Alþýðublaðið - 04.10.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.10.1975, Blaðsíða 8
Verkalýðsmái KONNUN A VINNUGETU OG ATVINNUMÖGULEIKUM ÖRYRKJA JÓN BJÖRNSSON Grein þessi eftir Jón Björnsson, sálfræðing, birtist í nýút- komnu riti Sjálfsbjargar, tímarits Sjálfsbjargar - lands- sambands fatlaðra. Þar er hreyft athyglisverðu máli - sem Alþýðublaðið vill vekja athygli á A árinu 1973 fól borgarstjórn Reykjavikur félagsmálaráði borgar- innar, að sjá um framkvæmd könn- unar á atvinnumöguleikum tveggja jaðarhópa á; atvinnumarkaðinum; aldraðra og öryrkja. Könnun þessi skyldi meðal annars leiða i ljós, hvaða aðgerðir væru vænlegastar til þess að bæta úr þeim vanda, sem þessir hópar eiga í varðandi atvinnu, bæði við að fá vinnu og eins við að stunda vinnu. Könnun þessi hófst á siðastliðnu sumri og sá er þetta ritar hefur séð um framkvæmdahluta hennar. Könnuninskiptistí tvo þætti, sem I framkvæmd eru aðskildir en mætast siðan að nokkru leyti i niður- stöðunum, þ.e. tillögunum um þær úrbætur, sem gera þurfi i atvinnu- málum þessara hópa. Ég mun hér nánast einvörðungu fjalla um þann hluta könnunarinnar, sem snýr að öryrkjum, i hagræðingarskyni, þó ég þar með vilji alls ekki gefa i skyn, að atvinnuörðugleikar aldraðra séu litilsverðari né ómerkari. Að höfðu samrði við ýmsa aðila, m.a. Endurhæfingarra'ð, Öryrkja- bandalag íslands, þáverandi tryggingaryfirlækni o.fl. var ákvarðað að könnun þessi skyldi leit- ast við að svara eftirtöldum spurn- ingum: I) Hvernig er þátttöku öryrkja almennt varið á vinnumarkað- inum i Reykjavik? Hvernig er reynslu þeirra af vinnumark- aðinum varið? II) Hver er reynsla þeirra öryrkja, er vinnu stunda, af starfi sinu, einkum með tilliti til örorkunnar? Hverjir eru kostir þess og gallar? Hverjar eru óskir þeirra og áform IDvaröandi vinnu framvegis? Hver er afstaða og geta hinna, er ekki stunda vinnu, til upþtöku starfs eða náms? Hverjar óskir hefðu þeir i þeim efnum? Til þessara þriggja breiðari mála- flokka heyra nú eftirtaldar hnitmiið- aðri spurningar. Þessum spurning- um ætti aö vera unnt aö svara beint með nokkurri nákvæmni að könnun lokinni. Ad. I. Almenn þátttaka á vinnumark- aðinum. 1) Hversu margir öryrkjar eru raun- verulega við vinnu? 2) Hveru mikið / lengi vinna þeir? 3) Hvers eðlis er sú vinna, sem þeir stunda? 4) Hversu algengt er að þeir skipti um störf? Hvers vegna? 5) Hver er menntun öryrkja? A hvern hátt eru þeir sem öryrkjar sérstaklega undir þátttöku á vinnumarkaði búnir? Hvernig nýtist þeim menntun sin? 6) Hverjar eru tekjur öryrkja? 7) Hver er Hkamleg færni / hæfni ör- yrkja til sjálfsbjargar? (ICS). 8) Eru visbendingar um félagslega / sálarlega „firringu” öryrkja fyrr hendi, og sé svo, hver eru þá tengsl hennar við þátttöku á vinnumark- aöinum? 9) Hvaða áhrif hafa breyturnar: a) kyn, b) aldur, e) örorkustig, d) orsök örorku i þátttöku á vinnu- markaði? 10) Erlendur samanburður. Ad. II. Þeir sem vinna. 1) Hvernig hæfir núverandi vinna spurðum, að eigin mati, einkum með tilliti til örorku þeirra? Hverjir eru kostir hennar, hverjir gallar? 2) Hverjar eru vinnutekjur öryrkja? 3) Af hvaða orsökum er vinnan einkum stunduð? 4) Hver er ferill þeirra á vinnu- markaðinum undanfarið (t.d. siðastl. 5 ár)? Vinnuskipti? Og sé svo, orsakir þeirra? Vinnuhlé? Og sé svo, orsakir þeirra? 5) Hvaða vinna virðist henta einstökum undirhópum öryrkja best, að þeirra eigin mati (með tilliti til kyns, aldurs og örorku orsakar)? 6) Hver eru áform þeirra og óskir varðandi vinnu i framtíðinni? Hafa þeir áform eða óskir varðandi vinnuskipti, og sé svo, hvenær? hvers vegna? Hvaða óskir hafa þeir um þá vinnu? (eðli hennar, vinnutima o.s.frv?) 7) Hver er afstaða þeirra til að hætta vinnu? 8) Hver er afstaða þeirra til vernd- aðra vinnustaða? 9) Hver er afstaða þeirra til náms og umskólunar? 10) A hvern hátt hefur: a) kyn, b) aldur, c) örorkustig, d) orsök örorku — áhrif á atriðin 1—9? Ad. III.' Þeir sem ekki vinna. 1) Hver er orsökin fyrir þvi að vinna er ekki stunduð? 2) Hversu margir úr þessum hópi hafa einhvern tima stundað vinnu? Hvenær var henni hætt? Hvers vegna? Hver var ferill þeirra á vinnumarkaðinum? Hvers sakna þeir úr vinnunni? 3) Hvernig hefur þessi hópur af fyrir sér? 4) Gætu þeir stundað einhverja vinnu núna, örorkunnar vegna? Vildu þeir það? Ef svo væri, hverjar óskir heföu þeir varðandi þá vinnu? 5) Hver er afstaða þeirra til vernd- aðra vinnustaða? 6) Hver er afstaða þeirra til náms / umskólunar? 7) Hver er afstaða þeirra til föndurs, tómstundastarfs og föndurnám- skeiða? 8) A hvem hátt hefur: a) kyn, b) aldur, c) örorkustig, d) orsök örorku — áhrif á atriðin 1—7? Auk þess sem leitast yrði við i niðurstööunni að svara spurningum þessum, yrðu auk þess, með tilliti til þeirra svara og niðurstaðna könn- unarinnar á hópi aldraðra, svo og með tilliti til erlendra rannsókna á þessu sviði, settar fram tillögur um aögerðir af hálfu hins opinbera varð- andi úrbætur á atvinnumöguleikum aldraðra og öryrkja. Reynt yrði, að hafa þær tillögur sem skýrastar og sem næst framkvæmdarstigi málsins. Tillögurnar beindust einkum að aðgerðum a.m.k. varðandi eftirtalin atriði: — Hvaða vinnustaðir og verk henta öldruðum / öryrkjum best á hinum almenna vinnumarkaði? Til hvers hóps atvinnurekenda (þ.á m. hins opinbera) væri hagkvæmast að leita til Utvegunar hentugra vinnu- staöa fyrir hóp þennan? — Er þörf nýrra vinnustaða, sem sérstaklega væru skapaðir með þarfir fólks með skerta vinnugetu i huga, og sé svo, á hvern veg skyldu þeir vera? — Er þörf á námskeiðum / fullorðinsfræðslu / umskólun fyrir fólk með skerta vinnugetu, til þess að opna þvi (nýja) möguleika á vinnumarkaðinum? Sé svo, hvernig væri þeim best háttað? Tilhögun könnunarinnar var sú, að Urtak (tilviljunarúrtak) var gert úr spjaldskrá Hfeyrisdeildar T.R. og valdir voru úr um það bil 410 einstak- lingar, sem féllu innan þess ramma, sem skilgreindur hafði verið: örorkulifeyrisþegar eða örorku- styrkþegar búsettir i Reykjavik, — búsettir utan stofnana. Hér kemur að- einum annmarka könnunarinnar, þ.e. þeim, að hópurinn sem hún beinist að, eru þeir, sem þegar eru orðnir öryrkjar. Húnnær ekki til þeirra, sem þyrftu á endurhæfingu, vernduðum vinnu- stöðum eða þess háttar að halda, án þess að hafa hlotið örorkumat. Upplýsingarnar úr henni gefa þvi til kynna, hversu stór hluti öryrkja- hópsins þarf á úrbótum að halda i atvinnumálum, en það segir ekki endilega til um, hversu stór þessi hópur er i raun, þ.e. hversu margir þeir eru i heild, sem þurfa á fyrir- greiöslu að halda, jafnvel þótt þeir enn hafi ekki fengið örorkumat. Við athugun kom i ljós, að úrtak þetta virtist vera rétt spegilmynd öryrkjaheildarinnar I R.vik. þ.e. dreifing þeirra breytna (kyn, aldur, örorkustig, örorkuorsök), sem þekktar voru, var hin sama eða svipuð innan hópsins og innan heildarinnar. 11 jós kom, að tveir hó par, sem eru sérstaklega áhugaverðir varðandi endurhæfingu og vinnuaðstöðu reyndust of fámennir I úrtakinu. Þetta voru annars vegar: blindir og heyrnarskertir, hins vegar yngra fólkið. Þvi var gripið til þess ráðs að auka við úrtakið rúmlega fimmtiu öryrkjum á aldurstimabilinu 16—30 ára. Hér var þvi um aukaúrtak aö ræða, sem hækkar heildina upp f 465. Sá háttur var siðan hafður á, að spurningalistar voru sendir út til allra þeirra, sem i úrtakinu lentu. Spurningalistana skyldu þeir fylla út sjálfir. Þeim, sem ekki gátu fyllt sjálfir út spurningalistann einhverra híuta vegna, var gefinn kostur á að fá til þess aðstoð, og allmargir hafa hagnýtt sér þann mögulekia, svo að jafnvel enn hefur eákki verið unnt að verða við þeim beiðnum öllum. Listamir voru sendir út um mánaða- mótin janúar—febrúar 1975. Slðan hafa verið send tvivegis út rukk- unarbréf til allra þeirra, sem ekki hafa látið frá sér heyra. Nú þegar hafa verið unnar bráða- birgðaniðurstöður úr könnuninni, sem varða verndaða vinnustaði sér- staklega, en fullnaðarúrvinnsla getur hafist nú þegar, þar eð innheimtu svara má nú heita lokið. Alls hafa borist nokkuð á þriðja hundrað svarlistar og trúlega er út- séð um að fleiri berist. Brottfallið er þvi þó nokkuð, en kemur þó væntan- lega ekki til með að rýra nákvæmni niðurstaðanna úr hófi fram. Málningin frá Slippfélaginu A járn og viöi utan húss og innan: Hempels HEMPELS skipamálning. Eyðingaröfl sjávar og seltu ná lengra en til skipa á hafi úti. Þau ná langt inn á land. A steinveggi utan húss og innan.- Vitretex ÞILFABSf''‘AlN’ j á VITRETEX plastmálning " myndar óvenju sterka húö. , Hún hefur því framúr- | skarandi veörunarþol. íffffjl I Vitretex á veggina ’ Á tréverk í garði og húsi: Cuprinol CUPRINOL viöarvörn þrengir sér inn í viðinn og ver hann rotnun og fúa. Cuprinol á viðinn Slippfélagið íReykjavík hf Má/ningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433og 33414 angarnír Niistm liF PLASTPQKAVE P KSMIO J A si™, 82Í39-824S5 VBtn*görftum 6 Box - R*ykJ«,|k Pípulagnir Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller loggiltur pipulagningameistari Hafnarfjarðar Apötek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 ‘Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasími 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 114 ónnumst alla málningarvinnu ,— úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Teppahreinsun llreinsum gólfteppi og htisgögn i hcimahúsum og fyrirtæk jum, Éruin meft nýjar vélar. GóÖ þjón- • usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 Utvarps.og sjónvarpsviðgerðir Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aöra. SJÓNVAKPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 26 — slmi 11740. Nylon-húðun Húðun á malmum með RILSAN-NYL0N II Nælonhúðun h.f, Vesturvör 26 Kópavogi — sími 43070

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.