Alþýðublaðið - 21.10.1975, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.10.1975, Blaðsíða 11
Flokksstarfió Félagsvistin Þriggja daga keppni i hinni vin- sælu félagsvist Alþýöuflokksfé- lags Reykjavikur hefst i dag, 18. okt. klukkan 2:00 siödegis stund- vislega I Iönó uppi, gengið inn frá Vonarstræti. Keppt veröur þessa daga: 18. október. 1. nóvember og 15. nóvember. Veitt veröa sérstök verölaun fyrir hvern dag, en heildarverð- laun fyrir þessa þrjá daga veröa afhent 29. nóvember, en þá veröur félagsvist á sama tima á sama staö. Kvenfélag Alþýðu- fiokksins i Hafnarfirði Hættulegt að veiða... draga úr smákarfaveiðinni megi verulega auka nýtingu stofnsins. Hafrannsóknarstofnunin telur, að þær aðferðir, sem notaðar hafa verið til þess að draga úr smá- karfaveiðum, hafi ekki borið til- ætlaðan árangur og bendir á tvær leiðir til þess að draga úr smá- karfadrápi án þess að stuðla með þvi að aukinni sókn i þorskstofn- inn. önnur leiðin er sú að mis- muna karfa i verði eftir stærð. Hin að loka vissum veiðisvæðum um takmarkaðan tima i senn. Hafrannsóknarstofnunin telur að ef karfastofninum yrði gefið tækifæri til þess að ná eðlilegum stofnstyrk megi ætla, að hann geti skilað 80 þús. tonna afla að meðaltali á ári. Til þess að stofn- inn nái að styrkjast sé hins vegar ekki ráðlegt að veiða meira á næsta ári en 50 til 60 þús. tonn, en u.þ.b. helminginn af þvi afla- magni tekur Islenzki fiskiskipa- flotinn nú þegar. Karfinn er þvi eina fisktegundin af þessum fjór- um þar sem Islendingar veiða ekki nú þegar það aflamagn, sem Hafrannsóknarstofnunin telur óhætt að taka á árinu 1976. heldur fund þriðjudaginn 21. októ- ber kl. 8:30 síðdegis i Alþýðuhús- inu. Fundarefni: 1. Rætt verður um vetrarstarfið. 2. Finnur Torfi Stefánsson ræðir um stefnuskrána. 3. Skemmtiatriði og kaffidrykkja. Stjórnin. Kjördæmaþingi Alþýöuflokksíns í Norður- landskjördæmi vestra er frestað um óákveðinn tíma. Fræöslufundir Alþýðuflokks- félags Reykjavikur Efnt verður til 6 fræðslu- funda að Brautarholti 18. Fyrsti fundurinn, „Hlutverk Alþýðuflokksins”, verður haldinn 22. október n.k., frum- mælandi verður Benedikt Gröndal, formaður Alþýðu- flokksins. Gestur fundarins verður Kjartan Jóhannsson, varaform. flokksins. Alþýðu- flokksfólk er hvatt til að innrita sig á námskeiðið á skrifstofu flokksins, Hverfis- götu 8-10, sima 1-50-20. Lcikhúsin Í'ÞJÓÐLEIKHÚSIE SPORVAGNINN GIRND 5. sýning miðvikud. kl. 20. Litla sviðið: RINGULREIÐ fimmtudag kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. Miðasala 13.15—20. Simi 1- 1200. SKJALPHAMRAR i kvöld kl. 20.30. SKJALHHAMRAIt miðvikudag kl./20.30. FJÖLSKYLHAN fimmtudag kl. 20.30. SKJALDIIAMRAR laugardag kl. 20.30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. Þá fjallar Hafrannsóknarstofn- unin einnig um ástand uppsjávar- fiska. 1 niðurlagi skýrslunnar dregur stofnunin svo saman til- lögur sinar sem hér segir: a. Togveiðar skulu óheimilar innan 12 sm frá grunnlinu- punktum á svæðinu frá Látra- bjargi norður fyrir land að Papey, að Kolbeinsey meðtal- inni. Frá Papey vestur um að Látrabjargi skal togveiði hvergi leyfð nær landi en 4 sm frá grunnlinupunktum. Stofn- unin gerir ekki tillögur um skiptingu veiðisvæða milli mismunandi skipahópa. b. Reynsla undanfarinna ára hef- ur sýnt, að oft er þörf skjótra aðgerða til að stemma stigu við skaðlegum veiðum á Is- landsmiðum. Þar af leiðandi telur Hafrannsóknastofnunin íþróttir 9 Chelsea 13 3 5 5 13: 17 11 Charlton 11 4 3 4 11: 17 11 Orient 12 3 4 8 8: 11 10 WBA 11 2 6 3 7: : 14 10 Notth.For. 11 3 3 5 12: 13 9 Oxford 12 3 3 6 11: 18 9 Blackburn 11 : 2 4 5 9: :11 9 Plymouth 11 3 2 6 10: 14 8 Portsmouth 11 1 6 4 7: : 14 8 York 11 2 3 6 11 :18 7 Carlisle 12 2 3 7 10 : 18 7 Bristol City var hið eina af efstu liðum 2. deildar sem sigraði og virðist ekkert geta aftrað þvi að þeir leiki i 1. deild næsta ár, eins ogsakir standa i það minnsta, þvi þeir vinna nú hvern leikinn á fæt- ur öðrum. Sunderland, Fulham, Southampton og Notts County töpuðu öll og við það skauzt Bolton, sem vann upp i 3. sæti. Þoka bjargaði Celtic frá niður- lægjandi ósigri á heimavelli gegn Hibernian, þvi þegar aðeins fimm minútur voru til leiksloka var staðan 2:0 fyrir gestina/þá flaut- aði dómarinn leikinn af vegna þoku. Celtic er þvi enn efst i aðal- deildinni skozku, þvi erkifjend- urnir Rangers töpuðu einnig. Staðan i aðaldeildinni er þvi þessi: Celtic Rangers Motherwell Hibernian Hearts Dundee Ayr Dundee Utd. Aberdeen St. Johnstone 7511 15-7 11 8 4 2 2 9-7 10 8 2 5 1 11-10 9(l 7 3 2 2 9-7 8 8323 10-12 8 8 3 2 3 13-16 8 8314 11-11 7 8 3 14 10-10 7 8224 13-14 6 8206 9-16 4 Utboð Tilboð óskast i að gera sökkla fyrir 1. áfanga öldusels- skóla. (Jtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 5.000.—skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á saina stað fimmtudaginn 13. nóv. 1975 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 i Framhald af forsíðu nauðsynlegt, að henni verði veitt heimild til að stöðva veiðar á ákveðnum svæðum fyrirvaralaust i allt að 10 daga, enda fari strax fram nákvæm rannsókn á viðkomandi svæði, sem ákvarðanir stjórnvalda um frekari aðgerðir geti byggzt á. Stofnunin telur, að þetta sé raunhæfasta og örugg- asta leiðin til þess að koma i veg fyrir skaðlegar veiðar á viðkvæmum svæðum án þess að hindra aðrar veiðar um- fram það sem nauðsyn krefur. Til þess að slikar ráðstafanir komi að gagni þarf öflugt og stöðugt eftirlit á veiðisvæðinu, einkum þar sem hætta er á smáfiskdrápi sbr. þorskkafl- anna. Hafrannsóknastofnunin telur, að nauðsynlegt sé að hún fái sérstakt skip til þessara verkefna. c. Vegna alvarlegs ástands ýmissa islenskra fiskstofna og annarra dýrategunda er nauð- synlegt að ákvarða hámarks- af.la einstakra tegunda til þess að stuðla að sem beztri nýtingu viðkomandi stofna. d. Hafnrannsóknastofnunin hefur látið vinna úr öllum þeim gögnum, sem hún á um hrygn- ingu þorsksins við Suðvestur- land sl. 20 ár. 1 ljós kom að aðalhrygningasvæðið á Sel- vogsbanka liggurá svæði, sem takmarkastaf eftirfarandi lin- um: 63 15’N að sunnan, 6lf 32’N að norðan, 21°30’V að vestan og 20 40’V að austan. Er þvi lagt til, að svæði þessu verði lokað fyrir öllum veiðum timabilið 1. april til 15. mai i stað núverandi svæðis. e. Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á lág- marksstærð fisks, sem leyfi- legt er að hirða : þorskur 50 cm (i stað 43 cm nú), ýsa 45 cm (i stað 40 cm nú), ufsi 50 cam (i stað 45 cm nú), sild 27 cm (i stað 25 cm nú), loðna 12 cm (i stað engin stærðarmörk). f. Koma má I veg fyrir töluverðar smáfiskveiðar með þvi að lögbinda stærri möskva við þorskveiðar eða á svæðum þar sem þorskur er meginuppi- staða aflans. Sáralítiðafþorski yfir 45 cm sleppur i gegnum 135 mm möskva i poka. Eina verulega vandamálið samfara frekari stækkun möskvans er i sambandi við karfaveiðarnar, eins og gerð var grein fyrir i 2. kafla. Stofn- unin leggur þvi til að fyrir Norður- og Austurlandi, þar sem karfaveiðar eru hverf- andi, verði möskvi i botn- vörpu, flotvörpu og dragnót stækkaður verulega. Möksva- stærð verði ákveðin með hlið- sjón af lágmarksstærð fiskteg- undar sem landa má og sam- kvæmt tilraunum, sem fram fara fyrir lok þessa árs. Svæði þetta nái frá Kögri að vestan og austur um til suðurs að Berufjarðarál. Þá verði öllum togbátum, sem ekki stunda karfaveiðar (þ.e. minni tog- bátar, sem fiska á grunnslóð- um, sunnanlands og vestan) gert að nota þá möskvastærð, sem ákveðin verður við Norður- og Austurland. Sérstök ástæða er til að benda á gildandi reglur um klæðn- ingu poka og þýðingu eftirlits með þeim. Lagt er til, að skut- togaraflotinn taki upp svokall- aða pólska klæðningu, þar sem möskvastærð efra byrðis er tvöföld á við það, sem er i pok- anum. g. Sildveiðar i nót verði háðar leyfum og leyfisveitingum þannig háttað, að einungis fá- um skipum verði veitt veiði- leyfi samtimis, þar eð slikt myndi auðvelda eftirlit og draga úr hættu á smásildar- drápi i stórum stil. Sildveiðar i flotvörpu verði bannaðar og veiðar verði ein- ungis heimilaðar á þeim árs- tima, sem sumargotssildin gefur mestar og beztar af- urðir, þ.e. frá 15. september til 15. desember. Ennfremur verði heimilt að banna tog- veiðar á hrygningarsvæðum Islenzku sildarstofnanna. h. Tilþess aðstuðla aðsembeztri nýtingu loðnustofnsins er lagt til að allar loðnuveiðar verði bannaðar á timabilinu 15. mai til 1. ágúst. A tímabilnu 1. marz til 15. mai verði allar loðnuveiðar bannaðar fyrir Norður- og Austurlandi frá Hornbjargi að Eystra-Horni utan gömlu 12 sjómilna land- helgislinunnar. Flotvörpu- veiðar á loðnu verði háðar leyfum. i. Stofnunin telur æskilegt að draga talsvert úr sókn með þorsknetum á vetrarvertið. Talið er, að slik sóknarrénun myndi ekki leiða til minnkandi vertlðarafla, en myndi koma i veg fyrir óþarfa kostnað. Stofnunin treystir sér þó ekki til að leggja fram ákveðnar til- lögur i þessu efni, en bendir á nauðsyn þess, að raunhæft eft- irlit verði haft meö þessum veiðum. j. Stofnunin telur að beita megi verðmunun á fiski eftir stærð, frekar en nú er gert, til að draga úr smáfiskaveiði. Er sérstaklega bent á karfa i þessu sambandi. 6. Lokaorð. Tillögur Hafrannsóknastofnun- arinnar, sem fram hafa komið i 5. kafla og viðar i þessari skýrslu, byggjast fyrst og fremst á þvi, að ! raunhæfu og fljótvirku eftirliti með veiðunum verði komið á fót. i Ef svo verður ekki, er ljóst, að nauðsynlegt er að loka öllum í þeim veiðisvæðum, sem talin hafa verið viðkvæmari en önnur og nefnd hafa verið hér að fram- an. Ennfremur er ljóst, að há- marksafkastagetu einstakra stofna verður ekki náð nema heimilt verði að setja aflatak- markanir á viðkomandi tegund. Stofnunin telur, að islenski fiski- skipastóllinn einn sé nú meira en nógu stór til að tryggja varanlega hámarksnýtingu miðanna i fram- tiðinni. Af þvi leiðir, að nýting stofnanna verður ekki hægkvæm fyrr en erlend veiðiskip hverfa af Islandsmiðum. Reykjavik 13. október 1975 Jón Jónsson Enga samninga 1 á móti væru allir flokkar sam- mála um meginatriði málsins þótt þá greindi á um einstök framkvæmdaratriði. Sagði hann yfirlýsingu forsætisráð- herra um hið gagnstæða vera bæði furðulega og ámælisverða. Undir þau ummæli Benedikts tóku aðrir ræðumenn. Þá átaldi Bencdikt einnig tvö atriði i sambandi viö fram- kvæmd og undirbúning útfærsl- unnar i 200 milur. I fyrsta lagi benti hann á, að sendiráð ís- lands erlendis heföu ekki fengið nein ný gögn, sem vörpuðu Ijósi á aðalforsendur hinnar einhliða útfærslu i 200 milur — þ.e.a.s. á- stand fiskistofnana — fyrr en rétti þann mund, sem útfærslan kom til framkvæmda. Sagðist Benedikt vita til þess, að sendi- ráð tslands erlendis hefðu mjög saknað þess að hafa ekkert fengið um þessi mál frá rikis- stjórninni til dreifingar og áróö- urs fyrir islenzkum málstaö. Taldi Benedikt, að ÖU þessi ntál hefðu verið stórlega vanrækt af rikisstjórninni og mun verr að þeim staðið en i fyrri útfærsium. Þá gagnrýndi Benedikt það einnig i ræðu sinni, að þýðingar- mestu gögnin i máiinu — skýrsia Hafrannsóknarstofnun- arinnar um ástand fiskistofn- anna og álitsgerð hennar um hvað óhætt væri að veiða af hin- um ýmsu fiskitegundum — skyldi ekki liggja fyrir fyrr en nú um helgina, nokkrum dögum eftir að útfærslan tók gildi. Hér er um gögn að ræöa, sem nauðsyn krafðist, að við gætum haft i höndum miklu fyrr, sagði Benedikt. Auk þeirra Benedikts Grön- dals og Lúðviks Jósefssonar tók til máls Karvel Pálmason og lét i ljós mjög svipuð sjónarmið og hinir stjórnarandstæðingarnir. Fræðslufundir Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur Brautarholti 18 1. fundur, miðvikudaginn 22. október, kl. 20:30 Fundarefni: Hlutverk Alþýðuflokksins Frummælandi: Bene- Gestur fundarins: Fundarstjóri: Marias dikt Gröndal Kjartan Jóhannsson Sveinsson 1 Þriðjudagur 21. október 1975 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.