Alþýðublaðið - 18.09.1975, Side 3
Steffnuliós Sigurður E. Guðmundsson skrifar
Grjótaþorp
Grímsstaðaholt
Undanfarna daga og vikur
hafa nokkrar umræður farið
fram i tilefni af hugmyndum
tveggja ungra og gáfaðra
arkitekta um gjörbreytingu á
Grjótaþorpi i Reykjavik.
Leggja þeir til, að flestöll hús
frá liðinni tið, sem þar standa,
verði fjarlægð i eitt skipti fyrir
öll, og i þeirra stað verði reist
nýtiskuleg steinhús. Ég er
borinn og barnfæddur vestur-
bæingur og má þvi til með að
leggja orð i þennan belg.
Auðvitað er það rétt, að mörg eru húsin
i Grjótaþorpi orðin ærið óhrjáleg og
sennilega til litilla nota núorðið. Annað
mál er,hvort þar með sé lausnin sú, að
setja jarðýturnar á þau og byggja siðan
steinkastala i staðinn. Að minu viti þyrfti
fram aðfara itarleg athugun á svæðinu og
kanna til hlitar ástand og gildi þeirra
húsa, sem þar standa. Verði niðurstaðan
sú, að einhver verði að fara, aldurs vegna
og litils gildis, er ekkert við þvi að segja,
en jafnframt þarf þá að kanna hvað komið
getur i staðinn. Augljóst virðist mér, að
stór steinhús myndu spilla öllu samræmi
á þessu svæði og tel raunar, að meira en
nóg sé þar að gert. Hins vegar virðist mér
koma mjög til greina, að hönnuð yrðu og
reist ný timburhús i stað þeirra, sem felld
verða, og yrðu þau þá að sjálfsögðu öll á
þann veg, að þau féllu sem bezt inn I allt
umhverfi svæðisins og ættu sinn rika þátt
i að hefja Grjótaþorp á ný til vegs.
Gamlir vesturbæingar hljót,a að hugsa til
þess með skelfingu að Grjótaþorpi verði
eytt og þar komi enn eitt steinsteypu-
hverfið i viðbót. Þeir góðu arkitektar
Ölafur og Guðmundur hljóta að vera
utanbæjarmenn, i mesta lagi austurbæ-
ingar. Og felli þeir Grjótaþorpið, fara þá
ekki Þingholtin okkar góðu eða Skugga-
hverfið næst?
Annars vill svo ved — eða, réttara sagt,
illa — til, að við Heykvikingar (sem meg-
um ekki einu sinni skrifa okkur með stór-
um staf lengur) höfum fyrir augunum
bæjarhverfi, sem á sinum tima stóð vel
fyrirsinu og var ein af rósunum i hnappa-
gati þeirrar gömlu og góðu Reykjavikur.
Þar á ég við Grimsstaðaholtið, sem á
mínum sokkabandsárum var mjög
merkilegur staður og sögufrægur um all-
an bæ. Þar bjó mikið af merkilegu fólki,
sem miklar og góðar sögur fóru af. En ef
menn langar til að sjá hvernig fer fyrir
Grjótaþorpi, ef jarðýtustefnan sigrar,
ættu þeir að skreppa suður á holt. Ég
hugsa, að flestum yrði löng leit að þvi
gamla og góða Grimsstaðaholti, sem þar
stóð með blóma áratugum saman og hafði
sinn mikla sjarma. 1 stað þess hefur stein-
steypustefnan haidið innreið sina með
steinhúsum, sem öll eru eins — og sjarm-
inn er horfinn. Borgaryfirvöldin hefðu get
að tekið annan pól I hæðinni. Þau hefðu
getað tekið ákvörðun um að vernda og
varðveita þessa gömlu og söguriku byggð,
sem var svo viðkvæm og þarfnaðist alúð-
legrar og skilningsrikrar meðferðar. Það
hefðji mátt gera með þvi að fella ónýt hús,
sem ekkert gildi höfðu, en reisa i þeirra
stað önnur hús úr samskonar efni, sem
féllu inn i umhverfið. Þannig hefði mátt
framlengja lif þessarar byggðar, öldnum
og óbornum til yndis og ánægju. En þvi
miður, þegar steinsteypan og jarðýturnar
leggjast á eitt með dapurlega hugsandi
skipulagsyfirvöldum er ekki góðs að
vænta.
f framhaldi af þessu er ekki úr vegi að
benda mönnum á, að Reykjavik á sér
mikinn sjóð menningarverðmæta i göml-
um húsum og götum i eldri hverfum
borgarinnar. Þar er um arf að ræða, sem
ekki hefur verið sinnt sem skyldi og al-
menningur gefur ekki nægilegan gaum.
Gefi menn sér tóm til þess að fara fót-
gangandi um vesturbæinn, miðbæinn og
vestasta hluta austurbæjarins, munu þeir
fara um margar gamlar , merkar og jafn-
velfallegar götur. Vesturbærinn er þekki-
legur um margt, þótt nokkuð misjafn sé,
en jafnmerkust þykja mér Þingholtin og
sumir staðir I Skuggahverfinu. Viða má
sjá i þessum hverfum gömul, merkileg og
falleg hús, sem taka á sig enn meiri ljóma
(og göturnar með) ef maður þekkir sögu
þeirra og feril að meira eða minna ieyti.
Um þetta eru Reykvikingar allt of hirðu-
lausir. Mér kæmi heldur ekki á óvart þótt
aðfluttir Reykvikingar átti sig litt eða
ekki á þessum hlutum og finnist sem
borgin sé öll eins: steinsteypt hús og mal-
bikaðar götur. En það er misskilningur,
það er mikið og margslungið lif i elstu
borgarhverfunum.
Fyrir um það bil tveimur árum siðan
efndi Alþýðuflokksfélag Reykjavikur til
kynnisferða fyrir Reykvikinga um eldri
borgarhverfin. Ferðir þessar voru allvel
sóttar og tókust með afbrigðum vel, enda
afar fróðlegar. A liðnu þjóðhátiðarsumri
efndi Reykjavikur-sýningin i Laugardals-
höll til sams konar fræðsluferða, sem mér
skilst að hafi tekizt vel. Slikar ferðir
þyrftu að verða fastur liður i borgarlifinu,
þvi að þær hafa margþætt gildi fyrir
borgarbúa og borgina sjálfa. En hvað sem
þvl liður, þyrmið Grjótaþorpi, Þingholt-
unum og Skuggahverfi — sjáið hvað hefur
skeð með Grímsstaðaholtið og Skerja-
fjörðinn.
þ c>
f réttaþráðurinn
Dagsími til kl. 20: 81866
Kvöldsími 81976-
„Þetta er tiunda árbók útgáfunnar i þessum flokki —stórviðburðir
ársins I máli og myndum”, sagði Hafsteinn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri útgáfunnar Þjóðsögu, um leið og hann kynnti fyrir
blaðamönnum „Árið 1974”, sem núerkomiðút. „Svo sem verið hef-
ur frá 1966,er sérkafli um Island og islensk málefni, sem Björn Jó-
hannsson fréttastjóri hefur annast. „Hér er um að ræða merkilegt
heimildasafn, sem verður þvi verðmætara sem lengra liður. Haf-
steinn sagðist nú gefa mönnum kost á, að kaupa bækurnar gegn af-
borgun, en þrjár fyrstu bækurnar eru nú með öllu til þurrðar gengn-
ar og lítið eftiraf sumum árgöngum öðrum. Bókin er að venju hin
prýðilegasta að frágangi. Hún er 320 bls. prentuð i ZUrich i Sviss.
Aðsetur Þjóðsögu er I Lækjargötu 10.
ræna húsinu
Á laugardaginn verður opnuð i
Norræna húsinu sýning á verkum
hins kunna danska listamanns
Jens Urup Jensen. Þarna verða
til sýnis um 30 oliumálverk, mál-
uð á siðustu 10 árum. Auk þeirra
sýnir listamaðurinn vatnslita-
myndir, grafikmyndir, frumdrög
að glermyndum, veggmyndum og
myndvefnaði og eru nokkur verk-
anna til sölu.
Þá verða um 50 litskyggnur, er
sýna kirkjur og opinberar bygg-
ingar, sem Jens Urup hefur
skreytt með glermyndum, vegg-
myndum og myndvefnaði stöðugt
sýndar meðan sýningin stendur
yfir.
Jens Urup Jensen er kvæntur
islenskri konu, Guðrúnu Sigurð-
ardóttur, sem einnig er listmálari
og hafa þau m.a. unnið saman að
gerð glermynda fyrir Sauðár-
krókskirkju, en þær voru settar
upp I fyrra.
Sýningin verður opin daglega
frá kl. 13 til 19 til 30. september og
á sama tima er bókasafn hússins
og kaffistofa opin.
Samstarf toll-
varða og lög-
gæslu gott
Samruni lögreglumanna og
tollvarða á smærri stöðum úti á
landihefurgefið góða raun. Sinna
nú lögregluþjónar á viðkomandi
stöðum einnig störfum tollvarða.
Þessar upplýsingar fékk Alþýðu-
blaðið hjá Kristni Ólafssyni toll-
gæslustjóra.
Aðspurður um samstarf lög-
reglu og tollgæslu á fjölmennari
stöðum landsins, einsog til dæmis
hér I höfuðborginni, sagði Krist-
inn: „Það er ekki mikil samvinna
milli þessara aðila, enda er þarna
oft um sérhæfð störf að ræða og
við erum vel bfinir mannskap.
Hins vegar hefur lögreglan ávallt
tekið vel i okkar málaleitanir er
við höfum beðið þá um aðstoð.”
Um sögusagnir þær, að smygl
það,er fannst i Langá á Húsavik á
dögunum,væri samtengt þvi stóra
smyglmáli, er uppvist varð á sið-
asta ári og ýmsir töldu tengt
Geirfinnsmálinu svonefnda, hafði
Kristinn Ólafsson þetta að segja :
„Við höfum engin tengsl fundið
milli þessara mála. Stórsmyglið
frá þvi i fyrra er úr okkar höndum
og er nú á vegum dómstólanna.
Æskilegt væri að afgreiðsla máls-
ins frá þeirra hendi tæki styttri
tima en nú er.”
Nýtt húsnæði
- nýtt nám
Nýlega flutti nýi hjúkrunar-
skólinn starfsemi sina i fram-
búðarhúsnæði að Suðurlands-
braut 18. Húsnæðið er hið glæsi-
legasta og er vel búið að skólan-
um þar.
Skólinn var stofnaður árið 1972
og var fyrst til húsa i Endurhæf-
ingadeild Borgarspitalans við
Grensásveg.
1 skólanum fer nú fram allt
ljósmæðranám og auk þess hefur
hann annast námskeið sem út-
skrifuðum ijósmæðrum hefur
gefist kostur á að sækja til að öðl-
ast hjúkrunarmenntun.
Þessa dagana er einmitt að
hefjast I skólanum seinna nám-
skeiðið af þessu tagi og er þetta i
slðasta sinn sem svona námskeið
verðurhaldið, þvi eðlilegra er tal-
ið að hjúkrunarkonum verði gef-
inn kostur á námi I fræðum ljós-
mæðra, en hafa þennan háttinn á.
Nýlega útskrifaði skólinn 21 ljós-
móðir, sem lokið hefur viðbótar-
menntun i hjúkrunarfræðum.
Þeir sem þessa menntun hafa
koma til með að gegna veiga-
miklu hlutverki i framtiðinni,
sérstaklega þó úti á landsbyggð-
inni.
1 vor annaðist skólinn 7 vikna
námskeið fyrir heilsuverndar-
hjúkrunarfræðinga og voru þátt-
takendur á þvi námskeiði alls 37.
Aþbl. gat þess i gær, að um þessar
mundir væri að hefjast I skólan-
um sérnám i geðhjúkrun sniðið að
allverulegu leyti að norskri fyrir-
mynd, en námsbrautarstjóri þar
verður Þóra Arnfinnsdóttir yfir-
hjúkrunarkona á Barnageðdeild
Hringsins.
Þá stendur yfir i skólanum
námskeið i kennslutækni fyrir
kennara sem starta munu við
námsbraut Háskólans i hjúkr-
unarfræðum. Kennari á þessu
námskeiði er prófessor i hjúkrun-
arfræðum við háskólann i Van-
couver og er hér á vegum Alþjóða
heilbri gðism álas tofnunarinnar
WHO. Hún mun vera fimmti
kennarinn sem hingað kemur á
vegum þeirrar stofnunar.
Stjóm skólans hafa borist óskir
frá ýmsum sérdeildum Hjúkr-
unarfélagsins um að á hans veg-
um verði efnt til sérnáms. Má þar
til telja m.a.sérnám i svæfingum,
skurðstofuhjúkrun og ellihjúkrun.
Skólastjóri nýja Hjúkrunar-
skólans er Maria Pétursdóttir.
Fimmfaldur
tvímenningur
Vetrarstarfsemi Tafl- og
Bridgeklúbbsins i Reykjavik
hefst i kvöld i Domus Medica við
Eiriksgötu. Hefst starfsemin að
þessu sinni á fimmföldum tvi-
menningi. Nánari frétta af starfi
klúbbsins er að vænta siðar.
Ánægjameðsmá-
auglýsingarnar
Fjöldi fólks hefur haft samband
við Alþýðublaðið til að lýsa yfir
ánægju sinni með smáauglýs-
ingaþjónustu blaðsins. Að sögn
þessara aðila, sem allir hafa á
einhvem hátt notað sér þessa
biónustu blaðsins, hver á
sinn hátt, var árangur upplýsing-
anna mjög góður og fjöldi manns
hringdi út á þær. Við viljum þvi
enn frekar minna fólk á að nota
sér þessa þjónustu okkar og vilj-
um jafnframt benda á, að Al-
þýðublaðiðeitt blaða, veitir þessa
þjónustu lesendum sinum að
kostnaðarlausu.
Viðlagatrygging
bætir 95% tjón
„Viðlagatryggingunni er ætl-
að”, sagði Ásgeir Ólafsson, for-
stjóri við blaðamenn, ,,að bæta
tjón, sem verða af náttúruham-
förum. Lög um hana tóku gildi 1.
sept. sl. og er þar ákveðið að bætt
skuli allt að 95% tjóns, sem verð-
ur af eldgosum, snjóflóðum,
vatnsflóðum og skriðuföllum.
Þetta nær þó ekki til tjóns, sem
nemur undir 100 þús. krónum og
miðast við tryggingarupphæð
þeirra eigna, sem glötuðust eða
skemmdust. Það nær og til inn-
bús, ef tryggt er, ella ekki, en hús
eru, sem kunnugt er skyldu-
tryggð. Þetta er skyldutrygging á
öllum tryggðum eignum. Iðgjald
verður 0,25 pro mille af trygging-
arupphæð i hverju tilfelli, en get-
ur þó lækkað um helming, þegar
tryggingarsjóður hefur náð 2 pro
mille af vátryggingarverðmæt-
inuog fallið niður þegar trygging-
arsjóður nær 3 promille af heild-
arverðmæti eða 1,8 milljarðar (á-
ætluð tryggingarverðmæti eru nú
600 milljarðar).
Vátryggingarfélögin munu sjá
um uppgjör tjóna, hvert við sinn
viðskiptamann, eins og um
brunatjón væri að ræða, svo og
innheimta iðgjöld.
Sjóður tryggingarinnar mun
geymdur i Seðlabankanum og
ætlunin er að semja við hann um
verðtryggingu á sjóðnum. Seðla-
bankinn mun einnig annast bók-
hald stofnunarinnar. Hér er um
að ræða hreina eignatryggingu,
en ekki á að bæta óbein tjón, s.s.
reksturstjón eða þ.u.l.
Leitað verður endurtryggingar
á ábyrgð sjóðsins, sem raunveru-
lega stendur á núlli nú, og er von
um slika tryggingu á bærilegum
kjörum, en tilboð um það voru
opnuð i gær, svo ekki hefur gefist
timi til ákvarðana eða samninga.
Þetta breytir engu um starf-
semi Bjargráðasjóðs, sem heldur
sinu striki eins fyrir þessu, enda
er starf hans að talsverðu leyti i
öðru fólgið”, lauk Ásgeir Ólafsson
máli sinu.
Alþýðublaðið ©
Fimmtudagur 18. september 1975.