Alþýðublaðið - 31.12.1975, Blaðsíða 3
Stetfnuljós Helgi Skúli Kjartansson skrifar
Undanþágur frá
neyzlusköttum
Um daginn kom upp i frétt-
um mikill harmagrátur
iþróttahreyfingarinnar yfir
peningaleysi. Var meðal ann-
ars bent á það að framlag rik-
isins til iþrótta sé ekki nema
brot af tollum þeim og skött-
um, sem innheimt eru af
iþróttastarfseminni. Mátti
næstum þvi skilja þetta svo að
iþróttahreyfingin, sem slik, sé
rikinu tekjulind frekar en
baggi.
En dæmiö er reyndar flóknara en þetta.
Litum til dæmis á söluskattinn af skiöum
og skiöabúnaöi, sem talsvert var gert úr i
fréttinni atarna. 1 fyrsta lagi er nú vafa-
mál, hvort mjög mikiö af þessum búnaöi
er keypt beinlinis vegna hinnar
félagsbundnu iþróttastarfsemi. Þó menn
kaupi sér skiði til að leika sér á upp á sitt
eindæmi og borgi af þeim söluskatt, þá
koma þær skatttekjur ekki frá fþrótta-
hreyfingunni. Ætli hún sér aö krefjast
styrkja út á þær, væri það álika ósann-
girni og þegarvið rithöfundarnir erum að
heimta styrki út á söluskatt af bókum og
gleymum að draga frá skattinn af þýdd-
um bókum, fornritum, þjóösögum, mat-
reiðslubókum, málverkabókum og ööru
sliku, sem alls ekki er frá okkur runnið.
1 ööru lagi er nú söluskatturinn al-
mennur neyzluskattur, sem lagður er á
flestar vörur og þjónustu. Hugmyndin
með honum er sú að taka til rikisins viss-
an hundraðshluta af þeim peningum, sem
menn ráðstafa i landinu. Þegar Jón Jóns-
son kaupir bók eftir Guömund Danielsson
og borgar 400 krónur i söluskatt, þá er
ekki verið að skattleggja starf Guðmund-
ar, heldur neyzlu Jóns. Ef Guðmundur
hefði aldrei skrifað bókina, og Jón þá ekki
heldur keypt hana, hefði Jón væntanlega
keypt eitthvaö annað fyrir peningana og
borgað söluskattinn eftir sem áöur. Sama
gildir um skiðin. Setjum svo að starf
iþróttahreyf. hafi leitt til þess að
á þessu ári hafi selzt 100 settum meira af
skiðum og tilheyrandi en verið heföi ella,
og af þessum skiðum hafi rikið fengið i
söluskatt 800 þúsund krónur. Ef nú engin
iþróttahreyfing hefði verið, þá heföu þess-
ir sk iðakaupendur sparað sér skiðakaupin
og veriðnokkrum milljónum króna rikari.
Þessa peninga hefðu þeir getað notað i
eitthvaö annað, og langliklegast er að þeir
hefðu borgaö jafnmikinn söluskatt af
þessu og öðru, þvi hann er jafnhár á flest-
um vörum. Hótfyndinn maður gæti þá
sagt að rikið hafi að visu grætt 800 þúsund
krónur i söluskatti af skiðakaupunum, en
um leið tapað 800 þúsund krónum á þvi að
skiöamennirnir gátu ekki keypt annaö
fyrir peningana, sem skiðin kostuðu. Það
er sem sagt meira en hæpið að telja rikið
græða á iþróttahreyfingunni, þótt iþrótta-
vörur séu ekki undanþegnar venjulegum
neyzluskatti.
Sumar vörur eru undanþegnar sölu-
skattinum, til dæmis blöðin og mikiö af
landbúnaðarvörunum. Meö þvi er beinlin-
is verið að styrkja menn til að kaupa þess-
ar vörur. Rikið segir við neytandann : Þú
átt að borga 20% neyzluskatt af tekjunum
þinum, ekki þegar þú aflar þeirra, heldur
þegar þú ráðstafar þeim. En ef þú ert svo
vænn að kaupa mjólk fyrir eitthvað af
peningunum, eða Visi, þá færðu skattaf-
slátt.
Aöur en söluskatturinn kom i staðinn
fyrir mikinn hluta af tekjuskattinum þá
borguðu menn auðvitað tekjuskatt af þvi,
sem þeir unnu sér inn fyrir blöðum, bók-
um, mjólk eða skiðum. Engum fannst þá
veriðað skattleggja bókaútgáfuna i land-
inu, blöðin, iþróttahreyfinguna eða land-
búnaðinn. Enda var það ekki. Og mér
finnst ekki hægt að tala um að bókaútgáf-
an sé skattlögö, eöa iþróttahreyfingin, þó
menn fái ekki sérstaka söluskattsivilnun
fyrir að kaupa bók eða skiöi. Aftur á móti
eru blöðin styrkt með söluskattsundan-
þágunni, þó þau gleymi stundum að ti-
unda hana, þegar þau eru að sýna fram á,
hvað þau styrki rikið mikiö (meöal ann-
ars meö þvi aö heimta ekki peninga fyrir
að birta sitt almesta söluefni, nefnilega
dagskrá útvarps og sjónvarps).
Tollarnireru flóknara mál en söluskatt-
urinn, þvi þeir eru svo misháir. Það má
segja að rikið hagnist á iþróttahreyfing-
unnimeð þvi aö leggja meira en meðaltoll
á skiði og skiðabúnað. Ef skiöagarparnir
okkar 100 hefðu keypt sér eitthvað annað i
staöinn, hefði sumt af þvi liklega veriö
innlend framieiðsla og annað lágtollavör-
ur, og rikið tapað nokkru af tolltekjunum.
Það erlfka alveghárrétt.sem ofter nefnt,
að umferðin er mikið skattlögð, þvi að
aðflutningsgjöld af bilum, dekkjum og
bensini eru miklu meira en meðaltollar.
En þegar heimtað er að öll þessi gjöld
renni til vegagerðar, þá er kannski skotið
svolitiö yfir markið, meira vit væri i að
heimta til veganna allt það sem lagt er á
bila, bensin og dekk umfram meðaltoll.
f ^ # Dagsími til kl. 20: 81866
• • f rettapraðurmn ic 9 6
Ódýrasta húsa-
leigan hækkar
Félagsmálastofnun Reykja-
vikurborgar hefur farið þess á leit
við borgarráð, að hækkuð verði
húsaleiga af húsnæði borgarinn-
ar. Borgarráð varö við þessum
tilmælum og mun þvi fara fram á
heimild rikisstjórnarinnar fyrir
þessari hækkun, þvi þrátt fyrir
allt þá rikir hér á landi, hert verð-
stöðvun.
Alþýöublaðið haföi samband
við félagsmálastjóra, Svein
Ragnarsson, og spurðist fyrir um
ástæður hækkunarbeiðninnar.
„Þaö er venjan i nóvember,
þegar gerð er fjárhagsáætlun
borgarinnar, að gerð sé úttekt á
húsaleiguverði i húsnæði borgar-
innar. Við fórum fram á verulega
hækkun i þetta skipti frá þvi sem
hún er, en við höfum ekki fengið
hækkun um nokkurra ára skeiö.
Við leggjum til að húsaleigan
hækki til samræmis við vísitölu
húsnæðiskostnaðar. Við teljum
það ekki óeðlilegt, þar sem fyrir
3—4 árum höfðum við fengið
heimild Verölagseftirlitsins til að
fylgja þeim grunni.”
Við spurðum Svein, hvort ekki
væri vafasamt fordæmi hjá borg-
inni aö heimta húsaleiguhækkun i
hertri verðstöðvun. sagði Sveinn
húsaleigu þá, er viðgengist i
húsnæði borgarinnar ekki vera á
sama báti og aöra húsaleigu, þar
sem leigugjaldið væri nú um 1/4
af eðlilegu gjaldi húsaleigu á opn-
um markaði. Leigan væri of lág,
og hefði ekki hækkað lengi, og
væri nauðsynlegt aö hún hækkaði
til aö hægt væriað láta leigugjöld
standa undir viðhladi húsnæðis-
ins.
Þá var Sveinn spurður að þvi,
hvað margar ibúðir borgin leigöi
út, og hve mikil leigan væri.
„Reykjavikurborg leigir út um
700 ibúðir. Leigan er mishá og fer
eftir aldrei og gæðum ibúðanna,
en sem dæmi má nefna að nýleg-
ar 2ja herbergja ibúðir i
Breiöholti eru leigðar fyrir 7150
krónur á mánuði og er þar inni-
faliðbæöi ljós oghiti. Leigan sjálf
utan ljóss og hita er aðeins 3210
kr.-, en á opnum markaði er
ibúðarleigan langtum hærri. Þvi
væri hin umbeðna hækkun nauð-
synleg þó auövitað eigi leiga af
húsnæði borgarinnar að vera mun
lægri en gengur og gerist” sagði
Sveinn Ragnarsson að lokum.
33% verðhækkun
happdrættismiða
„Happdrættismiðinn hækkar úr
300 krónum i 400 hundruð, og
nemur sú hækkun 33%. Þaö
hækkar allt, til þess að hafa viö
veröbólgunni, sem var á siöasta
ári rúmlega 50%, og verðum við
einnig aö gera það,” sagi Páll H.
Pálsson, forstjóri Happdrættis
Háskóla tslands, þegar Alþýðu-
blaðið hafði af honum tal i gær.
„Þar sem ljóst er að fólk hefur
ekki áhuga á 5000 þúsund krónu
vinningum lengur, sem er
kannski skiljanlegt, þá höfum við
hækkað lægsta vinninginn upp i
10.000.00 kr. og mun sú breyting
koma eftir áramótin. Það er ljóst
að kaupverð miðanna verður að
hækka, þegar vinningarnir
hækka, t.d. kostuðu fyrstu miöar
Happdrættis Háskólans 1.50 kr.
og var lægstiv vinningur þá 25
krónur. Engin mundi lita við slik-
um vinningum lengur. Hlutfall
vinninganna verður þannig, aö
lægstu vinningarnir hækka um
50%, en hæstu vinningarnir
standa i stað. Hins vegar fjölgar
50 þúsund krónu vinningum mjög
mikiö, enda er þaö mjög vinsæl
upphæö. Svo eru það trompmiö-
arnir, sem gefa mjög mikla og
girnilega möguleika”. Er við
spuröum Pál um fjölda þeirra ó-
seldu miða, sem eftir eru af ár-
inu, sagð hann að um 80% væri
selt af 400 krónu miöunum, en
minna væri af trompmiðunum.
Einnig tjáði Páll okkur, að þeir
vinningar sem eru ósóttir, liggja
á vöxtum, sem svo renna i sjóð
Háskóla Islands, og væri það tölu-
vert mikiö fé, en i byrjun sumars
er öllum þeim, sem vinning eiga
frá árinu áður tilkynnt um þá. Aö
lokum spurðum við Pál, hverjar
heimildir Happdrættisins væru til
að hækka miðana og sagði hann
þá.
„Um mitt siðasta ár óskuðum
við eftir leyfi á þessari hækkun
hjá dómsmálaráðuneytinu, sem
við höfum nú fengið. Samkvæmt
lögum er happdrættum skylt að
borga 70% af heildarveltunni I
vinninga, og samkvæmt nýjustu
skrá okkar, þá borgum við hæsta
vinningshlutfall i heiminum.”
Umferðarfræðsla
sem hítarefni
„Ætlunin er aö umferöafræðsla
veröi sem hitarefni með öðrum
námsgreinum, til dæmis félags-
fræði. Umferðafræðsla á barna-
skólastiginu á að vera sem svarar
tveimur stundum á mánuði, og á
hún framvegis að falla inn i hina
nýju kennslugrein sem kallast
samfélagsfræði,” sagði Guö-
mundur Þorsteinsson, en hann
gerðist fyrir fjórum mánuðum
umsjónarkennari i umferöa-
fræðslu á vegum menntamála-
ráðuneytisins. Eins og fram hefur
komið i fréttum blaðsins, þá flutti
Magnús L. Sveinsson tillögu á
fundi borgarráðs þess efnis að
umferðafræsðla i barnaskólum
verði sem fyrst færö inn i stunda-
skrána. Blaðið skýröi frá þvi að
umferðarfræðslan hafið verið
felld úr narhsskránni, en þáð er
ekki rétt, hún var sett inn I
stundaskrána inn i átthagafræö-
ina, og vill Magnús meina, að
með sllkri tilfærslu verði fræðslan
ekki oftar en sem nemur tveim til
þremur stundum á ári, sem er aö
sjálfsögðu allt of litiö. Viö spurö-
um Guðmund um ástand núver-
andi kennslu, og hverjar helztu
breytingar muni verða á um-
feröafræöslunni framvegis.
„Ég hef kannað ástand um-
ferðakennslu i skólum hér á suö-
vesturlandi, og er það að sjálf-
sögðu misjafnt. Það er reynt að
lagfæra það sem þarf. Það er ver-
iö að útbúa góð kennslugögn nú
sem stendur, og er i þeim gert ráö
fyrir að kennarar séu betur und-
irbúnir undir slika fræðslu, og
hefur veriö sótt um, fyrir kennara
i Kennaraháskólanum með hlið-
sjón af þessari nýju kennsluað-
ferð. 1 nýju kennsluaðferöinni er
farið meira út I umferðina, og
reynt aö skapa meiri fjölbreytni i
kennslunni. Einnig veröur aukin
notkun bóka við kennsluna og
vinnublaða. Nú sem stendur, þá
er ég að útbúa kennslublöð i um-
ferðarfræsðlu, og styðst ég þá
aðallega viö norskar hugmyndir I
þvi efni, en við höfum leitað tölu-
vert til Norðmanna I sambandi
við umferðarfræðslu, en aðstæður
þar eru einna likastar þvi, sem
hér er”. Er við spurðum Guð-
mund um fjármang til þessara
breytinga sagi hann. „Er siðasta
fjárlagafrumvarp var á ferðinni,
þá sótti ég um þrjár milljónir til
þessarar starfsemi, en ég fékk
synjun á þeirri beiðni, þannig að
fé til starfseminnar veröur þvi að
fást gegn um menntamálaráöu-
neytið.”
Vegna hinnar miklu slysatiöni
sem verið hefur undanfarið, og
gagnrýni þeirri, sem beint hefur
veriö gegn stjórn umferöamála,
þá spuröum við'Guðmund Þor-
steinsson að lokum um hans álit á
þessum málum.
„Þessi gagnrýni er að nokkru
leyti ósanngjörn, og má benda á
það aö slys á börnum voru færri I
ár en i fyrra, en þó aö töluvert
mikið hafi verið gert i umferða-
fræsðlu, þá má alltaf gera
meira.”
Verðmætisaukn-
ing loðnuhrogna
„Ef okkur tækist að skilja
loðnuhrognin að fullu úr dælu-
vatninu og nýta þau, annað hvort
til frystingar eöa bræðslu, má
ætla aö nýting aflamagns ykist
um a.m.k. 3%” sagði Trausti
Eiriksson, vélaverkfræðingur hjá
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar-
ins, i samtali við blaðið. „Þess
ber að gæta, aösá hluti, sem færi i
frystingu, er að verðmæti 27 þús-
und pr. tonn, miðaað viö 3 þús.
króna verö á tonni i bræðslu til
skipta. Að visu er markaður fyrir
fryst hrogn eins og stendur ekki
meiri en svo, að meginhluti
hrognanna yrði að fara i bræðslu.
hvort sem væri, en það munar þó
um minni verðmætisaukningu.
Tilraunir verða gerðar i vetur
með að ná hrognunum úr aflanum
strax við dælingu úr nót i skip, og
meö góöri geymslu mætti
þar fá eins gott hráefni til
frystingarinnar og nokkur kost-
ur er. Enginn veit heldur á
þessari stundu, nema markaður
fyrir fryst loðnuhrogn gæti
aukizt verulega, þegar
fram liða stundir. Eins og nú
standa sakir hefur söfnun hrogn-
anna farið fram á löndunarstöð-
um og ekki gefinn nægur gaumur
að gernýtingu. Kostnaður er að
sjálfsögðu talsverður við að koma
tækjunum upp, en þau yrðu fljót
að borga sig fjárhagsle'ga, og þá
er eftir að meta þrifnað i löndun-
arhöfnum, sem stórykist við að
þurfa ekki að láta jafnmikið af lif-
rænum efnum renna aftur i hafn-
irnar,”’ sagði Trausti Eiriksson
að lokum.
VIÐ MINNUM A HEIMILISHAPPDRÆTTIÐ
Meðal vinninga eru glæsileg húsgögn frá DÚNA og MÓDELHÚSGÖGNUM
auk vðruúttektarvinninga frá HAGKAUP. Heimilishappdrætti Alþýðuflokksins
Miðvikudagur 31. desember 1975.
Alþýðubiaðið