Alþýðublaðið - 31.12.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 31.12.1975, Blaðsíða 12
Vedrið Allt bendir til þess að við fáum að halda jólasnjón- um yfir áramótin. Heldur mun lægja, en NA-áttin mun þó blása nægilega til að viðhalda kuldanum, svo eins gott er að búa sig vel, þegar farið verður í brennuferð. Ekki er úti- lokað að við fáum ein- staka él yfir okkur. Gátan ~»£/ÐH6R0ÐlJ(l Ctgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: tngólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarf ulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Augiýsingar og af- greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Askriftarverð kr. 800.- á mánuði. Verð í lausasölu kr. 40.-. 7f[ 'R.ST/ú VEi/NU SR/fíHL r N/tn HflbflK N/R /mrnÐ AUG r „ VOKV/ r/rt 11 'oúm KOLMfl Z>/ □ RlSTi RuSL HÝÐ/ SÆL/N ÞyRfí v£RÞur miNN/ -*■ R 57Én /. P£RS\ GLOPP fíN i um hvERF /s —k MEGUM VIÐ KYNNA Egill Bjarnason, kaupmaöur er fæddur að Hjaltabakka i Húna- vatnssýslu 20. febrúar 1915, sonur Soffiu Eggertsdóttur og Bjarna Guðnasonar. Hann ólst upp i Svarfaðardal til fermingaraid- urs, en þá fór hann til Dalvikur, þarsem hann lagði stund á marg- visleg störf til tvitugs. Eftir það hélt hann til náms á Laugaskóla i Þingeyjarsýslu og siðan i Sam- vinnuskólann, sem þá hafði að- setur i gamla Sambandshúsinu. Um áramótin 1936-37 hvarf hann frá námi og hóf þá störf hjá Tim- anum við innheimtu- og af- greiðslustörf og vann þar til árs- ins 1941. Þá hefst ferill Egils sem kaup- manns, en sama ár keypti hann fornbóka verzlun Kristjáns Kristjánssonar, sem þá var til húsa i Hafnarstræti 19 en hefur nú aðsetur að Hverfisgötu 26. Egill hefur siðan unnið að rekstri verzlunarinnar samfleytt siðan, utan 5 ára á sjötta áratugnum, er hann stárfaði aftur hjá Timanum við afgreiðslustörf. Egill er kvæntur Gyðu Siggeirs- dóttur og eiga þau þrjú börn, Hrafnkel, ólafiu og Soffiu, sem eru á aldrinum 22-35 ára. Utan bókasöfnunar hefur áhugi Egils aðallega beinzt að tónlist og hefur hann starfað i mörgum kór- un, þ.á.m. FÍlharmoniukórnum, Útvarpskórnum, auk kirkjukóra. Hann hefur ekki hlotið mikla tón- listarmenntun, en brotizt áfram af eigin elju og áhuga. 1 tengslum við tónlistaráhuga sinn, hefur KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 hann þýtt fjölda söngleikja, m.a. 10 fyrir Þjóðleikhúsið. 82 LÉTUST í SLYSUM Á ÁRINU - 225 BJARGAÐ í gær barst Alþýðublaðinu skýrsla frá Slysavarnafélagi íslands, þar sem greint er frá banaslysum frá 1. 1. til 30.12.1975. 1 sjóslysum og ým- iss konar drukknunum, svo sem i ám, höfnum, brunnum og skurðum, létustsamals á árinu 1975 17 manns, en á árinu 1974 29, þannig að tals- verð fækkun hefur þar orðið. Banaslys i umferðinni voru 35 á árinu sem er að liða, en 21 lézt á ár- inu 1974, og er þar um talsvert mikla aukningu að ræða. Langflest banaslysin voru af völdum bifreiða sem óku á gangandi vegfarendur, eða 14 talsins. 1 flugslysum fórust sjö á árinu, og urðu þau öll i þyrsluslysinu, sem varðá árinu. Arið 1974 fórust 4 i flugslysum. Ýmis banaslys, svo sem vinnuslys, raflost, orðið úti, af völdum bruna, o.fl. voru 23 á árinu, 39 árið undan, þannig að um fækkun á slik- um dauðaslysum er mjög mikil. 82 tslendingar létust af slysförum árið 1975 en 93 árið 1974. Þótt fækk- unin sé ekki mjög mikil, þá er það alltaf gleðilegt, þegar talan færist neðar, og er það vonandi að þessi þróun eigi eftir að halda áfram. Flest banaslys i einum mánuði urðu i október, eða 14, en næst flest i desember 12. Bjarganir úr lifsháska voru töluverðar á árinu, en mest ber þó á björgunum úr skipum. Á árinu 1975 var 225manns bjargað úr lifsháska, en 223 árið áður. Má geta þess að 17 var bjargað frá þvi að verða úti á árinu, en 5 árið 1074. Flestu fólki var bjargað úr lifsháska i marz eða 36. Flokksstarfrið Alþýöuf lokksfélögin í Reykjavík boða til ráðstefnu um stefnuskrá flokksins laugardaginn 10. janú- ar. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Loftleiðum og hefst kl. 10 árdegis. Alþýðuflokksfólk er beð- ið að tilkynna þátttöku sina á skrifstofu flokksins, Hverfisgötu 8-10, sima 15020 fyrir 8. janúar og greiða þátttökugjald kr. 500.- Unnið verður i fjórum starfshóp- um um: 1. efnahagslifið, 2. sam- félagið, 3. stjórnmál og rikisvald og 4. Island meðal þjóða. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur Kvenfélag Alþýðuflokksins, Reykjavik Félag ungra jafnaðarmanna, Reykjavik. 0RVAR HEFUR 0RÐIÐ Við upphaf núverandi stjórnarsamstarfs, fyrir einu og hálfu ári.bundu ýmsir miklar vonir við þá rikisstjórn, sem þar var mynduð. Framsóknar- menn voru að visu ekki sérlega hressir, enda höfðu þeir orðið að gefast upp á stjómarforystu og afhenda hana Sjálfstæðis- flokknum . Ma rgir Framsóknarmenn gengu þvi til leiks með hálfum huga. En þvi bjartsýnni voru Sjálfstæðismenn. Þeir vis'su sem var, að fráfarandi rikisstjórn hafði misst traust þjóðar- innar sökum fádæma lélegra stjórnarhátta og Sjálfstæðismenn trúðu þvi i raun og sannleika, að þeir gætu gert miklu betur. Þeir þyrftu aðeins að fá að komast að, til þess að allt snerist til betri vegar. Þvi bjartsýnni og bar- áttuglaðari, sem Sjálf- stæðismenn gengu til stjórnarsamstarfsins en Framsóknarmenn, þeim mun meiri hafa vonbrigði þeirra orðið með stjórn- ina. Ýmsir mjög áberandi forsvarsmenn flokksins geta ekki dulið óánægju sina, og mikil gremja er rikjandi meðal margra dyggustu fylgismanna flokksins, s.s. eins og ýmsra kunnra fjármála- manna með hið algera stjórnleysi, sem verið hefur i efnahags- og fjár- málum i ti'ð rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar. Dagblaðið tekur upp hanzkann fyrir þessa aðila i áramótaleiðara sinum i gær og setur Jónas Kristjánsson, rit- stjóri, þar á þrykk ýmis- legt það, sem kunningjar hans i „bisnissheimin- um” hafa haft á orði. Hann segir m.a., að þótt menn hafi að sjálfsögðu ekki getað vænzt neinnar „kjarnorkustjórnar”, heldur aðeins varfærinn- ar miðlungsstórnar, hafi jafnvel sú von brugðizt. Núverandi rikisstjórn skari siður en svo fram úr vinstri stjórninni, þrátt fyrir mun öflugri þing- meirihluta. Siðar vikur Jónas að ýmsum þeim verkum rikisst jórnarinnar, sem hann og skoðanabræður hans I Sjálfstæðisflokkn- um telja harla illa unnin. 1 landshelgismálinu segir Jónas, að rikisstjórnina skorti bæði hraða hugsun og reisn. Vandræðin i efnahagsm álum segir hann að séu heimatilbúin. Meðferð rikisf jármál- anna sé einhver versti bölvaldurinn og rikis- stjórnin kunni ekki með fé að fara. Þá varpar Jónas Kristjánsson einnig þeirri spurningu fram, hvort rikisstjórnin geti lagfært alla þessa ágalla, án þess að segja af sér og kemst að þeirri niðurstöðu, að það verði ekki gert, nema Ólafur Jóhannesson taki við stjórnarforystunni af Geir Hallgrimssyni, Matthias A. Mathiessen, fjármálaráðherra, verði rekinn og Jónas Haralz settur i sæti hans. Sitt sýnist sjálfsagt hverjum um, hvort þessi „bjargráð” myndu duga rikisstjórninni. En þessi leiðari Jónasar Kristjánssonar er til marks um það, hvernig ýmsir dyggir fylgisveinar Sjálfstæðisflokksins eru nú farnir að bollaleggja, og lýsandi dæmi um þá miklu óánægju og gremju, sem er rikjandi i röðum flokksmanna, vegna mistaka og úr- ræðaleysis ihalds- stjórnarinnar. FIMM á förnum vegi Anna Lára Lárusdóttir, kenn- ari: „Hugsa um barnið mitt og vera heima hjá mér. £g hugsa að ég geri litið annað og þetta gamlárskvöld verði ekkert frá- brugðið öðrum kvöldum þessa árs, sem við nú kveðjum.” Guðmundur Tómasson, nem- andi: „Vera heima hjá mér fram undir miðnætti allavega. Það er ekki alveg afráðið, hvað þá tekur við hjá mér, en það verður vonandi eitthvað spenn- andi um að vera.” Sigriður Sigurðardóttir. verzlunarstjóri: „Vera heima hjá mér og hugsa um mann minn og börn. Hef hugsað mér að hafa góðan mat og láta mér liða vel. Engar heitstrengingar mun ég gera utan þær að gera öllum gott og vona að öllum liði vel á nýja árinu.” Hvernig hyggst Birgir Bjarnason, nemi: „Maður skemmtir sér og fer i partý með vinum og kunningj- um. Ég mun þó eftir megni reyna að halda gleðskepnum i hófi.” 1 V þú eyða kvöldinu? Simon Gissurarson, ncmi: „Ég hyggst vera i rólegheitum i heimahúsi i góðu samkvæmi með vinum. Siðan skála i kampavini um 12 leytið. Allt annað óráðið.” l/

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.