Alþýðublaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 9
Sigra Keflvíkingar öllum þeim sem sýndu mér vinarhug á sextugsafmæli minu, 9. september 1975, fþyt ég alúðarþakkir. Halldór E. Sigurðsson Einar Bollason, formaður KKl anda einróma þingssamþykktar „Það var einróma samþykkt á þingi KKl að heimila innflutning á erlendum körfuknattleiks- g Efni til hita og vatnslagna í miklu urvali mönnum, og voru menn áhuga- samir um að svo gæti orðið. Þessi innflutningur er tilraun sem gæti brugðist, en hún gæti lika allt eins og jafnvel frekar tekist,” sagði Einar Bollason um innflutning á körfuknattleiksmönnum i samtali við Alþýðublaðið. „Allt tal um að hér mundi myndast einhver gjá getulega séö, á milli innlendra og erlendra körfuboltamanna tel ég fásinnu. Fjárhagsgeta liða hérlendis leyfir það ekki að hingaö komi þeir allra bestu, og meira að segja 2. deildarlið i Sviþjóð fá menn frá Bandarikjunum og þar falla þeir inn i liðin. Hvers vegna ekki hérlendis.?” Aðspurður um tilraunir KKÍ til að fá hingað til lands erlendan körfuknattleiksþjálfara sagði Einar: „Kostnaður við það að fá hingað miðlungi góðan banda- riskan körfuknattleiksþjálfara er svo ofboðslegur, að það er vart viðráðanlegt fyrir innlenda aðila. Hins vegar hefur KKt allar klær úti, um útvegun erlends þjálfara hingað til lands og þá ef til vill frá Austantjaldslöndunum'' sagöi Einar Bollason formaður KKt að lokum. Kristinn Jörundsson, fyrirliði IR „Mjög mikið á móti" ,,Ég er mjög mikið á móti þess- um innflutningi erlendra kórfu- knattleiksmanna hingað til lands. Ég get varla skilið hvernig þaö samræmist áhugamannareglum okkar að flytja hingað inn menn sem gera ekkert annað en æfa körfubolta allan daginn, og þiggja fyrir dvöl sina vænar peninga- fúlgur"sagði Kristinn Jörundsson fyrirliöi tslandsmeistara 1R i körfubolta, um innflutning á bandariskum körfuboltamönn- um. „Þegar þetta var samþykkt á þingi KKl var það lagt til grund- vallar að t.d. Sviar heföu hafið innflutning á mönnum með þeim árangri að áhorfendafjöldi á körfuknattleiksleiki margfaldað- ist. Ég tel hins vegar þetta ekki sambærilegt, þvi i Sviþjóð viðgengst hálfatvinnumennska. Hér yrði aðstöðumunurinn milli innlendra leikmanna og aftur bandarisku atvinnumannanna 'hins vegar geysilegur.” „Ég mundi telja gáfulegra að . flytja inn erlenda körfubolta- þjálfara, á þvi þarf islenskur körfubolti fyrst og fremst að halda,” sagði Kristinn Jörunds- son aö lokum. atvinnumennina skosku? Næstkomandi þriðjudag klukk- an sex, leikur Iþróttabandalag Keflavikur fyrri leik sinn i U.E.F.A. bikarkeppninni gegn skoska atvinnumannaliðinu Dundee United. Leikurinn fer fram i Keflavik og er það i fyrsta skipti sem Evrópuleikur i knatt- spyrnu er leikinn utan Reykja- vikur og liggja ýmsar ástæður fyrir þeirri ákvörðun Keflvik- inga. Upphaflega hafði verið ákveðið að Keflavik léki Evrópuleik sinn þann 17. spt. en þegar Vals- menn breyttu sinum leikdegi gegn Celtic og settu leikinn á Laugardalsvöllinn þann 16. september var loku fyrir það skotið að leikur IBK og Dundee gæti farið fram daginn eftir. Þá var leikdegi breytt, en Keflvik- ingar voru orðnir langþreyttir á stappi sinu við yfirvöld i Reykja- vik svo þeir ákváðu að leika Evrópuleik þennan i Keflavik, enda hefur það ætið verið draum- ur Keflvikinga i þau sjö skipti sem þeir hafa verið þátttakendur i Evrópukeppni. Nú mun þessi draumur Keflvikinga loks rætast, og munu þvi ÍBK og Dundee United leika á sléttum og þéttum leikvellinum i Keflavik á þriðju- daginn kemur. Lið Dundee United er ungt að árum og i þvi eru ekki mörg stór nöfn. Hins vegar hefur liðið verið frægt fyrir það að láta ekki deigan siga, eða eins og Einar Gunnarsson sagði á fundi sem nokkrir leikmenn og forystumenn IBK héldu með fréttamönnum: „Ég reikna með þeim beittari en leikmönnum Celtic, ef Celtic leika alltaf eins og þeir léku gegn Val. Sá leikur var ekki til þess að gera mig hræddan við skoska knatt- spyrnu, þvi Celtic liðið sýndi litið. En i Dundee liðinu er ekki eins stór nöfn og i Celtic liðinu og þvi þurfa þessir ungu leikmenn Laus fulltrúastaða Staða fulltrúa i bókhaldsdeild stofnunar- innar er laus til umsóknar. Laun sam- kvæmt launakerfi rikisins. Umsóknar- frestur er til 2. október. Nánari upplýsing- ar gefur forstjóri eða deildarstjóri. Reykjavik, 16. september 1975 TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Á öndverðum meiði um innflutning körfuknattleiksmanna Eins og kunnugt er hafa tvö félög tryggt sér bandariska körfuknattleiksleikmenn fyrir næsta keppnistimabil. Það eru Armenningar og KR-ingar, sem hafa fengið til liðs við sig sinn hvorn leikmanninn og munu þeir dvelja hér um nokkurra mánaða skeið og þjálfa og leika með viðkomandi liðum. Alþýðublaðið kannaði hug manna til þessa innflutnings og hafði tal af þeim Einari Bolla- syni formanni KKÍ og Kristni Jörundssyni fyrirliða 1R. Sími 38840 Dundee að sanna getu sina á vell- inum og gefa þvi ekkert eftir.” Helsta stjarna Dundee United er 19 ára gamall framherji, Andy Grey. Þráttfyrir ungan aldur hef- ur Andy sannað getu sina, meðal annars með þvi að verða marka- kóngur i skosku deildarkeppninni i fyrra með 20 mörk. Þá hefur hann leikið með landsliði Skot- lands undir 23 ára aldri. Enska liðið Tottenham Hotspur bauð einnig stórfé i þennan unga og efnilega leikmann, en Dundee hafnaði þvi boði. Dundee United hefur á að skipa frekar ungu liði, og eru margir leikmannanna aldir upp hjá félaginu, en talið er að unglinga- starfið hjá liðinu sé eitt það besta i Skotlandi. Keflavikurliðið þarf vart að kynna. Þar er valinn maður i hverju rúmi og enginn ástæða er til að ætla annað, en þeir veiti Dundee United hörkukeppni, bæði heima og að heiman. Þetta er i sjöunda skiptið sem þeir taka þátt i Evrópukeppni og hafa oft náð glæsilegum árangri og má þar minnast á frammistöðu liðsins hér heima gegn hinu heimsfræga liði Real Madrid. Þá tap- aði Keflavik aðeins 0:1 og fékk úrslitamarkið á sig á siðustu minútu leiksins. Einnig er mönn- um enn I fersku minni frammi- staða IBK liðsins gegn skoska liðinu Hibernian árið 1973, en það ár voru Keflvikingar ósigrandi i islenskri knattspyrnu. Keflvik- ingar töpuðu naumlega útileikn- um gegn Hib’s en Hibernian mátti þakka fyrir jafntefli (1:1) hér heima. „Það er mikil áhætta sem við Hér hampar Einar Gunnarsson fyrirliði l'BK verð- launagrip bikarkeppninnar. Verður hann jaf n hress eftir leikinn gegn Dundee United á þriðjudaginn? tökum með þvi að leika þennan Evrópuleik i Keflavik en við treystum þvi að knattspyrnuunn- endur á Suðurnesjum og alls staðar að komi á völlinn og geri þetta mögulegt”, sagði Hafsteinn Guðmundsson formaður IBK á fundi með fréttamönnum. Ekki er að efa, að fjölmenni verður á Keflavikurvellinum á þriðjudag til að hvetja Keflvikinga til dáða gegn skosku knattspyrnusnilling- unum. Forsala aðgöngumiða verður á leikinn úr sölutjaldi i Austur- stræti á mánudag og þriðjudag, en einnig mun verða gengið i hús i Keflavik og þar seldir miðar. Verð miðanna er 600 kr. fyrir full- orðna en 200 krónur fyrir börn. Alþýðublaðið Föstudagur 19. september 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.