Alþýðublaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.09.1975, Blaðsíða 5
grundvallarskilningur almennur meðal kristinna manna, að Bibli- an sé lög frá Guði. Samkvæmt þvi eru þessi lög rétt, óskeikul og ó- umbreytanleg og vegna þess að þetta eru lög Guðs hljóta þau einnig að vera staðfesting á rétt- lætinu. Þessi skilningur á Guðslögum hefur að verulegu leyti færst yfir á lög þau, sem þjóðir heims setja þegnum sinum, þ.e.a.s. að lög séu réttlát og að þeim beri að hlýða. * Ef vikið er aftur að lýðræðinu er enginn vafi á þvi að austrænt lýðræði, eins og við höfum nefnt það, hefur tileinkað sér i höfuðat- riðum skilgreiningu katólsku kirkjunnar á Guðslögum, þ.e.a.s. að lög séu óumbreytanleg i grundvallaratriðum. Að visu hef- ur valdhafinn, á svipaðan hátt og páfinn, rétt til þess að gera breytingareftir þvi sem aðstæður leyfa. Grundvallarboð austræns lýðræðis til þegnanna er hlýðni, en það er einnig grundvallarboð- orð katólsku kirkjunnar. Spurningin um hlýðni og undir- gefni þegnanna leiðir hugann að þvi, hvort svonefnt vestrænt lýð- ræði leggi minni áherslu á hlýðn- ina heldur en katólska kirkjan eða einræðisstefnur kommúnism- ans og fasismans. Enginn vafi er á þvi að svo er, enda er grund- vallarinntak hins vestræna lýð- ræðis einmitt það að allur al- menningur sé frjáls til að hugsa og starfa og um leið frjáls til að vega og meta það réttlæti, sem lagasmiðir leggja fram sem grundvöll þjóðlifsins. 1 upphafi var vikið nokkrum orðum að 30 ára afmæli Vietnam en þar höfðu Frakkar um langt skeið ráðið rikjum eða allt til árs- ins 1954. Skipting landsins i Norð- ur- og Suður-Vietnam og afskipti Bandarikjanna af málefnúm þessara landa hefur hvort tveggja haft áhrif á hugsunarhátt fólksins, sem þar býr og mótað afstöðu þess til þjóðlifsins. Það þarf ekki alþýðu undirokaðra ný- lendna til þess að efast um ó- skeikulleika vestræns lýðræðis. SU opinberun blasir við i löndum hins vestræna lýðræðis svo ekki verður um villst. Það er einnig ljóst að stærstu og voldugustu heimsveldin hafa öldum saman misþyrmt réttlætinu undir yfir- skini þess að þau væru að boða frelsi og mannréttindi og guðstrú. Þannig hafa boðberar og fulltrúar vestræns lýðræðis unnið að þvi markvisst, en þó ef til vill ómeð- vitað, að grafa undan virðingu þessa lýðræðisskipulags. Afleið- ingin hefur svo orðið sú að fjöldi þjóða hefur aðhyllst hið austræna lýðræðisform. Ekki er ósennilegt að ofbeldi og upplausn i vestræn- um lýðræðisrikjum megi einnig rekja til þess, að ýmsum virðist réttlætið i framkvæmd létt á met- um. McGovern heimsækir Portúgal Vísbending um, að hann fari í forsetaframboðið? George McGovern, sá hinn sami sem féll i forsetakosningun- um á móti Richard Nixon, er nú i heimsókn i Portúgal. Hann segist heimsækja Portúgal til þess að kynna sér af eigin raun hvernig á- standið sé. Hann segir að banda- riska þjóðin hafi fylgst af mikilli athygli með atburðunum i Portú- gal og neitar þvi að ástandið i Chile sé á nokkurn hátt sambæri- legt við ástandið i Portúgal. öld- ungadeildarþingmaðurinn segir að Bandarikin hafi engan áhuga á þvi að skipta sér af innanrikis- málum landsins. A hinn bóginn sé þvi ekki að leyna að stór hluti bandarisku þjóðarinnar voni að takast muni stjórnarmyndun og að lýðræðislegir stjórnarhættir verði teknir upp. McGovern háði mjög harða kosningabaráttu gegn Nixon árið 1972 og þá var eitt helsta baráttu- mál hans að berjast gegn spill- ingu i stjórnmálum og opinberu lifi. Eftir að Watergate málið komst á dagskrá notaði Mc- Govern það sem eitt helsta vopn sitt i kosningunum. Gallinn var bara sá, að fólk trúði ekki hversu djúpt ýmsir af valdhöfunum voru sokknir i spillingunni. Fólk sagði sem svo, að ef til vill væri Nixon og hans samherjar spilltir, en George og hans menn væru senni- lega ekkert betri. Þrátt fyrir það var áberandi að McGovern náði til unga fólksins, sem yfirleitt er vinstri sinnað og róttækt. En það dugði bara ekki til og Nixon kom út úr kosningunum sem hinn stóri sigurvegari. Ekki er útilokað að þessi ferð Dansk-ættaður Astraliubúi, Hans Tholstrup, sem lagði upp i hnattflug s.l. aprilmánuð varð að nauðlenda á eyjunni Paramushir milli Alaska og Siberiu. Flug- maðurinn, sem er 30 ára að aldri varð að nauðlenda eftir að leki Framlag EBE til jarðskjálfta- svæðanna. Efnahagsbandalagið hefur ákveðið að senda matvæli, klæðnað og meðul til jarð- skjálftasvæðanna i Tyrklandi, að upphæð 110.000 sterlings- pund. Kina og EBE. Samningar standa nú yfir um viðskipti milli Kina og Efna- hagsbandalagsins. Vinstrinienn i Sviþjóð mótmæla. Rúmlega 300 vopnaðir lög* reglumenn i Sviþjóð hafa verið settirtil þess að vernda tennis- leikara frá Chile, sem nú eru i keppnisferðalagi i Sviþjóð. McGoverns til Portúgal sé ein- mitt visbending þess, að hann ætli að gefa kost á sér til forsetakjörs. kom að oliugeymi vélarinnar. 1 fréttaskeyti Reuters frá Kaupmannahöfn um þetta mál er haft eftir utanrikisráðherra Sovétrikjanna að flugmaðurinn hafi gert ráð fyrir að lenda i Tennesseeriki i Bandarikjunum seinna i þessum mánuði. Vinstrisinnar vilja mótmæla þessari heimsókn og þar með valdbeitingu og ofbeldisaðgerð- um fasistastjórnarinnar gegn almenningi i Chile. Jacqueline og Sinatra Það hefur vakið mikla athygli i Bandarikjunum að fyrrver- andi forsetafrú Bandarikjanna, Jacqueline, hefur verið að skemmta sér með söngvaranum Frank Sinatra. Þegar sam- starfsmenn hins fræga söngv- ara voru spurðir að þvi hvort þeir vissu einhver að alvara væri á bak við þetta sögðu þeir aðeins að hann væri „big boy” og gerði það sem honum sýndist. Hnattflugmaður nauðlenti SKEYTI Rödd jafnaðarstefnunnar " |alþýðu| HHÉHkdBÉJBHkJBHÉÍII Hvað lifir stjórnin lengi? Rikisstjórnin er komin út i þær ógöngur, að hún þarf ekki aðeins að verjast stjórnarand- stöðu, heldur einnig gagnrýni sinna eigin stuðn- ingsmanna, jafnvel sjálfra ráðherranna. Þegar svo er komið, vaknar sú spurning, sem nú má heyra um land allt: Hvað getur þessi rikisstjórn lifað lengi? Hvað þolir þjóðin slika óstjórn lengi? Þá keyrir um þverbak, þegar annar valda- mesti ráðherra stjórnarinnar, Ólafur Jóhannes- son, kveður opinberlega upp þann dóm og lætur birta i blaði sinu, að stjórninni hafi mistekist að ráða við meginvanda efnahagsmála, verðbólg- una. Vitað er um megna óánægju og vonbrigði innan þingflokks framsóknarmanna, svo að sú spurning vaknar, hvort framsókn sé þegar farin að undirbúa stjórnarslit og Ólafur að hugsa til þess að verða forsætisráðherra á ný. Samband ungra sjálfstæðismanna hefur, eins og samtökum ungra stjórnmálamanna er tamt, oft tekið djúpt i árinni i ályktunum sinum, en þó staðið fast um sinn flokk. Nú gerist það, að SUS viðurkennir i ályktunum, að rikisstjórninni hafi ekki tekist að leysa verkefni sitt, þótt reynt sé að draga fram i dagsljósið einstaka ljósan blett. Þá er Visisdeilan tvimælalaust vottur um mikla upplausn innan Sjálfstæðisflokksins og ber vott um hörð átök milli ráðamanna þar, eins og blaðið hefur viðurkennt i ritstjórnargreinum. Flokksstjórnin missti vald á þessu máli, siðdeg- isblöðin eru orðin tvö, en hafa bæði flutt lesend- um sinum harða gagnrýni á rikisstjórnina fyrir lélega frammistöðu. Loks er almannarómur sú rödd, sem mest er að marka i þessum efnum. Stuðningsmenn stjórnarflokkanna eru niðurdregnir og hafa gef- ist upp við að halda uppi fyrir hana vörnum. Þeir finna, að það þýðir ekki að reyna að telja neinum launþega eða neytenda trú um, að rikis- stjórnin hafi vald á verkefni sinu og hafi staðið sig vel. Það er algengasti dómur manna, að ekki hafi verið i landinu verri eða veikari rikisstjórn en sú, sem nú situr. Hér er um alvarlega þróun að ræða. Ekki má gleyma þvi, að tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins mynduðu þetta ráðuneyti, og þessir flokkar hafa illa ráð á að hrökkklast frá völdum af þvi að þeir ráða ekki við stjórn landsins rösk- lega ári eftir að stjórnin kom til valda. Þess vegna er liklegt, að gert verði átak til þess að halda stjórninni saman enn um sinn. En það þarf kraftaverk til þess að vinna upp það traust og álit, sem stjórnin hefur þegar tapað, eða bæta úr upplausn, ánægju og vonbrigðum stuðnings- manna stjórnarflokkanna. Framundan er sá timi, er rikisstjórnir gefa Alþingi og þjóðinni skýrslu um ástand mála og skýra frá áformum sinum. Jafnframt kemur þá fram fjárlagafrumvarp, sem jafnan gefur til kynna, hvers vænta megi um stjórn efnahags- mála. Það verður forvitnilegt að heyra þennan boðskap ráðherranna um miðjan október. Þjóðin biður i eftirvæntingu • Almenningur ótt- ast um afkomu heimilanna og im afkomu þjóð- arbúsins. Oft var þörf en nú er nauðsyn á sterkri forustu og skýrri stjórnarstefnu. Stenst rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins þessa þolraun? Föstudagur 19. september 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.