Alþýðublaðið - 08.11.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 08.11.1975, Blaðsíða 10
HORNID sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðumúla 11, Reykjavík Brridge Öþokkabragð kvenhreyfingar- innar: Línimiðarnir ógurlegu hieinlega ekki að fara með bit- ijarn a palesanderhúsgögnin, hvað jiá stólbökin á leðurlikis- skriistofustólunum. Þetta heitir að láta stinga rýt- ingi i bakið á sér — og borga fyrir það! Ég ætlaði að láta þvottakonuna, sem oft kemur hér með mann sinn sér til hjálpar á kvöldin, ná þessu af, úr þvi hún fékk fri hjá mér á fullu kaupi. Hún á það svo sannarlega skilið sem fulltrúi þess nornalýðs, sem tók sér ólög- legt fri frá störfum i þágu þjóðar- búsins. En þvi miður, eftir að þessum fræga fridegi lauk hefur Orðsending til alþýðuflokksmanna Framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins hefur ákveðið að gangast fyrir stofnun styrktarfélags alþýðuflokksmanna, er starfi einkum að fjárhagslegri eflingu Alþýðuflokksins. Hefur verið ákveðið að stofnun þess fari fram nú um miðjan mánuðinn. Allir alþýðu- flokksmenn, eiga kost á að gerast félagsmenn og er þeim hér með gert það boð. Eru þeir, sem áhuga kynnu að hafa fyrir þessu máli, beðnir að snúa sér til framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins, Garð- ars Sveins Árnasonar, á skrifstofum Alþýðuflokksins, Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu, er veita mun allar nánari upplýsingar. Undirbúningsnefndin Karlþenkjandi svin stóð undir þessu bréfi: Orðsending til ykkar þarna, sem æstuðlýðinn upp i kvennafri- dag og létuð okkur karlþjóðina greiða hernaðaraðgerðir, sem stefnt var gegn sjálfsögðum mannréttindum okkar. Ég er einn þeirra sem létu blekkjast, og ég gekk meira að segja svo langt að kaupa af útsendurum ykkar lim- merki, sem ég festi svo á við og dreif um fyrirtækið, bæði á glugga, veggi og húsgögn. Nú þegar þessi bölvaði dagur er lið- inn, þá sé ég að þið hafið komið algerlega aftan að okkur með óþokkabragði. Þið útbjugguð limmiða, sem eru með svo sterkulimi, að það er ekki nokkur leið að ná þvi af. Og slikur og þvilikur var óþverra- skapurinn i ykkur valkyrjunum, að þið létuð auglýsa i blöðum og útvarpi að það mætti festa þessi ljótu merki ykkar á föt, barnaföt meira að segja! Ja, ekki er sam- vizkunni fyrir að fara hjá ykkur. Nú næ ég nefnilega ekki þessum barmseUu limmiðum af með neir.u Ér hef reynt að skafa at gluggunum með rakvélablaði, on ;in árnngurs. Og ég þori nú maður hennar komið hingað dyggilega annað hvert kvöld, einn. Karlþenkjandi svin, eins og þið og kynsystur ykkar erlendis kall- ið okkur bændurna. thaldsgaur einn var að halda ræðu á opnum fundi. Hafði hann kjaftað stanzlaust i tvær klukkustundir og voru fundarmenn orðnir lang- þreyttirá þessum kjaftavaðli i manninum og farnir að ókyrr- ast. Ræðumaður veitti þessu eftirtekt og vildi afsaka sig með þessum orðum: — Ég verð að biðja fundar- menn afsökunar á þvi, hversu langorður ég hef verið, en það stafar af þvi, að ég hef ekkert úr á mér. Þá kallaði einn fundar- manna úr salnum: — Það er engin afsökum, það er dagatalfyrir aftan þig! Kaupið bílmerki Landverndar ,Verium ,889fóÖur) verndumt Jjandgifp) Til sölu hjá ESSO og SHELL bensínafgreidslum og skrifstotu Landverndar Skólavörðustíg 25 FRAMHALDSSAGAN 0 Munið, áætlunina! Hér spilar Suður 6 lauf og hvor- ugur andstæðinga segir annað en pass, litum nú á, hvernig hann leggur sinar áætlanir: * KG7 V ÁD8 * 843 * KD108 * 98653 A AD1042 <fG62 y 973 ♦ KG7 + 10952 *52 *6 * v K1054 4 AD6 ‘ *AG9743 Vestur spilaði út spaðaniu, sem sagnhafi trompaði heima, spilaði smálaufi og tók á kóng i borði, sló nú út spaða og tromp- aði enn heima og spilaði enn laufi, tók á drottningu i borði og spilaði þriðja spaðanum og tók hann á tromp. Hvernig var nú bezt aö spila framhaldið? Meðan ekki er ljóst, hvernig hjartað liggur, gæti verið vara- samt að reyna að svina tigli, og þess vegna yrði að sjá fyrst hvernig hjartanu reiddi af. Með þvi að taka háhjörtun i borði og spila hjartaáttu út hlaut eitt af þrennu að gerast, hjartagosinn kæmi frá Austri, Austur væri hjartalaus, eða léti smáspil. Kæmi gosinn, var spil- ið auðvelt og meira að segja gat verið von um alla slagina, ef svining i tigli heppnaðist. Ef Austur merkti ekki hjarta, væri spilið tapað, nema tigulkóngur lægi á hans hendi. En ef gosinn lægi i Vestri, var óhætt að svina tiunni, þvi þá var Vestur enda- spilaður og átti ekki annars kost en að spila tigli upp i gaffalinn og 3ji tigullinn i borði færi á hjartakónginn, eða þá að spila i tvöfalda eyðu, spaðanum, með sama árangri. Áskriftarsíminn er 14900 |atþýðu[ — Það litur út fyrir, að allt gangi betur, sagði hann. Hann laut yfir hana og kyssti hana og lék fullkomlega hlutverk umhyggjusams eiginmanns. — Það er gott, að Jan skuli annast þig, elskan. Hann hjálpar þér. Hann var svo falskur, að það fór hrollur um Jan. En Sigrid brosti sæl. — Þakka þér fyrir það elskan, hvislaði hún. — En þú hefur ekki sagt mér, hvernig þú komst að þvi, að Jan væri hér. — Fyrst varð ég að ganga úr skugga um, aö mér skjáti- aðistekki. Vinur okkar vildi vist helzt hverfa úr lífi okkar. Getum við fyrirgefið honum það. Sigrid? Það leit út fyrir, aö hún tæki ekki eftir kaldhæðninni. — Ég ætla að leyfa ykkur að vera einum, sagði dr. Jordan. — Við hittumst seinna, Jan, sagði Oluf Brock. Jan haföi engan áhuga á þvi, en hann var samt kyrr á spitalanum i stað þess að eyða fristundum sinum annars staðar. Það var eins og hann hefði verið dáleiddur til að biða. Tiu minútum siðar kom Oluf Brock. — Mér er sagt, að þú eigir fri I dag, sagði hann. — Við skulum koma og fá okkur I glas. Við þurfum að tala sam- an. Nei, mótmælti Jan i huganum, en hátt sagði hann: — Eigum við að koma heim til min? Oluf Brock mótmælti þvi ekki. — Það fer vel um þig hérna, sagði hann. — Hvernig er kaupið? — Ég er ánægður. — Þú hefur alltaf verið nægjusamur, sagði Oluf Brock hæðnislega. — Þú ert enginn framagosi. Fer það ekkert i taugarnar á þér, að kærastan giftist til fjár? — Það gerðirðu sjálfur! hrökk upp úr Jan. — Ertu öfundsjúkur? spurði Oluf kaldhæðinn. — Hvers vegna komstu hingað með Sigrid? Brock pirði á hann augunum. — Ég hafði minar ástæður, sagði hann. — Þú hefur nú alltaf verið hrifnari af henni en ég.— Þessi orð fengu á Jan eins og rothögg. — Ég var hrifinn af henni, en svo kom gamall skóla- bróðir minn og tók hana frá mér, hrökk upp úr honum. — Þú áttir ekkert i henni, sagði Oluf Brock og lagði áherzlu á orð sfn. — Ég ætla ekki að telja þér trú um eitt né neitt. Ég kvæntist henni til fjár, en hún hefur aldrei komizt að þvi. Aðeins kona gæti verið svo heimsk. — Hvers vegna ertu að segja mér þetta? Jan átti bágt með að stilla sig. — Hvers vegna? Já, hvers vegna? Þú ert góður hugg- ari, það hefurðu þegar sýnt einu sinni. Ég vil gjarnan afhenda þér hana. Ég hef fengið nóg af vælinu i henni. Hún vildi eignast barn... gott og vel. En nú er það verra en nokkru sinni fyrr. Kannski getur þú læknað hana af móðursýkinni. Þú færð mina blessun. — Þú ert ómerkilegt svin, hvislaði Jan Jordan rámum rómi, — Þú veizt fullvel, að hún elskar þig. Mér er hún aðeins sjúklingur. Út! Oluf Brock pirði aftur augun. — Við sjáum nú til. Veiztu, að Sigrid vildi helzt sameina okkur i einn mann? Útlit mitt og skapgerð þina. Þú ert nú ekki sú manngerð, sem konur hrlfast af. — Veit ég vel, sagði Jan. — Mig langar ekki heldur til þess, Oluf Brock hló hæðnislega. Svo fór hann. Hann er ekki mannlegur lengur, hugsaði Jan örvænt- ingarfullur. Það er næstum óhugsandi, að kona skuli elska hann. Hann gekk eirðarlaust um gólf I ibúðinni. Sigrid getur ekki elskað hann... hún vill bara ekki viður- kenna það. Hún blekkir bæði sjálfa sig og aðra. Og hann? Blekkti hann sjálfan sig? Elskaði hann hana enn? Nei! Hann fann til meðaumkunar og meðaumkun drepur alla ást. En sannleikurinn gæti gert út af við hana. Jan hafði haldið, að þessu væri lokið, en nú var komið að úrslitunum. Jan hafði flúið minningarnar. Hann gat ekki gleymt Sigrid, en hér hefði honum tekizt það — ef hún hefði ekki komið aftur fram á sjónarsviðiö. Eða verið hent i hann — af eiginmanni hennar. AÐSTOÐAR- LÆKNIRINN Nú fyrst skildi Jan, að ástin var dáin. Astin mikla var ekki lengur fyrir hendi. Hann átti aðeins eftir meðaumkun handa konunni, semhann hafði unnað svo heitt. — Ég get ekki sagt henni sannleikann, tautaði hann — Það færi með hana. Eða var þetta ein sjálfsblekking enn? Var þetta það, sem hann vildi halda? Hann fór aftur yfir á spitalann. Systir Anna leit undr- andi á hann. — Þurfið þér aldrei að sofa? spurði hún. — Ég ætlaði að lita til frú Brock, svaraði hann. — Nú, já. Hvað hélt hún? Hvers vegna ætti hún annars að halda nokkuö. Sigrid var gift hinum glæsilega og aðlaðandi Oluf Brock. Og Jan hafði ekkert aödráttarafl fyrir konur eins og Oluf Brock hafði bent honum á. g „Veiztu, að Sigrid vildi helzt sameina okkur I einn* mann? Útlit mitt og skapgerð þina!” Orðin endurómuðuJ um huga hans. * Alþýðublaðið Laugardagur 8. nóvember 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.