Alþýðublaðið - 31.12.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 31.12.1975, Blaðsíða 9
Var myrtur? 1 sitja, hafa oftsinnis komið við sögu áður hjá lögreglunni. Má i þvi sambandi nefna fikniefnamis- ferli, fjársvik, innbrot og fleira. Hefur heyrst að ástæðan fyrir morðinu, hafi verið sú, að Guð- mundur hafi vitað um glæpsam- leg athæfi vissra einstaklinga, þá einkum i tengslum við fikniefna- misferli. Hafi hann látið að þvi liggja að uppljóstra þessum glæp- um, og þvi hafi þessir glæpamenn gripið til þess örþrifaráðs að ryðja honum úr vegi. Er rannsókn þessa máls i full- um gangi og öll kurl ekki komin til grafar ennþá, en fullyrða má að þetta er með umfangsmeiri og um leið hræðilegri glæpamálum, sem upp hafa komið hérlendis undanfarin ár. Verðstöðvun 1 gildi. Hins vegar var á það bent að á þessu ári hefði verið unnið að samræmingu reglugerða fyrir allar hafnir á landinu, og væri nú komið samræmi á allar reglu- gerðir þar að lútandi. Þessi sam- ræming hefði haft það i för með sér að viða úti um land hefðu hafnargjöldin hækkað nokkuð frá þvi, sem var, þannig að segja mætti að nokkrar hækkanir hefðu átt sér stað a.m.k. á gjaldskrám hafna úti á landi. Allar reglugerð- ir hafa verið samræmdar gild- andi reglugerð fyrir Reykjavik- urhöfn, i stórum dráttum. Þó verður áfram einhver munur á vörugjaldi, vegna þess að i Reykjavikurhöfn væru oft losaðir heilir farmar, en það hefur mikið hagræði i för með sér. Samkvæmt núgildandi gjald- skrá fyrir Reykjavikurhöfn eru gjöldin, sem hér segir. Annars vegar er um að ræða lestargjald, sem skipin greiða, þegar inn er komið, það er 6 kr á hverja brúttórúmlest, og hins vegar bryggjugjald, sem er 3 kr á hverja brúttórúmlest á sólar- hring. Skuttogari af minni gerðinni, þ.e. 500 tonn, sem stoppar i tvo sólarhringa, eins og venja er, þarf þvi að greiða 6000 kr i hafnargjöld samkvæmt núgild- andi gjaldskrá, en þyrfti að greiða kr 9000, ef hækkunin yrði tekin til greina. Þá er miðað við að gjaldskrárhækkunin nemi 50%. Óskum viðskiptavinum vorum árs og friðar með þökk fyr- ir árið, sem er að liða. Gleðilegt nýárl Þökkum viðskiptin á liðna árinu Gott og farsælt komandi ár með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna V inningsnúmer í Happdrætti Styrktarfélags vangefinna: / 1. vinningur Citröen CX Z nr. 116 2. -6. vinningur, þ.e. bifreið að eigin vali að upphæð 700 þúsund krónur: G nr. 10701 Y nr. 3865 R nr. 42590 S nr. 1142 Þökkum stuðninginn. Styrkarfélag vangefinna. ÚTB0Ð Tilboð óskast i ductile-pipur fyrir Vatnsveitu Reykjavikur. Ótboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 17. febrúar 1976, kl. 11.00 f.h. 4NNKAUPASTQFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fn’kirkjuvegi | — Sími 25800 r Tilboð óskast i sigtinet fyrir Grjótnám Reykjavikur- borgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 4. febrúar 1976, kl. 11.00 f.h. fNNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis á Geðdeild Borgarspitalans er laus nú þegar i 3-4 mánuði. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykja- víkur við Reykjavikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum nám og fyrri störf, skulu sendar yfirlækni deildarinnar, sem jafnframt veitir frek- ari upplýsingar. Reykjavik 23. desember 1975. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. Orkustofnun óskar að ráða til sin starfsmann til að- stoðar á rannsóknarstofu og til vélritunar. Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar Orkustofnun, Laugavegi 116, Reykjavik, fyrir 12. janúar n.k. Orkustofnun. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. AAiövikudagur 31. desember 1975. Alþýðublaðið fflf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.