Alþýðublaðið - 21.10.1975, Síða 12

Alþýðublaðið - 21.10.1975, Síða 12
alþýðu iútgefandi: Blaö hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- jstjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni | Sigtryggsson. Auglýsingar og af- ■greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Áskriftarverð kr. 800,- á mánuði. Verð f lausasölu kr. 40.-. ' KÓPAVOGS APÓTEK lOpiö öll kvöld til kl. 7 ilaugardaga til kl. 12 SENDIBIL ASTÖDIN Hf Veórdó Samkvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofunni er spáin í dag, suð-austan kaldi eða stinnings kaldi. Þá má einnig gera ráð fyrirskúrum hér á höfuð- borgarsvæðinu. Hitastig verður í kring um 7 til 9 stig. Um Suður og Vetur- land verður yfirleitt suðlæg átt, en svalt og þokuloft fyrir Norður- landi. Qátan N/í TuRLjQ/nlNN ^Tfíún ru&L/ NN EK/</ HfiffíNÞ! ElDHO/, fíHifíLZJ /npÐUR END /N(& fíRBKI MSm, ínmiT ur/6 v/ÐJ é hÖRfíÐ * 1£IHS fíbN IR f —p— PYN(j JfíN 'DÚKIR TLEYrn 'ftL/r /Ð V£ „ s/ctfl ETYD Sftm KOmU > Ffíb VERK ÍÆW LBIKU RlNH T/L UL /PPT/ V L_ MEGUM VIÐ KYNNA Markús Örn Antonsson, er fæddur i Reykjavik fyrsta mai árið 1943. Foreldrar Markúsar eru Anton Björnsson iþróttakenn- ari, og Berhta Karlsdóttir. Markús er kvæntur Steinunni Ar- mannsdóttur, sem stundar nám i H.I., og er hún að ljúka námi i sögu. Tvö börn eiga þau Markús og Steinunn, og eru þau niu og fjögurra ára gömul. Þau hjónin búa I Ásgarði um þessar mundir, en Markús hefur búið i Reykjavik alla sina tið. Markús og Steinunn voru bekkjafélagar i M.R., og luku þau stúdentsprófi árið 1965. Fyrsta desember sama ár var Markús ráðinn sem fréttamaður hjá sjónvarpinu, en sem sumar- starf meðskólanum starfaði hann sem blaðamaður, og einnig litils- háttar við útvarpið. „Arið 1970 hætti ég hjá sjón- varpinu, og um vorið var ég kos- inn i borgarstjórn, og starfaði ég þá aðallega að kynningarmálum. Um áramótin 1971 til ’72 fór ég að starfa hjá Frjálsu framtaki, og hef verið þar siðan. Einnig er ég i ferðamálanefnd Reykjavikur- borgar, og i borgarráði, og skipt- ist vinnutimi minn jafnt á milli þessara starfa. Ahugamál min snúast aðallega um samtimaviðburði, bæði á er- lendum og innlendum vettvangi, og eru stjórnmál þar ofarlega á skrá, og ferðast ég töluvert i þvi sambandi. 1 sambandi við önnur áhugamál, þá hefur litið farið fyr- ir Iþróttum, en leiklistastörf hef ég starfað nokkuð við og þá aðal- lega i menntaskólanum og barna- skóla. Eitt af minum stærstu á- hugamálum er ljósmyndun, og tók ég og tek töluvert af myndum, þó að dellan sé ekki eins mikil og áður var”. Að lokum sagði Markús, að hann muni aðeins koma til með að starfa innan veggja sjónvarpsins, þar sem hann mun hjálpa til með þáttinn Kastljós. HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ HEYRT: Lögð hefur veriö fram umsókn sálfræðinema við Arósarháskóla til að framkvæma alhliða sálfræöilega og félagslega rannsókn á öllum 14 ára ung- lingum á höfuðborgarsvæöinu. Það barst hingað til landsins með sunnanvindinum i vor að af 14islenzkum sálfræðinemum sem héldu til náms I þessum skóla á siðasta hausti hefðu aðeins 2 náð tilskyldum árangri til þess að flytjast á næsta námsár. LESIÐ: 1 „SKUTLI” — blaði Alþýðuflokksins i Vestfjarðakjör- dæmi — að þótt Vestfirðir hafi verið eini landshlutinn, þar sem Ibúum fór fækkandi áriö ’74, hafi þó fjölgað fólki i einstökum byggðarlögum þar. í Bolgunarvik fjölgaði t.d. um 2,3%. A Isafirði fækkaði hins vegar um 60 manns, eða um 2% af ibúafjölda. „Þó er þaö alvarlegast varðandi ibúa- fækkun á Isafirði, að80% af þeim, sem burtu hafa flutt, eru undir þritugsaldri”, segir blaðið. TEKIÐ EFTIR: Að m jög mikill straumur er nú af varamönnum inn á Alþingi. Láta þingmenn kalla inn fyrir sig varamenn, þótt þeir þurfi aðeins að bregða sér bæjarleið. Er mjög sjaldgæft, að svo mikið sé um tilkvaðningu varamanna i upphafi þings, en á siðari árum hefur sifellt sótt meira i þetta horfið. LESIÐ: f nýjasta Fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar, að kaupmáttur greidds timakaups verkamanna hafi á öðrum árs- fjórðungi 1975 rýrnað um 15,3% frá 2. ársfjórðungi 1974og um 12% frá ársmeðaltali 1974. Kjararýrn- uninverðurenn meiri, þegar yfir- vinnan er tekin með i dæmið, eða um 19% ef ársfjórðungarnir eru bomir saman og tæp 14% ef 2. ársfjórðungur 1975 er borinn sarnan við ársmeðaltal 1974. HEYRT: Að þeir, sem mikil skipti eiga við fjármálaráðuneyt- ið segi nú, að Matthias A. Mathiessen sé löngu búinn að gera Halldór E. Sigurðssongóðan sem fjármálaráðherra. Hvort með orðinu „góður” i þessu sam- bandi sé átt við aðsjáll eða eyöslusamur látum við liggja á milli hluta. FRÉTT: Að Jón Sólnes, for- maður Kröflunefndar, sé nú i Japan i erindum nefndarinnar. í fylgdarliði Jóns Sólnes mun vera Júliús Sólnes, sonur hans, en Júli- us er tæknilegur ráðunautur við virkjunarframkvæmdirnar. Eins og menn væntanlega minnast úr skýrslu rikisstjórnarinnar um ráð, stjórnir og nefndir á vegum rikisins neitaði Kröflunefnd að gefa upp kostnað við störf sin. LESIÐ: I nýútkomnum „SUÐ- URNESJATIÐINDUM” er dálk- ur sem nefnist: „Blöðum flett”. 1 dálkinum eru sjö tilvitnanir i blaðaskrif. Allar með tölu I skrif Morgunblaðsins, Hvi þá ekki að nefna þáttinn: „Morgunblaðinu flett”? ER ÞAÐ SATT, að þeir Sverrir Hermannsson, kommissar við Framkvæmdastofnun rikisins og Ingólfur Jónsson, stjórnarfor- maður sömu stofnunar, hafi gert samkomulag við Ólaf Jóhannes- son um að engu verulegu verði breytt varðandi stjórnunarkerfi stofnunarinnar, eins og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur þó lofað að gera? 5ÖRVAR HEFUR ORÐIÐt^ Þaö, sem einkum hefur gert útfærsluna i 200 mil- ur ólika fyrri útfærslum landhelginnar er, hve litt áberandi hún hefur verið. Af hálfu stjórnvalda hef- ur bókstaflega ekkert verið gert — hvorki hér heima né erlendis — til þess að skapa „stemn- ingu” um hana. Það var t.d. ekki fyrr en kvöldið fyrir útfærsluna, sem til- mæli komu til almennings um að reyna að setja ein- hvern hátiðarbrag á dag- inn — og það er einkar lærdómsrikt i þessu sam- bandi, að þau tilmæli komu hvorki frá rikis- stjórninni né einstökum ráðherrum hennar, held- ur frá stjórnarandstæð- ingnum Benedikt Gröndal, formanni Al- þýðuflokksins. Að öllu leyti virðist rikisstjórnin hafa viljað, að sem minnst færi fyrir þessum merka atburði og hefur þó oft verið minni ástæða til þess að reyna að vekja hug og lifandi áhuga með- al þjóðarinnar en á þeim degi, þegar siöasta sporið var stigið I landhelgis- málum Islendinga. En rikisstjórnin virðist eng- an áhuga hafa haft fyrir sliku — hvað sem veldur. Sama máli gegndi með framkomu hennar útávið — þ.e.a.s. gagnvart öðr- um þjóðum. I allt sumar hafa sendiráð fsl. erl.- t.d. engin handhæg upplýsingarit eða áróð- ursbæklinga fengið frá ríkigptjórninni til kynn- ingar á islenzkum mál- stað. Það var ekki fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir útfærsluna að slikar upplýsingar voru sendar út til sendiráöa okkar og er þó vitað mál, að sendi- menn okkar erlendis hafa mjög kvartað undan þvi að fá ekki fleiri, ákveðn- ari og útgengilegri gögn i þvi sambandi. Er þó eng- inn hörgull á röksemdum en einhvern veginn virð- ist það hafa farið fyrir of- an garð og neðan hjá' rikisstjórninni að setja þær niður á blað til afnota fyrir áróöursmenn okkar erlendis. Að öllu samanlögðu er óhætt að fullyrða, að i allri okkar landhelgis- sögu hefur aldrei hvilt meiri deyfð af opinberri hálfu yfir útfærslu fisk- veiðilögsögu en nú. Það er meira að segja farið að láta nærri, aö menn séu farnir að sakna blaðafuil- trúans, sem nú er sendi- maður okkar i Moskvu. Hann hafði þó ávallt lag á þvi að hafa eitthvað að segja. PIMM á förnum vegi Hefur þú trú á Alþingi? Þorlákur Jóhannsson, járn- smiöur: Nei, þvi að þeir fulltrú- ar sem nú sitja á þingi eru ekki nógu sjálfstæðir, þeir eru allir undir of ströngum flokksaga. Sigriður Arnadóttir, húsmóðir: Já,þaö er ég, þvi aö það er lýð- ræðisþing. Dóra Hlín Ingdifsddttir, lög- regluþjónn: Neif ekki nógu mikla, þvi að mér finnst það ekki nógu ákveðið, til dæmis i landhelgismálinu. Sveinn Þórarinsson, verkfræð- ingur: Jáfég er tilneyddur til þess að hafa trú á þvi, en samt sem áður get ég ekki neitað þvi, að ég hef orðiðfyrir vonbrigðum með það. Einar Guðmundsson, nemi: Nei, ég hef eiginlega ekki mikla trú á þvi, mér finnst allt of margir fulltrúar sem sitja þing- ið.mérfinnstþeir ættu að fækka um helming. s

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.