Alþýðublaðið - 04.10.1975, Blaðsíða 1
193. TBL. - 1975 - 56. flRG.
LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER
Ritstjórn Sfðumúla II - Sfmi 81866
Steffnulíós 1
Stjörnudýrkun !
-alþýðulist bls.3 I
(H)RÓS-
HAFIIMN
OKKAR
BAKSÍÐA
| Bílar
| - sjá bls. 6 og 7
i Allt um íþróttir - bls. 11
/
Hvað var þyrlan að snattast fyrir KR?
Hæfni Björns
bj argaði
Þyrlan GNÁ
eina stóra
íslenska
þyrlan
— Björn Jónsson þyrluflugmaður bjargaði lífi sinu
og farþegans með kunnáttu sinni og reynslu. Hon-
um tókst að halda þyrlunni á réttum kili á meðan
hún dansaði niður eftir fjallshliðinni og þeir stigu
óskaadaðir út, sagði Grétar óskarsson for-
stöðumaður loftferðaeftirlitsins i samtali við
Alþýðublaðið i gærkvöldi.
lífi beggja
Eina stóra þyrlan i eigu Is-
lendinga TF Gná stórskemmdist
er hún hrapaði niBur hliðar Skála-
fells um klukkan hálf þrjú i gær-
dag. Þyrlan var aö flytja staura
fyrir Knattspyrnufélag Reykja-
víkur. Þegar óhappið henti var
Slysa-
alda í góð-
viðrinu
Fjöldi slysa varð I Reykja-
vik I fyrrakvöld og gærdag.
Allt að 10 manns voru flutt á
slysavarðstofu með mis-
munandi mikil meiðsl eftir
bifreiðaárekstra og ákeyrslur.
t fyrrakvöld varð hesta-
maður fyrir bil á Reykjanes-
braut og skemmdist billinn
talsvert en maður og iiestur
sluppu við lítil meiðsl. Sama
kvöld varð árekstur milli
sendiferðabils og vélhjóls og
meiddist vélhjólakappinn Iltil-
lega.
Um kl. 10 I gærmorgun ók
strætisVagn á ljósastaur á
mótum Háaleitisbrautar og
Safamýri. Tveir farþegar
voru fluttir á slysavarðstofu
og vagninn skemmdist tals-
vert. Annar strætisvagn rann
utan I konu, skellti henni i
götuna og var hún flutt til
rannsóknar. Þá varð árekstur
við Norðurbrún og var
ökumaður annars bilsins, sem
er kona, flutt á slysavarðstofu.
Rétt fyrir kl. 11 var ekið á
aldraðan mann á Njálsgötu og
uppúr klukkan þrjú var ekið á
mann á níræðisaidri, þar sem
hann átti leið yfir Hverfisgötu.
Sjö ára gömul telpa hljóp út
á Holtaveg, skammt frá Lang-
holtsskóla í sama mund og
lögregluþjónn á bifhjóli átti
leið þar um. Telpan lenti fyrir
hjólinu og lærbrotnaði og lög-
regluþjónninn hlaut skrámur
er hjólið skall I götuna.
þyrlan aðeins i 20-30 feta hæð.
Einn maöur stóð undir henni, en
flugvirki sem var um borð I
þyrlunni stóð við opnar dyr
hennar. Þá hætti afturskrúfan
skyndilega að snúast og þar meö
varð þyrlan stjórnlaus.
Flugvirkinn kastaði sér þegar
niður i sæti sitt og hélt sér þar,
meðan Björn flugmaður barðist
við að halda henni á réttum kili,
þar sem hún skoppaði niður snar-
bratta hlið Skálafells. Þegar hún
stöðvaöis eftir 200-300 metra fall
stigu báðir mennirnir út ómeidd-
ir.
Að sögn Grétars Óskarssonar
virðist girbox i stéli þyrlunnar
hafa bilað skyndilega með þeim
afleiöingum að stélskrúfan hætti
að snúast. Ef Birni Jónssyni
heföi ekki tekist að halda vélinni á
réttum kili niður hliðina hefði
hún oltið eins og snjóbolti og þá
hefði ekki þurft um að binda.
Að sögn Gunnars Ólafssonar
hjá Landhelgisgæslunni er eftir
að skoöa þyrlubrakið nákvæm-
lega og þvi ekki vitað hvort unnt
verður að gera við hana eða ekki.
Gæslan á tvær litlar þyrlur sem
verið er aö gera upp, en eins og er
hefur hún ekki yfir neinni þyrlu
að ráöa. Gná var mikið notuð t.d.
við vitaþjónustu og létti þar
geysilega undir.
Alþýöublaðið spurði Gunnar
hvort það væri algengt, að Land-
helgisgæslan notaði þyrlu slna I
snatt fyrir hina og þessa eins og
t.d. KR. Gunnar sagði að svo
væri ekki, en hins vegar þyrftu
flugmenn að halda sér I mjög
strangri þjálfun og þvi kæmi fyrir
að svona aukaverk væru tekin
þegar annað lægi ekki fyrir.
f framhaldi af þessu vill
Alþýðublaðið beina þeirri
spurningu til forstjóra Land-
helgisgæslunnar, hvort KR hafi
greitt leigu fyrir afnot að þyrlunni
eða ekki. Leiga á svona þyrlu
nemur tugum þúsunda á klukku-
stund og þvi væri fróðíegt aö fá
upplýst hvort Pétur eða Páll geti
fengið þyrlur Gæslunnar til af-
nota við og við til þess að halda
flugmönnum I þjálfun.
Þetta er annað þyrluslysiö á
skömmum tima, og nú er aðeins
ein þyrla I eigu Islendinga sem er
i flughæfu ástandi og það er önnur
þyrla Andra Heiðbergs.
Vltahringur
. ri.\ «lv \ ■ V-/-
Stræti Reykjavíkur
er þeirra heimili
Málefni of-
drykkju-
manna
tekin til
skoðunar
Allir kannast við þá sýn, sem
blasir við fólki á bekkjum
Austurstrætis og Austurvallar, I
strætisvagnaskýlum SVR á
Lækjartorgi og á Hlemmi, og
viðar um borgina Þarna
verðum við oft vör við þá ólán-
sömu menn sem hafa orðiö
áfengissýkinni að bráð, og
þeirra lif gengur út á það eitt, að
vera og komast undir áhrif
áfengis. Þeir eru I daglegu tali
manna i millum kallaðir rónar,
en það hefur öðlast neikvæða og
niðurlægjandi merkingu i
islensku máli Þessir menn lita
illa út, eru órakaðir, illa til fara,
klæddr lörfum einum og af þeim
leggur oft megna stækju. Venju-
legt „heilbrigt” fólk litur vcnju-
legast undan þegar þessir menn
verða á vegi þess, og hneykslast
siðan óskaplega yfir jressari
„viðurstyggð”.
Drykkjumenn þessir virðast
lifa á loftinu einu saman. Þeir
vinna að öllu jöfnu ekkert, en
lifa á sníkjum ýmisskonar. Oft
borða þeir ekkert dögum
saman,endrekkaþessi stað þvi
meira af kardimommudrop-
um, brennsluspíritus, hárvökva
og öllu þvi, sem nokkur áfengis-
áhrif gefur. Langvarandi notk-
un sumra þessara drykkja gerir
það að verkum, að sjónin dofnar
að mun og eru sumir þessara
manna af þeim sökum, nær
blindir, vegna óhóflegrar
drykkju.
Vandamál þessara manna eru
um leið vandamál þjóðfélags-
ins, svo litið þýðir að snúa sér
undan og sveia þegar þessa
menn ber fyrir augu.
Alþýðublaðið mun á næstunni
birtagreinaflokk þar sem reynt
verður að kryfja stöðu þessara
ólánsömu manna og kvenna i
okkar þróaða félagshyggju
þjóöfélagi. Munum við leitast
viö að gefa sem gleggsta mynd
af þeim vitahring, sem þeir
sjálfir ganga, og þjóðfélagið
virðist hafa sniðið þeim. Munu
ýmsir aðilar verða teknir tali
um þessi mál, og þeir spurðir
álits og leitað svara við
knýjandi spurningum. M.a.
mun verða rætt við Jón
Guðbergsson hjá Félagsmála-
stofnuh Reykjavikurborgar,
Bjarka Eliasson yfirlögreglu-
þjón og ýmsa aðra, sem þetta
vandamál þekkja vel og hafa
hugmyndir um lausn þess.
Eins og áður hefur verið sagt,
er helsta aðsetur þessara
manna götur og húsagarðar. Þó
hefur Félagsmálastofnunin út-
vegað þeim húsnæði yfir blá-
nóttina, og er það Gistiskýlið við
Þingholtsstræti. Sá böggull
fylgir þó skammrifi, að til þess
að fá gistingu i þessu húsnæði þá
þurfa þessi drykkjusjúklingar,
sem eru undir áhrifum lyfja og
áfengis meira og minna allan
sólarhringinn, að vera alsgáðir
eöa ,,edrú”þarinnandyra. Sem
sagt húsnæði fyrir drykkju-
sjúklinga tekur ekki inn til gist-
ingar þá menn, sem eru undir
áhrifum áfengra drykkja!
Þegar þeir fá ekki inni i gisti-
skýlinu, þá er i eitt hús að
venda. Leita á náðir lögregl-
unnar og fá að liggja inni i
fangageymslum lögreglunnar,
eða sofa undir berum himni.
Afskipti lögreglunnar af þess-
um mönnum og konum eru ekki
svo lítil. Að fengnum upplýsing-
um frá Miðborgarstöð lögreglu
hefur það skeð, að lögreglan
hefur þurft að framkvæma 25
handtökur sökum ölvunar, á
einum sólarhring, og er þá að-
eins átt við ölvun þar, sem
ofdrykkjumenn hafa átt i hlut.
Hafa þeir þá verið illa til reika
sökum ölvunar, ekki bragðað
matarbita lengi, og verið illa
þefjandi. Sumir þessara manna
geta ekki kastað af sér vatni eða
saur eins og aðrir menn, þegar
þeireru undir áhrifum, svo þeir
gera þarfir sinar i klæði sin og
ganga siðan i eigin saur og
hlandi um nokkurra daga skeið.
Af þessum 25 handtökum voru
nokkrir teknir tvisvar og einn
þrisvar,svoað fjöldi þeirra sem
lögreglan hafði afskipti af var
ekki „nema” 15. Einn var hand-
tekinn þrisvar, fyrst um
mibnætti, siðan um 10 leytið
morguninn eftir og loks um 6
leytið siðdegis. 1 öll skiptin var
þessi einstaklingur ofurölvi,
ósjálfbjarga, vanklæddur og gat
vart sagt sjálfur til nafns. Það
eina sem lögreglan gat gert i
máli þessa manns var að láta
hann sofa úr sér, gefa honum
súpu og senda hann siðan út á
götuna að nýju.
1. GREIN
Sjálfstæðisflokkurinn
vill ekki auglýsa lóðir
Meirihluti borgarstjórnar
Reykjavikur visaði frá tillögu
Björgvins Guðmundsonar þess
efnis, að lóðir skyldu ávallt
auglýstar. Rökstuðningur
meirihlutans, fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins var sá, að sú
regla gilti nú að lóðir væru
auglýstar og var frávisunar-
tillagan samþykkt með niu at-
kvæðum gegn sex. Vegna þess-
arar afgreiðslu hafði
Alþýðublaðiö tal af Björgvini
Guðmundssyni borgarfulltrúa, og
sagði hann m.a.:
„Frávisunartillagan var
rökstudd af borgarsjóra með
þeim rökum, að sú meginregla
hefði gilt hjá Reykjavikurborg,
aö lóöir væru auglýstar lausar til
umsóknar. Ég er mjög undrandi
yfir ' þessari samþykkt
meirihlutans I borgarstjórn um
að lóöir undir Ibúðar- og at-
vinnuhúsnæði séu alltaf
auglýstar.”
— Er það þá staðreynd aö lóðir
eru yfirleitt ekki auglýstar?
„Ég vil aðeins benda á það, að
Morgunblaðiö hefur að undan-
förnu skrifaö um nauðsyn þess aö
breyta tilhögun i sambandi viö
Framhald á bls. 10