Alþýðublaðið - 14.10.1975, Page 2

Alþýðublaðið - 14.10.1975, Page 2
Færeyska-Færey jakynning FÆREYSKA: Þátttakendur mæti þriðjud. 14. okt. kl. 18 i NORRÆNA HÚSINU FÆREYJAKYNNING verður á fimmtud. kl. 18 i NORRÆNA HÚSINU. Þátttaka til- kynnist i sima 28237 á Fræðsluskrifstof- unni. Viltu láta þér líða vel allan sólarhringinn? Undirstaða fyrir góðri líðan er að sofa vel. Hjá okkur getur þú fengið springdynur í stífleika sem hentar þér best. Og ef þú ert í vandræðum með að f inna hjóna- eða einstaklings rúm, þá értu viss um að f inna það hjá okkur. Vertu velkominn! Springdýnur Helluhrauni 20, Sími 53044. Hafnarfirði Mikið úrval sængurgjafa Nýkomin náttföt nr. 20-22-24-26 - kr. 590,00 Hjá okkur fáið þér góðar vörur, með miklum afslætti Barnafataverzlunin Rauðhetta Iðnaðarmannahúsinu/ Hallveigarstíg 1 — Simi 28480. Laus störf við Alþýðublaðið Kópavogur: Álf hólsvegur Auðbrekka Hjallabrekka Nýbýlavegur Reynigrund Hafið samband við afgreiðslu blaðsins - Sími 14900 Reykjavik: Bakkavör Melabraut Miðbraut Nesvegur Skólabraut Sævargarðar Vallarbraut Melahverf i Túnin Bakkana Gerðin Esperanto BYRJENDAFLOKKUR hefst fimmtud. 16. okt. kl. 19,30 i stofu 32 i Laugalækjar- skóla. FRAMHALDSFLOKKUR hefst sama dag kl. 21,05 i sömu stofu. NAT0 3 og kynna sér aðstöðu hennar hér á landi, en Isaac Kidd tók við starfi sinu sem yfirmaður Nato-flotans 30. mai sl. Á blaðamannafundi sem flota- foringinn hélt i gær greindi hann frá mikilvægi Nato-flotans með hliðsjón af vaxandi flotastyrk So- vétrikjanna. Hann benti á að ts- land gegndi mikilvægu hlutverki i varnarkeðju vestrænna rikja. „Með hliðsjón af þvi hvar Banda- rikin eru staðsett og hvar Sovét- rikin eru er Island alveg á réttum stað og gegnir þar mikilvægu hlutverki.” Flotaforinginn benti á að friður hefði haldizt á Norður-Atlantshafi um langt skeið eins og allir vita. Styrkur Atlantshafsbandalagsins væri forsenda fyrir þessum friði. Að- spurður um það hvort yfirmenn Nato gerðu sér grein fyrir þvi að Nato-aðild ýmissa rikja, svo sem tslands, hefði stuðlað að auknum pólitiskum átökum i þessum lönd- um, svaraði flotaforinginn þvi til, að hann gerði sér fulla grein fyrir þvi að svo væri. Blaðam. Alþýðublaðsins vakti þvi næst athygli flotaforingjans á þvi að tslendingar stæðu nú frammi fyrir meiriháttar átökum við tiltekin Nató riki vegna út- færslu landhelginnar i 200 milur. Þá var vitnað til ummæla i ræðu sem Benedikt Gröndal flutti á Nató-fundi i Kaupmanflahöfn fyrir skömmu, þar sem segir: „Pólitisk samstaða og efnahags- legir árekstrar geta ekki farið saman.” Var flotaforinginn spurður um það hver væri afstaða yfirmanna Nató til þessara alvar- legu árekstra, þar sem íslending- ar væru áð verja landhelgi sina, stærsta lifshagsmunamál þjóðar- innar. Svar flotaforingjans var á þessa leið: „Nató mun lita á það sem mjög alvarlegt vandamál ef meiriháttar árekstrar verða á milli aðildarrikja. Þvi miður er það ekki á minu valdi að tjá mig frekar um þetta mál.” Flotaforinginn var spurður um það hvort hann teldi að Nato mundi á einn eða annan hátt að- stoða aðildarrikin við leit að oliu og gassvæðum úti fyrir ströndum þessara landa og aðstoðá við framkvæmd og eftirlit með vinnslu þessara auðlinda. Isaac Kidd sagði það sina persónulegu skoðun að hvert riki um sig ætti að sjá um leit og vinnslu oliu og gass innan sinnar auðlindalög- sögu. Flotaforinginn lagði á- herzlu á að þetta væri hans per- sónulega skoðun og sér vitanlega hefði ekki komið til tals að Nató hefði nokkur afskipti af þessum málum. Skattahækkanir 1 verulegar skattahækkanir á næsta ári. Þá kemur cinnig fram i fjár- lagafrumvarpinu að ríkisstjórn- in hyggst hækka söluskatt um 2%. Eins og menn muna voru lögð á 2 viðbótarsöluskattsstig til þess að fjármagna Viðlagasjóð vegna náttúruham- faranna í Vestmannaeyjum og þau siðan framlengd, ma. vegna snjóflóðanna i Neskaupstað. Er nú sá timi kominn, að þessi tvö söluskattsstig hafa lokið hlut- verki sinu og eiga þau því að falla niður. t fjárlagafrumvarpi rikisstjórnarinnar boðar hún hins vegar þá stefnu að feila ekki söiuskattsstig þessi niður heldur viðhaida þeim til fram- búðar og láta tekjurnar af þeim renna í rikissjóð. M.ö.o. á að hækka söluskattinn tii rikissjóðs um tvö stig. Þá var einnig, eins og menn muna, lagt á sérstakt 12% vöru- gjald með bráðabirgðalögum í sumar. Gjald þetta átti aðeins að innheimta tii nk. áramóta og á það þá að faila niður. Engar breytingar eru áformaðar á þvi, en jafnframt niðurfellingu Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiöenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir september mánuð er 15. október. Ber þá að skila skatt- inum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 10. október 1975. Lífeyrissjóður verkalýðsfélaganna Suðurlandi auglýsir eftir umsóknum um lán úr sjóönum. Umsóknarfrestur er til 31. okt. n.k. Nánari upplýsingar veita formenn félaganna og skrifstofa sjóðsins, Eyrarvegi 15, Selfossi. Stjórnin gjaldsins er reiknað með þvi að lækka niðurgreiðslur um þvi nær sömu upphæð. Niðurfelling vörugjaldsins er þvi notuð sem afsökun fyrir ráðstöfunum, sem iþyngja munu almennu launa- fdlki um svo til sömu upphæð og það sparar vegna niðurfellingar vörugjaldsins. Þótt boðað sé i fjárlagafrum- varpinu að dregið verði úr út- gjöldum rikissjóðs helzt það þvi ekki i hendur við stefnuna í skattamálunum þar eð frum- varpið gerir ráð fyrir umtals- verðri skattahækkun — ýmist með beinum eða óbeinum hætti. Björn Jónsson 1 einar saman. Hann taldi nauðsynlegt, að Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið stæðu einhuga saman með v e r k a 1 ý ð s f él ö g u n u m i baráttunni. Það hlýtur að verða eitt af aðalmarkmiðum launþega að verðbólgan verði færð niður i 12-15% og i mesta lagi 20% á ári. Meðal þeirra úrræða sem Bjöm Jónsson benti á má nefna eftirf.: að sjálfvirknin milli kaupgjalds og verðlags land- búnaðarafurða verði rofin, að breyta þyrfti niðurgreiðslum landbúnaðarafurða i beina verslunarstyrki til launþega, að lifeyrissjóðirnir og tryggingar- kerfið verði tekin til algerrar endurskoðunar, að vextir verði lækkaðir stórkostlega að felld verði niður verðtrygging hús- næðislána. Námslán 1 harðlega það algjöra skilnings- leysi stjórnvalda á hlutverki sínu og skyldum gagnvart fslenzkum námsmönnum, sem er ótvirætt komið i ljós i sambandi við f jár- mögnun haustlána og framkomið fjárlagafrumvarp. Skeytingar- leysi yfirvalda hefurnú orðið þess valdandi, að sjóðurinn er kominn i alvarleg vanskil við umbjóðend- ur okkar og enn liggur ekkert fyrir um það hvernig fjárþörf til haustlána verði leyst. Efnalitlir námsmenn og fjölskyldur þeirra biöa þvi enn i óvissu heima og er- lendis eftir þeim hluta lifeyris sins, sem Lánasjóðnum ber að sjá þeim fyrir. Þrátt fyrir það að full- komnar upplýsingar um fjárþörf sjóðsins og skuldbindingar hafi legiðfyrir i viðkomandi ráðuneyti mánuðum saman og verið marg- itrekaðaraf hálfu stjórnar L.I.N., erekki sjánlegt, að neitt raunhæft hafi verið aðhafzt til að leysa þessi vandamál. Fáum við ekki annað séð, en að erindi og samþykktir sjóðstjórnar séu að vettugi virtar og lög og reglur sjóðsins hafðar að engu. Til að bæta gráu ofan á svart, hefur fjármálaráðherra nú lagt fram fjárlagafrumvarp á Aiþingi, sem felur i sér fólskulega árás á kjör námsmanna. Ef þetta frum- varp nær fram að ganga, þýðir það um það bil 50% skerðingu frá þvi sem verið hefur undanfarin 2 ár, á námsaðstoð til þeirra 3500 námsmanna og fjölskyldna þeirra, sem eiga lifsafkomu sina að verulegu leyti undir L.t.N. á meðan á námi þeirra stenduur. Þessi atlaga að lifskjörum þessa þjóðfélagshóps kemur fyrirvarlaust, nú þegar námsár er almennt hafið eftir tekjurýrt sumar og við þær aðstæður, að námsmenn og aðstandendur þeirra geta ekki vænzt neinnar fyrirgreiðslu i bönkum. Að okkar mati er hér um að ræða svo alvarlegt ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda, að það sé ó- samboðið siðvæddu lýðræðisþjóð- félagi. Við teljum að aðgerðir og af- staða stjórnvalda hafi gert L.I.N. ókleift að gegna þvi hlutverki, sem hann hefur lögum sam- kvæmt og munum þvi leggja niður störf i sjóðstjórn unz breyt- ing verður þar á. Jafnframt hvetjum við alla námsmenn og láglaunastéttir þjóðfélagsins til virkrar sam- stöðu um að hrinda þessari árás á þau grundvallarréttindi, sem eru fólgin i efnahagslegu jafnrétti til menntunar. Sign. Atli Árnason. Sign. Finnur Birgisson. Sign. Einar G. Harðarson. Alþýöublaðiö Mánudagur 13. október 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.