Alþýðublaðið - 08.11.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.11.1975, Blaðsíða 9
Philip Qakes, skáld, rithöfundur og gagnrýn- andi ritar hér grein um kynlífið. Hann segir: „Ég kann vel við vaxtarlag kvenna. Við and- rúmsloft þeirra á heimilinu, púðurilm, ilmvatns- þef. Ég dáist að hugrekki þeirra. Ég öf unda þær af róseminni". Þessi grein er ein úr greinaflokki Sunday Times í Bretlandi, þar sem kunnir menn rituðu greinar um nautnir lífsins. Ég var rekinn úr barnaskóla um það bil, sem átti að kenna okkur um kynferðismál og það hefur senni- lega hlift mér við hinu brezka kyn- lifi. Ég veit nú, að ég slapp á sið- ustu stundu, þvi að kennslan var hafin. Oðru megin stóð skólaprest- urinn, sem bjó okkur undir tán- ingaaldurinn með bæklingi, sem mig minnir að Bull biskup hafi rit- tilviljunarkenndar og verða sjald- an endurteknar. Ég geri ráð fyrir þvi, að allt fari eftir því, hvað menn eru fljótir að gripa gæsina, þegar hún gefst. Það er litið á kynlifssölu, sem illan hlut, en ég held, að margt geti verið verra. Þó verðum við að gera mik- inn mun á Casanova, sem reið sina leið frá palazzas Feneyja til út- — þá stækkar heimur manns. Ný landsvæði liggja opin fyrir land- námi, allt vex. Vonandi verða allir svo hamingjusamir, en ég óttast, að svo fari ekki. Nú eiga allir að vera lausir i rásinni, en raunveru- legt kynlif er sjaldgæft. Það er tal- að og skrifað um það, svo að manni liggur við ógleði, og oftar um það, sem illa gekk, en það, sem fór vel. ÉG ÖFUNDfl KONUR AF RÓSEMINNI... að og nefndur var „Likami þinn — musteri guðs”. Hinum megin var handavinnukennarinn, sem stefndi hátt, en var hagsýnn maður og sýndi okkur kynfæri teiknuð á töflu eins og þau væru hluti af smiðis- grip, sem sameinast i eitt. Hedón- isminn lagði á flótta með rófuna milli lappanna. Ég fór úr skóla áður en kennslu var lokið, en ég held að ég hafi jafn- vel á unglingsárum skilið hlutverk áróðurssinna. Það átti að uppræta þá tilhneigingu, að kynlif væri á- nægjulegt. Skylda að visu, en bund- in vissum aga. Samræmd daglegri hegðan og undir fyllsta eftirliti heilbrigðisaðila samkvæmt kvöð hinnar daglegu kvaðar. Aldrei var minnzt á, að þetta gæti verið á- nægjulegt. Það var engu likara en við værum vélmenni. Engin leynd hvildi yfir málurn. Hugarlögreglan var að visu óein- kennisbúin, en ég tel, að ég hafi skilið takmark áróðursmannanna þegar I miðönn. Það átti hreinlega að uppræta úr huga okkar, að kyn- lif gæti verið ánægjulegt. Kynlif, landafræði og trúarbragðasaga voru öll á sama báti og glæsileikinn þar með útilokaður. Kynlif var eitt- hvað, sem maður varð að þola og lifa af, en það voru aðeins þeir hug- myndarikustu, sem þóttust geta af- borið það. Það hefði verið auðveld- ara, ef unnt hefði verið að finna einhverja leið til að gera það bæri- legt, en eina leiðin var sú, að gera kynlif nauðsynlegt en hundleiðin- legt. Unglingum þykir fátt meira þreytandi. Ef til vill skjátlast mér með því, að telja þetta einkennandi fyrir Breta. Fordómar eru um gjörvalla veröld og ganga sem afturgöngur hvar sem er. Ég minnist banda- risks nemanda, sem sagðist ætla að hefja kynlif eftir, aö hún hefði lokið námi sinu, sem var að lesa öll verk Marcels Prouts. Hún hefur vlst far- ið i gegnum sömu hreinsunina og ég, en þar var álitið, að kynlíf væri eitthvað, sem kæmi seinna eða aldrei. Ég vona, að UCLA hafi dáðst að einstrengishætti hennar, en mig hryggir, að aðdáun hennar á Proust skyldi koma I veg fyrir, að hún æti kökuna sina og ætti hana samt. Sumar ánægjur kynlifs eru hverfa Lundúna og þeirra hluta, sem ,,ku” vera gerðir i Austur- landahra ðlestinni. Stundum geta óvæntir atburðir haft eigin áhrif. Fyrir mörgum ár- um vann ég sem handritasmiður hjá kvikmyndafyrirtæki við dýra- garðinn I London og hafði þá færi á að fylgjast með konu, sem heim- sótti skriðdýradeildina á dimmum vetrarkvöldum, þegar fáir komu í heimsókn og kuldinn úti og dögg- votar rúður inni héldu gestum I fjarlægð. Hugur minn hefur öft hvarflað til þessara stuttu heim- sókna hennar milli fluguæta og eðlubúra. Þóttu henni þær ánægju- legar? Ætli það ekki. En mér þóttu þær ekki aðeins fáránlegar, heldur örvæntingarfullar og það gladdi mig eitt haustið, að konan hafði flutt „atferli” sitt á annan og von- andi betri stað. Ég býst við þvi, að m istök hennar hafi verið, að hún gerði kynlif sitt opinbert. Ekkert getur verið von- lausara. Þegar ég var nemi, gekk égeitt sinn um ljósum prýddar göt- ur Amsterdam og horfði I glugga, sem hórur sýndu listir sinar. Ein klæddi sig sem kúreka, önnur, sem herbergisþerna. Enn ein stoppaði I sokka meðan hún beið viðskipta- vinar. Það glampaði og glóði á þær i ljósunum, en litil önnur birta var I þessu öngstræti. Allt I einu kom Hjálpræðisherinn með lúðrablæstri, gitarspili og söng fyrir hornið og allt breyttist. Eng- inn glápti á gluggasýningarnar lengur og við glápendurnir — vinir minir og ég meðtaldir — urðum ein hrifin hjörð. Okkur var boðin af- lausn, friðþæging lambsiris frá freistingum holdsins. Ég efast um, að nokkur hafi frelsazt þetta kvöld. Sennilega hafa viðskiptin bara gengið betur á eftir, en ég hef aldrei séð sameiningarguðspjallið predikað jafnáhrifarikt. Kynlifið er að minu áliti samein- ing. Það verður aðeins endalok i sjálfu sér stöku sinnum, en þá er það vegna þess, að endinn getur enginn betrumbætt. Anægja kyn- lífsins er vináttan, sambandið, sem engin orð geta lýst. Biblian kallar það, að „þekkja” einhvern og það er einmitt rétta orðið — raunveru- leg þekking á líkama og sál annars Um það þarf hvorki að tala né rita. Þetta er slæmt ástand og „gúrúarnir”, góðir og slæmir, velta sér upp úr þvi. Ráðlegging- arnar eru allt frá kvennadálkunum eins og Anna Rayburn („Þeir, sem hafa mestar áhyggjur af kynlifi eru menn, sem standa I harðri sam- keppni viðskiptalega: þeir geta ekki litið á það sem tilfinningamál aðeins sem keppni”) og til heimskulegra ráða höfundar Astaratlota, sem er myndskreytt rit, sem sýnir 91 afstöðu, hverja aðra fáránlegri við samfarir — láréttar, lóðréttarog fáréttar. Ritið segir, að mannlegur likami hafi sjaldan verið „jafnhreyfanlegur og nú” og það litur út fyrir, að mynd- irnar sanni þau orð. En utanaðkomandi aðstoð kemur sjaldnast að notum, nema henni sé beitt með gætni. Kynlifið er yfir- leitt bezt verndaði kastali mann- lifsins og verður að eiga eigin út- rás, ef það fær þá útrás. Það er eitt þeirra fáu sviða, sem stjórnvöld ná ekki til, þar sem tjáningarfrelsið getur notið sin og enginn rukkari kemur á vettvang. Þetta gæti minnt á Paradis, en minnir þó oftar á vigvöll. Hvort sem er, þó að slæmt sé, er kynlif þess virði að reyna það. Ég er vitanlega aðeinsaðtala um sjálfan mig, þvi að enginn getur talað eða skrifað um annarra manna kynlif með réttu. Ég skrifa lika um það, sem hrifnæmur mað- ur, sem stundum hefur orðið fyrir hastarlegum vonbrigðum. Þetta eru ekki mótsagnir. Ég get bæði státað af orðum og holsárum. Ég tala ekki sem neinn kynlifsprédik- ari, þvi að ég hef aldrei talið að kynlif kæmi siðgæöi neitt við. Þar er um hrein samskipti að ræða, sameiningu, sem byggist á gagn- kvæmri nautn og tillitsemi. Engin lög ná yfir kynnautn (engin iög; bönn heldur). Skemmtun eða flott- heit — hvort, sem menn vilja. Ró- andi eða örvandi. Alla vega á kyn- nautn að vera elskandi og frels- andi. Það væri hægt að halda þessu á- fram lengur, en ég vona, að þið skiljið meininguna. Þaðer erfitt að skilgreina kynlif án þess að verða þreytandi, þvi að val eins getur sært annan. En grundvallarregl- urnar eru þó fyrir hendi. Hjá mér hófst kynlifið með aðdáun minni á kvenkyninu — bæði sem kyni og einstaklingum.. Ég kann vel að meta kvenlegt vaxtarfar, öðruvisi húð þeirra og annan likamsilm. Ég kann að meta það, sem þær skilja eftir sig heima fyrir, s.s. púður og ilmvantsþef. Ég dái þrek þeirra og öfunda þær af ákveðninni. Ég hrifst af sætum bónum um eitthvað „fint” og er gagntekinn af sam- hyggðinni. Þær minna mig á hafið. Tunglið stjórnar geðsveiflum þeirra, flóði og fjöru tilfinning- SAMANDREGIÐ BLAÐAGREINA anna. Jafnvel þær sætustu eru salt- ar á bragðið. Þær brjóta i bága við allt, sem hægt er að binda I kerfi. Ég hef aldrei hrifizt af goðsögn- um og teikningum. Ég er sá, sem tek engan þátt i baráttu kynjanna. Ég fæddist með hvita fánann I hendinni og hef aldrei sleppt hon- um. Ég hef alltaf hallazt að samn- ingum eins lengi og jafnvel og unnt er. Bæði kynin eiga svo margt ó- lært. Fyrsta Neanderdals-fiflið, sem fór af stað með kylfuna sina átti margt ólært. Við erum enn fangar I gildrunni, sem þá var lögð fyrir okkur. Sumir beztu vina minna (karl- kyns) eru á móti kvenréttindum, en mér finnst holhljómur i trumbu- slætti þeirra. Ég keppti i fótbolta I skóla og man enn, að það var verra að fá boltann i legginn frá fjarlæg- um andstæðing en þeim, sem nær stóð. Þvi nær, sem tengslin eru þvi minni verður sársaukinn. Það er einsmeð kynlifið. Mesti sársaukinn kemur úr fjarlægð, en það vita karlmenn, sem berjast gegn kven- réttindum ekki. Trumbuslátturinn er aðeins eigin huggun — þeir blistra i ástrlðuþrungnu myrkri. Guð einn veit á hvaða vofum þeir eiga von. Þeir eru ekki að fæla frá sér fjanda, heldur ánægju. Tapið er aðeins þeirra. Ánægjan við kynlifið er ánægja félagsskapar. Ef þú átt bágt með svefn og vaknar við minnsta skrjáf eða leka úr krana, er ekkert jafn- gott og að hafa hlýjan llkama við hlið þér — likama, sem hugsar likt og þú, að þörf krefur og getur talað við þig og skipzt á skoðunum. Ekk- ert er betra en að ræða saman I rúminu: yfirleitt þægilegt og frjálslegt. Þetta er meira en hjarta snerti hjarta. Hugur tengist huga. Gagnrýnendur hrópuðu á veslings D.H. Lawrence, sem óskaði eftir nánari tengslum karls og konu. Þeir sögðu, að hann „væri með kynlif á heilanum”. En þeim skjátlaðist, ekki Lawrence. Allir veiðimenn sækjast eftir höfði veiðidýrsins til að hengja það upp á vegg og sýna afrek sin. Þar hefst veiðiferðin, en endirinn er á ykkar valdi. Ég dáist að þekktum kynlifsseggjum, en efast þó um það, að þeir hafi nokkurt imyndun- arafl. Athöfnin skiptir engu, ef i- myndunaraflið skortir. Hugsunin er frumhvöt alls, sem vekur kyn- hvötina og örvar hana, bæði heima irúmiog i Carnegie Hall. Þarer að finna innihaldið, tilganginn, lystina og matið. Allt annað hverfur hjá þessu. Guð forði okkur frá slikum ósköpum. Þetta er ekki bæn, sem fellur munkum og þeim, sem neita sér um holdlegar nautnir i geð. Þeir geta ekki litið á kynlif sem vin sinn. Þeir lita á það, sem forboðinn hlut eða eitthvað, sem verður að halda I skefjum með öllum hugsanlegum hætti. Kynlif er uppreisn. Kynlif er mótmæli. Ég held, að Arthur Koestler hafi sagt sögu um tatara- hóp, sem nazistar ætluðu að út- rýma i heimstyrjöldinni síðari. Þeim var stillt upp við vegg og miðað á þá vélbyssum, en þeir tættu af sér fötin og fóru að elskast meðan byssukúlurnar tættu likama þeirra I sunur. Þetta er sár en þó æsandi tilhugsun um dauðdaga. Mér finnst það einnig furðulegt, að kynlif (hér á ég við ánægjulegt kynlif) skuli vera það, sem fær manninn með bláa pennann á vett- vang til að leiðrétta stilana. Sumir vita betur en þú, hvað er vont fyrir þig, eins og John Bowen sagði svo eftirminnilega. Kynllf er ofarlega á listanum. Þetta fólk virðist ráðast mest á „djarfar” myndir og tlma- rit, sem fylla allar hillur. Djöflaút- rekendurnir hamast gegn Andy Warhol og Lindu Lovelace. Þeir hrópa hátt á BANN, en þeir hljóta að vita, nema þeir séu blindaðir af eigin fordómum, að þeir eru að ráðast gegn kynmökunum sjálfum — þó að þeir viðurkenni það ekki fyrir sjálfum sér. Þeir tala um siðferðislega niður- lægingu, afbrigðilega hegðan og Sódómu og Gómorru (ég ætla mér ekki að ræða málfar þeirra hér), en ég er sannfærður um, að þeir óttast mest lausn kynferðisvandamála. Kynlög fyrir hvern einstakling. Kynlifið er sá kraftur, sem dregur tappann úr flöskunni: krafturinn, sem er i ljóðum Dylans Thomas, lifsaflið, sem lætur rósina blómstra. Hvaða listamaður á Ját- varðstimanum sagði niðurbrotinn, að kynlifið væri of gott handa verkalýðnum? Hann sá skriftina á veggnum úr klefanum i hominu. Kynnautnin er hið stórkostlega misræmi, sú hrifning, sém gerir karla og konur jöfn. Það ætti að vera okkur öllum gott fordæmi. Jafnvel á vægu stigi getur þessi til- finning breytt mannslifum og heil- um þjóðfélögum. Samt er engin ástæða til að halda um þetta heilan fyrirlestur. Það er ekki unnt að læra kynnautn, aðeins fá annan til að njóta með sér og alltaf eru tveir um það. Skömmu eftir að ég fór úr skóla varð ég svo heppinn að hitta eldri konu, sem kenndi mér þessa lexiu. Hún sýndi mér að kynlif er tvital, að gefa og þiggja, að sekt er röng og ónauð- synleg, að umhyggja er undirstaða góðra kynmaka og að væntum- þykja getur verið til á fleiri en einn veg. Ég lærði meira af henni en öll min skólaár. Ég vona, að hún hafi gert mig að þeim manni, sem allir kennarar minir hefðu haft andúð á. Það er ekki aðeins fyrir kurteisis- sakir,sem ég sendi henni þakkirog ástarkveðjur eftir öll þessi ár. Það er bergmál eilifrar nautnar. fHALDID BYDUR HEIM ATVINNULEYSI f DYGGINGARIDNADINUM Á fundi borgarstjórnar i fyrradag bar Björgvin Guð- mundsson fram fyrirspurn um lóðamál Reykjavikur og fer svar borgarstjóra ásamt fyrir- spurninni hér á eftir. a. Hvenær verður næst úthlutað lóðum undir einbýlishús i Selja- hverfi? i tillögu að fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir eftirfarandi fram- kvæmdum i Seljahverfi. 1. Tenging Seljaskóga um miðhverfi Seljahverfis. Þetta er nauðsynleg tenging innan hverfis, m.a. til þess að tengja Ölduselsskóla við Fálkhól. 2. Efri hluti Selhryggjar, saintals 54 einbýlishús. h. Hvaða aðrar einbýlishúsalóð- ir koma til úthlutunar á næst- unni eða á árinu 1976 og hvar? i tillögu að fjárhagsáætlun er reiknað með framkvæmdum við einbýlishúsahverfi i Breiðholti III, N-A-deild. Samtals eru það 79 ibúðir i samtals 55 húsum. c. Hvenær verður næst úthlutað lóðum undir fjölbýlishús og rað- hús. Hvað veldur töf á úthlutun lóða i 1. áfanga Eiðsgranda- svæðisins? i Breiðholti III verður næst hægt að úthluta lóðum undir fjölbýlishús, samtals allt að 476 ibúðum. i sömu úthlutun (um áramót?) verður einnig unnt að úthluta 1. áfanga Eiðsgranda allt að 147 ibúðum. Af þeim fjölda færi allt að 65 ibúðir til samtaka aldraðra og eftir- launaþega. Hvað töf þá sem orðið hefur á afgreiðslu þessa máls er það að segja, að hér cr uin mjög viðamikið verk að ræða sem skipulagsnefnd hefur nú afgreitt til borgarráðs. d. Hvernig standa lóðamál at- vinnufyrirtækja I Reykjavík. Hvar eru lausar lóðir og hvar koma slikar næst til úthlutunar. 1. áfangi iðnaðarhverfis við Vesturlandsveg er tilbúinn til útboðs. Eftirspurn fyrirtækja er mikil, en fjárhagsgeta fyrir- tækjanna er slik, að jafnvel greiðsla gatnagerðargjalda virðist vera flestum þeirra of- viða, hvað þá byggingaráætlan- ir. í skipulagi hefur veriö gert Björgvin Guðmundsson. Sigurður Blöndal skrifar um Borgarmál ráð fyrir svæði fyrir hafnsækinn iðnað á spildunni milli Klepps- mýrarvegar og Holtavegar, vestan framlengds Súðavogar. i skipulagi hefur ennfremur verið gengið frá svæði milli Vatnagarða og Elliðavogar ofan Sundahafnar. úthlutun og framkvæmdir á þessum svæðum eru háðar greiðslugetu fyrirtækja sem sækja um lóðir á þessum svæð- um. Lóðanefnd vinnur að þess- um málum, þ.e. könnun á þörf- um þeirra sem eiga inni um- sóknir svo og greiðslugetu. Björgvin tók siðan til máls, þakkaði svör borgarstjóra, en kvað þau ekki fullnægjandi. Sagði hann, að ástæðan fyrir fyrirspurn sinni væri, að hann teldi eðlilegt að borgarstjórn fengi yfirlit yfir ástand lóða- mála i borginni og of mikið væri um það, að borgarfulltrúar fréttu ekki um lausar lóðir fyrr en þær kæmu til úthlutunar. Slikt væri óhæft og hefðum við dæmi um slik vinnubrögð frá sl. sumri. Þá taldi Björgvin að slikt yfirlit ætti að gefa oftar. 1 ræðu sinni sagði Björgvin ennfremur: „Mikill skortur hef- ur verið á lóðum i Reykjavik á yfirstandandi ári og hefur raun- ar verið svo um langt skeið. A þessu ári á þetta bæði við lóðir undir einbýlishús og fjölbýlis- hús, þ.e. ibúðarhúsnæði. Það er þvi mjög mikilvægt að borgin geri allt, sem i hennar valdi stendur til þess að auka lóðaút- hlutun, þ.e. reyna að koma á jafnvægi i þessum efnum, eftir þvi sem framkvæmdafé borgar- innar leyfði”. Þá sagði Björgvin: ,,Sam- dráttur er nú fyrirsjáanlegur i byggingariðnaðinum hér i Reykjavik I vetur. Þvi veldur margt. Fyrst og fremst fjár- skortur, en einnig lóðaskortur. Þá minntist hann og á, að mikill skortur væri orðinn á iðn- aðarlóðum og nauðsynlegt væri að undirbúa ný byggingarsvæði fyrir iðnfyrirtæki. Þá tók Kristján Benediktsson (F) . til máls um fyrirspurn Björgvins og sagði hann að það væri engan veginn ljóst hvernig lóðamál Reykjavikur stæðu, þrátt fyrir svör borgarstjóra. Það væru mörg „ef” sem kom- ast þyrfti framhjá áður en til framkvæmda kæmi. Kvaðst hann ekki vita hvað margar lóðir væru byggingarhæfar nú, en það yrði að öllum llkindum harla lítið um lóðir i Reykjavik, sem byggt yrði á á næsta ári. Nýtt út- gerðarráð Á borgarstjórnarfundi i fyrra- dag var kosið nýtt útgerðarráð BÚR, samkvæmt nýsettum reglum, og er kjörtimabil þess fram i júni á næsta ári. Formaður þess var kjörinn Ragnar Júliusson, en aðrir full- trúar eru: Einar Thoroddsen, Þorsteinn Gislason, Benedikt Blöndal, Sigurjón Pétursson, Björgvin Guðmundsson og Páll Guðmundsson. Varamenn voru kjörnir Gústaf B. Einarsson, Gunnar I. Hafsteinsson, Pétur Sigurðsson, Valgarð Briem, Sigurður Magnússon, Páll Jónsson og Þórunn Valdimarsdóttir. Bætt verði aðstaða fyrir þroskahef t börn Lögð var fram tillaga frá borgarfulltrúum Al- þýðubandalagsins, sem kvað svo á að dag- vistunarstofnunum borgarinnar skuli búin að- staða til að taka þau þroskaheft börn á forskóla- aldri i vistun, sem sérfræðingar telja að eigi betri þroskamöguleika þar en á sérstofnunum fyrir afbrigðileg börn. Vildu borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins eftirfarandi: a) að breytt yrði rekstri dagheimilisins Austur- borgar á þá lund að unnt væri að taka þar við hópi 5-6 þroskaheftra barna frá áramótum 1975-76. b) að fjölgað yrði starfsliði fjögurra annarra dagvistarstofnana svo unnt væri að taka eitt til tvö þroskaheft börn til vistunar á hverja stofnun. c) að fóstrum dagvistunarstofnana gefist kostur á að stunda framhaldsnám I uppeldi afbrigði- legra barna samhliða starfi. d) að við hönnun næstu dagvistunarstofnunar. sem byggð verður verði gert ráö fyrir deild af- brigðilegra barna. Þá vildu þeir Alþýðubandalagsmenn að félagsmálaráð kanni hvaða ráðstafanir unnt sé að gera til þess að hjálpa foreldrum þroska- heftra barna að annast þau á heimilum sinum og geri tillögur þar að lútandi. Að umræðum loknum var máli þessu visað til félagsmálaráðs. angarnír Nnstus lif PLASTPOKAVE R KSMiO J A Sfmar 82639-82655 Votnogörfcum 6 Bo* 4064 — Roykjavfk Pipulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur plpulagningameistari 74717. Hafnarfjaröar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: önnumst alla málningarvinnu — úti og inni — Upplýsingaslmi 51600. gerum upp gömul húsgögn Teppahreinsun Ilreinsum gólfteppi og húsgögn I hcimahúsuin og fj rirtækjum. Eruin meft nýjar vélar. Góft þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 Útvarps.og sjónvarpsviðgeröir Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aftra. SJÓNVARPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 26 — slmi 11740. KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 74200 — 74201 Dúnfl í ClflEIIDflE /ími 04900 T-péttilistinn " I T-LISTINN ER imgreyptur og þclir alla veðráttu. TLISTINN A: .. djL .. úl ihurðir svalahurðir J J hjaraglugga og j-Jul j \eltiglugga cÍJ GlugsasmiOfan S».«tw*o 20 - Sm, 38720

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.