Alþýðublaðið - 21.10.1975, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 21.10.1975, Qupperneq 10
í HREINSKILNI SAGT Spilaskuld Um liðna helgi hefur verið róstusamt iherbúðum rikisstjórnarinnar. Ekki svo að skilja, að i ráðherrahópnum sjálfum hafi verið verra ástand en gerist og gengið hefur. En herhlaup námsmanna á fund ráðherranna virðist hafa borið þann árangur, að eitthvað verður reynt aö höggva i spilaskuldina, sem stjórn- völd hafa stofnað til við námsmenn. Það liggur við að vera grátbroslegt að sjá i blaði forsætis- og fjármálaráðherra tal- að um, að lánasjóður námsmanna sé eiginlega fyrsta „fórnarlambið” á altari þess Móloks, sem kallast óðaverðbólga! Þeir menn, sem þannig tala og skrifa, virðast ekki hafa mikla yfirsýn yfir landsmálin. Nú er annaðhvort, að veslings menn- irnir hafa rambað með bundið fyrir bæði augu við stjórnarstörfin, eða að vitið hefur rokið úr kollinum eins og kerl- ingareldur úr gorkúlu á haustdegi, um leiö og þeir settust i stjórnarstólana. Fyrir ári siðan voru lögð fram við setn ingu Alþingis þá, fjárlög, sem öllum mátti ljóst vera, að hlutu að magna stór- lega verðbólgudrauginn, sem um hrið hefur tröllriðið húsum landsmanna. Hvergi varð þess vart, að gerð væri til- raun til að stinga við fótum um að slaka á spennunnii þjóðlifinu. 1 þessu efni hef- ur farið fyrir rlkisstjórninni nákvæm- lega eins og hinum fornu galdramönn- um, eða máske ættum við heldur að segja kuklurum. Tækist þeim að vekja upp draug og væru svo óheppnir að lenda á sinu eigin afkvæmi, reyndist flestum ofvaxið hjálparlaust, að kveða þann draug niður. Ef vikið er aftur að námsmönnum og lánakerfi þeirra, verður og hefur reynd- ar alltaf verið ljóst, að hér var frá upp- hafi stefnt i ófæru. Hvað sem mönnum finnst um, að æskilegt væri að geta létt öllum nám með hagst. lánum, verð- ur að gera nokkuð skarpan greinarmun á, hvernig að þeim málum er staðið. Hér veröur getan að setja takmörkin. Morg- unblaðið játar, að ef námslánin hefðu verið visitölutryggð, væri allmikill vafi á, að eftirsókn eftir þeim hefði verið slik sem raun varð á. En hvað þýðir þetta?^ Bókstaflega ekkertannað en að hér var i reynd um að ræða styrk, sem að mestu leyti hlaut að reynast óafturkræfur, þegar verðbólgan hafði leikið sina leiki i taflinu. „Blóðstokknir eru þeir ofnar".... En drottins orðið er dýrt. Augljóst var hverjum, sem vildi vita að eftir loforð- inu yrði gengiö. Og þá kemur að hinni hraklegu niðurstöðu, sem hefði mátt gera stjórnvöldum svefninn nokkuð ó- hægan á þessum siðustu timum. Hundr- uð námsmanna hafa á grundvelli loforð- anna farið til náms i öðrum löndum. Hversvegna ekki? Ekki er unnt að sak- ast við þá, þó þeir taki loforðin alvar- lega! En það, að ætla að láta það sama fólk hálf- eða alsvelta, er alvarlegur hlutur. Þegar svo ráðherrar bera það fyrir, að þeir hafi ekki „seðlaprent- smiöjur” ogannaðálika gáfulegt, tekur þó steininn úr. Bágt er að sjá, hvað ann- að eins og það, kemur þessu máli við. Eftir Odd A. Sigurjónsson En það er nú i reynd ekki svo, að hér sé farið með sannleika. Hvað hefur gerzt I samskiptum rikissjóðs við seðla- bankann? Hefur ekki rikisstjórnin knúið út yfirdrátt þar, sem nemur, eða nam fyrir skömmu 8,7 milljörðum og hafði tvöfaldazt frá áramótum til sept- ember nú? Hvað er þetta i raun og sann- leika annað en „seðlaprentun”, ávísanir á fé sem ekki er til? Jafnvel þessi við- bára er gersamlega haldlaus. En það tekur svo sem ekki mikið betra við, þótt sleppt sé þætti námsmanna. Brennumenn islenzks þjóðfélags, rikis- stjórnin, hefur ötullega unnið að þvi aö brenna og bræla upp alla sparnaðarvið-. leitni almennings. Beinlinis hefur verið unniö að þvi leynt og ljóst að knýja fólk meö illu og góðu, til þess að vanmeta nauösyn þess að leggja nokkuð fyrir. „Blóðstokknir eru þeir ofnar, sem ylja þeim náttmyrkrin svörtu”, kvað skáldið um slika menn. Nú er kallað hástöfum á þessa sömu þjóð, sem hefurveriðsvográtt leikin, að þyrpast nú að, til að greiða spilaskuldir þessara fávita, sem stjórnað hafa! Ef til vill verður þjóðin við kallinu, meöan nokkur tutla er til. Og takist, að komast minna sviðin út úr þrengingun- um, en efni mættu standa til, geta menn verið alveg handvissir um, að næst er kallað verður á þjóðina til að velja sér stjórnendur, mun ekki standa á útlistun þessara fugla á þvi hvernig þeirhafi, I liki Mósesar, leitt fólkið snilldarlega út af eyðimörkinni! Slikur er háttur ó- reiðuspilamanna. tólk Einar Agústsson, utan- rfkisráðherra afhendir Gaston Thorn frá Lúxem- borg, forseta 30. allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna, nýjan fundarhamar, sem er gjöf tslands til Sameinuðu þjóðanna. Hammarinn er gerður eftir frummynd Asmundar Sveinssonar, myndhöggv ara, og hefur hann gefið verkinu heitið: „Bæn vik- ingsins fyrir friði”. Jón Benediktsson myndhöggvari hefur skorið út þetta eintak af hamrinum. * Samkvæmt nýlegum upp- lýsingum, hafa um það bil «*J|j|§||§|l 700 milljón manna séð hinar vinsælu myndir um spæjar- ann fræga James Bond. Menn geta svo reiknað út frá þessari tölu hvað þessar ágætu myndir hafa halað inn i peningum. Alls hafa verið gerðár niu myndir um þennan heims- fræga karakter og fljótlega hefst taka á þeirri tiundi i röðinni. Þar verður það Roger Moore sem fer með wmmmmœe aðalhlutverkið. Raggi rólegri FJalla-Fúsri N^JASTI aUUASKAP- K_____________ r URJUM MlNMilXKVJtE?J ^ Bíóin HÁSKÓLABÍÓ Simi 22140 Sér grefur gröf þótt grafi The internecine project Ný, brezk litmynd,.er fjallar um njósnir og gagnnjósnir og kaldrifjaöa morðáætlun. Leikstjóri: Ken Hughes. Aðalhlutverk: Jamcs Coburn, Lee Grant. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5 og 9. Hljómleikar kl. 7. AUGARASBÍÓ Harðjaxlinn HÁRD NEGL TOMAS MILIAN CATHERINE SPAAK ERNEST BORGNINE NERVEPIRRENDE SKILDRIN6 DE HARDE DRENGES OPGBR. DER SIÁR PUBLIKUM KNOCK-OUI! Ný spennandi itölsk-amerisk sakamálamynd, er fjallar um hefndir og afleiðingar hnefa- leikara nokkurs. Myndin er I litum og með islenzkum texta. Aöalhlutverk: Robert Blake, Ernest Borgnine, Catherine Spaak og Tomas Milian. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. STJðRNUBÍÓ Simi 1H9J6 I Svik og lauslæti ( TRIPLE AWARO WINNER •’) v —N*w tbrk Fllm Cnbcs J BESTPICTllREDFTHEym BESTOIRECTDR BESTSUPPORTING RCTRESS * Jés. . - Afar skemmtileg og vel leikin amerlsk úrvalskvikmynd I lit- um með Jack Nicholson og Karen Black. Bönnuö innan 14 ára. Endursýnd kl. 6, 8 og 10. Kaupið bílmerki Landverndar LANDVERND Til sölu hjá ESSO og SHELL bensinafgreióslum og skrifstofu Landverndar Skólavöröustig 25 HAFNARBIð Simi l(>444 Skrýtnir feðgar enn á ferð Steptoe and Son Rides again WHD HIDDÍH. DDIMBHI CODBETT Sprenghlægileg ný ensk lit- mynd um furöuleg uppátæki og ævintýri hinna stórskrýtnu Steptoe-feðga. Ennþá miklu skoplegri en fyrri myndin. ÍSLENSKUR TEXTI. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. TÓNABÍÓ T0MMY Ný, brezk kvikmynd, gerö af leikstjóranum Ken Russell eftir rokkóperunni Tommy, sem samin er af Peter Towns- hend og The Who. Kvikmynd þessi var frumýnd i London i lok marz s.l. og hefur siöan verið sýnd þar viö gifur- lega aösókn. Þessi kvikmynd hefur allstaðar hlotið frábær- ar viötökur og góöa gagnrýni, þar sem hún hefur veriö sýnd. Myndin er sýnd i stereo og meö segultón. Framleiöendur: Robert Stig- wood og Ken Russell. Leikendur: Oliver Reed, Ann Margret, Roger Daltrey, El- ton John, Eric Clapton, Paul Nicholas, Jack Nicholson, Keit Moon, Tina Turner og The Who. Sýnd kl. 5, 7,10, 9,15 og 11,30. ÍSLENZKUR TEXTI. Bönnuö börnum yngri en 12 ára. Hækkaö verö. Ym Etíd Slml 1154í: ■ J: Sambönd i Salzburg ~THE SALZBURG~I Islenzkur texti Spennandi ný bandarisk njósnamynd byggö á sam- nefndri metsölubók eftir Ilelen Mclnnes, sem komiö hefur út i islenzkri þýöingu. Aöalhlutverk: Barry Newman, Anna Karina. Bönnuö innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuö börnum Vinsamlegast leið- réttið i simaskránni VIÐ HOFUM FENGIÐ NÝTT SÍMANÚMER 81866 Beinir simar og eftir lokun skiptiborðs eru HAfgreiðsla 14900 Auglýsingar 14906 .Ritstiórn er Prentsmiðja 81976 flutt f biðumula 11 o lAlþýðublaðið Þriðjudagur 21. október 1975

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.