Alþýðublaðið - 21.10.1975, Page 1

Alþýðublaðið - 21.10.1975, Page 1
204. TBL. - 1975 - 56. flRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER Ritstjórn Siðumúla II - Slmi 81866 Jón Ólafsson lögfræðingur skrifar greinina HRUNIÐ MIKLA - SJÁ OPNU Vinnuveitendur: ENGAR KAUP- HÆKKANIR □ Niðurstöður Hafrannsóknarstofnunarinnar á ástandi fiskistofna Hættulegt að veiða meira en við gerum nú einir! 1 greinargerð Hafrannsóknarstofnunarinnar um ástand helztu fiskistofna á íslandsmiðum svo og i tillögum stofnunarinnar um, hvað óhætt sé að veiða, koma fram mjög alvarlegar spár um horfurnar i fiskveiðimálunum. Er styrkleiki stofnanna mun minni en talið hafði verið og það, sem Hafrann- sóknarstofnunin telur óhætt að veiða af ýmsum helztu nytjafiskum við ísland, s.s. eins og þorski, ýsu og ufsa, samsvarar nokkurn veginn þvi magni, sem íslendingar einir hafa að jafnaði veitt að und- anförnu. Er þvi ljóst, að Hafrannsóknarstofnunin telur nauðsynlegt að skera niður veiðar á íslands- miðum um hundruð þúsunda tonna þegar á næsta ári og samkvæmt þvi er með öllu ógerlegt fyrir ís- lendinga að heimila erlendum veiðiskipum veiðar innan landhelginnar nema annað hvort með þvi að takmarka samsvarandi veiðar islenzkra fiskiskipa eða með þvi að ganga mjög á fiskistofnana. Um veiðar botnfiska segir m.a. i skýrslunni, að meðalafli botn- lægra tegunda á tslandsmiðum hafi á undanförnum árum numið um 700 þús. tonnum. Með hag- kvæmri nýtingu mætti auka afl- ann i um 850 þús. tonn og sé is- lenzki fiskiskipastóllinn fullfær um að veiða það magn. „Það er þvi mjög þýðingarmik- iö, að útlendingar hætti fiskveið- um á islenzka landgrunninu,” segir orðrétt i skýrslu Hafrann- sóknarstofnunarinnar. Stofnunin gerir siðan nánari grein fyrir ástandi einstakra fiskistofna. Þorskur: t stfýrslunni segir, að á undan- förnum árum hafi þorskafli á ts- landsmiðum numið um 400 þús. lestum að meðaltali. Mestur hafi aflinn orðið árið 1954, tæpl. 550 þús. tonn, en frá árinu 1970 hafi aflinn farið siminnkandi m.a. vegna siaukinnar sóknar i hinn ó- kynþroska hluta stofnsins. Vegna mikillar sóknar I þorskinn á upp- eldisstöðvum hans fyrir Norður- og Austurlandi fáist ekki lengur hámarksnýting út úr stofninum, en hámarksafrakstur þorsk- stofnsins eigi að geta numið 550 þús. tonnum. Til þess að þessum afla verði náð telur Hafrannsóknarstofn- unin að fullnægja þurfi þessum skilyrðum: 1. Að minnka núverandi heild- arsóknarþunga i þorskinn um helming. 2. Að koma i veg fyrir veiði smáfisks, þriggjaára ogyngri, og draga verulega úr veiðum á 4ra ára fiski. 1 skýrslu Hafrannsóknarstofn- unarinnar segir einnig, að fiski- skipastóllinn, sem nú stundar þorskveiðar við tsland sé allt of stór. Hafi sóknin u.þ.b. tvöfaldazt frá árinu 1954 án þess þó að afli hafi aukizt og þótt sóknin yrði minnkuð um helming mætti gera ráð fyrir sama aflamagni en mun arðbærari veiðum. Hafrannsóknarstofnunin gerir slðan tillögu um, að þriggja ára þorsk.- ■ og yngri verði algerlega friðaður og að ekki verði leyft að veiöa meira af þorski á næsta ári en 230 þús. lestir, sem samsvarar nokkurn veginn þeim afla, sem Islenzki flotinn hefur fært að landi. Segir stofnunin i álitsgerð sinni, að jafnvel þótt erlend fiski- skip hyrfu alveg af tslandsmiðum sé Islenzki fiskiskipastóllinn nú þegar orðinn of stór til hag- kvæmrar nýtingar á þorskstofn- inum. c Vsa: Árið 1962 náði ýsuafli við tsland hámarki, 119 þús. tonnum, en hef- ur minnkað gifurlega síðan og var aðeins 39 þús. tonn 1972. Aðal- ástæðuna segir Hafrannsóknar- stofnunin vera þá, að komið hafi röðlélegra árganga. Árgangarnir frá 1970 og 1971 hafi hins vegar verið I meðallagi og hafi ýsu- stofninn þvi aftur farið að rétta við. Horfur séu hins vegar á að nú taki stofninn aftur að rýrna. Hafrannsóknarstofnunin áætl- ar, að hámarksafrakstur ýsu- stofnsins geti verið 70—75 þús. tonn á ári ef komið verður í veg fyrir það smáýs'udráp, sem nú á sér stað. Leggur stofnunin I þvi sambandi til, að aflahámark ýsu á árinu 1976 verði ákvarðað 38 þús. tonn, en það samsvarar þvi, sem Islenzki flotinn hefur veitt árlega af ýsu upp á siðkastið. Ufsi: Svipaða sögu er að segja af ufs- anum og ýsu og þorski, að hann er nú ofveiddur og nást þvi ekki þau hámarksafköst —ca.100 þús. tonn á ári — sem Hafrannsóknarstofn- unin telur að ná megi út úr stofn- inum. Gerir Hafrannsóknarstofn- unin að tillögu sinni, að ekki verði veitt meira af ufsa á næsta ári, en 75 þús. tonn og vitnar I þvi sam- bandi til niðurstöðu Alþjóðahaf- rannsóknarráðsins, sem telur 75 þús. tonna afla hámark þess, sem veiða megi af ufsa eigistofninn að ná eðlilegum styrkleika. Og enn er hér um að ræða svipað magn af ufsa, og islenzki fiskiskipaflotinn aflar einn árlega. Karfi: t skýrslu Hafrannsóknarstofn- unarinnar segir, að á undanförn- um árum hafi verið gengiö of nærri karfastofninum og hafi veiðin i æ rikara mæli verið bor- in uppi af smákarfa. Með þvi að Framhald á 11. siðu. „Kauphækkanir koma ekki til greina eins og nú er ástatt”, sagði Jdn H. Bergs, formaöur Vinnuveitendasambands ts- lands, I viötali sem Alþýöublaö- iö átti viö hann i gær. Jón sagö- ist vera sammála Birni Jóns- syni forseta ASf aö þvi leyti, aö nauösynlegt væri aö takast á viö orsakir veröbólgunnar en hætta að glima viö afleiðingarnar ein- ar saman, en þaö var megininn- tak i ræöu sem Björn flutti á kjördæmisþingi Alþýöuflokks- ins fyrir nokkrum dögum. Jón Bergs sagöist hins vegar vera ó- sammála Birni Jónssyni, aö þvi leyti aö hann taldi kauphækkan- ir ekki koma til greina. Björn talaðium 20—30% kauphækkan- ir, sem lágmark þess, sem hann nefndi hóflegar kaupkröfur. Þessar fullyrðingar taldi Jón H. Bergs algerlega óraunhæfar, sérstaklega meö hliösjón af hinni slæmu greiöslustööu þjóö- arinnar við útlönd og lélegrar afkomu fyrirtækja.Kauphækk- anir eins og nú er ástatt i efna- hagsmálunum hljóta þvi ein- ungis aö veröa til þess aö auka veröbólguna sem leiöa mun af sér nýjar efnahagslegar koll- steypur sem ég held aö allir séu búnir aö fá nógaf,” sagði Jón H. Bergs aö iokum. SEINKAÐI UM SÓLARHRING Alþjóðlega svæðamótið i skák sem hefjast átti að Hótel Esju á sunnudaginn var frestað um einn dag vegna þess að tveir er- lendu keppendanna þeir V. Libertson stórmeistari frá ísrael og J. Murray frá Irlandi komust ekki til landsins i tæka tið. Þeir komu svo til landsins seint i gærkvöldi, en þar sem þeir áttu að tefla innbyröis var skák þeirra frestað þar til bið- skákir verða tefldar. Við birtum úrslit fyrstu um- ferðarinnar og töfluröðina á blaösiðu 3. Benedikt Gröndal í umræðum á Alþingi í gær ENGA SAMNINGA INNAN 50 MlLNA! — Alþýðuflokkurinn er þeirr- ar skoðunar, aö ekki komi til mála að veita erlendum aðilum neinar veiöihcimildir innan 50 milnanna, sagöi Bcnedikt Gröndal, formaður Alþýöu- flokksins, i ræðu sinni við um- ræður utan dagskrár um land- hclgismálið, sem fram fóru i Sameinuðu Alþingi I gær. Bene- dikt sagði cnnfremur, aö ef það gæti leyst einhver mál að gerðir yröu samningar til mjög skamms tima um veiðihcimildir á svæöinu frá 50 til 200 milur, þá væri rétt að skoða það, en veiði- heimildir innan 50 milna niark- anna kæmi ekki til greina að vcita. Utandagskrárumræðurnar um landhelgismáliö hófust meö þvi, að Lúövik Jósefsson kvaddi sér hljóös og geröi aö umtalsefni nýjustu skýrslu Hafrannsóknar- stofnunarinnar um ástand fiski- stofna á tsl.miöum. Las hann upp umsögn Ilafrannsóknar- stofnunarinnar um ástand helztu bolfiskstofna við tsland og hve mikið óhætt væri aö veiða af hvcrri tcgund um sig. Benti Lúðvik á, aö það magn, sem Hafrannsóknarstofnunin teldi óhætt að veiöa á árinu 1976, samsvaraöi svo til alveg þvi magni, sem islenzk fiskiskip hefðu veitt á undanförnum ár- um og samkvæmt þvi væri tómt mál aö tala um aö veita útlend- ingum veiðiheimildir á tslands- miöum þar eö ás*""d fiskistofn- anna geröi slikt einfaldl. ekki kleift. Spuröi Lúðvik hvort þessi niöurstaöa Hafrannsóknar- stofnunarinnar yrði ekki lögð til grundvallar hvað varöar af- stööu islenzku sendincfndarinn- ar, er fcr til viöræðna viö Breta siðar i vikunni og hvort hún heföi ekki leitt til þess, að ríkis- stjórnin fengist nú til þess að lýsa þvi yfir, að samningar a.m.k. innan 50 milnanna kæmu ekki til greina. Geir llallgrimsson sagöi I svarræðu sinni, aö stefna rikis- stjórnarinnar væri að friöa 50 mílna svæðið sem mest. Þá gat forsætisráðherra þess, aö i bi- gerð væri að boöa til ráöstefnu fiskifræöinga og annarra á- hugamanna um efni skýrslu Hafrannsóknarstofnunarinnar um ástand fiskistofna á tslands- miöum. Ráöherrann sagöi jafn- framt, að rikisstjórnin hefði ekki taliö ástæöu til þess aö boöa landhclgisnefnd, sem I eiga sæti fulltrúar allra þingflokka, til fundar, þar eö stjórnarand- staöan heföi rofiö samstarf viö rikisstjórnina I málinu. Benedikt Gröndal mótmælti þessum ummælum forsætisráð- herra harðlega og kvað þau furöuleg. Þaö væri með öllu rangt, að rofnað hefði sainstarf stjórnarflokka og stjórnarand- stööu i landhelgismálinu. Þvert Framhald á 11. siöu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.