Alþýðublaðið - 08.11.1975, Side 1
alþýðu
n RTilTil
217. TBL. - 1975 - 56. ARG.
Helgarleiðari:
Er kommúnisminn
útdauður á íslandi?
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER
Ritstjórn Siöumúla II - Slmi 81866
ANGARNIR eru
opnu
(H)RÓS-
HAFINN
OKKAR
VONLAUST VERK
Nýtt þorskastríð
á fimmtudaginn ?
— Enn hefur ekki verið tekin
ákvörðun uin hvenær viðræður
við Norðmenn, Belga og Færey-
inga fara fram, sagði Einar
Ágústsson utanrikisráðhcrra í
samtali við Aiþýðublaðið f gær.
— Fá þessar þjóðir að veiða
áfram innan 50 milna ef ekki er
búið að semja við þær áður?
— Ég tel litlar likur á þvf. Ég
get ekki heldur sagt um hvenær
næst vcrður rætt við Breta og
Þjóðverja. Þessi mál verða
skoðuð núna um helgina, sagði
utanrikisráðherra að lokum.
Á fimmtudaginn I næstu viku
rennur út veiðiheimild Breta,
Vestur-Þjóðverja, Norðmanna,
Belga og Færeyinga innan 50
milna markanna við Iandið. Þar
sem aðeins örfáir dagar eru til
stefnu virðast litlar sem engar
likur til þess að nokkrir samn-
ingar verði gerðir fyrir fimmtu-
dag.
Samkvæmt orðum Einars
Agústssonar utanrikisráðherra
má búast við að öllum erlendum
togurum verði visað út fyrir 200
milna mörkin á fimmtudaginn.
Bretar hafa sem kunnugt er hót-
að að senda herskip til verndar
togurum sinum en búizt er við
að 40-50 brezkir togarar verði að
veiöum við landið um miðja
næstu viku.
ALGER SAMSTAOA
- um réttmæti mats Islendinga
á ástandi fiskistofnanna hér við land
,,Ég tel það ekki vera neitt
leyndarmál lengur”, sagði
Jakob Jakobsson fiskifræðingur
i samtali við blaðið, ,,að brezku
visindamennirnir féllust i einu
og öllu á skoðun okkar Islend-
inga um ástand fiskistofnanna
hér. Þegar fundir okkar hófust,
bar mikið á milli, en eftir að
hafa farið yfir útreikninga og
rök okkar, sannfærðust þeir um,
að við hefðum á réttu að standa.
Einnig féllut þeir á útreikninga
okkar vegna næsta árs (1976),
en hinsvegar voru aðrar fram-
tiðarspár ekki ágreiningslaus-
ar, einkum hvað varðar lengra
fram i timann. Þar vildu þeir
taka mið af meðalárgöngum
fyrri ára, sem vitað er að hafa
þó verið lélegir, siðustu fjögur
árin”.
Blaðið leitaði einnig frétta um
sildveiðarnar fyrir Suðurlandi
Um þær fórust Jakobi orð á
þessa leið: „Tölulegar upplýs-
ingar hefi ég ekki i augnablik-
inu, fæ þær undir kvöldið, en
lauslega telst mér til, að nú sé
langt komið að veiða i kvótann,
sem áætlaður var „Aðspurður
um, hvað hann héldi, að mikið
hefði misfarizt af síld, sem
veiðibátar hafa sleppt niður og
drepizt, svaraði hann þvi til, að
um slikt væri erfitt að fullyrða.
„Þetta er mál, sem auðvitað er
reynt að gera ekki uppskátt af
hálfu veiðimanna. Ég veit um
nokkuð og hefi rökstuddan grun
um meira. Ég vona bara, að
þetta verði i reynd undir 1000
tonnum, þó vera megi að það
verði fast að þvi”, sagði Jakob
að lokum.
Blaðið leitaði frekari frétta
um síldveiðarnar hjá Þórði Ey-
þórssyni i sjávarútvegsráðu-
neytinu, en hann annast
skyrslutöku og skýrslugerð um
sildveiðarnar af hálfu ráðuneyt-
isins m.m. Hann hafði þetta um
máliö að segja: „Eins og stend-
ur eru 34 bátar á lista, sem hafa
fengið veiði, þar af eru 25, sem
hafa þegar lokið við sinn kv. og
eru hættir. En ennþá eru 10 bát-
ar, sem hafa ekki hafið veiðar,
og hafa frest til 10. þ.m. til að
hefja þær. Leyfi þeirra, sem
ekki hefja veiðarnar fellur niður
frá þeim degi. Hér mun um að
ræða báta, sem hafa verið i
Norðursjónum. Kvóti þeirra
mun ekki skertur, þó þeir hefjist
þetta seint handa. Nú munu
þegar hafa veiðzt um 7000 tonn i
herpinót, enda hafa nokkrir bát-
ar farið fram úr kvótanum,
sumir talsvert.Ætla má, að
heildarveiöin i herpinótina verði
um 10.000 tonn, ef allir, sem eft-
ir eru nýta leyfi sin. „Aðspurður
um reknetaveiðina, taldi hann
sig ekki hafa tölur um hana, en
virðist hún fremur litil.
Blaðamálið loks í gerðardóm
Málflutningi i deilum Visis og
Hagblaðsins um hvort blaðið eigi
rétt á prentun i Blaðaprenti á
venjulegu verði lauk i fyrradag.
Bæði blöðin greiða nú 70% ofan á
venjulegt verð Blaðaprents en
deilan snýst um hvort blaðið eigi
rétt á að borga sama verð og hin
blöðin sem unnin eru i Blaða-
prenti.
Magnús óskarsson hæstarétt-
arlögmaður flutti málið fyrir
hönd Dagblaðsins cn Jóhannes L.
L. Helgason hæstaréttarlögmað-
ur fyrir Visi. Auk þess var mættur
Arni Guðjónsson hæstaréttarlög-
maður fyrir Blaðaprent.
Málið er nú i höndum gerðar-
dóms og er formaður hans Stefán
Már Stefánsson borgardómari. i
samtaii við Alþýðublaðið i gær
sagðist Stefán ekkcrt geta sagt
um það enn hvcnær dómurinn
lyki störfum.
AÐ VERJA
200 MILUR
MEÐ NUVER-
ANDI FL0TA
— Ef við þurfum að eltast við
bæði Breta og Þjóðverja og halda
þeim fyrir utan 200 milurnar þá
er það nær vonlaust verk með nú-
verandi varðskipaflota. Til dæm-
is eru nú yfir 50 brezkir togarar
dreifðir frá Vestfjörðum, norður
og austur með, allt til Suðaustur-
landsins, sagði Hálfdán Henrys-
son hjá Landhelgisgæzlunni i
samtali við Alþýðublaðið.
Það kom fram i samtalinu við
Hálfdán, að venjulegur fjöldi
brezkra togara við landið á þess- f
um árstima er um 50, en þeim fer
vanalega fækkandi i desember.
Bretarnir veiða á öðrum miðum
en Þjóðverjarnir og annan fisk.
Um 15 v-þýzkir togarar eru i
námunda við 200 milna mörkin,
þar af 11 við Færeyjar. Þjóðverj-
ar halda sigyfirleitt á þrem veiði-
svæðum. Þá eru nú við landið sex
færeyskir togarar, jafnmargir
belgiskir og einn eða tveir norskir
bátar. Það eru þvi yfir 70 erlend
veiðiskip innan 50 milna mark-
anna samkvæmt samningi sem
rennur út eftir örfáa daga.
Vegna þess hve timinn er
naumur, og engar likur til þess að
hann verði framlengdur, er ljóst
að nær óleysanlegt verkefni biður
Landhelgisgæzlunnar með sin fáu
skip og eina flugvél. Enn er ekki
ljóst hvað Færeyingar og Belgar
gera þann 13. nóv„ en fastlega má
búast við að Bretar og Þjóðverjar
virði ekki 200 milurnar hafi
samningar ekki tekizt. Rætt hefur
verið um að taka einn eða fleiri
skuttogara til starfa við vörzlu
landhelginnar, en engar ákvarð-
anir verið teknar i þeim efnum. í
siðasta þorskastriði var hvalbát-
ur tekinn á leigu til gæzlustarfa
og þótti sú tilraun takast vel.
Eignaði lög-
maðurinn sér
hús?
Einbýlishús i Hafnarfirði var
selt á nauðungaruppboði fyrir
skömmu og virðist þetta uppboð
ætla að draga dilk á eftir sér.
Meðal uppboðsbeiðenda var
Bæjarsjóður Hafnarfjarðar og
mætti bæjarlögmaðurinn við upp-
boðið og var húsið slegið honum.
Nú kveðst lögmaðurinn hafa boð-
ið i húsið fyrir sjálfan sig en ekki
bæinn, en bæjarráð telur að hann
hafi mætt þarna á vegum Hafnar-
fjarðarbæjar og honum falið að
bjóða i það fyrir hönd bæjarins.
Hér er um að ræða nýlegt ein-
býlishús sem á frjálsum markaði
mundi eflaust seljast á um eða yf-
ir 10 milljónir króna. Bæjarlög-
manni var hins vegar slegið húsið
á tvær og hálfa milljón. Bæjarráð
telur tvimælalaust að hann hafi
mætt þarna i erindum bæjarins
og til að gæta hagsmuna hans,
enda fór uppboðið fram á vinnu-
tima lögmannsins hjá Hafnar-
fjarðarbæ. A þetta vill bæjarlög-
maður alls ekki fallast, heldur
kveðst hann hafa mætt þarna á
eigin vegum og gert boð i húsið
fyrir sjálfan sig og hann sé þvi
eigandi hússins.
Kristinn Ó. Guðmundsson
bæjarstjóri i Hafnarfirði sagði i
samtali við Alþýðublaðið i gær, að
bæjarráð væri mjög óánægt með
þessa fullyrðingu lögmannsins og
teldi hana fráleita. Bæjarstjóri
sagði að logmaourinn væri í irii
um þessar mundir en neitaði þvi
að honum hefði verið vikið frá
störfum vegna þessa máls.
Kreditkort
hjá KEA
Komið hefur til tals að hef ja
notk'in úttektarkorta (kredit-
korta) hjá Kaupfélagi Eyfirð-
inga að þvi er KEA-fregnir
herma. Uttektarkort eru notuð
viða um lönd i sambandi við
verzlun og oliufélögin hér á
landi notuðu þau um skeið fyr-
ir viðskiptavini sina.
Þeir félagsmenn, sem leyfi
hefðu til úttektar i verzlunar-
deildum kaupfélagsins.
mundu þá fá afhent svonefnt
Úttektarkort á skrifstofunni. A
það kort, sem yrði úr plasti,
yrðu skráðar allar upplýsing-
ar, sem nauðsynlegar eru fyr-
ir tölvufærslu (nafn, félags-
númer o.fl.). Handhafi úttekt-
arkorts afhendir það af-
greiðslumanni, sem stimplar
með þvi á úttektarnótu við-
komandi viðskiptamanns.
Með þessu mundi sparast
mikil skrifstofuvinna, allar
nóturkæmu með þeim upplýs-
ingum sem bókhaldinu vaéru
nauðsynlegar, samanburður á
nöfnum og númerum víð-
skiptamanna yrði óþarfur.
auk þess öryggis sem fengist
fyrir þvi, að úttekt færðist á
rétta aðila.
Mál þetta er enn i athugun.
en endanleg ákvörðun ætti að
liggja fyrir innan skamms.