1972 út af sprengjuárásum Bandarikja- manna á Hanoi. Stjórnmálasam- band milli Sviþjóðar og Banda- rikjanna var siðan endurnýjað i mai á siðasta ári. Ingersoll mun m.a. ræða við Olaf Palme for- sætisráðherra og Sven Andersson utanrikisráðherra. Viðræðurnar eru sagðar munu snúast um samskipti þjóðanna, en einnig mun samningurinn milli ísraels og Egyptalands fyrir milligöngu Bandarikjanna bera á góma og ef til vill málefni Portúgals, að þvi er segir I frétta- skeyti frá Reuter i gær. Lynette Fromme fékk byssuna að láni Astmaöur Lynette Fromme, þeirrar sem reyndi að myrða Ford Bandarikjaforseta i siðustu viku, segist hafa haft stöðugt bréfasamband við Charles Man- son, sem nú situr I lifstiðarfang- elsi. Hann segist einnig hafa látið Lynette hafa byssuna, sem hún notaði við tilræðið við forsetann, að sögn lögreglunnar. Að sögn mannsins kvaðst Lynette þurfa á byssunni að halda til þess að verja sjálfa sig, sem ekki þykir i frásögur færandi i Bandarikjun- um. Hún fékk byssuna að láni fyr- ir um það bil sex vikum frá kunn- ingja sínum, eins og fyrr greinir. Samband þeirra beggja við Man- son virðist hafa verið allnáið. Manson situr i fangelsi fyrir að hafa fyrirskipað hippafélögum sinum aö setja á sviö morðið á kvikmyndastjörnunni Sharon Tate árið 1969. Alþýðublaðið hörmungum vegna stjórnmála- afskipta þeirra bræðra, fyrst morðinu á John F. Kennedy og siðar morðinu á Robert Kennedy i miðri kosningabar- áttunni til forsetakjörs. Eftir til- ræðið við Gerald Ford nú fyrir skömmu munu ýmsir ef til vill benda á, að þetta sé áhætta, sem hver og einn verði að taka á sig og skipti þvi engu máli hvort maðurinn heitir Kennedy eða Jackson. Fyrir stuttu ákváðu Demó- kratar að halda flokksþing sitt i New York-borg. Hafa þeir með þvi undirstrikað áhuga sinn á þvi að leysa vandamál stór- borganna, sem stöðugt hafa far- ið vaxandi ár frá ári. Ljóst er að Demókratar hugsa sér gott til glóðarinnar en flestir frétta- skýrendur eru sammála um að flokkurinn þurfi mjög sterkan frambjóðanda til þess að bera sigurorð af Ford, sem er líkleg- astur af frambjóðendum Repu- blikana eins og nú horfir. Má vera að það sé aðeins eitt nafn sem geti veitt Demókrötum sig- urinn, þ.e. Edward Kennedy. -----------------SKEYT, Dómar i Aþenu Herdómstóll I Aþenu dæmdi I gær 16 herforingja og aðra ein- staklinga i varðhald, frá fimm mánuðum til 23 ára. Portúgal Talsmenn kommúnistaflokks Portúgais sögðu I gærkvöldi að flokkurinn mundi ekki taka þátt i stjórnarmyndun með Jafnað- armönnum og Miðdemókrötum. Flokkurinn mundi þó sam- þykkja að einstakir leiðtogar kommúnista tækju sæti i stjórn- inni og þá sem einstaklingar en ekki sem fulltrúar flokksins. Sunnudagur 14. september 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.