Alþýðublaðið - 22.10.1975, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 22.10.1975, Qupperneq 8
HQHNIÐ ” s'm' 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaösins, Sfðumúla 11, Reykjavík Brídge Raunasaga íbúðareiganda— Hvert á að leita réttar síns Kona i Stóragerði skrifar: Ég hafði gengið undir uppskurð á árinu 1970 og fór þaðan á Reykjalund til endurhæfingar. En batinn gekk hægt og ibúðin min stóð laus að öðru leyti en innbúi minu og eins átti sonur minn, sem þó var fluttur burtu nokkrar fögg- ur i einu herbergi. Lögfræðingur, sem ég þekki dálitið falaðist ákaft eftir ibúðinni til leigu fyrir vini sina. Hann fékk að sýna þessum vinum ibúðina i minni viðurvist, en á þeim var mikill asi og þvi bað lögfræðingurinn mig að láta sér i té lykla, svo að þeir gætu skoðað betur og e.t.v. samið. Ég ætlaðist auðvitað ekki til að samningar yrðu gerðir án minnar vitundar og samþykkis, enda ekki talað eitt orð um leigumála. En þessi ágæti lögfræðingur sleppti fólkinu inn i ibúðina án minnar vitundar og það var af hreinni tilviljun, að ég komst að þvi. Þá voru „leigjendurnir” teknir til við að róta húsgögnum minum og eldhúsáhöldum inn i herbergi sonar mins. Þrátt fyrir eindregnar og margitrekaöar ósk ir minar um að leigusamningur yrði gerður, fór lögfræðingurinn alltaf undan i flæmingi. En hann tók fúslega við kr. 12.000, sem „vinir” hans höfðu greitt til að byrja með. Það var hans þóknun. Hann tjáði mér, að leigan ætti að vera kr. 9000 á mánuði. En leigjendurnir neituðu að greiða nema 8000. Ari siðar haföi fólkið svo greitt aðeins 38 þús. i stað 96 þús. en lofaði bót og betrun. Þeir fengu þvi að vera áfram, og lof- uðu að greiða kr. 13.000 á mánuði, eða 156 þús. i ársleigu. Eftir 10 mánuði rýndu þau svo ibúðina og höfðu þá greitt kr 73 þús. auk þess sem lögfræðingurinn hafði skrif- að upp á 28 þús. króna reikning frá leigjanda fyrir málningu á baðherbergi og veggfóðrun á for- stofu! Hvorttveggja þetta var gert án minnar vitundar og vilja og vægast sagt hörmulega gert — baðið t.d. málað svart! Útgangur á ibúðinni var hreint hörmulegur. Gólfteppi útötuð i gosdrykkjablettum og sófi, sem ekki korhst inn i herbergi sonar mins allur brotinn. En það versta er ósagt. Ljósakróna úr krystal hafði verið brotin og limd saman á kauðalegan hátt. Horfin var úr eldhúsi platti, minjagripur, sem mér var verulega sárt um, tengl- ar i stofu héngu á þráðum úti á veggjum utan við rofadósirnar og til að kóróna allt saman, hafði skatthol mitt verið stungið upp og þaðan var horfið m.a. hálsmen úr gulli! Engar leiðréttingar hefi ég fengið á þessu þrátt fyrir itrekað- ar tilraunir. Og nú langar mig til að spyrja. Hvert á að snúa sér, til að leita réttar? Aths-. blaðsins: Þetta er ljót saga, en sennilega ekki hægt um vik að bæta hér úr. Það væri þá helzt ef hlutaðeigendur hresstu upp á mannlund sina ef einhver er, og bættu skaðann án frekari umsvifa. Skömmina, sem orðin er, er hinsvegar erfitt að bæta. Sigurjón: Upp- mælingamaður eða stjórnmála- maður? Húsbyggjandi hringdi i Hornið og sagðist vilja koma á framfæri þakklæti til sjónvarpsins fyrir þáttinn „Kastljós”. „Þetta er að verða með þvi bezta sem við höf- um i sjónvarpinu. Mér þótti sér- staklega gott að heyra um- ræðurnarum byggingataxtana og það svivirðilega arðrán, sem til- teknir iðnaðarmenn hafa i frammi hérá landi. Ég hef sjálfur fengið að kenna á svinariinu. Ég hef nú alltaf talið að Sigurjón Pétursson væri einn þeirra manna, sem reyndi að berjast fyrir litilmagnann. En það virðist vera annað að heita Sigurjón Pétursson stjórnmálamaður og borgarfulltrúi en að heita Sigur- jón Pétursson fulltrúi verstu svindlaranna i þjóðfélaginu. Ég hefði nú talið hyggilegra fyrir Sigurjón að koma ekki fram fyrir þjóðina með annað eins endemis kjaftæði. Maðurinn hefur alla- vega afhjúpað sig opinberlega. Eitt er vist og það er, að enginn mun hér eftir taka mark á þess- um manni', hvort sem skrumið beinist með eða gegn einhverju óréttlæti.” Bætið þið barnatímana! Anægð móðir hafði samband við okkur og vildi koma eftirfar- andi hrósi á framfæri: Ég á þrjú börn, öll frekar ung að árum. Aðeins eitt þeirra er FRAMHALDSSAGAN byrjað I skóla og hin þvi heima og verða að hafa ofan af fyrir sér sjálf að mestu leyti. Oft hefur þvi komiðsér vel að hafa barnatim- ann i Sjónvarpinu, einkanlega ef veður er ekki heppilegt til úti- veru. I sumar hefur þessi barnatimi verið tvisvar i viku, en eitt er það sem mér finnst hafa verið ábóta- vant i sambandi við þennan 'barnatima og það er hversu mikið af erlendu efni hefur verið flutt þar. Nú er ég ekki að segja, að er- lenda efnið skaði börnin að neinu leyti, en hins vegar er ekki hægt að neita þvi, að íslenzkt efni hefur ólikt þroskameiri áhrif á börnin en það erlenda og liggur það eink- um i þvi, að með innlendu efni þarf ekki texta og þvi skilst það efni hjá þeim yngri. Nú, með vetrinum hefur sem betur fer orðið talsverð breyting á þessu og veit ég að flestir foreldr- ar eru mjög ánægðir með það og kann ég stofnuninni beztu þakkir fyrir. Samt sem áður finnst mér að stefna eigi að þvi, að allt það efni, sem flutt er i barnatima Sjónvarpsins eigi að vera innlent og ef það tekst, eiga þeir sannar- lega hrós skilið. fííTÍI. i ■ i ■' ;. á hvert heimili S■■■■■■■■■■■■B' .Verjum gggróðurJ verndumi landSÉg Villa meistarans. Jim Jacoby sagði einu sinni. „Faðir minn kenndi mér bridge og þaö, sem hann lagði ætið aðaláherzluna á var þetta: Ef þú ert nógu þolinmóður að æfa þig i að hugsa og reikna út möguleikana, hverfa fljótlega villurnar úr spilamennsku þinni. Þetta er rétt, svo langt sem það nær, en svo geta menn orðið of klókir!” ♦ D G 2 V K 10 7 4 2 ♦ 10 3 4 K 10 8 4 10 4 ¥9 ♦ G 9 6 5 2 * A D 9 5 2 4 A 7 6 5 3 y 6 3 ♦ K D 7 4 V 6 4 K 9 8 V A D G 8 5 ♦ A 8 4 G 4 3 Sagnirnar gengu Suður VesturNorður Austur 1 hjartaPass 3 hjörtu Pass 4hjörtuPass Pass Pass Tígulfjarki var útspilið. Suður (Jim) drap drottningu Austurs I fyrsta slag og spilaði siðan trompi tvisvar, Vestur fleygði tigultvisti i seinna trompið. Spaða var spilað á drottningu blinds, sem Austur drap með ás, tók á tigulkóng og spilaði spaða. Sagnhafi tók báða spaðaslagina og var inni á hendi. Sagnhafi mátti ekki gefa nema einn slag á lauf, ef hann ætti að vinna sögnina og nú tók hann að reikna út. Sýnt var, að Austur hafði átt spaðaás fimmta, tvö lághjörtu, eftir af- köstum Vesturs að dæma senni- lega fjóra tigla og þvi ekki nema tvö lauf. Ölíklegt var, að Austur hefði átt laufaás, þvi þá hefði hann ekki passað við 3 hjörtum Norðurs, en hann gæti átt drottningu aðra. Hann spilaði nú laufagosa og þegar Vestur gaf lágt i, drap hann með kóng. Fullviss spilaði hann svo laufi úr blindi á hina imynduðu drottningu Austurs. En honum brá i brún þegar Vestur hirti sina tvo slagi á ás og drottningu. Það er llka hægt að hugsa of mikið! Þaö var ekki fyrr en seinna um daginn, sem Jústina vissi hvað hún ætlaði að gera. Þau höfðu hvorki heyrt frá brezka sendiherranum né Dominic sjálfum, og hún vissi, að nú hafði það versta komið fyrir, hann vissi allt. Övið- ráðanleg þreyta heltók hana. Hún gat ekki barizt gegn henni, og óskaði þess eins, að hún gæti flúið eitthvað og sleikt sár sin. Höllin! Hún fór til Lúis um hálffimm leytið og sagði honum, hvað hún hyggðist fyrir. Fyrst mótmælti hann, en þegar honum skildist, að hún gæti ekki meira lét hann undan. Hann gat annazt það, sem gera þurfti, og þetta mál kom honum a .m .k. ekki tilfinningalega viö. Hann sá þess vegna svo um, að hún gæti farið með forsetaflugvélinni. Jústina kom til kastalans seint um kvöld, þreytt, enóendanlegafegin yfir að vera komin heim. Júana myndi efalaust spyrja margs, og aö frænka hennar myndi vilja vita, hvar Andrew væri, þegar henni væri batnað, en eins og á stóð, skipti þaðeitt máli, að hátta og sofa... sofa... Frænka Jústinu dó nokkrum dögum siðar án þess að komast nokkru sinni til meðvitundar, og Jústina sá á svip dr. Ramírez, að hann hafði aldrei búizt við, að hún jafnaði sig. Eftir útförina fann Jústina enga ástæðu til að útskýra allar aðstæður fyrir Júönu. Það varð hvort eö er að reka Júönu, þegar gengið hafði verið frá málum frænku henn- ar, og kastalinn yrði vafalaust seldur. Það var ástæðu- laust að ergja gömlu konuna, sem þegar syrgði Renötu. En áður en gengið hafði verið frá búi Renötu fékk Jústina sér til mikillar undrunar bréf frá lögfræðingum Andrews i London. Hún hafði taliö að búið væri að ganga fra búi hans, en allt benti til þess, að eitt- hvað væri óuppgert, þvi að hún var beðin um að koma til London og ræöa við lögfræðingana. Bréfiö hafði mikil áhrif á Jústinu. Sizt af öllu hafði hún hugsað sér að fara til Englands og henni leizt ekkert á þá tilhugsun að ferðast þessa löngu leið til þess eins að hugsa um málefni Andrews. Hún vildi gjarnan gleyma honum. Þess vegna skrifaði hún og útskýröi, að frænka hennar væri nýlátin, og hún ætti bágt meö að ferðast svona langt. Var ekki unnt að senda skjölin til hennar? Næsta bréf lögfræðinganna sagði þó ákveðið, að það væri nauðsynlegt að hún kæmi til Englands, og hún yrði að fara strax. Jústina hugleiddi máliö og ákvað loks að fara. Hún lenti I London á köldum rigningadegi seint i marz og flutti á lit- ið hótel nálægt Hyde Park. Hún var allan daginn inni á herbergi sinu. Hún var dauðþreytt. Hún var ekki úthvild næsta morgun. Það var hætt að rigna, en enn kalt I veöri. Eftir morgunmatinn hringdi Jústina til lögfræöingafélagsins Bennett, Allwyn & Forster og sagðist vera komin og geta hitt þá, hvenær sem væri. Ungi lögfræðingurinn, sem hún talaði við, ákvað eftir nokkra umhugsun, að hún ætti að koma á skrif- stofuna eftir hádegi. Lögfræðingafyrirtækið Bennett, Allwyn & Forster var til húsa i lágkúrlegu, gráu húsi. Hún hafði komið þar áður, og stúlkan i móttökunni brosti til hennar, en Jústinu fannst hún mörgum árum eldri, en þegar hún hafði komið þar áður. — Þér eigið að fara upp stigann og inn um fyrstu dyr á hægri hönd, sagði stúlkan. Jústína gekk hægt upp þröngan stigann og barði að dyr- um. — Kom inn! hrópaði karlmannsrödd, og hún kom inn i stóra, bjarta skrifstofu meö rústrauðu teppi á gólfinu og stóru eikarskrifborði. Þetta sá hún ósjálfrátt, en henni varð fljótlega litið á manninn, sem hallaði sér kæruleysislega að borðinu með hendurnar krosslagðar á bringunni. Það var Dominic Hallam. Hún hristi höfuðið og tautaði. — Afsakið. Ég... ég hef vist villzt. Dominic rétti úr sér. Svo gekk hann til hennar og lokaði að baki hennar. Hann gekk aftur að skrifborðinu, snéri sér við og sagði: — Þú ert ekki að villast, Jústina. Ég sendi eftir þér. Viltu ekki setjast? Jústina hristi aftur höfuðiö. — Nei... nei, takk. Hvers vegna varstu að þvi? Dominic kveikti sér i vindli áður en hann svaraði. Svo yppti hann öxlum. — Kannski ég hafi viljað fá þig hingað, til að ég geti látið handtaka þig fyrir að halda ókunnum manni sem fanga á heimili þinu og segja, aö hann sé eiginmaður þinn, sagöi hann hæönislega. Jústina hörfaði eins og hún hefði verið slegin. — Ætlarðu... að gera það? Dominic virti hana lengi fyrir sér og hristi svo höfuðið. — Nei, ég ætla ekki að gera það. Jústina kyngdi. — Hefurðu fengið minnið aftur? Dominic gretti sig. — Hvað ef ég segði þér, að ég hefði fengið minnið, áður en þú sóttir mig á spitalann? Jústína greip andann á lofti. — Það er óhugsandi. — Hvers vegna? — Þú hefðir aldrei látiðmig haga mér svona, ef þú hefðir vitað, hver þú varst. — Kannski ég hafi-verið forvitinn. Jústina lét fallast á stólinn. Henni lá við yfirliði. — Þú ruglar mig, stundi hún rámri röddu. — Hvers vegna gerðirðu þetta? — Hvers vegna gerðir þú það? — Hvers vegna gerðir þú það, sem þú gerðir? — Af eigingirni, sagði hún biturlega. Ég vildi ekki segja frænku minni, að Andrew væri dáinn. I — Nei, það veit ég núna. Dominic leit áköfu augnaráði ! á hana. — Veiztu það? Jústina leit hjálparvana á hann. — Já, Lúis sagði mér það. — Lúis? Hefurðu talað við Lúis? — Já, ég átti langt samtal við Lúis. Dominic beit á neðri | vörina. — Hvers vegna stakkstu af, Jústina? I — Það liggur I augum uppi, sagði hún viðutan. — Ég I vissi, að þú fréttir sannleikann, þegar ég heyrði, að I Cunningham, væri kominn og ég var of huglaus til að j horfast i augu við þig. Hann slökkti I vindlinum I öskubakkanum. — En hvers J vegna gaztu ekki beðið? Þú vissir, að ég kæmi til baka. — Hvernig átti ég að vita það? Eða vita, hvað þú | myndir gera? Þú skildir engin skilaboð eftir. Þú hvarfst I bara. — Reyndu að sjá málið frá mlnum sjónarhóli! Ég fór til • sendiráðsins um morguninn til að skýra málið fyrir J sendiherranum. Ég vissi ekki, að Lester væri kominn. Það ! kom I ljós, að sendiherrann I Queranove hafði verið i skóla j með honum, og vitanlega sprakk allt um leið og hann sá | mig. Það tók mig fleiri klukkustundir að útskýra allt sam- | an. Það var of mikið að segja frá — og eitt leiddi til ann- | ars, og það varð framorðið. Það var vist hugsunarlaust af I mér, en ég get hugsað mér, að Lester hafi einnig fundizt I ég tillitslaus, hvað hagsmunum hans viðkom. — Og...oghvaðsagðiröu viðLúis, þegar þú hittir hann? J — Hann hafði nú öllu meira að segja mér, sagði J Dominíc biturlega. — 1 fyrsta lagi varstu horfin og ekki [ gerði það samkomulagið betra. — Við hvað áttu? Hvaö heldurðu? Ég hefði getað snúið hann úr hálsliöi, | þegar hann sagði mér, aö hann hefði leyft þér að fara aftur I til hallarinnar. Ég var búinn að lofa Lester að fara með I honum til London daginn eftir, og ég mátti ekki vera að • þvi að elta þig. Auk þess vissi ég ekki einu sinni þá, að j Andrew Douglas væri látinn. Miðvikudagur 22. október

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.