Alþýðublaðið - 04.10.1975, Blaðsíða 15
Flokksstarfrid
Leændaþjónusta Alþýðublaðsins ÓKEYPIS SMflflUGLÝSINGflR
Hin vinsæla félagsvist, sem Al-
þýðuflokksfélag Reykjavikur hef-
ur staðið fyrir undanfarin ár og
notið hefur mikilla vinsælda,
hefst nú að nýju á laugardaginn
kemur.
Spilað verður i Iðnó uppi á laug-
ardagseftirmiðdögum, og hefst
vistin klukkan 2.30 siðdegis.
Veitt verða verðlaun fyrir
hvern spiladag, en að auki eru svo
veitt sérstök verðlaun fyrir hver
þrjú skipti.
Fyrstu fimm spiladagarnir
hafa verið ákveðnir, og þeir eru
þessir:
4. oktöber.
18. októbér.
1. nóvember.
15. nóvemþer.
29. nóvember.
Klippið þesW tilkynningu út,
eða færið inn 'iá dagatalið þessa
daga, og munið að vistin hefst
alltaf á sama tjma á sama stað.
2. Kjördæmisþing Alþýðu-
flokksins i Reykjávik verður
haldið dagana 11. og 12. okt. n.k. i
Kristalsal Loftleiða.
Þingið hefst kl. 2 e.h. laugar-
daginn 11. okt. meðsetningarræðu
formanns Fulltrúaráðsins, Björg-
vins Guðmundssonar. A laugar-
dag verður fjallað um þingmál
Reykjavikur. Framsöguræður
flytja þeir Gylfi Þ Gislason alþm.
og Eggert G. Þorsteinsson alþm.
A sunnudag flytur Björn Jóns-
son, forseti A.S.t. framsöguræðu
um verkalýðsmál.
Staða
barnsins í
mannlegu
samfélagi
Samband alþýðuflokkskvenna
efnir um næstu helgi, 4.-5. október
nk., til einnar hinna árlegu ráð-
stefna sinna. Verður hún haldin i
Munaðarnesi i Borgarfirði og
verður aðalefni hennar „Staða
barnsins i daglegu samfélagi”.
Ráðstefnan hefst laugardaginn
4. október, kl. 2 e.h., með ræðu
formanns, Kristinar Guðmunds-
dóttur. Verða siðan framsöguer-
indi flutt, en að þeim loknum
munu starfshópar starfa og siðan
skila áliti, sem til umræðu verður
á sunnudagsmorgun. Að hádegis-
verði loknum verða flokksmál
tekin til umræðu og mun þá
Kjartan Jóhannsson, varafor-
maður Alþýðuflokksins flytja á-
varp og siðan sitja fyrir svörum.
Verða þá einnig m.a., til umræðu
þátttaka islenskra alþýðuflokks-
kvenna i hinu norræna og hinu al-
þjóðlega samstarfi jafnaðar-
kvenna og fluttar verða skýrslur
um setu fulltrúa islenskra al-
þýðuflokkskvenna á samnor-
rænni ráðstefnu jafnaðarkvenna i
Noregi i sumar og á þingi Sam-
bands sænskra alþýöuflokks-
kvenna i Stokkhólmi nýlega. Þá
verður einnig rætt um stóra dag-
inn, 24. október nk., starf kvenfé-
laganna og margt fleira af þvi
tagi. Ráðstefnunni verður siðan
slitið siðari hluta dags á sunnu-
dag.
Nú þegar er ljóst, að þátttaka
verður mjög góð og betri en
nokkru sinni fyrr. Hafa þegar 50
konur úr II byggðarlögum viðs
vegar i landinu látið skrá sig til
þátttöku I ráðstefnunni og er það
betri aðsókn víðar að en verið
hefur áður á hinum árlegu haust-
ráðstefnum Sambands alþýðu-
flokkskvenna i Munaðarnesi. Er
það, meðal margs annars, á-
nægjulegur vottur um þann mikla
gróandi, sem er i samtökum al-
þýðuflokksk venna.
TIL SÖLU
Sófaborð
Stórt sófaborð úr teak til sölu.
Verð kr. 5000. Hvassaleiti 44, simi
33752.
Til sölu
Litið Yamaha rafmagnsorgel,
Yamaha þverflauta, Tan-Sad
kerruvagn, Borð — strauvél.
Uppl. i sima 40397.
Til sölu
Til sölu ný aftanikerra fyrir fólks-
bil. Uppl. i sima 37764 i dag og
næstu daga.
Til sölu
Til sölu ódýrt klósett og vatns-
kassi. Uppl. i sima 34546 eftir kl.
20.
Skápur
Til sölu plastklæðaskápur. Uppl. i
sima 42034 eftir kl. 16.
Hljómtæki
Radionette hljómflutningstæki og
tvær strauvélar (stór og litil) til
sölu. Uppl. i sima 16440.
Til sölu
Ný, falleg, þýsk heilsárs-buxna-
dragt, dökkblá, nr. 44. Einnfr. lit-
ið notuð pilsdragt nr. 38, ódýr.
Plastdunkur undir saltkjöt, 35
litra, á hálfvirði. — Til sýnis
miðvd. 1/110 kl. 5—7 að Háteigs-!
vegi 23, efri hæð, austurenda.
ÓSKflST KEYPT
Ritvél óskast
Notuð ritvél i góðu ástandi óskast
til kaups. Upplýsingar i sima
14900.
Ritvél óskast
ATVINNA ÓSKAST
Ungur og ábyggilegur maður
óskar eftir góðri og vel launaðri
vinnu. Hef bilpróf og þriggja ára
skólagöngu umfram skyldunám.
Tilboð sendist Aþ-blaöinu merkt
„áreiðanlegur”.
s.o.s.
Ung stúlka óskar eftir vinnu'
STRAX. Uppl. i sima 85003, á
daginn.
ÝMISŒGT
Bólstrun
Greiðsluskilmálar á stærri verk-
um. Vönduð plussáklæði. Einnig
ódýr áklæði á barnabekki.
Bólstrun Karls Adólfssonar. Simi
11087.__________
Teppahreinsun
Hreinsum gólfteppi og húsgögn i
heimahusum og fyrirtækjum.
Érum meö nýjar vélar. Góð þjón-
usta. Vanir menn.
stmar 82296 ttg 40491.
Gítarnámskeið
Kennari örn Arason. Kennt
verður i Reykjavik og Hafnar-
firði. Upplýsingar i sima 35982.
SAFNARINN
Ferðabók Eggerts og Bjarna
þjóðhátiðarsérútgáfan (Uppl. 174
2int.) til sölu á kr. 30.000. Uppl. i
sima 38410.
KYNNINGAR
Judonámskeið
Byrjendanámskeið i judo i húsi
KFUM og KFUK Lyngheiði 21,
Kópavogi. Kennarar eru össur
HÚSNÆÐI ÓSKAST
ÍHafnarfj.
{ Herbergi með eða án eldhúsað-
I stöðu óskast i Hafnarfirði, eða
I Reykjavik. Uppl. i sima 22601.
~ —..... .............-I
Helgarviðtal 2
okkur áfram. Menn, sem hafa
ekki kunnáttu i skólarekstri, hafa
meira ráðið ferðinni. Fjárhags-
grundvöllinn hefur oftast skort og
þar með hefur viðleitnin runnið út
i sandinn. Við slikar aðstæður
geta skólamenn ekki sýnt, nema
brot af þvi sem vera ætti og gæti
gerzt. Svo fyllast hinir óþoli og
lagabreytingar dynja yfir, án
þess að hið fyrra sé fullreynt við
eðlilegar aðstæður. Þetta er okk-
ar mein. Skólalöggjöf má heldur
ekki sniba of þröngan stakk, og
það er raunhæf reynsla, sem sker
úr um ágæti laga eða hið gagn-
stæða.”
„Hvað mundirðu telja að væri
það, sem mest veltur á nú i fram-
kvæmd nýju laganna?”
„Að minu mati veltur ákaflega
mikið á starfsemi fræðslustjóra
og vali á þeim. Þeir hafa mikið
verk að vinna við að gaumgæfa og
samræma mismunandi þarfir
einstakra byggðarlaga. Svo velt-
ur auðvitað_á, hvað þeir fá i hend-
ur af afli þeirra hluta, sem gera
skal.”
„Ef þú lítur nú yfir farinn veg.
Við hvað er þér ánægjulegast að
staðnæmast?”
„Ég hefi ætið notið ánægju i
minu starfi. Árin á Reykjanesi
eru án efa sólrikust og mætti að
þvi leyti telja þau bezta tima æf-
innar. En sfðustu 20 starfsárin
veittu mér örugglega viðtækasta
lifsreynslu, sem ég hefði ekki vilj-
að fara á mis við með neinu móti.
Samstarfið við skólana og sveit-
arfélögin var undantekningar-
laust ánægjulegt. Þar komu
reyndar fyrir ótrúlegustu hlutir,
sem á ýmsan hátt þurfti úr að
greiða. Jafnvel kom i ljós, að
hreint ekki allir gerðu sér grein
fyrir rétti, sem hafði verið traðk-
að. Þeirra hlut var ánægjulegt að
geta rétt. Svo hætti ég störfum
um það leyti, sem viðtækar breyt-
ingar voru gerðar á ’starfssviði
menntamálanna. Það tel ég mig
hafa gert rétt, þóttekki væri beint
fyrir aldurssakir. En einhvers-
staðar verða menn að setja
punktinn.”
„Viltu segja mér i lokin, hvað
þú helzt myndir ráðleggja ungum
kennurum við upphaf starfsfer-
ils?”
„Já. Tvimælalaust að beita
aga. En hann má hvorki vera
hæðinn né hrottalegur. Hann
verður að vera samfara góðvild
og virðingu fyrir viðfangsefninu.
Staðreynd er að allir nemendur
vilja aga og meta raunverulega
einskis undanslátt frá þvi sem
rétt er. Þetta er máske vand-
þrædd gata. En það er á sinn hátt
alveg eins og umgengni við full-
orðna. Mér hefur alltaf orðið
minnisstætt það sem vinur minn,
Vilmundur Jónsson, sagði eitt
sinn: „Það á að elska mannfólkið
ein's og það kemur fyrir, en hata
syndirnar, sem það kann að
drýgja.” Ég hygg, að þar hafi
hann hitt naglann á höfuðið, sem
oft áður og siðar. En sennilega er
þessi lifsregla stundum nokkuð
örðug i reynd”, sagði Aðalsteinn
Eiriksson að lokum.
####
TANDBERG
Ævintýraleg fullkomnun.
Nr"............"3
TA 300 magnari
2x35w sinus vlð
0,3% harmoniska bjögun
aflbandbreidd
10—60.000 hz.
HAFNARSTRÆTI 17
SIMI 20080
Vil kaupa góða skólaritvél. Uppl.
: sima 99-4190 milli kl. 4 og 6 á
'immtudag.
Torfason 2. DAN og Anna Hjalta-
dóttir 1. DAN. Innritun er að
Lyngheiði 21, Kópavogi á þriðjud.
kl. 7—9 e.h. og á laugardgöum kl.
1—3 e.h., einnig i sima 17916.
Júdódeild Gerplu.
alþýöuj
aðið
lai
r
Okeypis þjónusta
Eyðublað fyrir flokkaðar smáauglýsingar
fyllið út með fylgjandi eyðublaði
0
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
Flokkur
Merkið X við:
Til sölu
Óskast keypt
Skipti
Fatnaður
Hjól og vagnar
Húsgögn
Heimilistæki
Bílar og varahlutir
Húsnæði í boði
Húsnæði óskast
Atvinna i boði
Atvinna óskast
Tapað fundið
Safnarinn
Kynningar
(Einkamái)
Barnagæsia
Illjómplötuskipti
Ýmislegt.
Skrifið hér fyrirsögn auglýsingar — hámark 12 stafir —einn staf i
hvern reit:
Fyrirsögn: 000000000000
Skrifið mjög greinilega — helst blokkskrift. Auglýsingahandrit
má senda auglýsingadeild blaðsins, Hverfisgötu 10 — eða til rit-
stjórnar, Síðumúla 11 — fyrir kl. 16 daginn fyrir birtingardag —
og verður auglýsingin þá birt lesandanum að kostnaðarlausu.
Auglýsandi 1 þvi tilfelli að einhver misskilningur kynni að koma upp er nauðsynlegt að auglýsandi skrifi hér nafn, heimilisfang og sima.
Nafn
Heimili
Simi
Laugardagur 4. október 1975
Alþýðublaðið