Alþýðublaðið - 08.11.1975, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.11.1975, Blaðsíða 6
Styrkveitingar til norrænna gestaleikja Af fé þvi, sem Ráðherranefnd Norður- landa hefur til ráðstöfunar til norræns samstarfs á sviði menningarmála, er á árinu 1976 ráðgert að verja um 950.000 dönskum krónum til gestaleikja á sviði leiklistar, óperu og danslistar. Umsóknir um styrki til slikra gestasýn- inga eru teknar til meðferðar þrisvar á ári og lýkur fyrsta umsóknarfresti vegna fjárveitingar 1976 hinn 1. desember nk. Skulu umsóknir sendar Norrænu menn- ingarmálaskrifstofunni i Kaupmannahöfn á tilskildum eyðublöðum, sem fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 7. nóvember 1975. I|| Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis á skurðdeild Borgarspitalans er laus til umsóknar frá 1. desember nk. til 6—12 mánaða. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur við Reykjavikurborg. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf skulu sendar yfirlækni deildar- innar fyrir 20. nóvember nk. — Frekari upplýsingar veitir yfirlæknir. Reykjavik, 7. nóv. 1975. Stjórn Sjúkrastofnana Reykjavikurborg- ar. Rafvirkjar óskast til Snæfellsnessveitu með aðsetur i Ólafsvik. Störfin eru við rafmagnseftirlit og raf- veiturekstur. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri. Ilafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik. RAFSUÐUMENN Á næstunni verður bætt við rafsuðumönn- um i verk við Sigöldu. Þeir sem áhuga hafa, vinsamlegast hafi samband við starfsmannastjóra i sima 86400. LANDSVIRKJUN l.augarilagur S. nóvember kl. i:i.:m. Gönguferðum Gróttu, örfiris- ey og Hólmana, undir leiðsögn Gests Guðfinnssonar blaða- manns. Fargjald kr. 400,— greitt við bilinn. Brottfarar- staður Umferðarmiðstöðin. — Sunnudagur !). nóvcmber kl. i:s.oo. Gönguferð um Rjúpna- dali, Sandfell aö Lækjarbotn- um, (auðveld gönguleið. Far- gjald kr. 500,— greitt við bil- inn. Brottfararstaður Um- ferðarmiðstöðin (að austan- verðu). — Ferðafélag islands. Áskriftar- síminn er 14900 Sveinbjörn Samsonarson frá Þingeyri — dánarminning i dag verður til grafar borinn frá Þingeyrarkirkju Sveinbjörn Samsonarson, einn af traustustu og beztu fylgismönnum Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum. Svein- björn lézt á sjúkrahúsi i Reykja- vík eftir stranga sjúkdómslegu aðeins 55 ára gamall. Með honum er genginn maður, sem varí senn duglegur, trausturog vinfastur — sannkallaður áhlaupamaður að hverju, sem hann gekk. Sveinbjörn Samsonarson fædd- ist á Þingeyri við Dýrafjörð þann 23. marz árið 1920, sonur hjón- anna Bjarneyjar Sveinbjörns- dóttur og Samsonar Jóhannsson- ar, er þar bjuggu. Alls voru börn þeirra Bjarneyjar og Samsonar 14 talsins og komust þau öll til fullorðinsára. Tvö af systkinun- um létust af slysförum og nú Sveinbjörn, sem lézt á sóttar- sæng. Þau 11, sem cru á lifi, eru Ragnheiður, sem býr á Þingeyri, Valgerður, Guðrún og Jóhann, sem búa á Patreksfirði og svo þau Kristin, Aðalheiður, Jóncs, Sigriður, Samson, Ifaraldur og Þorbjörg, sem búa fjarri átthög- unum. Sveinbjörn heitinn var tví- kvæntur. Fyrri kona hans er Gisl- ina Kristjánsdóttir og eiga þau tvær dætur — Helgu og Bjarneyju — en misstu þriðju dótturina unga. Siðari kona hans er Bjarn- friður Simonsen og lifir hún mann sinn. Börn þeirra Sveinbjarnar og Bjarnfriðar eru Sveinbjörn, Mar- teinn, Jóhann, Jóvina og Anna. Sveinbjörn Samsonarson hóf snemma að vinna fyrir sér eins og titt er um fólk af hans kynslóð og reyndist hinn mesti dugnaðar- og atorkumaður, eins og allt hans fólk. Hann ól allan aldur sinn á Þingeyri, stundaði framan af ævi sjósókn og var bæði skipstjóri og formaður á bátum, en fór svo til starfa hjá Kaupfélagi Dýrfirð- inga og vann þar aiit fram til þeirrar stundar er hann kenndi þess meins, er svo varð honum að bana. Mér er kunnugt um, að það erallra manna mál á Þingeyri, að fáir eða enginn hafi unnið vinnu- veitanda sinum jafn vel og Svein- björn vann Kaupfélagi Dýrfirð- inga. Hann varað eðlisfari maður mjög duglegur og taldi aldrei eft- ir sér sporin. Hann var ávallt boð- inn og búinn til hverra þeirra starfa, sem vinna þurfti, og seint mun Kaupfélag Dýrfirðinga fá jafn ötulan og dyggan starfskraft og Svcinbjörn heitinn var. Þannig var hann að hverju sem hann gekk, en auk starfa siíns tók hann muög virkan þátt i félagsmálum á Þingeyri, verkalýðs- og stjórn- málum og hreppsmálum. Nýtari og betri jafnaðar- og Alþýðu- flokksmann en Sveinbjörn getur ekki. Einnig á þeim vettvangi lagði hann sig allan fram eins og að hverju þvi verki, sem hann gekk. Þegar ég valdist til framboðs fyrir Alþýðufiokkinn á Vestfjörð- um vorið 1974 þekkti ég Svein- björn Samsonarson ekki nema af góðri afspurn. Bróður hans, Jó- hann, sem býr á Patreksfirði, hafði ég hins vegar þekkt allt frá barnæsku og af þeim kynnum þóttist ég vita, að Sveinbjörn myndivera hinn mesti ágætis- og atorkumaður. Svo reyndist líka vera. Mér iíða seint úr minni þær viðtökur, sem ég fékk hjá Svein- birni og hans ágætu konu þegar ég kom fyrst til Þingeyrar i fram- boðserindum, þá öllum ókunnug- ur. Kom ég oft á heimili þeirra þetta vor og átti þar jafnan góð- um huga að mæta. Er mér þó sér- staklega minnisstæður dagur sá, þegar Sveinbjörn tók mig við hönd sér og leiddi mig milii fólks á Þingeyri til þess i senn að kynna mig og leyfa mér að kynnast þvi. Þá kynntist ég þvi fyrst að marki, hversu lifandi og ótrauður Svein- björn Samsonarson var i áhuga sinum fyrir framgangi Alþýðu- fiokksins og jafnaðarstefnunnar — og hversu virtur maður og vin- sæll hann var i sinu byggðarlagi. Þaö sem Sveinbjörn Samsonar- son fór, þar fór góður drengur, sem var reiðubúinn til þess að leggja sig allan fram fyrir fram- gangi þeirra máia, sem honum voru hjartfólgin. Sizt grunaði mig þá, aðSveinbjörn ættiaðeins hálft annað ár eftir ólifað. Svo mikið lif, svo mikil atorka sem bjó i þeim manni. Ég vissi þó þá þegar, að Svein- björn gekk ekki heill til skógar og hafði átt við erfiðan sjúkdóm að striða, sem mjög hafði gengið á þrek hans. Hins vegar virtist sem hann hefði komizt yfir erfiðasta hjallann. Svo varð þó ekki raunin á. A sl. vetri tók sjúkdómur hans sig upp aftur svo hann neyddist til þess að fara á sjúkrahús i Reykjavik og dveljast þar lang- dvölum. i sumar var hann svo út- skrifaðuar af sjúkrahúsinu og leyft að fara heim. Ég sá Svein- björn ekki heima i sumar, þar eð iiann var ekki kominn af sjúkra- húsinu i vor, er ég kom til Þing- eyrar, og nýfarinn suður aftur, þegar ég kom þangað á kjördæm- isþing Alþýðuflokksins á Vest- fjörðum siðsumars, en mér var tjáð, að það leyndi sér ekki, að hann gengi ekki heill til skógar. Varð lika sú raunin á, að hann var kvaddur á sjúkrahús aftur síð- sumars og átti ekki afturkvæmt úr þeirri ferð. Sveinbjörn Samsonarson er nú fallinn i valinn. Þar er góður maður genginn — hjartahlýr maður og hóglátur en jafnframt maður, sem átti ærinn dug og öt- ula lund. Honum var gott að kynnastog hann er hollt að muna. Um leið og ég þakka hoi.um fyrir samfylgdina þar sem hann var gefandi, en ég þiggjandi, sendi ég eiginkonu hans, börnum, systkin- um og öðrum nánum ættmennum einlægar samúðarkveðjur. Sighvatur Björgvinsson Blómaverzlun opnar í gömlu fjósi S.l. föstudag var opnuð blóma- verzlun á vegum Alaska og er hún til húsa i gamla Breiðholtsbýlinu, eða öllu heldur i fjósi þess og hlöðu. Gróðrarstöð Alaska er staðsett á þessu svæði, og hefur verið þar um 9 ára skeið. Innréttingar verzlunarinnar eru teiknaöar af Vifli Magnús- syni, verkfræðiþjónustu annaðist verkfræðiskrifstofan Vægi og smiðin var unnin af Herði Haraldssyni og hans mönnum. 1 þessari nýju verzlun verða á boðstólum afskorin blóm, potta- blóm og ailt sem til blómaræktar þarf, að auki gjafavörur ýmiss konar, leirvörur, kertí o.s.frv. I tilefni opnunarinnar er haldin sýning á nokkrum sérunnum leir- munum frá Glit hf. Er þar sér- staklega kynntur Sigurður Hauksson, sem fæddur er árið 1952 og hefur numið leirmunagerð hjá fyrirtækinu og starfar nú fyrst og fremst sem handrennari og á drjúgan þátt i formum muna sem Glit hf. framleiðir. Auk verka hans eru á sýning- unni nokkur verk eftir Magneu Hallmundsdóttur og Paul Martin. Þá stendur einnig yfir sýning landslagsmálverka eftir Jón Haraldsson. Eigandi Alaska er Jón H. Björnsson magister. Sigurður llauksson sést hér renna vasa úr leðri. LW Alþýðublaðið Laugardagur 8. nóvember 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.