Alþýðublaðið - 31.12.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.12.1975, Blaðsíða 7
Benedikt Gröndal skrifar um áramót: gróa undir snjó grænt sumar langa ævi t hvert sinn sem efnahagsvandi þjóðarinnar versnar að marki nú á dögum stappa góðviljaðir menn i hana stálinu með þvi að minna á, að Islendingar hafi aldrei verið eins vel i stakk búnir til að sigrast á vandanum. Þetta virðist augljós sann- leikur, þegar hugsað er til fátækt- ar fyrri kynslóða. En er þetta svo i raun og veru? Þrátt fyrir góðan húsakost, mikla neyzlu, vélvæðingu at- vinnuvega, góðar samgöngur og þjónustu og sifellda mannvirkja- gerð, er hagur þjóðarinnar næsta ótryggurog háður meiri og alvar- legri sveiflum en gerast i ná- grenni okkar á jarðkringlunni. Það ætlar að reynast erfitt að komast fyrir þessa hvimleiðu hlið á tilveru okkar. Þjóðfélagsvisindi byggja á ótraustum grunni, ekki sizt hagfræðin, af þvi að hún reynir að segja fyrir um hegðan mannskepnunnar við mismun- andi aðstæður. Hætt er þá við, að margur maðurinn breyti þvert gegn lögmálum þessara fræða, er hann fréttir um þau, ekki sizt ef hann getur haft hag af þvi. Óviða blasa þessi sannindi svo við augum sem hér á tslandi. All- ir segjast vera á móti verðbólg- unni, en sé betur að gáð, reynist mikill hluti þjóðarinnar hafa kuklað við verðbólguhagnað i sambandi við ibúðahúsnæði, kaup bila, heimilistækja eða á annan og oft mun stórtækari hátt. Þeir eru fleiri, sem brjóta lög- málin, sem kynnu að geta bætt efnahagsheilsu okkar. Allir eru sammála um, að þjóðin verði að draga saman seglin, minnka framkvæmdahraða, hefta neyzlu- æðið og spara erlendan gjaldeyri. En á þvi ári, þegar alls þessa var hvað mest þörf, festi rætur i mál- inunýttorð, þrýstihópur.sem enn hefur ekki komizt i orðabók, þótt allir skilji merkingu þess. Fyrir- brigðið er auðvitað ekki nýtt, enda þótt þrýstitækin (annað ný- yrði) hafi aldrei komizt á svo hátt stig sem nú. Stundum er þrýst- ingurinn barátta fámennra sér- hagsmunahópa fyrir auknum tekjum, sem oft ber árangur, ekki sizt ef hópurinn hefur kverkatak á þjóðfélaginu. Algengara er þó, að þrýstingurinn sé barátta fyrir margvislegum, góðum málefn- um, þar sem fjárfrekar þarfir knýja á, enda þótt flestar verði að biða betri tima. Sú kreppa, er nú riður yfir ts- lendinga og ekki er séð fyrir end- ann á, hefur orðið tvöfalt erfiðari en verst gerist i sambærilegum löndum. Þvi valda ýmsar ástæður. Efnahagstofnunin OECD hefur bent á, að tslendingum sé erfitt að verjast áhrifum erlendra verð- hækkana, enda háðir geysimikl- um innflutningi. Þessi staðreynd skýrir þó aðeins hluta þess, sem gerzt hefur. Innlendir hagfræðingar i þjón- ustu rikisstjórnarinnar hafa látið á þrykk út ganga, að „framvinda stjórnmálanna á árinu 1974” hafi valdið þvi, að „hvorki reyndist unnt að bregðast við efnahags- vandanum nægilega snemma né á fullnægjandi hátt.” Hér er gæti- lega talað, en „framvinda stjórn- málanna” þetta örlagaríka ár var ánefa þráseta framsóknarmanna i vinstri stjórn, sem ekki gat stjórnað, fram á mitt ár, kosning- ar og stjórnarmyndunartlmabil, sem endaði I fálmandi og hikandi ihalsstjórn. Þá er þess að geta, sem ekki má vanmeta i erfiðleikum þjóðarinn- ar, að auðlindir landsins reynast ekki ótæmandi, og þar er komið að hættumörkum. Varla þolir beitarland miklu meira álag, heldur greiðir þjóðin nú skuld fyrirskemmdir á landinu. Astand fiskistofna er hverjum manni kunnugt, og stóraukin sókn hins nýja togaraflota, er þjóðin skuld- ar fyrir milljarða erlendis, hefur ekki aukið aflann i heild. Þá hafa fyrstu tilraunir með stóriðju þeg- ar sýnt, að hún er ekki eins trygg og margir héldu. Ef tslendingar ættu álverið einir, hefðu þeir sennilega neyðzt til að loka þvi, og óvissa er um járnblendiáform. Þá hefur náttúran minnt á, að það er ekki hættulaust að reisa orku- vér svo til á bökkum Vitis við Kröflu. 011 hin stóru orkuver, byggð og áformuð, eru á Atlants- hafssprungunni þvert yfir landið, en hún er sýnilega brennandi eld- fjallasvæði. Rikisstjórn, sem beitt hefur á- hrifalitlum smáskammtalækn- ingum er þó veikasti hlekkurinn i vörnum þjóðarinnar gegn hinni geigvænlegu verðbólgu og fylgi- kvillum hennar. Mörg af úrræð- um stjórnarinnar hafa verið mis- ráðin i meira lagi, en um önnur má segja, að þar hafi of litið kom- ið of seint. Stundum hefur verið beitt erlendum tizkuhagstjórnar- tækjum, sem vafasamt er að eigi við hér á landi. Má þar nefna hina háu vexti, sem iþyngja atvinnu- vegum, hækka verðlag, jafnvel ýta undir spákaupmennsku, þeg- ar verðbólga er tvöfalt hærri, og eru takmörkuð sárabót þeim sparifjáreigendum, sem ekki hafa keypt visitölutryggð skulda- bréf rikisins. önnur hagstjórnar- tæki, svo sem stjórn á streymi fjárfestingarlána hafa borið takmarkaðan árangur i bönkum en verið nær óvirk t.d. um fjár- festingarlánasjóði. Nú, þegar i- haldsráðherrar loks átta sig á heildarmynd þessa máls, er al- varleg hætta á að þeir herði of snögglega að, og valdi með þvi at- vinnuleysi, sem þeir þó hafa hælt sér af að forðast. Varanleg áhrif vandans örðugleikar i efnahagsmálum geta liðið hjá og læknazt án þess að hafa alvarleg áhrif á þjóðar- likamann. Þeir geta einnig haft varanleg áhrif, sem tekið getur mörg ár að græða að fullu. Núverandi rikisstjórn hefur misstsvo vald á þessum málum, að ekki verður komizt hjá varan- legum áhrifum á islenzkt þjóðfé- lag. Þar ber fyrst að nefna hinar gifurlegu lántökur erlendis, sem eiga eftir að aukast um rúman tug milljarða á árinu 1976. Það er gott að vera bjargálna þjóð, sem nýtur lánstrausts, og það er gott að vera aðili að alþjóðlegum gjaldeyrissamtökum, sem veita timabundna aðstoð. En hitt er annað, er þjóðin hleður svo upp erlendum lánum til langs tima, að traustið (og þarmeð efnahagslegt sjálfstæði) fer þverrandi, en heima fyrir verður séð fyrir, að um langt árabil verði að nota vaxandi hluta gjaldeyristekna til að greiða vexti og afborganir þessara lána. Undir forustu rikisstjórnar áttu hið opinbera og einstaklingar að draga svo saman seglin i f járfest- ingu og neyzlu, sem tekjutap heildarinnar gaf bendingu um. Þetta hefur brugðizt. t þess stað hefur sifellt meiri erlendum skuldum verið hlaðið á þjóðina, vandanum velt yfir á framtiðina, unga fólkið, komandi kynslóðir. Ef til vill halda einhverjir, að i viðskiptum þjóða sé sá rikastur, sem skuldar mest, eins og stund- um er talið hér innanlands. En svo er ekki, þvert á móti. Tekjuskipting milli einstakl- inga segir mikið um hvert þjóðfé- lag, og i þeim efnum hafa tslend- ingar getað borið höfuðið hátt, að minnsta kosti i hópi þeirra, er vilja skipta tekjum sem jafnast. Óviða hafa tekjur verið eins jafn- ar og hér, ef þá i nokkru landi. Margt bendir til þess, að á árum þeirrar efnahagskreppu, sem enn stendur, hafi jöfnuður raunverulegra tekna minnkað og þróunin verið i öfuga átt hvað þetta snertir, og ber að harma það. Slík þróun er ósigur fyrir fé- lagshyggjufólk og launþega. Þegar laun hafa breytzt á þessu timabili, hefur að visu verið gert nokkru betur við hina lægst laun- uðu en aðra, og bætur almanna- trygginga hafa hækkað. En hvor- ugt hefur samt haft við hinni gifurlegu verðbólgu. Á hinn bóginn eru i landinu fjöl- mennir hópar, sem stunda meiri eða minni skattsvik, njóta marg- vislegra hlunninda og sérstöðu. Þetta fólk hefur ekki aðeins bjargaðsérgegnum verðbólguna, heldur oft á tiðum grætt á henni. Þetta fólk hefur staðið fyrir þeirri miklu spákaupmennsku, sem jafnvel ráðherrar hafa viður- kennt, að eigi sér stað. t þriðja lagi hefur hin hægri- sinnaða rikisstjórn, sem fer með völd i landinu, leyst sum af vandamálunum með niðurskurði i félagsmáium, og er það einnig alvarlegt skref til baka fyrir is- lenzkt þjóðfélag. Það var skuggalegur boð- skapur, sem þjóðinni barst með frumvarpi til fjárlaga i haust, að stjórnin ætlaði að spara 2 millj- arða króna með niðurskurði al- mannatrygginga, sinn hvorn milljarðinn á lffeyris- og sjúkra- tryggingum. Vegna harðvitugrar andstöðu, m.a. af hendi Alþýðu- flokksins, hvarf stjórnin frá svo hættulegum áformum. Lagðar voru tæplega 500 milljónir á lyf og læknisskoðanir, sem er verulegur skattur, og útsvar var hækkað um 1% af brúttótekjum til að halda fjárlögum niðri um þá upphæð. Óréttlátari eða óhentugri skatt var ekki unnt að finna, en þegar litið er ádæmið i heild, varð minna um niðurskurð trygginga en áformað hafði verið og þvi hagur tryggingalaunþega (gamla fólksins, öryrkja, sjúklinga sjúkrahúsa) minna skertur en á horfði. Þetta var varnarsigur en þó félagsleg afturför. Ráðstöfun til að koma við sýndarlækkun á upphæð fjárlaga var flutningur margvislegra fé- lagslegra verkefna frá riki til bæjarfélaga, án þess að fullnægj- andi tekjur fylgdu með. Þetta hlýtur að leiða til afturfarar á þessum sviðum (t.d. byggingu dagvistunarheimila) og er þvi einnig alvarlegt skref aftur á bak. Enginn getur búizt við, að rikis- valdið geti komizt hjá þvi að leggja einhverjar byrðar á lands- menn, þegar svo árar, sem gert hefur. En það er ekkert smáræði, sem rikissjóður dró til sin við af- greiðslu fjárlaga nú fyrir jóiin. Tvö söluskattsstig, sem áður runnu m.a. til Vestmannaeyja og Neskaupstaðar, vörugjaldið, sem átti að afnema um áramót, lækk- un trygginganna, 1% útsvara, lækkun útgjaida til niður- greiðslna, og þannig mætti lengi telja. Allt er þetta úrræði ihalds- stjórnar, sem landsmenn verða að gera sér grein fyrir og ihuga. island er i dag meira auðvalds- þjóðfélag en það var fyrir 4—5 ár- um. Hinir riku eru fleiri og rikari. Afkoma þeirra hópa, sem félags- lega hyggjandi þjóð vill sjá fyrir, gamla fólksins og annarra þeirra, sem hafa skerta tekjumöguleika, er óvissari og yfirleitt verri. Spilling og vakning Um langt skeið hefur það verið trú manna, að Islendingar væru heiðarleg þjóð, þar sem pólitisk eoa fjármálaleg spilling tiðkaðist ekki i likingu við slik fyrirbrigði i öðrum löndum. Fjölmiðlar eru sá vettvangur, sem á að fletta ofan af spillingu og veita „kerfinu” aðhald i þess- um efnum. En hér á landi hafa dagblöð verið bundin stjórnmála- flokkum og þvi ekki sinnt þessu verkefni, nema þau gætu komið höggi á pólitiska andstæðinga. Hljóðvarpið mótaðist i upphafi mjög af flokkunum og forðaðist deilumál éins og heitan eldinn. Þegar sjónvarpið var sett á fót fyrir rúmlega áratug, var ákveð- ið að brjóta blað i þessum efnum og koma upp fyrsta, raunveru- lega, frjálsa fréttamiðli landsins. Hefur þetta að mörgu leyti tekizt. Þar hefur komið fram ungt fólk, sem hefur skoðað jafnvel helg- ustu stofnanir þjóðfélagsins og verið ófeimið, stundum aðgangs- hart i spurningum sinum. Þjóðin hefur fylgzt með af áhuga. Þetta eru umbrot nýrrar kynslóðar. Fleira hefur komið til, þannig að nú eru á hvers maiins vörum spurningar um, hve mikil spill- ing, forréttindi og feluspil riki i þjóðfélagskerfi tslendinga. Sér- stakiega er athyglisvert, að hin unga kynslóð, sem er fjölmennari og betur menntuð en fyrri kyn- slóðir þjóðarinnar, er ófeimin við að krefjast sannleikans. ogbreyt- mga, þar sem breytinga er þörf. Þessi þróun á enn eftir að valda úlfaþyt. Ef til vill gerir hún ein- hverjum rangt til, og það ber að leiðrétta, en i heild er þetta heil- brigð og æskileg þróun, sem mun stuðla að heiðarlegra og betra þjóðfélagi i framtiðinni. Sérstak- lega er nauðsynlegt, að slikir „öryggisventlar” séu ávallt til, en þeir eru eitt af skilyrðum þess, að þjóðin treysti forustumönnum sinum, þingi stjórn og embættis- mönnum. islenzka þjóðin er i dag sundr- uð, ráðvillt og spillt. Hún þarf á engu meir að halda en að hægja á hinu gengdarlausa lífsgæðakapp- hlaupi, en sameinast um nýja hugsjón um verndun lands, land- grunns, auðlinda og heilbrigðs lifs á þjóðlegum, félagslegum grunni. Ekkert af þessu er nýtt, en sá spámaður er enn ókominn, er get- ur ofið úr öllu þessu á nútimavisu nýjan þjóðartiígang, er gefi lifinu i þessu óvenjuiega landi nýja fyll- ingu. Konan hefur komið fram á sjónarsviðiðá kvennaári og unnið mikið á. Henni eru nú margar brautir opnar, sem áður voru lok- aðar. Hún getur betur en áður sótt fram til jafnréttis og með þvi einu átt mikinn þátt i að breyta is- lenzku þjóðfélagi til hins betra. Landhelgismálið Það var ekki að ástæðulausu, að dómsmálaráðherra varaði þjóðina við þeirri hættu, að þorskastriðið við Breta gæti dreg- izt á langinn. Skýrslur fiskifræð- inga um ástand mikilsverðustu fiskistofna við landið eru hrolí- vekjandi. Eftir að þær sáu dags- ins ljós — staðfestu reynslu sjó- manna — er erfitt fyrir islenzk stjórnvöld að gera samninga við erlend riki um verulegt magn af þessum fiski, nema þá hin sömu stjórnvöld vilji hafna skýrslunum og gera höfunda þeirra ómerka. Þungur var róðurinn með gerð samninga við Vestur-Þjóðverja, sem þó veiða mest ufsa og karfa. Þyngri verður hann án efa, ef Bretar eiga að fá 65-90.000 lestir, mestmegnis þorsk, og siðan Fær- eyingar, Norðmenn, og Austur- Evrópuþjóðir hver sitt. Ástandið á miðunum austan við landið er stórhættulegt, og getur hvenær sem er komið til alvar- legri atburða en hingað til hafa gerzt. Hvernig við þeim verður brugðist, er ókleift, að spá. En þær aðgerðir, sem mest eru á vörum manna, slit stjórnmála- sambands, viðskiptabann og ann- að slikt, mundu ' hafa sáralitið raunverulegt gildi. Sameinuðu þjóðirnar eru- góður áróðursvett- vangur, af þvi að flestir af fulltrú- um 150 þjóða senda skýrslur um málið til heimalanda sinna. At- lantshafsbandalagið er stl stofn- un, sem er viðkvæmust fyrir deil- um okkar við Breta, og þar er mests árangurs von, þó ekki með þvi að rjúka úr bandalaginu i fússi. NATO hefur alvarlegra hags- muna að gæta á lslandi i sam- bandi við varnarmál, og þeir hagsmunir eru mun viðameiri en hagsmunir nokkurra brezkra tog- ara. Af þessum sökum leggst NATO — og þar með vonandi Bandarikin — á Breta af fullum þunga og pinir þá. Auk þess eig- um við innan bandalagsins sér- staka vini, Norðmenn, Kanada- menn og stundum fleiri. Þessi vettvangur hefur áður haft mikil áhrif á landhelgismálin, og hann getur gert það enn. Það er mikils- vert að skilja þá staðreynd, að NATO er okkar sterka stoð, með- an við erum i þvi, en engin, ef við hlaupum úr þvi. Ekki er rétt að vera alitof bjart- sýnn um árangur af hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Sá þáttur hennar, sem endaði i Genf sl. vor, fór að visu ótrúlega vel hvað hagsmunamál tslendinga snerti, en alvarlegir samningar eru rétt að byrja, að það er engan veginn vist að við höldum þeirri stöðu, sem við höfum. Hæglega geta komið til takmarkanir á 200 milunum, sem við eigum illt með að sætta okkur við, og ráðstefnan getur dregizt fram á árið 1977. Alþýðuflokkurinn Aiþýðuflokkurinn hefur verið i stjórnarandstöðu allt siðan 1971 og er enn. Flokkurinn hefur á þessu timabili gert miklar breyt- ingar á innri skipan sinni, og er nú unnið að mótun nýrrar stefnu- skrár, sem þó mun að sjálfsögðu mótast af meginkenningum jafn- aðarstefnunnar, eins og nýrri kynslóð þykir þær bezt þjóna is- lenzku þjóðfélagi nú á dögum og i næstu framtið. Flokkurinn hefur á Alþingi og utan þess tekið upp mörg ný mál, er vakið hafa athygli. Má af þeim nefna tillögu um þjóðareign landsins, 18 ára kosningarétt, af- nám tekjuskatts, heildarlöggjöf varðandi réttindi kvenna og margt fleira. Enda þótt flokkurinn hafi eins og endranær mjög takmörkuð fjárráð, verður hann að leggja megináherslu á hið innra starf sitt og skipulag, og stórauka fræðslustarfsemi. Þannig býr hann sig bezt undir næstu stórá- tök, hvenær sem þau kann að bera að garði. Bezt undir næstu stórátök, hvenær sem þau kann að bera að garði. Gleðilegt er, að stöðugt bætast nýir kraftar i raðir flokksins og styrkja hann, þannig að hann gengur vongóður til framtiðarinnar. Aiþýðuflokkurinn hefur leitazt mjög við að styrkja tengsl sin við verkalýðshreyfinguna og önnur launþegasamtök. Hefur flokkur- inn meðal annars tekið þátt i við- ræðum forustumanna Alþýðu- sambandsins við alla stjórnar- andstöðuflokkana, þar sem mót- uð var jákvæð og ábyrg stefna, er ASt hefur nú i meginatriðum gert að stefnu sinni. Það er ábyrgðar- hluti, hve rikisstjórnin hefur sinnt þvi máli lítið, en verði ekki hlust- að á hinar athyglisverðu tillögur ASt, eiga samtökin einskis ann- ars kost en móta kaupkröfur sin- ar og hefja fyrir þeim hefðbundna baráttu. t þessum viðræðum, svo og i stjórnarandstöðu á Alþingi, hefur verið gott samband milli Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalags- ins. Ekki er þó svo, að þar sé um varanlegan samdrátt að ræða, enda hefur einmitt nú siðustu vikurnar komið greinilea i ljós, hve hinn kommúnistiski kjarni, sem stjórnar Alþýðubandalag- inu, er sterkur. Kom þetta skýrt fram, er Þjóðviljinn og ýmsir leiðtogar minntust 45 ára afmælis stofnunar Kommúnistaflokks ts- lands, auk þess sem formaður Al- þýðubandalagsins þreytist ekki á að lýsa yfir, að útrýma eigi Al- þýðuflokknum og bandalagið að fá stöðu hans i islenzkum stjórn- málum. Sannleikurinn er sá, að Alþýðu- flokkurinn er og verður sá flóð- garður, er hindrar. að bylgja und- ir stjórn kommúnista flæði yfir landið. Einungis sannur jafnað- armannafiokkur, sem berst þróttmikilli og harðri baráttu fyr- ir islenzkri jafnaðarstefnu, getur gegnt þvi hlutverki. Þjóðin býr nú við hreinræktaða ihaldsstjórn, sem hefur snúið við félagslegri þróun undanfarinna ár^ aukið misræmi i lifskjörum landsmanna og eflt kapitalism- ann i landinu, eins og sýnt hefur verið fram á i þessari grein. Sennilega fylgja þeir hinni gömlu kenningu, að hyggileg sé samreið yfir hættuleg vatnsföll, en óhyggilegt að hafa hestaskipti i miðri á. Þannig munu þeir rétt- læta áframhaldandi setu sina i valdastólum, enda þótt tortryggni og launráð blómgist i flokkum beggja. Þessi stefna Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins mun valda mörgum fylgismönn- um þeirra vonbrigðum, að ekki sé meira sagt. Land okkar er harðbýlt og nátt- úruöfl hafa löngum þrengt kost þjóðarinnar. Þrátt fyrir nútima tækni og góð lifskjör, erum við oft • á tiðum varnarvana i þeirri bar- áttu. Nú er is við strendur, jörð skelf- ur og eldar brenna á Norðurlandi, en snjóþyngsli og asahláka skipt- ast á. Enginn veit, hvað er að ger- ast i iðrum jarðar — hvort frekari ótiðinda er að vænta. Við vonum, að svo sé ekki: að gott ár hefji nú göngu sinaogþjóð- in reynist farsæl við lausn þeirra mála, sem eru henni sjálfráð. Eins og eitt af ungu skáldunum segir: Megi gróa undir snjó grænt sumar langa ævi. Ég óska landsmönnum árs og friðar. BenediktGröndal. PI.ISÍIM llf PLASTPOKAVE RKSMIO JA Sfmar 82A39-82A55 Vatnögörtum 6 Box 4064 - Raykjavfk Pipulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Hafnaiijaröar Apotek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsing^simi 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 1146: önnumst alla ( mélningarvinnu ' — úti og inni — gerum upp gömul húsgogn Teppahreinsun Hréinsum gólftcppi og húsgögn I heimahúsum og fyrirtækjum. Erum meö nýjar vélar. Góö þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 1 M KOSTABOÐ Innrellingar valflaUP husbyggingar á kjarapöllum KJÖT & FISKUR BREIÐÁS Breiðholti Vesturgötu 3 simi 25144 Simi 74200 — 74201 Dunn í GtflEflBflE /ími 64900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.