Alþýðublaðið - 04.10.1975, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 04.10.1975, Blaðsíða 13
HORIIIB sími 81856 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðumúla 11, Reykjavík Ekkert almenningsnáðhús i hjarta samgöngukerfisins Veitingahúsagestur skrifar: Ég get nií ekki orða bundist yfir óskammfeilnum skrifum i les- endadálki Alþýöublaðsins f dag (miðvikudag) um salerni á veit- ingahiísum bæjarins. Þar vegur einhver ónafngreindur maður að forráðamönnum Matstofunnar við Hlemmtorg, að þvi er mér skilst, fyrir það að það hafi verið sóðalegur Utgangur á karlaklós- ettiþegar viðkomandi maöur var aö koma úr Stjörnubiói. NU er það tvennt i þessu máli, sem mig langar til að koma á framfæri við þennan bréfritara, lesendur almennt og þó einkum og sér i lagi borgaryfirvöld, og kannske meira en tvennt. Ég er einn af þeim mönnum, sem teljast fastagestir i kvöld- kaffi þama á matstofunni og stundum um miðjan dag, og heimsæki reyndar alloft aðra veitingastaði, þvi ég er ekki fjöl- skyldumaður. Fyrir bragðið veröur maður i gegnum áranna rás oft málkunnugur þvi fólki, sem við greiðasöluna starfar og á þá stundum auðvelt með að setja sig inn i vanda þess fólks, þvi svo er gesturinn misjafn sem hann er margur. En það sem ég þykist vita, og vil aö komi á framfæri, hvort sem það er i þökk eða óþökk þeirra, sem þennan matstað og aðra matstaði reka, það er sú stað- reynd að a) Salemi þessarar matstofu eru sist lakari en margra annara veitingastofa i borginni. b) Þaö verður vart við starfs- fólkið að sakast þótt umgengni gesta sé misgóð og oft á tiðum verulega ábótavant. c) Bréfritarinn var að koma úr biói i grenndinni, en þurfti trúlega að bregða sér á salerni. Hvar hafa borgaryfirvöld hugsað sér þær tugþúsundir, sem daglega eiga leið um Hlemmtorg, geti átt aðgang að salerni þarna á sjálfri umferðarmiðstöð strætisvagna- kerfisins? d) Eigendur, og kannske ekki sist starfsfólk og gestir mat- stofunnar verða fyrir sifelldu ónæði af þvf rennerii fólks, sem stormar gegnum veitingastofuna daglangt til að komast á klósett, og þar er stundum biðröð. Maður veröur ekki var við að þetta fólk eigi nein viðskipti þarna á staðnum, hvað þá að það þakki fyrir sig. Ogþaðgetég vottað um, að þetta fólk, hvort sem það eru karlar, konur eða krakkastóð, þurfa ekki að ganga vel um heima hjá sér til að sú umgengni sé hátið hjá þeirri, sem þarna sést. Eftir að Hlemmtorg var gert að strætisvagnamiðstöð hefur mér fundist aukast um allan mun noktun salernanna á matstofunni sem almenningsklósetts, enda kannske engin furða. Það er ekki annað almennings: alerni fyrr en neðst i Bankastra ii, og með svo þéttri byggð, sem nú er i miðborginni, ekki svo hlaupið að þvi að víkja sé sér bak við ^húshorn. Ég hygg að bréfritarinn, sem ég nefndi i upphafi, hafi ritað þetta í hugsunarleysi, hafi ekki hugað að því hvað þessi van- ræksla borgaryfirvalda á sjálf- sagðri þjónustu við borgarbúa hefurlagt mikið erfiði og ónæði á herðar starfsfólks og gesta á Matstofunni við Hlemmtorg, enda hygg ég að bréfritari hafi verið sjálfur einn þeirra, sem þurftu að skjótast inn á klósett, og mundu ekki i svipinn eftir öðrum stað en þessari veitingastofu. Ég vil að endingu taka það fram, að mér hefur fundist rekstur og þjónusta á þessari matstofu hafa tekið miklum framförum siðustuárin og starfs- fólk og eigendur virðast leggja sig öll fram um að gera gestum til hæfis, þótt álagið hafi aukist mikið með tilkomu strætisvagna- miðstöðvarinnar á Hlemmtorgi. Þess vegna eru ósanngjamar árásir af þessu tagi lítt skiljan- legar og verða ekki skýrðar með öðruen hugsunarleysi og vanmati á istaðreyndum málsins. Með þökk fyrir birtinguna, Veitingahúsagestur. Verðmunur á kaffi Kaffikarl skrifar Ekki get ég orða bundist yfir þeim mikla verðmismun sem virðist eiga sér stað á molakaffi á veitingastöðum borgarinnar. Oftbregð ég mér inn á Björninn á Njálsgötu og fæ mér þar kaffikrús sem ég greiði fyrir með 50 kalli og að sjálfsögðu fæ ég aftur i krúsina án þess að greiða meira. Nú skeður það á dögunum, að ég kem hrollkaldur af Laugar- dalsvellinum, að ég vind mér inn á Múlakaffi og fæ mér kaffikrús til að fá yl i kroppinn. Þarna varð ég að snara út 80 krónum fyrir sama skammt og kostar 50 kall á Birninum. Er þetta ekki nokkkð mikill verðmunur? Að visu er 80 krónur ekki há upphæð i dag, en að það skuli vera 30 króna verömunur á molakaffi finnst mér i það grófasta. Oft er flagð undir fögru... Einn, sem á nýlegan bil, hafði þetta að segja: Mikið eru þær nú fallegar aug- lýsingarnar frá þessum mörgu og ágætu bilaumboðum hér hjá okk- ur. Þau auglýsa glæsta og dýra vagna, með miklu orðskrúði og fagurmælum. Þeirra bill er alltaf bestur, allavega betri. Komdu til okkar vinur og þú verður ham- ingjusamur til enda veraldar. Margir láta glepjast af svona faguryrðum, til dæmis er ég einn þeirra. Maður brá sér i eitt af þessum glæstu umboðum i fyrra- haust og pantaði sér bll. Jú, jú, mikil ósköp, við eigum einmitt þann bil sem þig vantar. Komdu bara og sæktu hann eftir mánuð. EN, auðvitað veröur þú að borga „smápening” inná hann til að tryggja þér forkaupsréttinn, sem ég gerði. Að mánuöi liðnum, hugðist ég sækja minn glæsta vagn. Nei, þvl miður, þaö varð mánaöar töf á sendingu, okkur þykir afar leitt að svona skyldi fara, en bíllinn kemur með skipi frá ...... eftir réttan mánuð. Ég lét málið kyrrt liggja og hugsaði meö mér aö ekki yrði viö allt ráðiö! Að þessum mánuði einnig liðn- um, hugsaði ég til hreyfings og aftur var það sama sagan. Ein- hver misskilningur i afgreiðslu tollskjala i biöhöfn, þar sem bila- sendingin beiö enn. Þá var mér nóg boðiö. Sagði þessum herrum i stuttu máli álit mitt á þeim og þeirra vinnubrögðum, sem að sjálfsögöu hafði ekki mikið aö segja, þvi billinn var jafn ókom- inn og áður. Aftur lofuðu þeir bót og betrun og með það fór ég öðru sinni. Nema nú sögðu þeir mér, að bill- inn yröi ekki kominn fyrr en rétt uppúr áramótum. Ég varð svo hlessa yfir þessari ósvifni, að ég einfaldlega hafði ekki rænu á að láta neitt frá mér heyra. Hvaö um það, bilinn fékk ég i febrúar, næstum hálfu ári eftir að ég pantaði hann. Þó hafði umboð- ið auglýst þessa vagna með MJÖG stuttum afgreiðslufresti. Jafnframt borgaöi ég fúlgu inná bilinn, sem þetta umboð haföi til ráðstöfunar, algerlega vaxtalaust, i tæpt hálf ár. Þægi- legt að hafa svona rekstrarfé. Er ekki kominn timi til að FtB fari að hafa einhver afskipti af svona málum? firði kvæntur Margréti Marteins- dóttur. Svanborg húsfrú Hafnarfirði gift Baldri Jóhannssyni sjómanni. Gróa húsfrú Patreksfirði gift Haraldi ölafssyni sjómanni. Erla Þorgerður héraðs- hjúkrunarkona Patreksfirði gift Gunnari Snorra Gunnarssyni sjó- manni. Það hefir farið likt fyrir börn- um þessara hjóna og þeim sjálf- um að lifstarfið hefur mótast af sjómennsku, enda munuþau fyrst og fremst hafakynnst þeirri hlið lifsins I uppvexti sinum. Þegarfjölskylda min kom hing- að til Patreksfjarðar fyrir 25 ár- um siðan, atvikaðist það svo að þau Ólafur og Sesselja voru ná- býlisfólk okkar. Það er okkur hjónum ógleymanlegt hvað var gott að leita til þessara nágranna i ókunnugleika okkar. Þau voru ávallt boðin og búin að rétta hjálparhönd, og á heimili þeirra rjkti gleði og hlýhugur til allra. Ólafur tók mikinn þátt i störf- um sjómanna hér á Patreksfirði um langann tima, og má með sanni segja að hann var mikill eljumaður i undirbúningi sjó- mannadagsins. Fyrir þessi störf var hann á siðasta sumri sæmdur heiðursmerki sjómannadagsins, ásamt samstarfsmanni sinum Vagni Jóhannessyni, en það var I fyrsta skipti að sú viðurkenning var veitt hér. Mér er kunnugt um að Ólafur hefir haft mikinn áhuga á þvi að hér á Patreksfirði yrði reistur minnisvarði sjómanna, og væri það veglegt verkefni fyrir þá er nú standa fyrir málefnum sjómanna hér i byggð, að gefa þessari hugmynd gaum, og láta úr framkvæmdum verða. Þessar linur eru orðnar fleiri en til var ætlast, en ég gat ekki látið hjá liða að senda vini minum Ólafi Jósúa kveðju okkar hjóna á þessum merkisdegi i lifi hans. Það hefði verið ánægjulegt að geta tekið i hendi Ólafs i dag, en svo verður ekki, þar sem hann og kona hans verða stödd á heimili dóttur þeirra Svanborgar Grænu- kinn 21 Hafnarfirði. Ég segi þvi til hamingju og lifðu heill kæri vin- ur. AgústHrPétursson * Ólafur Jósúa Sigurðsson er einn af þeim mönnum, sem vekur at- hygli hvar sem hann fer. Hann hefur verið með hæstu mönnum af sinni kynslóð, sterklegur og hinn þreklegasti maður, enda dugnaðarforkur hinn mesti. Hann þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér eins og svo margir af hans samtiðarmönnum og hefur sjálfsagt oftþurft á öllu sinu þreki og allri sinni karlmennsku að halda. En fyrir þá, sem á annað borð þoldu allt það harðræði og þá erfiðleika, sem ungir sjómenn þurftu að mæta á ungdómsárum Óla Jósúa, hefur lifið reynst góð- ur skóli. Það herti þá og efldi, enda er Óli Jósúa enn óbugaður þrátt fyrir aldurinn, stundar fulla vinnu og gengur að hverju verki með ekki minni atorku en þeir, sem yngri eru. Óli Jósúa er i hópi þess fólks á Patreksfirði, sem ég hefi þekkt frá þvi ég man eftir mér. Á leið i og úr vinnu lá leið hans daglega framhjá húsi afa mins og ömmu og oft staðnæmdist hann þar til þess að skjptast á nokkrum orð- um við þau, eins og svo margra Patreksfirðinga var háttur. Sem ungiingur hafði ég svo kynni af Ólaf Jósúa við fiskvinnu á Vatn- eyri, þar sem hann var i hópi aílra duglegustu verkmanna. 1 framboði minu i Vestfjarðakjör- dæmi átti ég þess svo kost að endurnýja kynni min við hann og er ég stoltur af þvi að eiga hans stuðningi að fagna á Patreksfirði. Það eru einmitt menn af hans tagi, með hans reynslu og hans mikla dugnað, sem gott er að eiga að samstarfsmönnum. A sjötiu og fimm ára afmæli Ólafs Jósúa Guðmundssonar færi ég honum og fjölskyldu hans ein- lægar árnaðaróskir. Ég þakka honum jafnframt einlæglega stuðning hans og vinsemd, en þó e.t.v. framar öllu vináttu hans og hlýju i garð afa mins og ömmu. A elliárum sinum á Patreksfirði nutu þau velvildar og vináttu góðs fólks á Patreksfirði. 1 þeim hópi var óli Jósúa. Fyrir það fæ ég aldrei fullþakkað. Sighvatur Björgvinsson Afmæliskveðja — Ólafur Jósúa Guðmundsson 1 dag 4. okt. er Ólafur Jósúa Guömundsson á Patreksfirði 75 ára. Hann er aldamóta barn, fæddur i Stóra-Laugardal i Tálknafirði, sonur hjónanna Svanborgar Einarsdóttur og Guð- mundar Guðmundssonar, er þar bjuggu. Heimiliði Stóra-Laugardal var annálað myndar-og rausnarheim- ili, og þekkt af margvislegum framförum og atorku er ábúend- ur þar stóðu fyrir, má þar nefna að afi ólafs,Guðmundur Jónsson, lét reysa kirk ju i Stóra-Laugardal og afhenti söfnuðinum hana. Systkjni Ólafs voru 4. Eitt þeirra dó I æsku, en hin sem upp komust voru Guðmundur bóndi og hreppstjóri að Felli i Tálkna- firði, ólina er lengi bjó i Tálkna- firöi og Jón fisksali i Reykjavik. Af þeim systkinum eru nú á lifi Ólafurog Jón. Oll voru þessi syst- kini myndar-og dugnaðar fólk. Otafur hóf sjómennsku stuttu eft- ir fermingu sina, eins og þá var titt um unga menn, fyrst með Guömundi bróður sinum en svo siðar á stærri skipum, lengst af frá Patreksfirði. Sjómennskan var aðal ævistarf Ólafs fram eftir árum eða til árs- ins 1952, en þá fór hann i land, og hefir starfað i landi siðan, lengst- um að framleiðslustörfum sjávarafurða. Þrátt fyrir þennan aldur vinnur Oiafur enn fullan vinnudag og vel það. Þann 11. febrúar 1921 kvæntist Ólafur Jósúa, Sesselju ólafsdótt- ur, ættaðri úr Breiðafjarðareyj- um. Sesselja kom frá Ólafsvik til Tálknafjarðar og þar láu leiðir þeirra saman. Sesselja er mikilhæf óg elsku- leg kona, mikil dugnaðar mann- eskja i ölium sinum störfum, enda kom það sér vel, lifsbarátt- an var hörð á þessum árum og barnahópur þeirra stór. Það lenti þvi mikið I hennar hlut að sjá um börn og búskap meðan þau bjuggu i Tálknafirði, eða nær öll uppvaxtarár barnanna, þar sem Ólafur var oft langdvölum i burtu frá heimilinu vegna sinnar at- vinnu. Þau Sesselja og Ólafur eignuðust 11. börn. Tvö þeirra eru látin, Aðalsteinn er dó um ferm- ingaraldur, og stúlka er dó óskirð. Hin börn þeirra 9 erualltmyndar og dugnaðarfólk, en þau eru: Guðmundur Jóhanr.es sjómaður búsettur i Ólafsvik, kvæntur Idu Sigurðardóttur. Hulda húsfrú á Patreksfirði gift Ólafi Sveinssyni verkstjóra. Haraldur sjómaður Patreksfirði kvæntur Birnu Jónsdóttur. Cesar, sjómaður á Patreksfirði. Július skipstjóri, Patreksfirði kvæntur Jóninu Jónsdóttur. Sverrir bifreiðastjóri, Patreks- Laugardagur 4. október 1975 Alþýðublaöið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.