Alþýðublaðið - 21.10.1975, Page 8

Alþýðublaðið - 21.10.1975, Page 8
Stórkostlegar fram- farir á sviði krabba- meinslækninga Sérfræðingar á sviði krabba- meinssjúkdóma, sem nú halda ráðstefnu i Genf, hafa fullyrt að stórkostlegar framfarir hafi orðið á sviði krabbameinsrannsókna. Læknarnir halda þvi fram að nú sé svo komið að hægt sé að lækna flestar tegundir krabbameins hjá konum. Eins og nú stendur hafa læknar yfir að ráða þekkingu, tækni og lyfjum sem duga til þess að lækna 60% allra tegunda magakrabba i konum. Lækningar á þessu sviði gætu orðið mun áhrifameiri ef aðildarriki Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnr, WHO, mundu koma á virkara greiningarkerfi á krabbameini. I upplýsingum frá þessari ráð- stefnu er greint frá þvi að krabbamein i blöðruhálsi stafi oftast af þvi að sjúklingur hafi hafið samfarir mjög ungur, hafi stundað vændi eða ekki gætt nægilegs þrifnaðar með kynfæri sin. Þá er greint frá þvi að krabba- meinsmyndun i eggjastokkum eigi sér oft stað eftir yfirgangs- tima kvenna eða hjá konum, sem ekki hafa átt börn. Sérfræðing- arnir telja að sérstakar geislaað- ferðir séu enn áhrifamesta tækið til að lækna krabbamein af þessu tagi i 70—80% tilvika. En það sem læknarnir leggja mesta áherslu á er fullkomin krabbarannsókn og greiningarstöð fyrir almenning. Slfk starfsemi, ef rétt er rekin stuðlar að þvi að almenningur sýni þessum málum meiri skiln- ing en verið hefur. Lýsismengun Firma eitt i Boston var fyrir nokkru dæmt i 200 dollara sekt fyrir mengun. Runnið hafði úr geymum fyrirtækisins niður i jörðina smávægilegt magn þorskalýsis. Umhverfisverndar- ráð fyikisins hefur heimild til að mæla með sektum verði fyrirtæki eða einstaklingar uppvis að mengun, visvitandi eða vegna gá- leysis. HRUNIÐ MIKLA Framhald úr OPNU laust. Við vitum, að sama kerfi hjá nágrannaþjóðum okkar hefur haft það i för með sér, að nú eru þar heilir hópar háskólamanna atvinnulausir (akademiskt proletariat). Hvar getur þetta endað? Það væri auðvitað æskilegt, að þjóðin hefði ráð á að styrkja ungt fólk til náms, en getu þjóðfélags- ins eru takmörk sett og ég lit svo á, að betra sé að rifa seglin i tæka tið, þvi annars má vera, að ástandið verði svo, að hvorki verð hægt að hjálpa þeim, sem æskilegt væri að geta hjálpað, né öðrum. Þá verða menn að reyna að berjast sjálfir fyrir sinu námi og sinni framtið, eins og flestir minir samtiðarmenn urðu að gera. Menn verða að skilja það, að ekki er hægt að greiða úr tómum sjóði. Þá þýðir ekki að krefjastaf Hvort á nú að halda áfram á sömu braut gengisfellinga og verðbólgu þar til peningar okkar eru einskis virði, eða breyta al- gerlega um og halda gildi pening- anna stöðugu og halda verðbólg- unni I skefjum? Ég geri fastlega ráð fyrir þvi, að almenningur kjósi ákveðið að snúa frá verð- bólgu og óhófslifi, en þá verður að vinna að þvi með dugnaði og festu að uppræta spillingu þá og mis- notkun opinbers fjár, sem við- gengist hefur á verðbólgutimun- um. Atvinnuvegirnir verða að bera sig. Það verður að beita ýtr- ustu sparsemi og hagsýni i öllum rekstri, bæði hjá riki, bæjarfélög-' um og einstaklingum. Hinn möguleikinn er áfram- haldandi verðbólga. Þora menn að horfast i augu við vandann? Rvk. ágúst/september 1975 Jón ólafsson samfélaginu — af rikinu. Nú verða menn að gera kröfur til sjálfra sin. Það er mikil breyting frá þvi, sem verið hefur — en það er raunveruleikinn. Ég tel ástæðu til að óttast, að efnahagsástand þjóðarinnar hafi versnað og þvi muni vera ástæða til að gá til veðurs. Siaukin verð- bólga og rýrnun peningaverðs, sem nálgast óðum þau mörk, að peningarnir verði verðlausir, hafa iskyggilegar afleiðingar i för með sér. Við getum t.a m. rifjað upp ástandið i Þýzkalandi eftir fyrri heimsstyrjöld. Það var skelfilegt og það man enn margt fullorðið fólk i Þýzkalandi og myndi vilja forðast það eins og heitan eldinn að lenda i sliku aft- ur. Sagan sýnir okkur, að Þjóð- verjar snerust gegn þessu böli með miklum dugnaði en i megin- dráttum var það gert með þvi að gefa út nýja seðla i ákveðnu hlut- falli við þá gömlu, aðtakmarkað upplag var gefið út af þessum nýju seðlum, aðengum stjórnar- stofnunum né einkaaðilum var heimiklað að eyða meiru, en fjár- hagsáætlanir og tekjur leyfðu, að allar stjórnarstofnanir urðu að halda útgjöldum i skefjum, aðó- þarfa starfsliði varð að segja upp störfum, og að sama var látið gilda um einkaaðila. Afleiðing af þessu varð, að atvinnuleysi jókst i bili, en eftir nokkra mánuði fór verðlagið að lækka, atvinnuleysi að minnka oghagur atvinnufyrir- tækja að batna. Eftir tiltölulega stuttan tima hafði þetta i för með sér traustan og blómlegan þjóð- arbúskap. Þetta var hægt að gera með einbeittum vilja og sam- stilltum átökum. ER þetta leið Bretaveldis? spurði teiknarinn, sem tók þátt i samkeppni Sunday Times um táknrænar teiknimyndir fyrir efnahagslif landsins. Ýmislegt bendir nú til þess að ísland eigi sömu leið fyrir höndum. FRAMHALDSSAGAN- að þú sért ástfangin af þessum manni, Jústina! Þú hefur þó ekki....? — Sofið hjá honum, Lúis, endaði hún setninguna. — Nei, ég hef ekki gert það. Má vera, að þá hefði allt verið betra. Nú var Lúis nóg boðið. — Þér er ekki alvara! Svo þú varðst þá ástfangin af honum! Hvers vegna? Hún yppti öxlum. — Eins og maður ákveði það sjálfur? Hver veit? sagði hún svo biturlega. — Ég væri kannski komin i örugga höfn eins og Morgana, ef ég hefði hleypt honum upp i til min og hvað hefði hann þá getað? — Morgana? Áttu við barnshafandi? — Auðvitað. Finnst þér ég ganga of langt? Lúis andvarpaði. — Vitanlega. Eftir allt það sem þú hef- ur sagt mér um Andrew og afstöðu þína til annarra manna... Jústina þrýsti saman höndunum og studdi þeim undir hökuna. — Já, er þetta ekki geðveikt? 11. KAFLI. Um kvöldið var opinber veisla f stjórnarhöllinni, en Jústinu og Dóminik var vitanlega ekki boðið. Þau nutu hinsvegarkvöldsinshjáMorgönu, en Dóminfk var feginn, þegar hann gat farið inn til sin. Hann hafði fengið nóg að hugsa um og hann vissi, að nú yrði hann að komast að þvf, hver hann væri, svo að þeir Englendingar, sem hann þekkti, yrðu rólegri. Aðstæður urðu verri með hverjum deginum og nú hafði honum skilist til hvers léttúð hans gat leitt. Upphaflega hafði hann langað til að vita, hvers vegna Justina hélt þvi fram, að hann væri eiginmaður hennar, en eftir að hann hafði búið i höllinni um stund fór hann að skilja allar aðstæður og dást að viljastyrk frænku hennar. Hann vissi ekki, hvers vegna Renata hafði slikar áhyggjur af velferð frænku sinnar, fyrr en hún bað hann um að skrifa bréfið til Sergió Manúelós. Gamla konan var raunar bláfátæk, en hún treysti þvi, að eginmaður Jústinu gæti séð fyrir henni siðar meir. Hún hafði jafnvel játað fyrir honum fyrri áhyggjur og það með, að henni hefði komið til hugar, að biðja föður Júan um að telja Jústinu á aðganga i klaustur. Upphaflega skeytti Dominic litt orðum hennar, en siðar breyttist afstaða hans um leið og hann fór að lita Jústinu öðrum augum. Fyrst fyrirleit hann hana, en hann hafði breytzt. Hann hafði séð fyrir sér eiginmann Jústinu eftir þvi,sem Renata og Jústina sögðu honum, og leizt ekkert á kauða. Hann hafði komizt að þvi, að hún var ekki harðbrjósta og var farinn að girnast hana, hann hefði gengið að eiga hana til að hún yrði móðir barnanna, sem hann hafði aldrei viljað eignast. Hann elskaði hana og hún var annars manns kona! Þau neyddust til að fara til Queranova og hann vissi að, þar með væri samskiptum þeirra slitið. Einhvern veginn hafði frændi hennar, Lúis Salvador, komizt að þvi, hver hann var, en ekkert orð hafði verið látið um það falla. Hann hugleiddi nú málið einn á herbergi sinu. Vinnuveit- andi hans, Lester Cunningham, átti skilið að komast að málavöxtum. Það yrði auðvelt fyrir hann að hafa sam- band við brezka sendiherrann og útskýra málið fyrir honum meðaðstoö Ramirez. Seinna gæti hann flogið beint til Englands. En hvað um Jústiun? Hvað myndi hún gera? Hvar var hínn rétti Andrew Douglas? Kæmi hann hingað? Það var ósennilegt, því að þá hefði hún ekki sjálf lýst þvl yfir, að hann væri eiginmaður hennar. Hvar var þá Andrew? í Englandi? Dominic hristi höfuðið. Það eitt að Imynda sér annan mann og Jústinu varð til þess, að magavöðvar hans herptust saman. Hann fór I silkislopp og leit I kringum sig I fagurlega búnu herberginu meöan hann reykti vindil. Hann herpti saman varirnar. Hann varð aö viðurkenna, að þetta var fallegt herbergi og það voru hliðardyr, sem Iágu að herbergi Jústlnu. Salvardor-fjölskyldan vissi greinilega, að hann var ekki sá, sem Jústlna sagði að hann væri. Það lá I augum uppi, að hjón höfðu ekki aðskilin svefnherbergi I þessu fjarlæga landi. Hérna I höllinni höfðu menn lagt sig I lima til að halda sambandi þeirra platónsku. Næsta morgun vaknaði Jústina snemma og snæddi morgunverð ein. Þegar hún kom aftur upp á herbergi sitt, hringdi hún i stúlkuna og spurði hana, hvort að hún vissi, hvar maðurinn hennar væri. — Já, senhora, svaraði stúlkan kurteislega. — Senhor Dominc bað um bll snemma I morgun og fór rúmlega átta. — Er hann farinn? endurtók Jústina mállaus. — Sagði.... sagði hann nokkuð um það, hvert hann væri að fara? Stúlknn hristi höfuðið og Jústlna þakkaði henni fyrir og sendi hana á brott meðan hún gekk eirðarlaus fram og aftur um gólf. Kaldur sviti spratt um hana alla, þegar henni datt i hug, að hann hefði kannski fengið minnið, þegar allt umhverfið breyttist svo skyndilega. Hún hefði getað talað við Lúis, ef hann hefði ekki verið svona önnum kafinn. En hún þorði ekki að trufla frænda sinn, meðan hann hugsaði um vandamál rikisins. Það kom að hádegisverði, en Dominic var ekki enn kominn og Jústlna stóð fyrir utan vinnuherbergi Lúíss og beið hans, þegar hann kom þaðan út. Hann leit spyrjandi á J hana og sagði: — Hvað er að, Jústina? Hann greip um J handlegg hennar og leiddi hana inn I vinnuherbergið. — ! Segðu mér það! Segðu mér hvað er að! | Jústina skalf öll. — Hann er horfinn! Hann bað um bil og fór rúmlega átta I morgun. — Hvað ertu að segja? sagði Lúis orðvana. — Fór hann I án þess að segja þér nokkuð? — Já. Hún andvarpaði. — Ö.hvað á ég aðgera? — Reyndu að vera róleg. Lúis beit á vör sér, en um leið J var barið að dyrum. Það var einn af riturum hallarinnar. | — Það eru skilaboð til yðar tignar, sagði hann kurteis- I lega og rétti Lúis bréf. Þegar ritarinn var farinn, opnaði I Lúis bréfið, las það og hrópaði undrandi upp yfir sig. — Þetta bréf er frá brezka sendiherranum, sagði Lúis J svo rólega. Ég er látinn vita, að senhor Lester Cunn- J ingham hafi komið þangað i morgun. Það er maðurinn, j sem ég sagði þér frá. Vinnuveitandi Hallams. — Er nokkuð minnzt á Dominic? — Nei, þetta eru aðeins opinber boð um komu Cunning- | hams. Ég bað um að vera látinn vita, þegar hann kæmi. I Ertu viss um að Hallam viti ekki, hver hann er, Jústina? I — Já, auðvitaö. Hvers vegna spyrðu? Lúis hristi höfuðið. — Ég veit það ei{ki, en mér finnst J þetta allt óheillavænlegt. Við getum ekkert gert nema J setið og beðið átekta. Hann hefur kannski notað einhvern J bilinn okkar. Lúis tók símann og hringdi I bilageymslu { hallarinnar. Þegar svarað var, sagðiLúis, hvað hann vildi | vita og innan skamms rak hann aftur upp undrunaróp. — Hvenær? spurði hann. — Hvar setti bilstjórinn hann f úr? Það var þögn um stund, og Jústina leit undrandi á I Lúis. Lúls leit á Jústfnu og sagði þunglega, þegar hann I hafði lagt simann á. — Ég held, að það verði ónauðsynlegt [ að koma með nokkra játningu, Jústina. Bilstjórinn ók J Hallams til brezka sendiráðsins. jB Alþýöublaöið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.