Alþýðublaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 7
Bridje Skal eða skal ekki?! Endurtekið áramótaskaup Skömmu eftir heims- meistarakeppnina i Stokkhólmi 1970 var Bobby Wolff spurður, hvort eitthvað sérstaklega minnisstætt hefði gerst i keppn- inni. „Já, svo sannarlega”, svaraði hann og hélt svo áfram. „Enda þótt bridge sé mér ánægjulegur leikur oftast nær, getur þó syrt i álinn. Vandi, sem ekkert skyn- samlegt svar er við, berst þér að höndum. Og þú situr varnar- laus. Þú verður að taka ákvörðun, og ert þess fullviss, að allteins getursvofarið, að þú litir heldur kálfalega út, þegar spilinu er lokið. Ekki bætir það úr skák, ef þú ert þér þess meðvitandi, að augu bridge- heimsins hvila á þér i heims- meistarakeppni. í keppninni við Norðmenn hafði ég á höndum þessi spil: * Á K 9 V K4 * ÁKD854 * 6 5 Auðvitað vorum við á hættu, en hinir ekki! Ég sat i Suður. Vestur opnaði á þremur laufum, samherji sagði þrjá spaða og Austur sagði fimm lauf! Hvað var til ráða? Ég hnerraði, hóstaði og bað um isvatn til hressingar, en allt kom fyrir ekki. Ég átti að segja, undan þvi varð ekki vikist. Hve marga tapslagi i laufi, skyldi samherji hafa? Var hann máske lauflaus? A ég að segja spaða?, eða er tigull rétti liturinn? Við þessu hafði ég ekkert svar. Ég ákvað að segja sex lauf og láta svo samherja um ákvörðunina. Á vissan hátt hafði hann til matarins unnið með spaðasögn sinni! Norður sagði sex spaða. Mér létti. Hann bar nú ábyrgðina lika, og hér eru spilin: A D G 10 7 6 2 V AD 87 5 ♦-------- * G 7 *85 A43 V62 hG 10 9 3 ♦ 10 92 ▲ G 7 6 3 * K D 10 9 8 4^ A 3 2 ♦ A K 9 V K 4 ♦ A K D 8 5 4 * 6 5 Auðvitað tóku andstæðing- arnir tvo fyrstu slagina á lauf og ég var viss um, að nú hefði ég gloprað niður 13 Impum. Er hægt að gleyma slíku?!! En sveitarfélagar okkar Jacbys, Goldman og Eisenberg gerðu mest litið til að auðvelda sagnir fyrir Norðmönnum. Goldman opnaði einnig i vestri á þremur laufum. Norður sagði fjögur lauf og Austur fimm lauf. Þetta setti Suður i enn verri klipu en á hinu borðinu. Hann ályktaði, að samherji hefði enn sterkari spil en raun var á og sagði sjö tigla. 3 niður og við fengum 5 Impa. I Afturúrverkið Ringulreið var I frumframið i Þjóðleikhús- I kjallaranum á þriðjudagskvöldið. I Höfundur texta er Flosi Ólafsson I en músik eftir Magnús j Ingimarsson. Flosa hefur tekist bráðvel upp á J köflum og þarna flugu margir I Kona úr Vesturbænum hringdi til okkar: Fyrst af öllu vil ég koma á framfæri þakklæti til ykkar Al- þýðublaðsmanna fyrir ykkar ágætu neytendaopnu, hún hefur veitt mörgum mjög góðar og á- reiðanlegar upplýsingar um mál sem varða neytendur. Erindið var nú samt aðallega að fá upp- lýst, hvort verslunareigendur eru ekki skyldugir til að verðmerkja þær vörur sem þeir stilla út I búðarglugga sina? Mér finnst mjög óhentugt fyrirkomulag hjá þeim að gera þetta ekki. Til dæmis förum við, ég og maðurinn minn, oft á laugardögum og sunnudögum til að skoða i búðar- glugga. Þá sér maður oft eitt og annað, sem maður hefði gjarna viljað eignast. En svo hættir manni til að hugsa ekki meira um hlutina, ef ekki er neina verð- merkingu að sjá. Ég mundi ætla, að það væri oftar sem kaupmenn Innlendu fréttirnar að utan Landhelgismálið virðist vera ofarlega i hugum margra um þessar mundir. Landhelgismaður hringdi og hafði þetta að segja: t fréttum útvarpsins var fjallað um landhelgismálið og mótað- gerðir við þvingunaraðgerðum Þjóðverja og afgreiðslubann á þýsku eftirlitsskipin. Meðal ann- ars kom það fram, að samkvæmt skeyti, er fréttastofa útvarpsins hefði fengið erlendis frá, væri bú- iðað ákveða fund með utanrikis- ráðherrum landanna, það er að segja tslands og Þýskalands. Er það misskilningur minn, eða get- ur það verið rétt, að okkar eigin fjölmiðlar verði að sækja sér upp- lýsingar, sem varða lifshags- munamál okkar allra, út fyrir iandssteinana? Ef þetta er rétt, hvernig getur það hugsast, að ráðamönnum haldist uppi svona framkoma átölulaust af hálfu fjölmiðla? Sé ofangreint rétt, þá finnst mér full ástæða til þess fyrir fjölmiðla að bindast sam- tökum um að sauma rækilega að þessum ráðamönnum, er fyrir svona nokkru standa. Þetta má alls ekki vara svona lengur. góðir brandarar. 1 heild er ver'kið ópera i þrem þáttum og 21 atriði með prolog og epilog. Þetta afturstefnuverk Flosa er þann- ig úr garði gert að erfitt er að lýsa þvi með orðum og vonlaust er að rekja söguþráðinn þar sem hann er litill sem enginn. töpuðu á þvi, að verðmerkja ekki útstilltar vörur en hitt, að þeir löC uðu að sér viðskipti. Vona svo að þessu verði kippt i lag sem fyrst. Bílstjórinn á beinni línu Laufeysendi okkur nokkrar lin- ur vegna strætisvagnanna: Ég ferðast með strætisvögnum borgarinnar, meira eða minna, á hverjum degi. Éghefveitt athygli ýmsum skiltum, er fest eru upp i vögnunum og sjálfsagt ætlast til að bæði bilstjórar og farþegar fari eftir þvi, sem á þessum skilt- um stendur. Þar má lesa t.d.: Reykingar bannaðar, Standið ekki i tröppunni, Haldið fast, meðan vagninn er á ferð, og svo er eitt skilti, sem blasir við vagn- stjórum ogfarþegum: Viðræður bannaðar við vagnstjóra i akstri. Um daginn var ég á leið niður i bæ með leið 4 og ekki færri en þrir menn, einn lögregluþjónn og tveir vagnstjórar, sem sennilega hafa verið að koma af vakt, stóðu yfir vagnstjóranum og kjöftuðu við hann, svo lengi sem ég var i vagn- inum, en ég fór út niður i Lækjar- götu. Hvernig erhægt að ætlast til að fólk fari eftir svona reglum, þegar sjálfir vagnstjórarnir og meira að segja lögreglan gerir það ekki? KvartiÖ - EF m ER Á RÉTT YKKðR GEMGIb - LÁI IB OKKOR HfyRA UM ÞM) 5EM AF - UACA PER EN KOMiS ljka þakklaeii oshrosi ófraiwfaeri -hnngið ‘ HoRMÆ) HORNID llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllil Verðmerking í búðargluggum Glæsileg húsgagnaverslun opnuð Emil Hjartarson, sem i 20 ár ur opnað húsgangaverslun að hefur rekið trésmiðjuna Meið hef- Siðumúla 30 undir nafninu T.M. húsgögn. Hér er sennilega um að ræða eina stærstu húsgagnaversl- un iandsins og gefst þar gott yfir- lit yfir hið fjölbreytta úrval ný- tisku húsgagna sem verslunin hefur upp á að bjóða. Sérstaka athygli vekja mjög smekklegar raðeiningar, en hver eining er 90 cm breið. Fólk getur keypt þarna hvort sem um er að ræða bar eða bókasafn, og alltaf er hægt að bæta við einingum eft- ir efnum og ástæðum. Húsgögn þau sem verslunin selur eru að langmestum hluta framleidd i Meiði og eru fyllilega samkeppn- isfær við innflutt húsgögn hvað snertir verð og gæði. Emil Hjartarson sagði i samtaii viðblaðið, að verð innfluttra hús- gagna væri mun hærra en is- lenskra ef miðað væri við sömu gæðaflokka. Flosi gerir grin að flestu þvi sem nú ber hæst i þjóðfélaginu en áhorfandinn fær það fljótt á til- finninguna að hann hafi séð eða heyrt þetta áður. Og tilfellið er, Flosi endurnýjar þarna áramóta- skaup sitt úr sjónvarpinu og heldur hefði þetta orðið þunnt ef ekki hefðu komið til frábærir leikarar. Sigriður Þorvaldsdóttir og Randver Þorláksson báru uppi sýninguna með frábærum leik. Arni Tryggvason kom engum á óvart þar sem hann hefur áunnið sér sess sem gamanleikari okkar númer eitt með allri virðingu fyrir Bessa Bjarnasyni. Ingunn Jensdóttir sýndi þarna á sér alveg nýja hlið og gaf Árna ekkert eftir I grininu. t upphafi sýningarinnar kom Guðrún Stephensen fram sem sjónvarpsnotandi og leyndist engum að þar lék hún hlutverk Svölu Thorlacius. Þetta „Kast- Tjós” var besta atriði sýningar- innar og þar fóru allir leikarar á kostum. Ekki vil ég spá neinu um aðsókn i framtiðinni að þessu afturúrstefnuverki Flosa og Magnúsar en frekar iit ég á þetta sem tilraun heldur en alvöruverk og þeir félagar hljóta að geta gert betur. Sæmundur Guðvinsson. Auglýsing Auglýstar eru lausar til umsóknar stöður skattendurskoðenda og staða ritara við embætti skattstjórans i Reykjanes- umdæmi. Umsækjendur um stöður skatt- endurskoðenda þurfa að vera reiðubúnir að sitja námskeið i skattamálum og sýna hæfni sina að þvi loknu. Umsóknir sendist skattstjóranum i Reykjanesumdæmi, Strandgötu 8-10, Hafnarfirði, veitir hann jafnframt nánari upplýsingar um Störfin sé þess óskað. Fjármálaráðuneytið, 11. sept. 1975. Auglýsing um skoðun bifreiða með G-skrásetningar- merki i Gullbringusýsiu og Grindavík um skoðun bifreiða með G-skrásetningar- merki i Gullbringusýslu og Grindavik. Það tilkynnist hér með, að skoðun bifreiða með G-skrásetningarmerki i Gullbringu- sýslu og Grindavik fer fram mánudaginn 22. september, þriðjudaginn 23. septem- ber, miðvikudaginn 24. september og fimmtudaginn 25. september 1975. Skoðunin fer fram við Bifreiðaeftirlitið i Keflavik að Iðuvelli 4, Keflavik áður- nefnda daga kl.,9—12 og 13—16:30. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. At- hygli skal vakin á þvi, að skráningarnúm- er skulu vera læsileg. Eigendur reiðhjóla með hjálparvél eru sérstaklega áminntir um að færa reiðhjól sin til skoðunar. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Til athugunar fyfir bifreiðaeigendur: Við fullnaðarskoðun bifreiða skal sýna 1 jósastillingar vottorð. Þetta tilkynnist öllum þeim sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi, sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Bæjarfógetinn i Keflavik og i Grindavik, sýslumaðurinn i Gullbringusýslu 11. september 1975. Sunnudagur 14. september 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.