Alþýðublaðið - 14.09.1975, Qupperneq 8
Þorsteinn Matthíasson skrifar
Meðal íslendinga í Vesturheimi
Frá Vancouver
Nú er gaman að lifa
Að morgni dags 16. júlf s.l. fóru
tvær þotur frá flugfélaginu Air
Viking með ferðamannahóp frá
íslandi vestur um haf til Von-
couver i Canada. Tilefni þessarar
farar var fyrst og fremst hátið sú
sem haldin var að Gimli i Mani-
toba dagana 2—4. ágúst. Til að
minnast eitt hundrað ára land-
náms islendinga i vesturheimi, en
þeir lentu við Viðinestanga á
vesturströnd Winnipegvatns siðla
hausts árið 1875.
Ýmsum þeim, sem hátið þessa
hugðust sæk ja lék hugur á að gera
eina ferð góða og komast jafn-
framt vestur að kyrrahafi til Van-
couver og Viktoria, en þar er nú
búsett fjölmargt fólk af islensk-
um ættum.
Gisli Guðmundsson kennari
mun hafa átt stærstan þátt i þvi
að skipuleggja ferðirnar til
Kyrrahafsstrandarinnar og var
þar aðalfararstj. En einnig hafði
Arni Bjarnason bóksali á Akur-
eyri nokkurn veg og vanda af ferð
þessari, þvi önnur flugvélin mátti
heita fullskipuð fólki frá Akureyri
og úr norðurbyggðum. Ferðin
vestur gekk vel. Millilent var á
Baffinslandi til að taka eldsneyti
en ekki mun Islendingum hafa
sýnst land þar frjósamara en i
heimahéraði.
Á flugvellinum i Vancouver var
lent að liðnu hádegi eftir staðar-
tima þar. Var þá komið margt
Vestur-lslendinga til að fagna
ferðafólkinu. Hygg ég að flestum
verði lengi i minni alúðin og hug-
hlýjan i viðmóti fólksins, sem tók
á móti gestum sinum. Margir
menn hafa fengið gistingastað hjá
frændum sinum og vinum en allur
fjöldinn gisti þó á Rizt hóteli en
þar hafði fararstjórinn áður búið
fólkinu samastað eftir þvi sem
með þurfti.
bað hefur orðið að samkomu-
lagi milli min og Alþýðublaðsins
að ég skrifaði fáeinar greinar um
þessa vesturför og reyndi að gefa
lesendum nokkra hugmynd um
það sem fyrir augu og eyru bar.
Um Vancouverferðina er það að
segja, að ég dvaldi þar aðeins
þrjá daga og flaug svo aftur til
Winnipeg með Air Canada. En
þessi skammi timi var fyrir mig
mjög ánægjulegur. Að visu hafði
ég gististað á hóteli og þar af leið-
andi minna persónulegt samband
við lif og lifshætti fólksins sem
þarna býr, heldur en ég hefði ver-
ið á einkaheimili eins og i Mani-
toba. En hvar sem maður mætti
Vestur-tslendingi vildi hann veita
alla þá fyrirgreiðslu, sem hann
gat besta i té látið og mannfagn-
aður sá, sem tslendingar i Van-
couver stofnuðu til gestum sinum
til heiðurs, var frábær að rausn
og myndarskap.
Ég átti bvi láni að fagna að
hitta vestur-islenskan mann.
Öskar Hávarðsson og konu hans
Helgu Sigtryggsdóttur og koma á
heimili þeirra hjóna. Hann er ætt-
aður af Austurlandi, sonur Jóns
Hávarðssonar frá Hellisfirði i
Norðfirði og konu hans Mariu
Bjamadóttur. Þau fluttu frá ts-
Iandi vestur til Canada og settust
að I Siglunesbyggð i Manitoba og
þar var Óskar fæddur og uppal-
inn.
,,Ég missti móður mina tiu ára
gamall og var eftir það á hálf-
gerðum flækingi. En þetta gekk
allt vel, ég var með góðu fólki,
ættingjum og vinum. Svo þegar
Vinnandi fólk, sem vill
komast áfram hefur
Helga Sigtryggsdóttir ogóskarHávarðarson
hér alla möguleika
áfram hefur hér alla möguleika.
Sfðustu þrjátiu árin hafa verið
hér gifurlegar framfarir. bað eru
aðeins eitt hundrað ár siðan hér i
Manitoba var allt land ónuminn
kargaskógur, og viða mýri og
vatnsflaumur. Við höfum auðvit-
þeirra sem taka á móti okkur. Og
þar eiga fleiri hlut að en fólk af is-
lenskum ættum. Hjá öllum er
hugurinn sá sami, allir rétta fram
vinarhönd, og það segir sina sögu
um islenska þjóðarbrotið hér i
Vesturheimi.
að gert ýmis mistök i uppbygg-
ingunni, en það er eins og gengur.
Hvað hefur til sins ágætis nokkuð,
og við höfum lært af þvi.
Ég held að við höfum skefju á
okkar lifnaðarháttum og séum i
flestu hófsmenn fremur en hitt.
En ég vil segja það að lokum,
að ég fagna komu Islendinganna
hingað vestur yfir hafið, og við
viljum allt gera til þess að þið
hafið ánægju af að koma hér. Það
máttu segja frændum minum og
vinum heima á Islandi.
Okkur þykir vænt um landið og
þjóðina. Sú ættartaug sem liggur
heim til fslands er sterk, en það
er orðið erfitt með málið. Islensk-
an fer að logna útaf hér, þ.e.a.s. á
almennings vegum. Lengst mun
hún þó lifa i Manitoba, en samt
sem áður, daglegt mál hjá okkur
er að tapast.”
Þessi ágæti maður, Óskar Há-
varðsson, var i hópi þeirra mörgu
Vestur-íslendinga, sem greiddu
götu ferðafólksins og veittu þvi
leiðsögn þegar á þurfti að halda.
Hann ferðaðist t.d. með a.m.k.
einum hópnum milli Vancouver
og Winnipegborgar.
Ég hitti að máli frú Nönnu,
konu Gisla Guðmundssonar, en
hún hefur ásamt manni sinum
verið fararstjóri Vancouverfar-
anna, og spyr hana um ferðina:
„Eftir þvi sem ég hef komist
næst og fólkið lætur f ljósi held ég
ab almenn ánægja sé með ferða-
lagið, enda þótt skoðanir manna
séu auðvitað alltaf misjafnar.
Mér hefur fundist ágætt að ferð-
ast með fólkinu þó þetta sé dálit-
ið sundurleitur hópur. Ungt fólk
og eldra fólk hér og þar af land-
inu. En mér hefur fundist það
eiga auðvelt með að semja sig
hvert að öðru og vilja gera sitt til
að auðvelda ferðina.
Móttökurnar hafa verið þannig,
að það ná engin orð til að lýsa
þeim. Alls staðar hefur verið svo
vel að okkur búið, að ætla mætti
aðvið værum fjölskyldumeðlimir
Hjónin Eysteinn Guðmundsson
og Erla Erlendsdóttir og Sigurvin
Snæbjörnsson og Svana Fri-
mannsdóttir voru meðal þeirra
sem fóru vestur til Vancouver 16.
júli. Þetta fólk er ferðavant og
hefur viða litið til hafs og landa.
Þaö er þvi nokkurs vert að heyra
álit þess á þvi hvernig vesturför
Islendinganna, sú fjölmennasta
sem til þessa hefur átt sér stað,
hafi tekist. Mér skilst að þau séu
nokkurnveginn á einu máli og
viðhorfið til ferðarinnar sé eitt-
hvað á þessa leið:
„Fyrir okkur má likja þessari
ferð við áhyggjulausan sólskins-
dag, GIsli Guðmundsson, kona
hans og aðstoðarfólk þeirra i
fararstjórninni hefur reynst okk-
ur vel og erum við þakklát fyrir
það.
Eftir að við komum frá Van-
couverhingað til Winnipeg tókum
við okkur bilaleigubil fjögur sam-
an og höfum ekið viða um landið.
Við höfum komið á einkaheimili, i
sumarbústaði og ekið meðfrarn
vatninu. Alls staðar hafa. okkur
staðið opnar dyr — alls staðar
sama hlýja viðmótið. Án efa
verða þó minnisstæðust af öllu
sem við höfum séð og heyrt i
þessu mikilfenglega landi, kynnin
við Vestur-lslendingana, að
heyra þá tala og gera grein fyrir
viðhorfum sinum til lifsins. Við
höfum komið á alislensk heimili
sem hafa umfangsmikinn bú-
rekstur og án efa mikil fjárráð, en
sölla þó lifsháttum sinum mjög i
hóf. Þessi heimili eru þægileg, i-
veruhúsin snotur en ekki stór og
allur húsbúnaður notalegur en i-
burbarlaus.
Það er alveg stórfurðulegt
hvernig þetta fólk, sem kom hér
að ónumdu landi fyrir hundrað
árum, hefur getáð brotist áfram.
Það væri sannarlega nokkurs
virði að dvelja hér lengur og
kynnast landi og þjóð betur, án
efa mætti margt gagnlegt af þvi
læra. þ-ni.
Hátiðarklæddar íslenskar konur á
götu á Gimli
ég var orðinn nógu gamall fór ég
að vinna fyrirmér og hef gert það
siðan. Ég var svo heppinn að
mæta Helgu konu minni og hef
ekki haft það svo mjög erfitt sið-
an.
Meðan ég átti heima austan
fjalla var ég mest við fiskiri á
veturna en stundaði skógarhögg
og vann við að búa til fiskikassa á
sumrin. En byrjaði svo að vinna
við smiðar 1927 og hef gert það
siðan. Árið 1940 — fyrir 35 árum,
fluttum við vestur að hafi og höf-
um átt þar heima siðan.
Hér er mjög gott að vera. Veðr-
átta er ákaflega hagstæð, varla
hægt að tala um vetrarkulda,
aldrei lengri tima en sex
vikur. Einn vetur; 1929, var ég við
vatnafiskiá langt norður i
óbyggðum Manitoba. Við þurft-
um að flytja fiskinn langar leiðir
á hestum og hundum og koma
honum á lestina og senda hann —
kannski 16—1700 enskar milur,
suður tíl Chicago, þár sem hann
var seldur. Þetta fiskiri var nú
ekki ætib tekið með sitjandi sæl-
unni. Kæmi hriðarbylur brotnaði
isinn stundum upp og við misst-
um net. Þau lentu i hrannir og við
sáum ekkert eftir af þeim meir.
Oft var það lán að við sjálfir
komumst heilir frá þessu, en við
þekktum isinn og vorum býsna
varkárir, þó hafa orðið mörg slys.
Ég sá Island i fyrsta skipti,
þegar ég fór heim á þjobhatiöina
siðastliðið ár. Eg var hrifinn af
landinu og fannst það stórum
merkilegra en ég hafði gert mér
grein fyrir, enda þótt ég hefði
margt heyrt frá þvi sagt. Við hér
höfum lika merkilegt land, en til
þess að skynja það til fulls verða
menn að ferðast og skoða landið.
Við höfum, eins og Guttormur
skáld sagði: „Lof sé guði, allt af
öllu.” Við þurfum bara að kunna
að nýta það. Hér i þessu landi ætti
enginn að þurfa að kvarta yfir
neinu, ég get ekki séð það. Vinn-
andi fólk sem vill komast
Alþýðublaðiö
Sunnudagur 14. september 1975.