Alþýðublaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 4
Rúgmjöl 5 kg. kr. 450,- Haframjöl 1 kg. kr. 162,- Gróft salt 1 kg. 61,- Hveiti 5 ibs. kr. 202,- Hveiti 50 lbs. kr. 1980,- Strásykur 1 kg. kr. 205,- Strásykur 25 kg. kr. 4975,- Egg 1 kg. kr. 350,- Sláturgarn og rúllupylsugarn Opið til kl. 10 föstudag. Lokað laugardag. (ML irumarhaðunnn fil. o úla 1A HúftQsgn* og hsimiliad S 86 t 1 2 . worudcild S 86 1 1 1 V«»naftarv d S 86 t 1 3 BARNAFATAVERSLUNIN - “f 13 (Næsta hús við Hótei Borg). Mikið úrval af fallegum barnafatnaði á litlu börnin. Góðar vörur, gott verð. Gjörið svo vel að lita inn. Opið frá 12 til 6 eftir hádegi. Barnafataverslunin Pósthússtræti 13. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Sértilboð helgarinnar Hveiti, 25 kg á kr. 2.269. ” , 10 lbs. á kr. 396 ” , 5 lbs., á kr. 198 Flórsykur, 1 lbs., á kr. 121 Strásykur 50 kg, kr. 8.700.00 Lybbys tómatsósa á kr. 144 Kaffi, Rió kr. 109 pk. Ora grænar baunir, 1/1 dós kr. 130.00 Kellog’s Com Flakes, stór pakki kr. 160.00 Sviö, lkg kr. 190.00 Opið alla föstudaga til kl. 10. Kostaboð á kjarapöllum KJÖT OG FISKUR SELJABRAUT 54/SlMT- 74200 m Alþýðublaðió Kosið á Allsherjar- þinginu Fulltrúi Noregs var í gær kjör- inn einn af varaforsetum Alls- herjarþingsins. Reglur um kjör til hinna ýmsu trúnaðarstarfa á þinginu og um kjör fulltrúa i hin- ar ýmsu starfsnefndir eru mjög ákveðnar og miðast við fjölda rlkja'á afmörkuðum svæðum, en eitt þeirra er Vestur Evrópa og önnur lönd, þ.á.m. Kanada, Bandarikin og Ástralía. Innan þessa hóps hafa siðan minni hópar nokkra samvinnu og eru Norðurlönd einn þeirra. Island hefur að vfsu komið þar við sögu en mjög oft hafa Islendingar látið hinum Norðurlöndunum eftir sæti, sem þeim annars bar. Má Framhald á 11. siðu. HættirFranco 12. október? í Reutersfrétt frá Madrid I gær er haft eftir systur Francos ein- ræðisherra á Spáni, að miklar lik- ur séu til þess að einræðisherrann afhendi völdin i hendur hinum út- valda prinsi, Juan Carlos. Segir i fréttinni að hinn 82 ára Francisco Franco muni leggja niður völd hinn 12. október næstkomandi, en það er hátiðisdagur á Spáni til- einkaður minningunni um að Kristöfer Kólumbus fann Ameriku. Það vakti nokkra almenna at- hygli i siðasta mánuði þegar það fréttist að Juan Carlos hefði heimsótt Franco og átt við hann viðræður. Að visu neitaði tals- maður einræðisherrans að um nokkrar meiriháttar breytingar væri að ræða i stjórn landsins. A hinn bóginn hefur það legið i loft- inu að Franco sé um það bil að láta af störfum. Ef sú verður raunin á má ef til vill búast við einhverjum meiriháttar breyt- ingum i stjórnarháttum landsins. Veilur vest- ræns lýðræðis Á þessu ári eru 30 ár liðin frá þvi lýðræðisrikið Vietnam var stofnsett. Að visu mun það láta nokkuð undarlega i eyrum Vest- urlandabúa að nefna lýðræði i tengslum við stjórnarhætti þá, sem gilt hafa i þessu landi. En þá er okkur rétt að hafa i huga það geigvænlega djúp sem staðfest er i hugsun og athöfnum vestrænna þjóða annarsvegar og lifsháttum og menningu annarra þjóða heims hins vegar. Hugtakið lýðræði hefur reyndar verið skilgreint á ýmsa vegu eins og svo mörg önnur fræðileg hug- tök. Einn visindamaður benti á það i fræðiriti, sem hann skrifaði, að raunverulega þyrfti fræðimað- ur að skilgreina öll visindaleg hugtök, sem hann notaði i hverju einstöku verki um sig. Ástæðan er augljóslega sú, að hugtak hefur oft margar hliðar, eða öllu heldur nær yfir misjafnlega vitt svið. Ef lesandinn leggur aðra merkingu i hugtak heldur en sá sem skrifar, það sem lesið er, liggur ljóst fyrir að misskilningur getur átt sér stað. Einnig er vert að gera sér grein fyrir þvi, að fræðimenn nota oft annan orðaforða, ef svo má segja, i fræðilegum ritverkum heldur en i daglegu tali eða jafn- vel i blaðagreinum, sem ætlaðar eru almenningi. Meðal almenn- ings er hugtakið lýðræði venju- lega afgreitt með þvi móti að tal- að er um vestrænt og austrænt lýðræði. Hið fyrrnefnda er án frekari skilgreiningar það lýð- ræði sem þekkist á Vesturlöndum en hið siðara tekur fyrirmynd sina frá Sovétrikjunum. Enginn vafi er á þvi að hvort lýðræðið um sig tekur á sig fjöl- margar myndir, sennilega eins margar að tölu sem þessi riki eru á heimskringlunni. En lýðræði er ekki aðeins hugtak heldur einnig töfraorð, sem fær fólk til að gráta af gleði eða sorg og til þess að berjast og fórna lifi sinu fyrir réttlætið. Og þá erum við aftur komin i strand, þvi hvað er rétt- læti? Fyrirhinn almenna borgara er réttlætið algilt, það er að segja lög landsins. Við tslendingar undirstrikum þetta með þvi að visa til forfeðranna strax á land- námsöld, sem sögðu: „Með lög- um skal land byggja”. Þannig hefur það verið með flest ef ekki öll þjóðlönd veraldar, að þau hafa sett sér lög, meðal annars til þess að framfylgja réttlætinu. * Kristin kirkja hefur alla tið litið á Bibliuna, sem lög, ekki mann- anna, heldur Guðslög, þ.e.a.s. lög sett mönnum af Guði. Að visu hafa þessi lög verið túlkuð á ýmsa vegu en þrátt fyrir það er sá r ^1 %SUk/ Breytt viðhorf í Portúgal Eftir að Alþýðublaðið fór i prentun i fyrrakvöld bárust þær fréttir frá Portúgal að Kommún- istar hefðu tekið þá ákvörðun að ganga að kröfum Miðdemókrata um skiptingu þingsæta. Enda þótt ljóst sé að samkomulag hefur náðst milli Jafnaðarmanna, Mið- demókrata og Kommúnista um fjölda ráðherra úr hverjum flokki fyrir sig, virðist enn óráðið um skiptingu ráðuneytanna. Þó er talið að Jafnaðarmenn fái fjóra ráðherra, Miðdemókratar tvo og Kommúnistar einn. Auk þess hef- ur verið rætt um það að Komm- únistar fái að tilnefna einn eða tvo ráðuneytisstjóra og mun það hafa veriö sett inn sem einskonar málamiðlun. Þessi skyndilega stefnubreyt- ing Kommúnista varðandi stjórn- armyndunina hlýtur að vera mikið gleðiefni fyrir alia vinstri- menn, sem gera sér grein fyrir þvi alvarlega ástandi, sem gæti skapast i landinu ef vinstri öflin næðu ekki samstöðu um stjórn landsins. I fréttum frá Lissabon kl. 17.00 i gær var greint frá þvi að Ernesto Malo Antunes verði utanrikisráð- herra og að fulltrúi hersins i stjórninni fari með innanrikismál og atvinnumál. Þá er einnig greint frá þvi að Francisco Sal- gedo Zenhaa úr flokki Jafnaðar- manna, verði fjármálaráðherra, en hann gegndi áður embætti dómsmálaráðherra. Þá er talið að Lopes Cardoso úr flokki Jafn- aðarmanna fari með landbún- aðarmál og flokksbróðir hans, Jorge Campinos, fari með við- skiptamálin. Miðdemókratinn Jorge Sa Borges mun fara með félagsmálin, en flokkur hans er einnig sagður fá yfirstjórn dóms- mála. Að lokum er greint frá þvi að Kommúnistinn Alvaro Veiga Oliveira muni fá annað hvort samgöngumál eða ráðuneyti opinberra framkvæmda. Átökin í Líbanon halda áfram Atökin i borgunum Beirut og Tripoli halda áfram milli kristinna manna og Múhameðs- trúar og hafa nú um 200 manns failið i þessum átökum og mikill fjöldi óbreyttra borgara særst. Tripoli er nú algerlega á valdi Múhameðstrúarmanna en ástandið I borginni er taliö mjög ótryggt. Sauleiman Frangien for- seti ræddi um siðustu helgi við Pierre Gemayel leiðtoga Falan- gista, sem krafðist þess að stjórn- in geröi einhverjar ráðstafanir til þess að stöðva þessi átök i land- inu. Hinn vinstri sinnaði Farouk-Moukadamm- hópur virðist nú ráða öllu i Tripólis. ► Föstudagur 19. september 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.