Alþýðublaðið - 22.10.1975, Qupperneq 12
alþýðu
Vedrió
Samkvæmt upplýs-
ingum frá Veöurstofunni
er spáin i dag, suö-austan
kaldi eöa stinnings kaldi.
Þá má einnig gera ráö
fyrir skúrum hér á höfuö-
borgarsvæöinu. Hitastig
veröur i kring um 7 til 9
stig.Um Suöur og Vestur-
land veröur yfirleitt
suölæg átt, en svalt og
þokuloft fyrir Norður-
landi.
SJJ)6V£:DuP>
Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmda-
stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit-
stjóri: Sighvatur Björgvinsson.
Rits tjórnarf ulltrúi: Bjarni
Sigtryggsson. Auglýsingar og af-
greiösla: Hverfisgötu 10 — simar
14900 og 14906. Prentun: Biaöa-
prent hf. Áskriftarverö kr. 800.- á
mánuöi. Verö I lausasölu kr. 40.-.
KÓPAYOGS APÓTEK
lOpiö öll kvöld til kl. 7
ilaugardaga til kl. 12
sendibilasiödin Hf
KOPftX -ftH t/l Lfí&fí V£,r fí R 5 0/Z& LfíP
11
1
£LVS HfyT/ VERKfí
'onD FR'fí . Söúrf LOSfí
1
Ffídl OTfí 'ft UT/Nh
hylM URGR
/eo/vfí SKST
YF/R GR/P Fofím TflLfí
\ >
MEGUM
VIÐ KYNNA
Erling Aspelund
hótelstjóri
fæddist á Isafiröi 28. febrúar árið
1937. Foreldrar hans eru Þórey
bórðardóttir og Erling heitinn
Aspelund. A Isafirði ólst Erling
til7 áraaldurs, er hann fluttist
á suövesturhorn landsins, nánar
tiltekið i Mosfellssveitina. Lauk
stúdentsprófi frá Menntaskóla á
Laugarvatni árið 1956, og hóf
störf hjá Loftleiðum um haustið
sama ár. Fyrst starfaði Erling i
flugumsjón hjá Loftleiðum, en ár-
iö 1958 fluttist hann til Bandarikj-
anna og hóf storf á Kennedyflug-
velli sem afgreiðslumaður hjá
Loftleiðum. Siöar gerðist hann
stöðvarstjóri á Kennedyflugvelli
en siðasti starfsvettvangur hans i
USA áöur en hann hélt heim til
fslands var á Manhattan, þar sem
hann var aðstoðarframkvæmda-
stjóri á skrifstofuFlugleiða.Til ís-
lands kom Erling árið 1969 og
gerðist þá hótelstjóri Hótels
Loftleiða og á siöasta ári tók hann
auk þess við stjórn á Hótel Esju,
og i dag er hann æðstráðandi
beggja þessara hótela.
Erling er kvæntur Kolbrúnu
Þórhallsdóttur og eiga þau hjónin
fjögur börn, Erling, Karl, Thor og
Guðrúnu.
Um áhugamál utan daglegrar
vinnu, segir Erling: „Ég hef eitt
áhugamál sem ekki fer saman við
vinnu mina og það er teikning og
málun. Ég er i kvöldskóla hjá
Myndlistar- og handiðaskólanum
og stunda það nám mitt af kappi,
eftir þvi sem timinn leyfir. Ég hef
mjög gaman af þvi aö mála.
Þetta er hljóölátt og gott áhuga-
mál og ágætis hvild.”
Varðandi hótelmál á Islandi
hefur Erling þetta að segja:
„Þetta er ung atvinnugrein, og <
enn hefur engin hefð myndast. Þó
er óhætt að segja að við séum á
svipuöum „standard” hvað varð-
ar gæöi og aðbúnað hótela, og
viögengst á hinum Noröurlöndun-
um. Nú hefur oröiö nokkur stöön-
un i „túrisma” til tslands, sem
kemur fram á nýtni hótela hér-
lendis sem hefur haldist óbreytt
undanfarin tvö ár,” sagði Erling
Aspelund hótelstjóri að lokum.
0KKAR Á 'MILLI SAGT
Þaö hefur vakiö bæöi undrun manna og hneyksiun hvernig hin svo-
nefnda Kröflunefnd hegöar sér. Hún hefur sent sjálfa sig ásamt fjöi-
inennum sérfræöingaher út og suöur i feröalög — og nú um þessar
mundirer Jón Sólnes ásamt hluta fjölskyldu sinnar á feröalagi f Japan
á kostnaö nefndarinnar, en auk Jóns sjálfs munu tveir synir hans vera
að meira eöa minna leyti á launaskrá nefndarinnar.
Þá er vitað, að miklu fé hefur verið eytt i ýmsan kostnaö annan og
mun t.d. skrifstofa sú, sem formaður nefndarinnar, Jón Sólnes, hefur
látiö innrétta fyrir sig.vera meö glæsilegustu skrifstofum á landinu.
Eru sagöar sögur af ónemjulegum kostnaöi aöeins viö flutning skrif-
stofuhúsgagnanna á staöinn.
A hinn bóginn viröist næstum ógerningur bæöi fyrir almenning og
rikisvaldiö sjálft aö fá upplýsingar um, hversu miklu fé nefndin eyöir
meö þessu móti. Til dæmis er frá þvl skýrt i nýútkominni skýrslu fjár-
málaráöherra um stjórnir, nefndir og ráö rlkisins, aö Kröflunefnd hafi
ekki svaraö tilmælum um aö gera grein fyrir kostnaöi viö starfa sinn.
Svona framferöi nær auövitaö ekki nokkurri átt og er furöulegt að
þaö skuli látiö liöast átölulaust. Það þarf engum getum aö þvi að leiða,
aö þeir Kröflunefndarmenn eru stórir karlar I eigin augum, en þeir eru
samt sem áöur ekki þau stórmenni, aö þeim eigi aö haldast uppi aö
eyöa stórfé úr sameiginlegum sjóöi landsmanna eins og nú árar, eftir-
lits- og gagnrýnislaust.
Kröflunefndin heyrir sem slík undir Gunnar Thoroddsen, iðnaöar-
ráðherra. Þaö á þvi aö koma I hans hlut aö halda I spottann. Þvi verki
hefur ráöherrann ekki sinnt og er leitt til þess að vita, þvi Gunnar ætti
aö hafa þá reynsiu sem fyrrverandi fjármálaráöherra aö svona nokkuð
getur alls ekki gengiö.
Eyöslulag Kröflunefndar er enn eitt dæmiö um hiö algera stjórnleysi
i fjármálum á islandi. Frekjan og ágengnin ein viröast nægja mönnum
til halds og trausts hvaö sem öllu ööru Iföur. Slikt háttarlag er bæöi frá-
leitt og forkastanlegt — hversu stórt sem menn kunna að llta á sjálfa
sig. Hér veröur aö Spyrna viö fótum og skiptir þá engu máli hvort ein-
hverjir smákóngar firrtast viö eöa ekki.
ÖRVAR HEFUR ORÐIÐ^J
Á baksiöu Morgun-
blaösins I gær var skýrt
frá skýrslu Hafrann-
sóknarstofnunarinnar um
ástand helztu fiskistofna
á Islandsmiðum og tillög-
um hennar um hámark
þess afla, sem óhætt er að
taka. Fyrirsögn fréttar-
i n n a r v a r :
„HRYGNINGARSTOFN
1/7 HLUTI ÞESS SEM
VAR 1970 — ef ekkert er
að gert”. Og hvað er það,
sem gera á? „Það er
mjög þýöingarmikið að
útlendingar hætti
fiskveiðum á islenzka
landgrunninu”, segir
Hafrannsóknarstofnunin
sjálf. Meö öðrum orðum:
Það er mjög þýðingar-
mikið, aö ekki verði sam-
ið um áframhaldandi
veiðar erlendra fiskiskipa
i islenzkri fiskveiðilög-
sögu. Það má einnig orða
þetta svo: bað er mjög
þýðingarmikið, að rikis-
stjórft Islands manni sig
nú upp i það að lýsa fylgi
við þá stefnu varðandi
framkvæmd landhelgis-
útfærslunnar, sem meg-
inþorri þjóöarinnar styö-
ur og fiskifræðingar vorir
hafa nú fært óhrekjandi
rök fyrir.
En hver hafa viðbrögð
rikisstjórnarinnar orðið?
Hvernig hefur hún tekið
hinum uggvænlegu tið-
indum Hafrannsóknar-
stofnunarinnar um á-
standið á tslandsmiðum?
Þau hafa ekki orðið til
þess, að rikisstjórnin hafi
mannað sig upp og gert
þjóöinni afdráttarlausa
grein fyrir þvi, hvaða
stefnu hún hyggst fylgja I
viðræðunum við Breta,
sem eiga þó að hefjast
eftir örfáa daga. Einu
viðbrögðin hafa orðið
þau, að tilkynnt hefur
verið, að rikisstjórnin
hyggist boða til ráðstefnu
áhugamanna og sérfræð-
inga um sjávarútvegsmál
til þess að ræða niður-
stöður Hafrannsóknar-
stofnunarinnar. Með öðr-
um orðum þá virðist rik-
isstjórnin ætla aö opna þá
leið, aö viösemjendur
okkar geti gert út legáta á
ráðstefnu til þess að
semja um hvort niður-
stöður Hafrannsóknar-
stofnunarinnar séu rétt-
ar! Það á sem sé að opna
þá leið aö láta erlenda
menn fara að „semja”
um mikilvægustu rök-
semdir okkar líka!
Er þetta nú ekki heldur
langt gengið i samkomu-
lagsviljanum?
FIMM á förnum vegi
Teflir þú skák?
Aöalsteinn Sigurösson, starfar
hjá Rafmagnsveitu Rvfkur:
„Nei, þaö geri ég ekki, og er þaö
vegna tímaleysis. Ég kann þó
mannganginn, en fylgist ósköp
litið meö þvi hvað skeður al-
mennt I skákheiminum.”
Aöalheiöur Jónatansdóttir,
iönverkakona:
„Ég kann mannganginn, hann
læröi ég þegar ég var 7 ára
gömul. En ég held ég megi segja
aö ég hafi aldrei mátað nokkurn
mann, og er þvl greinilega ekki
liðtæk i skáklistinni. Ég hef
engan áhuga fyrir fréttum af
skákmótum.”
Sigurlaug Smart, starfar á far-
skrá Flugleiöa:
„Nei, það geri ég ekki, þótt ég
hafi einu sinni kunnað mann-
ganginn. Astæðan fyrir þvf aö
ég tefli ekki er sú aö litill skák-
áhugi er á heimili minu, til aö
mynda teflir maöurinn minn
alls ekki.
Niels Jónsson, vélskólanemi:
„Já, þaö geri ég og vonandi get
ég taliö mig sæmilegan skák-
mann. Ég tefdli siöast á þriöju
daginn og vann þá tvær skákir
af þremur, þótt það segi kannski
ekki allt um raunverulegan
styrkleika minn. Hér á landi er
Friðrik sá langsterkasti.”
Valgaröur Briem, nemt:
„Nei alls ekki og hef aldrei gert,
og er það einvöröungu vegna
áhugaleysis. Þaö kemur þó fyrir
að ég fylgist með frammistööu
islenzkra skákmanna.”